Þjóðviljinn - 07.12.1990, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 07.12.1990, Blaðsíða 16
Hermann Bjarnason Saga um hnykil sem breyttist í lykil I umræðu í Öryggisráði Sam- einuðu þjóðanna um frekari að- gerðir gegn írak beita arabarikin þrýstingi til að palestínumálið verði tekið inn í dæmið. Áherslu verður að leggja á það að þriðji hagsmunaaðili komi inn í dæmið, því að ekkert er eins hættulegt og að Bandaríkjamönnum fari að fmnast þetta vera sitt einkamál. Þjóðimar verða því að standa saman, en samstaða þeirra má ekki leiða til ládeyðu. Til áréttingar þessu langar mig til að vísa til sígildrar ffá- sagnar. En það munstur sem gamlar sögur birta lýsir reynslu sem mannkynið hefur áunnið sér, en goðsögur hafa varðveist vegna síendurtekinna sanninda sem þær hafa að geyma. Þær eru flækjur sem Ieysast, en vara við óleystum hnútum eða lausum þráðum sem Ieiða til endurtekinnar flækju. Sagan segir að Minos kon- ungur á Krít hafi tekið gísla af Aþenumönnum til að tryggja sér þegnskap þeirra. Geymdi hann þá í völundarhúsi því sem byggt var utan um son drottningar hans og Poseidons sjávarguðs. Var sonur þessi bastarður manns og nauts og segja þeir svæsnustu að æska Aþenu hafi verið notuð til fóðurs honum. Á hveiju stjómarári (9. ári) Minosar fór skip ffá Aþenu með sjö yngismeyjar og sjö sveina til Kritar. Var fólk valið til ferðar- innar með hlutkesti. Á einu ári bauðst hetja til fararinnar í stað unglings og hugðist ffeista þess að ffelsa Aþeninga og drepa Minot- árus, en svo var vanskapaður hálf- guðinn kallaður. Hetjan Þeseus siglir af stað. En þegar til Krítar kemur verður töf á fangelsun Þeseusar. Konungsdóttir fellir hug til hans. Hún fellst á áætlun hans, ef hann geri hana að drottn- ingu Aþenu, þegar heim er komið. Hún kennir honum leið til að rata um völundarhúsið, og lætur hann hafa gamhnykil sem hann á vefja af og leggja á eftir sér, er hann þræðir eftir göngunum inn að miðju hússins. Lýkur Þeseus verki þessu og siglir að svo búnu heim. Konungsdóttir verður þó aldrei drotming, heldur er hún svikin og skilin eftir á eyju nokkurri. Af Þeseusi er það að segja að hann er umsvifalaust krýndur, er heim var komið, en fyrir svik sín hafði hann uppskorið reiði goða. Aþeningar eru ffumheijar lýðræðis og menningar Evrópu- búa. Sögur sem þessi lýsa upp- gjöri þeirra við harðstjóra, goðin, ffummenningu sína, sögu og sköpun. I völundarhúsi valds og ríkis býr grimmur og ljótur bast- arður, sem þarf að deyða til að einhver nýr og betri komist að. Völundarhúsið er hið skipulagða kosmos, en óvætturinn er hið óræða, eða hin þekkta stærð sem leynist í kerfinu. Sögur af goðum og vættum sem er fómað er eitt aðalefni goðsagnagerðar, og lýsir heimsmynd sem byggist á blóð- fómum. Siðmenntaðar þjóðir telja sig komnar ffá þessu. Gíslataka er reyndar ekki al- gengt goðsagnaefhi. En aftur á móti vel kunnugt stjómunartæki fram á miðaldir. Nýir konungar fóm um hérað og tóku eiða og gísla. Þetta var og fastur liður í hemámi þjóða. Það er þó eins- dæmi að herforingjar láti allan heiminn lúta sér með þvílíkum af- arkostum. Það skal ósagt látið hveijum er að kenna að svo er komið sem raun er. Þetta mál er nú svo brýnt að aðalatriðið má ekki vera að finna syndahafur. Goðsögur dæma ekki heldur um sekt eða synd, heldur fjalla um ör- lög sem ráðast af veikleikum. Lausnir sem bent er á era fólgnar í brögðum. Það sem vegur upp ör- lagaþungann er mannleg hugsun, en ekki vægðarlaust ofbeldi. Valdamál era aldrei einföld, heldur flókin og samsett. Vandinn er sjaldnast það sem málsaðilar segja hann vera, heldur er hann ffekar óræður og blanda þeirra hagsmuna sem í dæminu era. I dæminu við Persaflóa segir einn hann vera olía, annar þjóðarréttur, þriðji sögulegur réttur, fjórði mannréttindi. En útkoman verður marghöföa þurs, og bendir hver á þann haus sem honum hentar. Harðstjórinn hefiir byggt völund- arhús úr því efni sem til er á svæð- inu, og hann býður manni að ganga inn í það, og þræða sig að kjamanum ef maður bara vill og þorir. Hann biður um allsheijar- lausn, en þeir sem hafa tekið að sér að leysa vandamálið era búnir að týna lyklinum. Þeir fálma um í myrkrinu og finna hvorki kon- ungsdóttur né bandspottann til að toga í. En konungsdóttir Ieynist á svæðinu og hefur hnykil. En hnykillinn er gylltur og hún tímir ekki að láta hann. Því að ástin til hetjunnar er köld. En hetjan er í óða önn að höggva höfuðið af hálfbróður hennar og skilja hana eftir bjargarlausa. En í fjölskyld- unni við Persaflóa er aðeins ein systir innan um fullt af arabastrák- um. Og sú kvenmynd gegnir nafh- inu ísrael. Það er aðeins ein lausn á nú- verandi vanda við Persaflóa. Það er að nálgast allsheijarlausn. Það er augljóst að ffumkvæðið i þess- ari deilu verður að koma ffá þriðja aðila. Það kemur hvorki ffá írak né USA. ísrael verður að viðurkenna samábyrgð sína með bræðram sínum í arabaheiminum. Hún verður að vægja gagnvart Palest- ínumönnum og nágrannarikjum sínum. Israel hefur hertekin svæði bæði úr vamar- og árásarstríðum. Þau era kort til að spila úr. ísrael þarf að láta bein eða óbein skila- boð berast til Bagdad að hún vilji frið. Heimurinn þarf ekki að sýna Saddam neina linkind fyrir því. Pólitísk eftirgjöf getur verið vott- ur um styrk. Slík eftirgjöf mundi líka styrkja samstöðuna í heimin- um. ísrael þarf að gefa heiminum effir lykilinn. Eins og er heldur Israel lágan prófil, eins og sagt er í heims- pressunni. Lágur prófill í þessu tilviki er ábyrgðarleysi. Það er al- veg sama þó að styrjöld við írak verði stutt. Samskiptin við araba- ríkin munu breytast við það og ísrael mun liða fyrir það. Það þarf ekki að nefna áhrifin sem stutt eða löng styijöld á þessu svæði gæti haft fyrir alþjóða efhahagskerfið. Þetta er einkum skammarleg af- staða fyrir ríki sem þykist fram- heiji lýðræðis í þessum heims- hluta. Það er kominn tími til að ísrael taki upp fána þess, en hætti að halda heiminum í heljargreip- um sektar og steingerðra trúar- bragða. Hermann Bjarnason stundar nám í atþjóðasamskiptum í Gautaborg. Sfðan skein sól Sólin hækkar á himninum Á tímabili var ég farinn að örvænta um Síðan skein sól. Hljómsveitin fór vel af stað með fyrstu plötu sinni, enda voru þeir Jakob, Eyjólfur og Helgi líklegir til alls. Bak- grunnur þeirra er hins vegar ólíkur, og ef ekki er miðað við annað en aldur, er Helgi eins konar ættarhöfðíngi Sólarinn- ar. En aftur að örvæntingunni. Síðan skein sól datt á tímabili inn á hvimleitt raul og varpaði rokkinu fyrir róða, sem klæddi hljómsveitina engan veginn. Á nýju plötunni, ,JHalló, ég elska þig“, hefur sem betur fer að mestu verið haldið inn á rokklín- una aftur og jafnvel kröftugar en Sólin hefur gert áður. Síðan skein sól minnir um þessar mundir á þær hljómsveitir í Bretlandi, sérstaklega Manc- hester, sem rekja rætur til rokks- ins eins og það var á árunum frá 1960-1970. Eins og til að undir- strika þetta leggur hljómsveitin enn meiri áherslu á blóm, liti og ást, sem meðal annars kemur fram í útganginum á liðinu. Skemmst er að minnast uppá- tækis Sólarinnar, þegar hún dreiföi blómum til bílstjóra á Miklubraut, undir kröfuspjöld- um um meiri ást og minni meng- un og fleira. „Halló, ég elska þig“ er margslungin plata og ekki öll þar sem hún er heyrð í fyrstu at- rennu. Það kennir margs á plöt- unni og hún er örugglega fag- mannlegasta plata Sólarinnar. Aðstoðarmenn sem Sólin kallar til liðs við sig, setja sterkan svip á plötuna og gera oft gæfumun- inn um hvort lag verður bara ágætt rokklag eða helvíti gott lag. Hér er um sjö manna gengi að ræða. Szymon Kuran á fiðlu, Karl Sighvatsson á hammond, Reyni Jónasson á harmonikku, Jens Hansson á saxa, Eirík Öm Pálsson á trompet, Össur Geirs- son á básúnu og Tómas Tómas- son, sem handleikur Prohet 5, hvað sem það nú er. Til að gera ekki upp á milli þessara aðstoðarmanna, skal eitt yfir alla látið ganga og sagt að þeir gætu varla staðið sig betur. Það er eins og sjömenningamir séu akkúrat það sem Sólina vantaði upp á herslumuninn. Þeir Sólarfélagar standa sig einnig vel og hefur farið mikið fram. Hljómsveitin er samhent- ari en áður, enda kannski ekki að undra, þar sem þeir Sólarmenn hafa verið iðnir við að spila á al- mannafæri undanfarin misseri. Mér finnst Eyjólfur hafa tekið sérstaklega miklum ffamförum. Gítarleikur hans hefur alltaf ver- ið hógvær og hann virðist hafa þróað þann karakter enn betur. Jakob hefur einnig orðið djarfari og meira áberandi bassaleikari með árunum. Helgi syngur betur en áður og Ingólfur leggur Sól- inni til rétta bítið. Mér finnst „Halló, ég elska þig“ ekki byija fyrir alvöru fyrr en í þriðja lagi, „Þér er alveg sama“. Þaðan í frá ræður rokkið almennilega ferðinni fram og til með „Stelpa“. Þessi flmm lög em öll mjög góð, en svo koma sæmileg lög fram að mjög skemmtilegu samspili Helga með söng sínum og Karls Sig- hvats á hammond. Helgi hefiir held ég aldrei sungið eins vel og af eins miklu öryggi inn á plötu og hann gerir í þessu lagi. Síðasta lagið á disknum heit- ir „Þeir sjálfir“. Þetta er æfingar- upptaka sem er mjög i stíl við Bítlana á „Let it Be“ og nokkr- um öðrum plötum, þar sem heyra má hljómsveitarmeðlimi „röfla“ í stúdíóinu og flflast með einhverja laglínu. „Halló, ég elska þig“ er góð plata. -hmp Hlustið án fordóma Ég hafði síður reiknað með að ég ætti eftir að hlusta á Ge- orge Michel eða Michæl eins og hann skrifar sig núna, með nokkurri athygli. Einhvern veginn þoldi maður hann í út- varpsviðtækjum þegar hann var í Wham!, þar til keyrði um þverbak við ofspilun, en þar fyrir utan var hann fjarri öll- um raunveruleika. Eg man eftir þeim Wham!-félögum í rósóttum stuttbuxum á tísku- sýningarsviði á myndbandi, syngjandi einhverja torkenni- lega deilu fyrir húsmæður á aldrinum frá fertugu til fimm- tugs og gera geysimikla lukku. Nei, þetta var ekki gæfulegt. En svo getur ræst úr roðhænsn- um eins og öðrum fuglum og jafnvel pattaralegar vaiphænur hefja sig til flugs þótt það verði þeirra síðasta verk. George Michæl yfirgaf Wham! fyrir þó nokkru og það hefur komið frá honum eitt og eitt lag af viti síðan og metnað- urinn hefur farið vaxandi. Síðan gerir þessi ólíkindapersóna sér lítið fyrir og sendir frá sér hina ágætustu soulplötu. Soul hefur aldrei höfðað sér- staklega til mín, en á þvi sviði má að sjálfsögðu gera góða hluti eins og annars staðar og það ger- ir George Michæl. Það er eins og hann viti að hann komi mörgum á óvart með þessari plötu, og eins og til að snúa hnífhum að- eins í skárinu skírir hann plötuna „Listen Without Prejudice", eða „Hlustið án fordóma". Það verður að segjast eins og er að þessi skilaboð eru fyllilega þess virði að verða við þeim. Það má jafhvel finna gæða go- spel á „Hlustaðu án fordóma". „They Wont Go When I Go“ er til að mynda dúndurgott lag, með flnum sólkór og góðum söng G. Michæls sjálfs. Þessi plata tryggði honum ein eflir- sóttustu soulverðlaun í Banda- ríkjunum, mörgum blökku- manninum til sárrar gremju, sem fannst þessi hvíti poppari vera að troða sér þangað sem hann ætti ekki að vera. Og það er ein- mitt kannski þannig. Þeir sem ekki geta hlustað áður gera það nú, og fordómamir gegn persón- unni George Michæl íjúka út í veður og vind. -hmp 16.SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 7. desember 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.