Þjóðviljinn - 08.12.1990, Side 2

Þjóðviljinn - 08.12.1990, Side 2
i fomum sögum Senn líður að jólum, þessari stórhátíð kristinna manna þegar fæðing Jesúbarnsins er haldin hátíð- leg með miklum gleðilátum. En ekki eru jólin þó jafn nýr siður og kristnin, þó kölluð hafi verið annað fyrr á tímum. Voru hátíðir haldnar í nánd við sól- hvörfin, seint í desember eða snemma í janúar eft- ir því hvar var á jarðkringlunni og fagnað vel sólinni sem um það leyti tók að hækka á lofti. Er máske ekki úr vegi, nú þegar Ijóssins hátíð fer að renna upp, að líta á hvað til er af sögnum úr fortíð vorri um hátíð þessa, þótt kristnin hafi þegar verið farin að hafa áhrif þegar sögur þessar voru skráðar á bókfell. Nokkuð er um það í fornbók- menntunum að minnst sé á jólin, ýmsir atburðir tí- undaðir sem gerðust um það leyti og má nokkuð af frásögnum þessum ráða um siði og venjur jóla- halds í heiðnum sið. En ekki tóku forfeður okkar hátíð Ijóss og friðar alveg jafn hátíðlega og við viljum gera í dag. Lítum á kafla úr Sturlungu: Það var á jólum, er Stakka- menn komu til tíða. Þá var Gísla sagt, að þeir voru í kirkju. Þá sendi hann mann að læsa kirkjunni; var Eyjólfurþar, en Guðmundur í skot- inu, - hann átti eigi kirkjugengt. Gísli og hans menn hlupu til vopna og fóru til kirkju; bað Eyjólfur þá griða, en þar var vamað. Guð- mundur gekk út úr skotinu og færði Gísla höfúð sitt; en Gísli lézt þiggja mundu og kvaddi til heima- mann sinn, þann er Guðmundur hafði áður illa leikið og glapið konu fyrir, að hann skyldi drepa hann. Þá leiddu þeir hann upp um garð og drápu hann þar. Eyjólfúr komst út um glerglugga austur úr kirkjunni og hljóp út til Stakka og í kastala, er hann átti þar. Þeir Gísli fóru út þangað og sóttu hann í kast- alann. Þar var húskarl hans í hjá honum, er Þorsteinn stami hét, og griðkona, er Þorbjörg hét. Eyjólfúr varðist alldrengilega, en Þorsteinn spurði, hvort hann skyldi eigi gefa nautum, Eyjólfúr bað hann fara, hvert er hann vildi, og tók hann or- lof. Þar var um þetta kveðið: Sendir rann af Sandi sundhreins frá börfleina hræddur, svo hjartað loddi happlaust við þjóhnappa. Framar kváðu þar fúra fleyvangs Njörun ganga, -sókn var hörð, er ég heyrða- hreinláta Þorsteini. Eyjólfúr varð eigi sóttur og hurfú þeir frá, Gísli og hans menn. Grið fengu menn Eyjólfs, þeir er í kirkju vom. Á öðrum stað í Sturlungu er frásögn sem gefúr til kynna að ekki hafi þótt tiltökumál þótt til bardaga kæmi um stórhátíðir, og vílar bisk- up ekki fyrir sér að fordæma menn úr stólnum á sjálfa jólahátíðina: En er þeir vom mettir, riðu þeir upp til Hóla; komu þar í það mund, er biskup gekk til aftansöngs. Mættust þeir biskup fyrir kirkju- dyrum. Kvaddi Þorgils biskup, og tók biskup honum blíðlega og bauð honum þar að vera svo lengi sem hann vildi, og öllum hans mönn- um. Var það bæði, að biskup spyr einskis, enda var honum ekki sagt. En er biskup gekk inn í stöpul- inn, þá gekk til hans Þormóður Grímsson og mælti við hann hljótt. Þá spyr biskup Þorgils, hvort nokkrir hans menn föstuðu þurrt. ,J2nginn í kvöld,“ segir Þorgils. „Eigi munu þér kjöt eta í kvöld,“ segir biskup. ,JCjöt átum vér í dag,“ segir Þorgils. Biskup mælti: „Þormóður! Bú þeim gott kjöt og digurt!“ Gekk biskup þá til aftansöngs. En er aftansöng var lokið, gengu þeir biskup og Þorgils upp í stofú. Segir Þorgils þá biskupi all- an tilgang þangaðkomu sinnar. En er þeir skildu talið, gekk Þorgils til borðs, en biskup að sofa. Var þar hið bezta við tekið. En um morgun- inn var séð fyrir hestum þeirra. Var biskup hinn kátasti. Leið þá af dag- ur þessi. Komu þá boðsmenn: Broddi bóndi ffá Hofi og Einar faxi, Jón Skíðason. En jóladaginn í miðmessu gekk biskup á kór og predikaði af hátíð- inni. En er því var lokið, þá segir hann um þangaðkomu Þorgils og alla þá atburði, er þar höfðu gerzt, - kallar þá vera landráðamenn, Hrafn og Sturlu, og alla þá, erþeim veittu. Setti hann þá út af heilagri kirkju og forboðaði þá, en kveðst bíða mundu að sjálfú banni, þar til er hann spyrði fleira illt af ferðum þeirra. Biskup mælti, að allir þeir menn, „sem að nokkru vilja hafa mín orð, verði Þorgilsi að trausti, ef hann þarf nokkurs við.“ Broddi tók vel við Þorgilsi. Jóladaginn skipaði biskup mönn- um í sæti: setti hann Þorgils hið næsta sér á pall og svo hans menn sem bekkurinn varnist. Þar var þá á vist með biskupi Eysteinn hvíti og Jórunn kona hans og Aron Hjör- leifsson. Sat Eysteinn gegnt bisk- upi og þar boðsmenn hjá honum. Það er nú fyrst að segja, að biskup bauð Þorgisli þar að vera og öllu hans föruneyti um jólin. Var Þorgils þar hinn fyrsta dag jóla og annan kyrr. Þriðja dag jóla reið hann upp á Flugumýri snemma; var þar stefndur fúndur hinn fjórða dag jóla. Komu þar til héraðsmenn. Biskup var og þar og segir héraðs- mönnum allt um ferð Þorgils. Broddi bað menn minnast á ástúð þá, er menn höföu haft við Kolbein unga, og kveðst oft heyrt hafa, að menn vildu þann höföingja, að af ætt Kolbeins væri. „Er nú þess kostur,“ segir hann. Var þar nú margt um talað, og ræðst það af, að ekki varð af tillög- um að sinni. Þorgils sendi þá njósnarmenn vestur til Miðfjarðar og suður allt til Reykholts. En er þeim fúndi var slitið, var Þorgils á Flugumýri þijár nætur og reið síð- an út til Hóla og sat þar í kyrrðum, - voru þar drykkjur miklar og bílífi. En ekki er það eingöngu að menn eigi í útistöðum og bardög- um hver við annan um jól í fomum sögum, heldur ganga menn líka aftur með miklum ósköpum og er sagan af Glámi þar sennilega einna frægust: Nú leið svo þar til er kemur að- fangadagur jóla; þá stóð Glámur snemma upp og kallaði til matar síns. Húsfreyja svarar: „Ekki er það háttur kristinna manna að matast þennan dag, því að á morgun er jóladagur hinn fyrsti,“ segir hún, „og er því fyrst skylt að fasta í dag.“ Hann svarar: „Marga hindur- vitni hafið þér, þá er ég sé til einsk- is koma. Veit ég eigi, að mönnum fari nú betur að heldur en þá, er menn fóm ekki með slikt. Þótti mér þá betri siður, er menn vom heiðn- ir kallaðir, og vil ég mat minn en engar ref]ar.“ Húsfreyja mælti: „Víst veit ég, að þér mun illa farast í dag, ef þú tekur þetta illbrigði til.“ Glámur bað hana taka matinn í stað, - kvað henni annað skyldu vera verra. Hún þorði eigi annað en að gera sem hann vildi. Og er hann var mettur, gekk hann út og var heldur gustillur. Veðri var svo far- ið, að myrkt var um að litast, og flögraði úr drífa, og gnýmikið, og versnaði mjög sem á leið daginn. Heyrðu menn til sauðamanns önd- verðan daginn, en miður er á leið. Tók þá að fjúka, og gerði á hríð um kvöldið. Komu menn til tíða, og leið svo fram að dagsetri. Eigi kom Glámur heim. Var þá um talað, hvort hans skyldi eigi leita, en fynr því, að hríð var á og niðamyrkur, þá varð ekki af leitinni. Kom hann eigi heim jólanóttina, - og biðu menn svo fram um tíðir. Að æmum degi fóm menn í leitina og fúndu féð víða í fönnum, lamið af ofviðri eða hlaupið á fjöll upp. Því næst komu þeir á traðk mikinn ofarlega í daln- um: þótti þeim þvi líkt sem þar heföi glímt verið heldur sterklega, því að gijótið var víða upp leysí og svo jörðin. Þeir hugðu að vandlega og sáu, hvar Glámur lá skammt á brott frá þeim. Hann var dauður og blár sem hel, en digur sem naut. Þeim bauð af honum óþekkt mikla, og hraus þeim mjög hugur við hon- um. En þó leituðu þeir við að færa hann til kirkju og gátu ekki komið honum nema á einn gilsþröm þar skammt ofan frá sér og fóru heim við svo búið og sögðu bónda þenn- an atburð. Hann spurði, hvað Glámi mundi hafa að bana orðið. Þeir kváðust rakið hafa spor svo stór, sem keraldsbotni væri niður skellt þaðan frá, sem traðkurinn var, og upp undir björg þau, er þar voru of- arlega í dalnum, og fylgdu þar með blóðdreQar miklar. Það drógu menn saman, að sú meinvættur, er áður haföi þar verið, mundi hafa deytt Glám, en hann muni fengið hafa henni nokkum áverka, þann er tekið hafi til fúlls, því að við þá meinvætti hefúr aldrei vart orðið síðan. Annan jóladag var enn farið að færa Glám til kirkju: voru eykir 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.