Þjóðviljinn - 01.12.1990, Blaðsíða 1
Laugardagur 1. desember 1990 — 228. tölublað 55. árgangur
Sveiíarfélög
Hólmarar skulda langmest
Stykkishólmsbœr skuldar 304þúsund krónur á hvern íbúa. Reykjavík neðst á skuldalistanum með 36þúsund á íbúa,
en efst á tekjulistanum. Skuldugustu sveitarfélögin öll úti á landi
Skuldir Stykkishólmsbæjar
nema 304 þúsundum króna
á hvert mannsbarn í bænum.
Stykkishólmur skuldar áber-
andi meira en aðrir kaupstaðir
miðað við íbúafjölda, en skuldir
Siglufjarðar, Ólafsvíkur og
Sauðárkróks eru einnig gífur-
iegar ef miðað er við fjölda
íbúa. Skuldir Reykjavíkur á
hvern borgarbúa eru hins veg-
ar aðeins 36 þúsund krónur, en
borgin er langefst á tekjulistan-
um.
Þessar upplýsingar er að finna
í Árbók sveitarfélaga 1990, en
tölur þar eru miðaðar við árslok
1989.
- Það er óneitanlega blóðugt
að þurfa að borga fjármagns-
kostnað af svo miklum skuldum.
En við munum greiða þessar
skuldir niður á næstu árum þann-
ig að þær verði vel viðráðanlegar
með því að halda að okkur hönd-
um í framkvæmdum. I þessari
stöðu er fjármálastjómin vanda-
söm, en við sjáum framúr þessu,
segir Sturla Böðvarsson, bæjar-
stjóri í Stykkishólmi, í samtali við
'
Jólarisl: Sver bolurinn á átján metra jólatré snyrtur svo hann komist ofan I djúpa holuna á hafnarsvæðinu við
Kalkofnsveg. Starfsmenn Reykjavlkurhafnar, Erlingur Viggóson og Sigtryggur Siguröarson, koma fyrir trénu,
sem ku vera gjöf frá bænum Hamborg I Þýskalandi. Þeir sögðu það vera helmingi stærra en I fyrra. Töldu þeir
félagarnir Kklegt að tréð hefði stækkað við sameininguna, nú væri öllu tjaldað til. Hamborgartréð hefur vana-
lega prýtt torgið við Hafnarborgir, en nú hefur þvi verið valinn nýr staður. Mynd: Kristinn
Þjóðviljann.
Hann nefnir tvær meginskýr-;
ingar á þessum miklu skuldum. I
fyrsta lagi hefur bærinn þurft að
taka lán vegna framkvæmda við
ferjuhöfn vegna nýs Baldurs, þar
sem rikisframlag hefur ekki verið
eins og heimamenn gerðu ráð fyr-
ir.
í öðm lagi er byggingu 170
miljóna króna íþróttahúss nýlok-
ið. Þar er það sama uppi á ten-
ingnum að sögn Sturlu; ríkisffam-
lagið hefur ekki verið eins og bú-
ist var við.
- Við stöndum í samninga-
viðræðum við ríkisvaldið um
þessi mál núna, segir Sturla.
Þegar litið er á lista yfir skuld-
ir kaupstaða miðað við íbúafjölda
vekur athygli að þau sveitarfélög,
sem skulda mest, em öll á lands-
byggðinni og stærð þeirra er mjög
sambærileg. Þetta em einkum
kaupstaðir með íbúa á bilinu
1000-2500 og byggja afkomu
sína á sjávarútvegi.
Kaupstaðimir á suðvestur-
homi landsins, höfuðborgarsvæð-
inu og Reykjanesi em hins vegar
allsráðandi á neðri hluta listans,
ef firá er talinn Kópavogur sem er
fremur ofarlega á skuldalistanum
með 87 þúsund krónur á íbúa.
Reykjavik er sem fyrr segir á
botninum með rúmlega 36 þús-
und króna skuld á hvem íbúa.
Tekjur Reykjavíkur af útsvari,
aðstöðugjaldi og fasteignaskatti
em jafnframt langhæstar. Borgin
hefur 92.500 krónur á hvem íbúa,
en meðaltalstekjur kaupstaðanna
em um 79.500 krónur. Rétt er að
vekja athygli á því að hér er um
að ræða tekjur af útsvari, aðstöðu-
gjaldi og fasteignaskatti, en þess-
ir liðir nema að jafnaði um 90
hundraðshlutum af rekstrartekj-
um kaupstaðanna.
Þeir kaupstaðir sem raða sér í
fimm efstu sæti skuldalistans em,
auk Stykkishólms, Siglufjörður
með 233 þúsund á íbúa, Ólafsvík
með 175 þúsund, Sauðárkrókur
með 160 þúsund og Ólafsfjörður
sem skuldar 142 þúsund krónur á
íbúa.
Næst koma Hveragerði, Nes-
kaupstaður, Blönduós, Isafjörður
og Bolungarvík með skuldir á bil-
inu 137 þúsund til 123 þúsund
krónur á hvert mannsbam í þess-
um bæjum. Eskifjörður og Vest-
mannaeyjar skulda einnig yfir
100 þúsund krónur á íbúa, en að
meðaltali skulda kaupstaðimir og
Reykjavík 101 þúsund krónur á
íbúa.
Sturla Böðvarsson segir að
ekki verði farið út í ffamkvæmdir
í Stykkishólmi á næstu ámm
nema þær sem standa undir sér að
mestu leyti, eins og til að mynda
gatnagerð.
- Það er mjög algengt vanda-
mál sveitarfélaga að rikið dregur
að greiða sinn hlut í ffamkvæmd-
um. En fólkið gerir kröfu um
framkvæmdir og aukna þjónustu.
Forrík sveitarfélög eins og
Reykjavík og Hafnarfjörður geta
framkvæmt og boðið íbúum sín-
um þjónustu, og íbúar smærri
sveitaifélaga gera kröfu um það
sama, segir Sturla.
Hann bendir jafhframt á að
tekjur Stykkishólms em nokkuð
háar og bærinn greiðir ekki háan
fjármagnskostnað miðað við
mörg önnur sveitarfélög. Þá nefn-
ir hann að nú er veigamiklum
framkvæmdum í ýmsum mála-
flokkum lokið í Stykkishólmi og
engar aðkallandi, dýrar ffam-
kvæmdir ffamundan.
- Nú getum við snúið okkur
að því að greiða niður skuldir, og
á sama tíma aukast tekjur af ffam-
kvæmdum, svo sem af höfhinni,
segir Sturla. -gg
23 dagar til jóla
5-f
Þessa flottu mynd af Sveinka
teiknaði hún Ásta Heiðrún Péturs-
dóttir sem er sex ára.
Bráðum koma blessuð jólin og nú
verðið þið krakkar að taka fram
blýant, liti og papplr og teikna flnar
myndir af jólasveinum og senda
okkur á Þjóðviljanum þannig að við
getum I sameiningu talið niður
dagana fram að jólum. Merkið
myndimar: Sveinki, Þjóðviljinn,
Posthólf 8020, 121 Reykjavík.
Jólahlaðborð Þjóðviljans
er fylgirit með blaðmu í dag.