Þjóðviljinn - 07.12.1990, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 07.12.1990, Blaðsíða 12
Á ferð í iðrum jarðar Úr Jörundi í Lambahrauni. Myndina tók Bjöm Hróarsson. Hún er ein fjölmargra fallegra mynda sem pryoa bók Björns „Hraunhellar á Islandi". - Því fylgir sérstök tilfinning að koma á slóðir sem enginn hefur nokkurn tíma litið augum fyrr, segir Björn Hróarsson jarðfræðingur. Undanfarin átta ár eða svo hefur Björn leitað uppi og rannsakað hraunhella hér á landi. Afrakstur þessarar iðju liggur nú fyrir á bók er nefnist Hraunhellar á íslandi og kom út hjá Máli og menningu fyrir skemmstu. I vikunni bauðst blaðamanni og ljósmyndara Þjóðviljans að slást í för með Bimi í Djúpahelli í Strompahrauni við Bláfjöll. A leiðinni þangað upp eftir gafst tóm til að pumpa Bjöm nokkuð um þann kynjaheim sem í hellun- um er að fínna. Ohætt er að segja að Bimi hafí orðið nokkuð ágengt með þessu annars allsérstæða áhuga- máli sínu. Honum reiknast svo til að hann og félagar hans hafi fúnd- ið eina þrjátíu áður ókunna hraun- hella frá þvi að þeir hófu þessa iðju fyrir hartnær áratug. — Mér ber ekki einum heiður- inn af að hafa fundið þessa hella. I hellaferðum er maður aldrei ein- samall. Ég er alltaf í það minnsta við annan mann í þessum ferðum mínum. Annað er ekki nokkurt vit. Það geta alltaf komið fyrir óhöpp þótt varlega sé farið, segir Bjöm. Bimi telst svo til að hér á landi séu kunnir einir 150 hraun- hellar. Margir þeirra hafa upp- götvast á síðari ámm, en nokkrir hafa verið kunnir allt frá land- námstíð. í bókinni birtir Bjöm greinar- góða lýsingu á þessum hellum og er víst að þar opnast lesendum sýn inn í mikinn undraheim sem flestum hefur verið hulinn til þessa. Bjöm segir að stíf skilgrein- ing liggi því til gmndvallar hvað talist geti hraunhellir. - Ef telja á til hella allar þær skompur og gjótur sem í hraunum leynast væri slík upptalning út í það óendanlega, segir Bjöm. Hraunhellir kallast holrúm í hrauni sem er yfir 20 metrar á lengd og sem um verður komist. Ellegar er um skúta að ræða. Samkvæmt hellafræðinni greinast hraunhellar í nokkra und- irflokka eftir því hvemig þeir mynduðust, s.s. gíghellar, spmnguhellar, gervigígahellar, hraunbólur og hraunrásarhellar. Flestir hraunhellar hér á landi em af síðast töldu gerðinni en þar af er Surtshellir sennilega hvað kunnastur. Það var bam í dalnum... Islendingar hafa lengstum haft ímugust á hellum og myrkv- iði þeirra. Samkvæmt þjóðtrúnni vom hellar gjama heimkynni for- ynja og illra vætta, sbr. upphafs- orð bamagælunnar „Það var bam í dalnum sem datt onum gat. Þar tyrir neðan ókindin sat...“ - Það er ekki að undra að ýmsar kynjasögur hafi spunnist um hella. Forfeður okkar áttu erf- itt um vik við að feta sig í myrkv- iði hellanna enda ljósfæri ekki upp á marga fiska áður fyrr. Þá er einnig allt sem er óþekkt spenn- andi í hugum manna og gefur ímyndunaraflinu lausan tauminn. í þessu ljósi er skiljanlegt að mönnum hafi fundist mikið til koma þegar Eggert Olafsson og Bjami Pálsson könnuðu Surts- helli um miðbik 18. aldar, segir Bjöm. Þeir lagsbræður geta með réttu talist frumheijamir í hella- könnun hér á landi. I reisubók sinni gera þeir grein fyrir nokkr- um hellum og skútum sem urðu á vegi þeirra. Ekki er þó hægt að tala um að þeir hafi skipulega skoðað og kannað hella. Þær mælingar sem Eggert og Bjami gerðu á Surtshelli em furðu nákvæmar. Þeir mældu hellinn frá hellismunna og beina leið inn i botn. Öllum rangölum og útskotum var sleppt eins og tíðkaðist við lengdarmælingar á hellum allt fram á þessa öld. Sú tala sem þeir fengu var ekki fjarri réttu lagi. Það næsta sem gert er hér á landi til að skrásetja hella em skýrslur presta og prófasta til Bókmenntafélagsins, sk. sýslu- og sóknarlýsingar frá því um miðbik 19. aldar. Þar em tindir til þeir hellar sem bæði var vitað um og munnmælasagan greindi frá. Þetta em því frekar óburðugar heimildir, segir Bjöm. Hann segir að þegar hann og félagar hans hafi verið að hefja hellaleitina hafi þeir leitað fanga í sýslu- og sóknarlýsingum og þjóðsögum. - Þrátt fyrir að t.d. þjóðsögur greini frá fjöldanum öllum af hellum er fátt á þeim byggjandi um staðsetningu hella. Þær em oftast ansi langt ffá raunvemleik- anum. Hellafræöin homreka - Víða um lönd er hellafræði virt vísindagrein. Hér á landi hafa jarðvísindamenn verið heldur fá- látir þegar hellar og rannsóknir á þeim em annars vegar, segir Bjöm. Hann segir að áhugi manna á hellum og hellarannsóknum sé fyrst að kvikna hér á landi á síð- ustu ámm. - Þegar við félagamir byrjuðum skipulega á þessu vom um það bil 90 af hundraði þeirra rannsókna sem gerðar höfðu ver- ið á hellum hér á landi runnar undan rifjum útlendinga. Ég vona að bókin verði til þess að ýta undir áhuga manna á hellaffæðum. ísland er kjörinn vettvangur fyrir slík ffæði. Bæði er að hér er mjög mikið um hraunhella og flestir þeirra hafa ekki verið kannaðir til neinnar hlítar. Útlendir hellaffæðimenn undrast hversu lítið þessum fræð- um hefúr verið sinnt hér á landi. Að frumkvæði Bjöms og fleiri var á síðasta ári ráðist í stofnun Hellarannsóknafélags ís- lands. Félagar teljast nú ári síðar um 100 manns. - Tilgangur félagsins er m.a. sá að ýta undir rannsóknir á hell- um hér á landi og stuðla að varð- veislu þeirra. Umgengni um hella hefúr ekki verið til fyrirmyndar og þar hafa mörg spellvirki verið unnin. Taka má Raufarhólshelli sem dæmi um það. Hann er fúllur af msli, allt frá hellismunna og inn í botn, og hann hefur verið rúinn öllum fögmm og sérkennilegum hraunmyndunum, dropasteinum, hraunstráum og spenum. Það er í rauninni illskiljanlegt þegar fólk getur ekki látið sérkennileg fyrir- bæri ósnortin í sínu rétta um- hverfi og vill helst færa allt heim á stofúgólf þar sem það er engum til yndis eða gleði, segir Bjöm. A sama hátt segir Bjöm að menn skyldu varast að nota kyndla sem ljósfæri til að kanna hella. - Kyndlamir ósa. Það þarf ekki að fara með logandi kyndil um helli nema í fáein skipti til að veggir hans verði allir ataðir sóti. Haldiö á vit undirdjúpanna Þegar hér var komið sögu vorum við komnir upp í Bláfjöll og bílnum lagt í námunda við skíðaskálann. Úrhellisrigning var og niðdimm þoka byrgði mönn- um fjallasýn. Éftir að við vomm skriðnir í skjólfatnað var lagt af stað til að leita að hellismunna Djúpahellis. Eftir skamma hríð var hellirinn fúndinn og lagt var á vit undir- djúpanna. Allnokkur snjór hafói safnast fyrir neðan opið. Þegar ljós höfóu verið tendmð var lagt í hann. Eftir nokkurt klungur yfir stóreflis björg, sem hrunið höfðu úr hellisloftinu, var komið inn í botn. Ljós vom slökkt og við tók myrkrið sem var svartara en allt sem svart er og minnti á söguna af Vellygna-Bjama sem brá á það þjóðráð að skera sig í gegnum Kleprasteinninn I Djúpahelli er sérkennileg náttúrusmlð. Hann er um 150 sm á hæðina og 15 sm ( þvermál. Mynd Björn Hróarsson. 12 SfÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 7.desember 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.