Þjóðviljinn - 01.12.1990, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 01.12.1990, Blaðsíða 15
KVIKMYNDIR I DAG Menn fara víst! Bíóborg Menn fara alls ekki (Men don’t leave) Leikstjóri: Paul Brickman Handrit: Paul Brickman & Bar- bara Benedek Aðalleikarar: Jcssica Langc, Ariiss Howard, Chris O’Donell, Charlie Corsmo, Joan Cusack. Leikstjórinn Paul Brickman á ekki langan frægðarferil að baki, eflir þvi sem ég kemst næst er þetta mynd hans nr. 2. Fyrri myndina gerði hann árið 1983, hún hét Risky Business og var hálfgerð grínmynd með hjartaknúsaranum fræga Tom Cruise í aðalhlutverki (áður en hann varð sérstaklega frægur). í Menn fara alls ekki, nýjustu mynd hans, slær hann á allt aðra og þyngri strengi. Jessica Lange leikur ofúr- venjulega húsmóður sem býr í úthverfi og á ágætan mann og tvo hressa stráka. Hún eldar of- an i þá og knúsar þá eftir því sem við á og er örugglega til- tölulega hamingjusöm þó hún liggi ekki og hugsi um það dag- inn út og inn. En dag einn deyr maðurinn hennar í slysi og allt í einu fyllist borðstofuborðið af óskiljanlegum reikningum og föðurlausir synir hennar eru eins og ókunnugir menn. Hún ákveður að eina ráðið sé að selja húsið og flytja til Baltimore sem er næsta stórborg við úthverfið. Þar fer hún að vinna í sælkera- verslun hjá óþolandi yfirmanni. Hún kynnist líka nýjum manni, skemmtilegum hljóðfæraleikara (Arliss Howard) en er samt ekki spor glöð. Strákamir bregðast mis- munandi við foðurmissi og flutningum. Eldri strákurinn Cris O’Donell kynnist einstakri stúlku (Joan Cusack) sem er eldri en hann og býr í sömu blokk. Hann aðlagast smám saman. En yngri strákurinn (Charlie Corsmo) stelur mynd- bandstækjum af mikilli elju svo að hann geti keypt aftur gamla húsið handa mömmu sinni til að hún hætti að vera sorgmædd. Menn fara alls ekki fjallar um mjög viðkvæmt og persónu- legt efni, ástvinamissi. En jafn- ffarnt því að vera viðkvæmt þá er það eitthvað sem allir lenda einhvemtíma í. Og það er geysi- lega erfitt að sýna alla þessa sorg og angist án þess að detta kylliflatur ofan í hreina „grenjað á gresjunni“ væmni. Það er jafn- erfitt að sýna svo léttari hliðam- ar á lifinu inná milli án þess að þær standi samhengislausar eins og fiskar á þurm. En þetta tekst Paul Brickman. Persónumar eru ekta, sorgin er sönn og maður þarf ekkert að skammast sín fyr- ir tárin. Leikurinn er sterkur og sam- hljóma. Jessica Lange er svo góð leikkona að það er unun að horfa á hana. Hún leikur mikið með andlitinu og stundum veit maður hvað hún ætlar að segja áður en hún segir það. Strákam- ir hennar Chris og Charlie em báðir alveg frábærir. Og það var gaman að sjá litla munaðarleys- ingjann úr Dick Tracy ráða svona vel við gjörólíkt hlutverk. Joan Cusack hefúr verið rnikið í því að leika vinkonur, t.d. í Working Girl. Hér leikur hún líka vinkonu, en með dálitlu öðm sniði. Lengi vel velti ég fyrir mér hvort hún ætti að vera aðeins á eftir, en áttaði mig svo á því að hún var aðeins á undan! Og það hlýtur að fara að koma að því að hún fái aðalhlutverk. Eins er með Arliss Howard sem leikur kærasta móðurinnar, ein- hvemtíma bráðum fær hann ör- ugglega eitthvað meira að segja en nokkur fyndin tilsvör. Þetta er indæl mynd um al- vömlegt fólk sem ágætt er að sitja yfir í tvo tíma. Sif Vetrardagskrá kvikmvndahúsanna REGNBOGINN * í dag byijar í Regnbogan- um viku- kvikmyndahátíð þar sem sýndar verða 14 kvikmynd- ir frá franska kvikmyndafýrir- tækinu Argos sem er 40 ára um þessar mundir. Hátíðin er skipu- Íögð af Pompidou menningar- miðstöðinni í París og er send út um allan heim. Á meðal þessara 14 mynda em t.d. Fóm Tarkovskis & Paris Texas Wen- ders. Einnig er fjöldinn allur af athyglisverðum stuttmyndum sem em sýndar tvær eða fleiri saman. Ringulreið um tvítugt er heimildarmynd eftir Jacques Baratier frá 1966 um Saint- Germain hverfið í París. í henni koma ffarn ýmsir menningar- frömuðir eins og Simone de Beauvoir, Jean-Paul Sartre, Al- bert Camus ofl. * í byijun desember verður frumsýnd ný íslensk stuttmynd Raunasaga 7.15. Sögur herma að sú frægust þula, Rósa Ing- ólfs, leiki í henni. * 10. desember verður ffum- sýnd franska Iöggumyndin Les Ripoux (1984) sem hefur verið geysivinsæl í heimalandi sínu. Það em þeir Philippe Noiret og Thierry Lhermitte sem leika að- alhlutverkin undir stjóm Claude Zidi. Framhald af Les Ripoux, Ripoux contre Ripoux (1990) Háskólabfó Draugar (Ghost)**' Patrick Swayze leikur draug, Demi Moore leikur lifandi kærustu hans og Whoopi Goldberg leikur miðil sem kemur skilaboðum á milli þeirra. Inni þessa óvenjulegu rómantfk blandast svo veðmálabrask og peningaþvott- ur svo að við erum komin með þá klasslsku blöndu: rómantlskan þrill- erl En leikurinn er ágætur, söguþráð- urinn skemmtilegur og tæknibrellurn- ar góðar. Eini gallinn er að Swayze dansar ekkert nema smá vanga- dans. Sif Pappfrs Pési *** Ari Kristinsson kemur hér með alveg ágæta bamamynd. Pappirs Pési er skemmtileg figúra (Islenskur E.T.?) og krakkamir alveg einstaklega krakkalegir. Litil vinkona mln sagði að myndin væri alveg sérstaklega skemmtileg af þvl að hún kenndi svo skemmtileg prakkarastrikl! Sif verður sýnd eftir jól. * Hver man ekki eftir Heiðu, geitunum hennar í fjallinu hjá afa og vini hennar Pétri? Hvað skyldi hafa orðið um j cssa „in- dælu telpu“? Nú geta Heiðu-að- dáendur glaðst því að það er bú- ið að gera mynd sem heitir Co- urage mountain - the further ad- ventures of Heidi, sem er um Heidi þegar hún er orðin ung- lingur og fer í skóla til Italíu ár- ið 1915 meðan fyrri heimstyrj- öldin geisar. Það er Juliet Caton sem leikur Heiðu og Charlie Sheen Pétur. * Jólamyndimar eru tvær, önnur er íslenska myndin Ryð, byggð á hinu óhemju vinsæla leikriti Bílaverkstæði Badda efl- ir Olaf Hauk Símonarson. Lárus Ýmir Óskarsson leikstýrir og Bessi Bjamason, Sigurður Sig- urjónsson, Egill Ólafsson og Stefán Jónsson fara með aðal- hlutverkin. Nú fá þeir sem misstu af þessu verki í Þjóðleik- húsinu annan séns og geta séð það í bíó í staðinn. * Hin jólamyndin er teikni- mynd um kappann Ástrík, Ast- erix and the big fight. Sam- kvæmt söguþræði virðist þetta vera unnið upp úr bókinni Ást- ríkur og falsspámaðurinn. Svo að nú vitið þið hvert þið getið Bfóborgin Óvinir-ástarsaga (Enemies a love story)**** Frábær, frábær, frábær. Handrit, leik- stjóm, leikur og allt! Þaö er ekki oft sem svona mynd rekur á fjörur Is- lenskra bfógesta og þessvegna er um aö gera aö iáta hana ekki fram hjá sér fara og helst aö sjá hana I stóra salnum I bló, hún er þannig. Sif Góðir gæjar (Goodfellas)** Scorsese og Robert De Niro leiöa saman hesta slna enn á ný og út- koman er blóöug. Góöir gæjar er unnin upp úr bókinni Wiseguy sem er sannsöguleg lýsing af llfinu innan bandarlsku maflunnar. Og eins og við mátti búast er hún ekki falleg. Þetta er mynd fyrir þá sem hafa gam- an af morðum I nærmynd og skemmta sér vel yfir að heyra ekkert nema blótsyrði I rúma tvo tlma. Leik- urinn er óaöfinnanlegur. Sif farið með bömin á annan í jói- um! * Regnboginn hefur alltaf verið ötull við að bjóða Islend- ingum upp á eitthvað annað en bara amerískar bíómyndir og sú verður líka raunin á næsta ári, því að bíóið er búið að kaupa nokkrar franskar myndir sem fyrirhugað er að sýna eftir ára- mót. * Trop belle pour toi skartar Gerard Depardieu í aðalhlut- verki. Hann leikur mann sem á fallega konu, en heldur við ósjarmerandi einkaritarann sinn! Það er Bertrand Blier sem leikstýrir. * La petite voleuse er leik- stýrt af Claude Miller, en það var Francois Truffaut sem skrif- aði handritið. Aðalpersónan er Janine, 16 ára þjófótt stelpa sem hefúr alist upp hjá frænda sínum og frænku sem eru ekki góð við hana. Einn góðan veðurdag ákveður hún að verða fullorðin. * Síðast en ekki síst hefúr Regnboginn fengið tvær myndir um sömu fjölskylduna: La glorie de mon pére og Le chEteau de ma mére. Myndimar gerast um aldamót í sumarleyf- um fjölskyldunnar. Vive la France! Sif Regnboginn Sögur að handan (Tales from the Darkside)**' Þetta eru þrjár hryllingssögur sem strákur segir konu svo að hún fresti þvl að steikja hann fyrir kvöldveröar- boð sem hún er aö fara aö halda. Fyrsta sagan er hálfslöpp, en hinar tvær eru þrælgóðar, sérstaklega sú I miöið sem er gerö eftir sögu hryll- ingskóngsins Stephen King. Sigur andans (Triumph of the spirit)*** Þaö skal tekið fram eins og skot aö þaö er enginn sigur andans sjáan- legur I þessari mynd. Hún er kolsvört og átakanleg. Leikurinn er fantagóö- ur, sérstaklega er Willem Dafoe áhrifamikill I hlutverki grlsks gyöings I útrýmingarbúöum nasista I seinni heimsstyrjöldinni. Sif ÞJÓÐVIUINN FYRIR 50 ÁRUM 1. desember. Dagsbrúnarmenn vinna ekki ( dag. Brezka her- stjórnin hefur samþykkt ákvörð- un Dagsbrúnarstjómarinnar þar að lútandi. Stúdentaráðið gengst fyrir skrúðgöngu og skemmtun. Handknattleiksflokk- ur kemur frá Vestmannaeyjum ( heimsókn. Flokkurinn keppir hér við flokka úr helztu Iþróttafélög- unum. Ekkert lát á lofthemaði Breta og Þjóðverja. Borgara- styrjöld að hefjast I Rúmenfu milli Járnvarðhðsins og hersins. Japanir „viðurkenna” leppstjórn sína I Nanking. 1. desember. Fullveldisdagurinn. 335. dagur ársins. Elegíusmessa. 6. vika vetrar hefst. Sólarupprás í Reykjavlk kl. 10.45 - sólariag kl. 15.48. Viðburðir Eggert Ólafswson fæddur 1726. Halldór Stefánsson rithöfundur fæddur 1892. ísland fullvalda rlki 1918 - Heimastjómartlma- bili lýkur. Hreyfingin Þjóðarein- ing gegn her I landi stofnuð 1953. DAGBÓK APÓTEK Reykjavik: Helgar- og kvöldvarsla lyfjabúða vikuna 30. nóv. til 6. desember er I Vesturbæjar Apóteki og Háaleitis Apóteki. Fyrmefnda apótekið er opiö um helgar og annast næturvörslu alla daga kl. 22 til 9 (til 10 á frfdögum). Siðamefnda apótekið er opið á kvöldin kl. 18 til 22 virka daga og á laugardögum kl. 9 til 22 samhliöa hinu fyrmefnda. sóknir annarra en foreldra kl. 16 til 17 alla daga. St. Jósefsspitatl Hafnar- ftrði: Alfa daga kl. 15 til 16 og 19 til 19:30. Kleppsspftalinn: Alla daga kl 15 til 16 og 18:30 til 19. Sjúkrahús Vestmannaeyja: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til 19:30. Sjúkrahús Akraness: AJIa daga kl. 15:30 til 16 og 19 til 19:30. SJúkrahúsið Húsavfk: Alla daga kl. 15 til 16 og 19:30 til 20. ÝMISLEGT LOGGAN Reykjavik..................» 1 11 66 Kópavogur..................* 4 12 00 Seltjamames................» 1 84 55 Hafnarfjörður..............» 5 11 66 Garðabær...................« 5 11 66 Akureyri...................» 2 32 22 Stökkvið og sjúkrabílar Reykjavík..................® 1 11 00 Kópavogur..................® 1 11 00 Seltjamames................» 1 11 00 Hafnarfjörður..............« 5 11 00 Garðabær...................« 5 11 00 Akureyri...................» 2 22 22 LÆKNAR Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarn- arnes og Kópavog er i Heilsuvemdar- stöð Reykjavikur alla virka daga frá kl. 17 til 8, á laugardögum og helgidögum allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir, símaráöleggingar og timapantanir i » 21230. Upplýsingar um lækna- og lyfjaþjónustu eru gefnar I sfmsvara 18888. Borgarspitalinn: Vakt virka daga frá kl. 8 til 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilislækni eða ná ekki til hans. Landspitalinn: Göngudeildin er opin frá kl. 20 til 21. Slysadeild Borgarspft- alans er opin allan sólarhringinn, n 696600. Hafnarfjörður. Dagvakt, Heilsugæsl- an, ® 53722. Næturvakt lækna, » 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöt, tr 656066, upplýsingar um vaktlækni »51100. Akureyri: Dagvaktfrá kl 8 til 17 á Læknamiðstöðinni,» 22311, hjá Akureyrar Apóteki, » 22445. Nætur- og helgidagavakt læknis frá ki 17 til 8 985- 23221 (farsfmi). Kefiavík: Dagvakt, upplýsingar f » 14000. Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna, * 11966. Rauða kross húsið: Neyöarathvarf fyrir unglinga, Tjarnargötu 35, » 91-622266, opið allan sólarhringinn. Samtökin 78: Svaraö er f upplýsinga- og ráðgjafarsíma félags lesbía og homma á mánudags- og fimmtudags- kvöldum kl. 21 til 23. Sfmsvari á öðrum tlmum. » 91-28539. Sálfræðistöðin: Ráðgjöf i sálfræði- legum efnum, » 91-687075. Lögfræöiaðstoð Orators, félags laganema, erveitt f sfma 91-11012 milli kl. 19:30 og 22 á fimmtudagskvöldum. MS-félaglð, Álandi 13: Opiö virka daga frá kl. 8 til 17, ® 91-688620. „Opið hús* fyrir krabbameinssjúk- linga og aðstandendur þeirra I Skóg- arhíið 8 á fimmtudögum kl. 17 til 19. Samtök áhugafólks um alnæmis- vandann sem vilja styöja smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra f » 91- 22400 og þar er svarað alla virka daga. Upplýsingar um eyöni: » 91-622280, beint samband við lækni/hjúkrunar- fræöing á miðvikudögum kl. 18 til 19, annars símsvari. Samtök um kvennaathvarf: » 91- 21205, húsaskjól og aðstoð við konur sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðið fyrir nauögun. Kvennaráðgjöfin Hlaðvarpanum, Vestur-götu 3: Opiö þriðiudaga kl. 20 til 22, fimmtudaga kl. 13:30 til 15:30 og kl. 20 til 22, » 91-21500, simsvari. Sjálfshjálparhópar þeirra sem oröið hafa fyrir sifjaspellum: » 91-21500, sfmsvari. Vinnuhópur um sifjaspellsmál: » 91-21260 alla virka daga kl. 13 til 17. StfgamóL miðstöö fyrir konur og böm sem oröiö hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi. Ráðgjöf, fræösla, upplýsingar, Vesturgötu 3, » 91-626868 og 91- 626878 allan sólarhringinn. Bilanavakt rafmagns- og hitaveitu: » 27311. Rafmagnsvelta: Bilanavakt I » 686230. Rafveita Hafnarfjarðar: Bilanavakt, « 652936. GENGIÐ SJUKRAHUS Heimsóknartlmar: Landspítalinn: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til 20. Borgar- spítalinn: Virka daga kl. 18:30 til 19:30, um helgar kl. 15 til 18 og eftir samkomulagi. Fæðingardeild Land- spítalans: Alla daga kl. 15 til 16, feðra- timi kl. 19:30 til 20:30. Fæðingar- heimili Reykjavikur v/Eirfksgötu: Al- mennurtími kl. 15-16 alla daga, feðra- og systkinatími kl. 20-21 alla daga. Öldrunarlækningadeild Landspital- ans, Hátúni 10B: Alla daga kl. 14 til 20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspltala: Virka daga kl. 16 til 19, um helgar kl. 14 til 19:30. Heilsu- vemdarstööln viö Barónsstíg: Alla daga kl. 15 til 16 og 18:30 til 19:30. Landakotsspftali: Alla daga kl. 15 til 16 og 18:30 til 19. Bamadeild: Heim- 30. nóvember 1990 Sala Bandarlkjadollar............55,29000 Steriingspund.............106,84800 Kanadadollar...............47,48600 Dönsk króna..................9,56160 Norsk króna..................9,39750 Sænsk króna..................9,80670 Finnskt mark................15,33070 Franskur franki.............10,85710 Belgfskurfranki............. 1,75000 Svissneskur franki..........42,99380 Hollenskt gyllini...........32,64740 Vesturþýskt mark............36,22530 Itölsk Ifra..................0,04880 Austurrfskur sch..............5,21240 Portúgalskur escudo.......... 0,41680 Spánskur peseti...............0,57800 Japansktjen..................0,41338 frskt pund..................97,76700 KROSSGÁTA Lárétt: 1 venda 4 karidýr 6 magur 7 umrót 9 hóta 12 hryssu 14 þannig 15stök 16 hindrun 19 flngerð 20 kvæði 21 vorkenna Lóðrétt: 2 spil 3 þramma 4 vaxa 5 gæfa 7 ruminn 8 draugur 10 glennta 11 ella 13 reku 17 fæðu 18 svefn Lausn á siðustu krossgátu Lárétt: 1 krús 4 sófl 6 tik 7 fáka 9 ærsl 12 offra 14 oss 15 kút 16 tolli 19 lauk 20 engi 21 rausn Lóðrétt: 2 rjá 3 staf 4 skær 5 fés 7 frolla 8 kostur 10 rakinn 11 litlir 13 fúl 17 oka 18 les Laugardagur 1. desember 1990 ÞJÓÐVILJINN — SlÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.