Þjóðviljinn - 07.12.1990, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 07.12.1990, Blaðsíða 11
Kristni á íslandi Nú líður að þúsund ára af- mæli kristnitöku á Islandi. Al- þingi hefur samþykkt að leggja fé í að láta skrifa Kristnisögu, sem á að skýra frá því hvemig kristnin mótaði þjóðina og þjóðin kristn- ina. Ráðinn heíúr verið ristjóri, dr. Hjalti Hugason, og skipuð rit- nefnd. Ritstjóri hefur lýst því yfir að gott sé að unnið sé að þessu verki í sem mestri birtu. Meðal annars þess vegna var efht til mál- þings um ritverkið seint í nóvem- ber. Þar var fjallað um útlinur verksins, hvemig að því þyrfti að standa til að það bólgnaði ekki út eða drægist á langinn, hvað þyrfti i því að vera. Kom þar margt merkilegt fram sem ekki er kostur að rekja hér. Á þessu málþingi flutti ég spjall um það sem upp kemur í kolli „bókalesanda utan úr bæ“ og fer það hér á eftir. Að setja í nefnd Þegar bókalesandi úti í bæ heyrir að það eigi að rita opinbera kristnisögu þá verður hann óneit- anlega dálítið tortrygginn á svip- inn fyrst í stað. Blátt áfram vegna þess að hann hefúr vantrú á að setja merkileg verkefhi í nefnd eins og hér verður að gera. Vafa- laust nefhd mætustu manna, en þeir verða að standa í miklum og flóknum samræmingarkúnstum. Skemmtilegast væri ef einhver af- reksmaður yrmi slikt verk upp á eigin spýtur. Á slíku einstaklings- verki yrðu áreiðanlega margar gloppur og gallar, en líkast til yrði slík kristnisaga meira ögrandi rit en það sem hér er um rætt. En þetta er nátúrlega ekki á dagskrá og auk þess skyldi eng- inn vera með hrakspár um verk sem varla er hafið. Hugarfarssaga Þegar þessi lesandi utan úr bæ hugsar til þessa viðfangsefnis, þá skýtur þetta hér fyrst upp kolli: Það er ekki að efa að mætir menn munu í væntanlegri kristni- sögu gera ágætlega grein fyrir kirkju og kristni á „opinberu“ eða „hálfopinberu“ sviði. Rekja sögu kirkjunnar sem stofnunar, sögu pólitískra, menningarlegra og uppeldislegra umsvifa hennar. En það sem þessum lesanda finnst forvitnilegast er á öðru sviði. Þar sem skoða mætti trú og trúarhug- myndir fólks á hveijum tíma, segja tíðindi af hugarheimi ein- staklingsins, segja íslenska hug- arfarssögu með athygli bundna við allar þær flóknu víxlverkanir sem kristnin kom af stað hér á landi. Það er ffeistandi að biðja um sem mest af slíku vegna þess að á þessum grundvelli rísa ótal spum- ingar, hver annarri skemmtilegri og merkilegri. Líka vegna þess að það er svo afskaplega erfitt að svara þeim. Aldimar leifðu skörðu, segir skáldið, og ekki sist um þessa hluti. Þar eftir bíða ffæðimanna margar ffeistingar að falla fyrir, ffeistingar til snjallra alhæfmga og glæsilegra yfir- sjóna, og veit lesandinn nokkuð betra? Hvor var kristinn? Eitt er nú að svara því hvað eru eiginlega kristin áhrif í sam- tímanum eða fyrir þúsund árum? í Elucidarius, guðfræðiriti ffá því um 1100 sem varðveitt er í ís- lenskri þýðingu í fjölda handrita, ræðast við lærifaðir og læri- sveinn. Kemur máli þeirra að hel- víti og spyr lærisveinninn hvort réttlátir menn séu ekki harmi slegnir þegar þeir sjá syndara kveljast í helvíti. Alls ekki, segir Lærifaðirinn. „Þótt faðir sjái son eða sonur föður, móðir dóttur eða dóttir móður eða sjái maður konu sína eða kona bónda sinn í písl- um, þá harma þeir ekki heldur en vér þá vér sjáum fiska leika í hyl, sem ritað er: Gleðjast mun réttlát- ur þá hann sér synd hefnda". Lærisveinninn er ekki sáttur við þetta réttlæti og spyr, hvort hinir hólpnu muni þá ekki biðja ______________ fýrir þeim for- ^ dæmdu. Nei, ÉJg segir lærifaðirinn: „í gegn Guði gerðu þeir þeitr bæðu fyrir rekn- ingum (þeas. útskúfúðum) hans“. Þetta er hörð ræða. Á okkar öld mundum við vissulega telja að lærisveininn væri umboðs- maður kristilegs hugarfars en ekki lærifaðirinn. Sem virðist í þessu dæmi úr spumingabálki um guðs réttlæti ekki einu sinni hafa til að bera lágmarksmannskiln- ing, lágmarkssamsstöðu manna andspænis yfirþyrmandi ógæfú. En hvað skal segja: kenning læri- foðurins var RÉTT kenning á sín- um tíma og margar aldir í viðbót. Og síðan geta spumingar marsér- að áffam af miklum krafti: hver varð hér munur á kenningu og hugarfari hjá þeim sem heyrðu þennan boðskap? Getum við vit- að nokkum skapaðan hlut um það? Eða er ómaksins vert að reyna? Kaldranaleg þjóö Svo er annar þanki á kreiki. Hann lýtur að því, hvort trúarlíf Islendinga yfirhöfúð sé í kaldara lagi? Hvort það sé að verki í þess- ari þjóð einhver skýranleg bólu- setning gegn trúarlegri ákefð, bæði heitri trúarsannfæringu eða þá ofstopa? Við getum sjálfsagt fúndið hér og þar um söguna dæmi um flesar tegundir trúar- legrar upplifúnar. En þegar á heildina er litið, þá getum við spurt: Hvers vegna hefur það reynst Islendingum tiltölulega létt verk að skipta um sið? Kristnitak- an átti sér stað án blóðshúthell- inga eða svo gott sem, þetta var einskonar realpólitísk samþykkt á Alþingi. Sama má segja um siða- skiptin: hin ffæga undantekning, Jón Arason og synir hans, hefúr einhvem allt annan og veraldlegri blæ en alvöru píslarvætti (enda getur sá kaþólskur biskup víst ekki náð langt í heilagleik sem er líflátinn með sonum sínum). Hvar eru villumenn? Hvers vegna eignuðumst við ekki villumenn svo heitið gæti? Einhveija söfnuði sem fara að Ámi Bergmann Iesa ritningamar upp á nýtt með allt öðm hugarfari en ráðandi stétt og fá allt annan sannleika út úr bókinni einu en hinn opinbera? Taka jafnvel upp á því að flýta upp á eigin spýtur komu heilags anda og byggingu hinnar Nýju Jerúsalem eins og gerst hefúr hvað eftir annað í kristninni? Er þama einhver lúmsk og lífseig heiðni að sálarbaki? Yfirþyrm- andi skoðanaleysi? Var of langt milli manna í stijálbýlu landi til að þeir gætu búið til andófshreyf- ingar? Vom þeir blátt áffam of langsoltnir til að hafa orku til slíkra hluta? En hvað um það: jafnvel galdrafárið var hér annað en í öðrum löndum. Og svo við hoppum yfir til nálægari tíma: hvemig stendur á því að meðan andheitar vakningahreyfingar fengu ffemur tregar móttökur þá rann hreyfing eins og spíritism- inn, sem þóttist vera vísindi, eins og bráðið smjör ofan í þjóðina og þar með dijúgan hluta kirkjunn- ar? Guö er sem mér þóknast Ekki er samtíminn síður ríkur að viðfangsefnum sem tengjast þessum spumingum. Við höfúm nýlega getað skoðað ágæta könn- un á trúarhugmyndum Islendinga, sem ber í senn vott um vinsemd í garð kristninnar og um stórmerki- lega hæfileika landsmanna til að blanda á staðnum eins og sagt er í Vegagerðinni. Hrista saman í huga sér ólíkustu strauma úr öll- um heimshomum og halda það sé allt saman kristindómur eða eitt- hvað jafngilt honum. Það era viðfangsefni af þessu tagi sem bókalesari utan úr bæ hefur mestan áhuga á að glímt verði við. Spumingar um þá þætti trúarsögu okkar, sem nú á dögum leiða til þess að undarlega stór hluti íslendinga hefúr þá sér- kennilegu guðsmynd sem mætti lýsa sem svo: Guð er sá sem EG vil hann sé og hananú! Ámi Bergmann skrifar um bókmenntir: Hinn fullkomni þjónn Kazuo Ishiguro Dregciar dagsins Sigurður A. Magnússon þýddi Bjartur 1990. Höfúndur þessarar skáldsögu ber japanskt nafn, en hann er allur breskur innan húðar, eða ekki verður betur séð af verki hans. Sem lýsir hinu breskasta af öllu bresku: bryta, yfirþjóni á göfugu aðalsetri. Breti þessi, Stevens, á nokk- urra daga ffí: nýr húsbóndi, bandarískur, er tekinn við Dar- lingtonhöll, og leyfir þjóninum að spóka sig á drossíunni meðan hann sjálfur er burtu. Stevens ætl- ar að leita uppi ungfrú Kenton sem einusinni var honum til að- stoðar en fór og gifti sig og virðist eitthvað vansæl í hjúskapnum. Kannski vill hún koma aftur til starfa í höllinni? Sagan gerist á leiðinni til hennar og fléttar saman uppá- komur ferðarinnar og uppnfjanir á löngum þjónsferli, henni lýkur á endurfúndum gamalla vinnufé- laga, sem einu sinni áttu þess kost að elskast en létu ekki verða af því. Að verða að hlutverki Þetta er mjög útsmogin saga í allri útfærslu á höfúðviðfangsefni sínu: mannlýsingu sem er um leið afhjúpun. Afhjúpun þeirrar hug- sjónar að ná fúllkomnum tökum á sínu hlutverki. Stevens hefur alla ævi hugsað stíft um hinn full- komna þjón og svo sannarlega gert alit til að verða einn slíkur og útkoman (sem laumast að lesand- anum skref fyrir skref) er næsta dapurleg: Hinn fúllkomni þjónn er skoðanalaus og tilfinningalaus i sinni fjölfróðu formfestu, og sjálfúmglaður í þokkabót! Hins- vegar er hann ekki maður: Hann á sér tvær stórar stundir sem þjónn; þegar hann sér um drykkjarföng og annað skipulag fyrir alþjóð- lega ráðstefnu sem húsbóndi hans heldur 1923 og þegar sá sami lá- varður situr á makki við Ribbentr- op sendiherra Þýsklands skömmu fýrir stríð. En þær stundir era um leið endalok hins mannlega: í fýrra skiptið er faðir Stevens að deyja með harmkvælum, í seinna skiptið er hann að missa ungfrú Kenton úr lífi sínu: hann má ekki vera að því að tala við þau. Húsbóndinn veit best Persóna Stevens getur vísað til fleiri „fageðjóta“ en þjóna: það er háski þegar manneskjan verður að hlutverki sínu. En saga brytans kemur víðar við. Hann hefúr þá trú að best sé að afhenda sitt ráð þeim virtu og voldugu: „fólk á borð við þig og mig verður aldrei í aðstöðu til að skilja stórmál ver- aldarinnar nú á dögum og besta úrræðið verður ævinlega að setja traust sit á húsbónda sem við telj- um vera vitran og heiðvirðan og að helga krafta okkar þvi verkefni að þjóna honum eins vel og í okk- ar valdi stendur“. Þessi trú á for- ræði siglir heldur betur upp á sker: allt það sem húsbóndinn, Darlington lávarður, var að bauka við með „ráðstefnunT sínum og frægum boðum var einskis virði og verra en það. Og byggði ekki á öðra en rótgrónum fjandskap við lýðræði og rétt til mannlegrar reisnar, sem m.a. kom fram í daðri lávarðarins við fasisma og svo út- sendara Hitlers sjálfs (lesandinn er minntur á það í leiðinni að lá- varðurinn er ekkert einsdæmi i breskri yfirstétt). Undir lokin er eins og Stevens hafi áttað sig á meiningarleysi lífs sins og andspænis ástinni sem ekki varð er sem hann finni einu sinni til: „í þessari andrá var hjarta mitt að bresta". En sjálf orðin segja sitt: þau eru klisja úr ástarsögum sem brytinn hefúr les- ið til að liðka sitt tungutak. Hann virðir fýrir sér fólk sem hlær og gerir að gamni sínu og fer að velta því fýrir sér hvort spaugsemin sé ekki „lykill að mannlegri hlýju“. En höfundur ætlar ekki að frelsa sinn bryta til mamnnlegra sam- skipta á síðustu stundu: um leið og Stevens dettur þetta í hug fer hann að hugsa til þess að nú þurfi hann að taka það viðfangsefni fostum tökum að þroska með sér spaugsemigáfúna, svo húsbónd- anum líki betur! Sigurður A. Magnússon hefúr þýtt söguna með þeim breska há- tíðarkeimi sem hæfir sögumanni vel. ÁB. Föstudagur 7. desember 1990 NYTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.