Þjóðviljinn - 08.12.1990, Page 3
íyrir beittir og gátu þeir hvergi
fært hann, þegar sléttlendið var og
eigi var forbrekkis að fara; gengu
nú ífá við svo búið.
Hinn þriðja dag fór prestur
með þeim, og leituðu allan dag-
inn, og fannst Glámur eigi. Eigi
vildi prestur oftar til fara, en
sauðamaður fannst, þegar prestur
var eigi í ferð. Létu þeir þá fyrir
vinnast að færa hann til kirkju og
dysjuðu hann þar, sem var hann
kominn.
Litlu síðar urðu menn varir
við það, að Glámur lá eigi kyrr.
Varð mönnum að því mikið mein,
svo að margir féllu í óvit, ef sáu
hann, en sumir héldu eigi vitinu.
Þegar eftir jólin þóttust menn sjá
hann heima þar á bænum. Urðu
menn ákaflega hræddir, - stukku
þá margir menn í brott. Því næst
tók Glámur að ríða húsum á næt-
ur, svo að lá við brotum; gekk
hann þá nálega nætur og daga.
Varla þorðu menn að fara upp í
dalinn, þó að ættu nóg erindi.
Þótti mönnum þar í héraðinu mik-
ið mein að þessu.
Önnur afturgöngusaga sem
gerist um jól er sögð í Eyrbyggju:
í
Um morguninn, er þeir Þór-
oddur fóru utan af Nesi með
skreiðina, týndust þeir allir út fyr-
ir Eimi; rak þar upp skipið og
skreiðina undir Ennið, en líkin
fúndust eigi.
En hið fyrsta kvöld, er menn
voru að erfinu og menn voru í
sæti konmnir, þá gengur Þórodd-
ur bóndi í skálann og förunautar
hans allir alvotir. Menn fögnuðu
vel Þóroddi, þvi að þetta þótti
góður fyrirburður, þvi að þá
höfðu menn það fyrir satt, að þá
væri mönnum vel fagnað að Rán-
ar, ef sædauðir menn vitjuðu erfís
síns; en þá var enn lítt af numin
fomeskjan, þó að menn væm
skírðir og kristnir að kalla. Þeir
Þóroddur gengu eftir endilöngum
setaskálanum, en hann var tvídyr-
aður; þeir gengu til eldaskála og
tóku einskis manns kveðju, sett-
ust þeir við eldinn, en heimamenn
stukku úr eldaskálanum, en þeir
Þóroddur sátu þar eftir, þar til er
eldurinn var fölskaður; þá hurfu
þeir á brott. Fór þetta svo hvert
kvöld, meðan erfið stóð, að þeir
komu til eldanna; hér var margt
um rætt að erfinu; gátu sumir, að
þetta myndi af taka, er lokið væri
erfinu. Fóra boðsmenn heim eftir
veisluna, en þar vom hýbýli held-
ur daufleg eftir.
Það kvöld, er boðsmenn vom
brottu, vom gervir máleldar að
vanda; en er eldar bmnnu, kom
Þóroddur inn með sveit sína, og
vom allir votir; settust þeir niður
við eldinn og tóku að vinda sig;
og er þeir höföu niður sest, kom
inn Þórir viðleggur og hans sveit-
ungar sex; vom þeir allir moldug-
ir; þeir skóku klæðin og hreyttu
moldinni á þá Þórodd; heima-
menn stukku úr eldhúsinu, sem
von var að, og höfðu hvorki á því
kvöldi ljós né steina og enga þá
hluti, að þeir heföu neina vem af
eldinum.
Annað kvöld eftir var máletd-
ur ger í öðm húsi; var þá ætlað, að
þeir myndu síður þangað koma;
en það fór eigi svo, því að allt
gekk með sama hætti og hið fyrra
kvöldið; komu þeir hvorirtveggja
til eldanna.
Hið þriðja kvöld gaf Kjartan
það ráð til, að gera skyldi langeld
mikinn í eldaskála, en máleld
skyldi gera í öðm húsi; og svo var
gert; og þá entist með því móti, að
þeir Þóroddur sátu við langeld, en
heimamenn við hinn litla eld, og
svo fór ffam um öll jólin.
I Þorfinns sögu karlsefnis er
sagt frá því er Þorfinnur hefúr vet-
ursetu með Eiríki rauða í Bratta-
hlið á Grænlandi, en heldur hafa
landkostir verið lakari á Græn-
landi en hér heima, þá eins og nú,
því ekkert er til hjá Eiríki til öl-
gerðar fyrir jólin og gerist hann af
því þunglyndur því honum er í
mun að gera vel við gesti sína:
En er dró að jólum, tók Eirik-
ur að verða óglaðari en hann átti
vanda til. Eitt sinn kom Karlsefni
að máli við Eirík og mælti: „Er
þér þungt, Eiríkur? Eg þykist
finna, að þú ert nokkuð fálátari en
verið hefúr, og þú veitir oss með
mikilli rausn, og emm vér skyldir
að launa þér eftir því, sem vér
höfúm föng á. Nú segðu, hvað
ógleði þinni veldur.“
Eiríkur svarar: „Þér þiggið vel
og góðmannlega. Nú leikur mér
það eigi í hug, að á yður hallist
um vor viðskipti. Hitt er heldur,
að mér þykir illt, ef að er spurt, að
þér hafið engin jól verri haft en
þessi, er nú koma i hönd.“
Karlsefni svarar: „Það mun
ekki á þá leið. Vér höfúm á skip-
um vorum malt og mjöl og kom,
og er yður heimilt að hafa af slíkt,
sem þér viljið og gerið veizlu
slíka, sem stómennsku ber til.“
Og það þiggur hann. Var þá búið
til jólaveizlu og varð hún svo
sköraleg, að menn þóttust trautt
slíka rausnarveizlu séð hafa.
Siður sá að gefa gjafir á jólum
mun vera nokkuð gamall, og em
þess dæmi í fomsögum að gjafir
væm gefnar á jólum, þótt með
nokkuð öðrum hætti hafi verið en
nú. I Egils sögu segir ffá því er
Egill dvaldi veturlangt hjá Arin-
bimi þeim sem hann síðar orti um
Arinbj amarkviðu:
Egill bjó þá skip sitt og réð
háseta til. Önundur sjóni réðstþar
til, sonur Ána ffá Ánabrekku; Ön-
undur var mikill og þeirra manna
sterkastur, er þá vom þar í sveit;
eigi var um það einmælt, að hann
væri eigi hamrammur. Önundur
haföi oft verið í förum landa í
milli; hann var nokkm eldri en
Egill; með þeim haföi lengi verið
vingott. Og er Egill var búinn, lét
hann í haf, og greiddist þeirra ferð
vel, - komu að miðjum Noregi.
Og er þeir sáu land, stefndu þeir
inn í Fjörðu; og er þeir fengu tíð-
indi af landi, var þeim sagt að Ar-
inbjöm var heima að búum sín-
um; heldur Egill þangað skipi
sínu í höfn sem næst bæ Arin-
bjamar. Síðan fór Egill að finna
Árinbjöm, og varð þar fagnafúnd-
ur mikill með þeim; bauð Arin-
bjöm Agli þangað til vistar og
föruneyti hans, því er hann vildi,
að þangað færi. Egill þekktist það
og lét ráða skipi sínu til hlunns, en
hásetar vistuðust; Egill fór til Ar-
inbjamar og þeir tólf saman. Egill
haföi látið gera langskips segl
mjög vandað; segl það gaf hann
Arinbimi og enn fleiri gjafir, þær
er sendilegar vom; var Egill þar
xun veturinn í góðu yfirlæti. Egill
fór um veturinn suður í Sogn að
landskyldum sfnum; dvaldist þar
mjög lengi; síðan fór hann norður
i Fjörðu. Árinbjöm haföi jólaboð
mikið, bauð til sín vinum sínum
og héraðsbóndum; var þar fjöl-
menni mikið og veizla góð. Hann
gaf Agli að jólagjöf slæður, gerv-
ar af silki og gullsaumaðar mjög,
settar fyrir allt gullhnöppum f
gegnum niður; Arinbjöm haföi
látið gera klæði það við vöxt Eg-
ils. Arinbjöm gaf Agli alklæðnað,
nýskorinn, að jólum; vora þar
skorin í ensk klæði með mörgum
litum. Arinbjöm gaf margskonar
vingjafir um jólin þeim mönnum,
er hann höföu heimsótt, því að
Arinbjöm var allra manna örvast-
ur og mestur skörungur.
Þá orti Egill vísu:
Sjálfráði lét slæður
silki drengur of fengið
gullknappaðar greppi,
get ég aldrei vin betri.
Arinbjöm hefur ámað
eirarlaust eða meira,
sið mun seggur of fœðast
slíkur, oddvita ríki.
1990 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3