Þjóðviljinn - 08.12.1990, Síða 12

Þjóðviljinn - 08.12.1990, Síða 12
Reykjavíkurskáldið Megas og sagn- fræðingurinn Þórunn Valdimarsdóttir lagt bemskuminningar sínar, drauma og fmyndunarafl að veði í ævintýralega og töfrandi bók um litla písl sem ólst upp i Norðurmýri í Reykjavík rétt eftir síðari heimsstyrjöld. í sögunni kannast margir við sjálfa sig, þvi hún er sannferðug úttekt á lifi íslenskra bama. Þetta er ekki ævisaga, heldur rabbsódía um Reykjavik -umhverfi og atvik - í lífi litillar píslar. Ein frægasta skáldsaga Doris Lessing og fyrsta bókin í sagnabálki hennar um Mörtu, uppreinargjama sveitastúlku af breskum ættum i Afríku. Hún tvístígur á mörkum bemsku og þroska og á sér drauma um réttlátara samfélag og frelsi hinnar fullorðnu konu. Mögnuð þroska- saga sem byggð er að mikiu leyti á lifi skáldkonunnar - saga nútímakonu i átökum við samvisku sína og samtið. Sigurðsson rithöfundur þýddi. Spennandi og tilfinningaþrungið listaverk um ungan dreng - óvelkomið líf sem kviknar í kviði þrettán ára móður. Fyrstu ár ævinnar er hann geymdur uppi á háa- lofti svo ekki falli blettur á heiður fjöl- skyldunnar. Síðan hefst hraksaga hans um heiminn - saga um baráttu gegn fá- fræði og fordómum. Blóðbrúðkaup hefur verið lesin i Rikisútvarpið og hlotið frægustu bókmenntaverðlaun Frakka, Goncourt-verðlaunin. Guðrún Finnbogadóttir þýddi. Sigurður Pálsson er ótvírætt í fremstu röð íslenskra ljóðskálda og hver ný ljóðabók frá hans hendi er bókmennta- viðburður. Þetta er þriðja bókin í flokki ljóðnámubókanna og hér lokar hann ljóð- námuhringnum. Lifskraftur, innsæi og óvæntar samlíkingar einkenna ljóðin. Hér sýnir sig margt í senn; ísmeygileiki, ofsa- fenginn galsi eða sár alvara. I endumýjun islensks ljóðmáls standa fáir Sigurði á sporði. Hér sýnir Ólafur Gunnarsson nýja og óvænta hlið á Iist sinni. Og hann þekkir svo sannar- lega Skuggahverfið í Reykjavík. Rússneska vetrarstríðið geisar á Frakkastíg. Við Vatnsstiginn kúrir Stjáni grobb yfir skræð- unum en i garði bamakennarans kúra lífs- þreyttar pútur. Sögumar em fullar af ærsl- um og angurværð en undir niðri lúrir háskinn, þvi skuggar mannsins - óttinn, hégóminn og þráhyggjan - leynast líka í Skuggahverfínu. Rokkið tekur stöðugt á sig nýjar myndir þar sem æskan veitir tilfinningum sínum og draumum útrás. Hér er fjallað um stefhur og strauma i íslenslari rokktón- list.hljómsveitir og tónlistarmenn, söngtexta, skemmtanalíf og hljóm- plötugerð. í bókinni era um 300 Ijós- myndir og ítarlegar skrár yfir hljóm- sveitir og plötuútgáfu. Fjörlega skrifuð og tvímælalaust besta hand- bæra heimild um sögu rokktónlistar og æskumenningar á íslandi. Aldrei hefiir innsæi og stílgáfa Friðu Á. Sigurðardóttur risið hærra en f þessari afburðasnjöllu sögu. Söguhetjan er Nína, húri situr við rúm deyjandi móður, hún er glæsileg, öragg nútímakona. Að maður skyldi halda. En meðan nóttin líður vakna efasemdir, fortiðin sýnir sig 1 svipmyndum og öðlast mál. Þetta er áleitinn og miskunnarlaus skáldskapur um fólk nútímans - harm þess og eftirsjá, vit þess og vonir. Bjöm Pálsson á Löngumýri metur engan eiginleika meira en gamansemi og frelsi. Hann lætur engan kúga sig eða kúska, hvorki bankastjóra, sýslu- menn né ráðherra. Kímnin situr jafhan i fyrirrúmi og ffásagnargleðin er ó- svikin, hvort sem Bjöm segir frá bemsku sinni og búskap, málaferlum eða störfum á alþingi. Saga hans er i senn tæpitungulaus, ögrandi og ekki síst gagn- merk heimild. Gylfi Gröndal ritaði sögu Bjöms. Egill Grimsson, dreifbýlisdrengur, skólaður i Reykjavík, tvístígandi í Kaupmannahöfn, á ffamabraut í Banda- rikjunum. Glanni og rola í senn. í bölvuðu basli við þann veraleika sem nútíminn leggur karlmönnum á herðar. Og ekki er ástin honum beinlinis auðveld hvað þá gimdin. Þessi snjalla skáldsaga Rúnars Helga Vignissonar er í senn tákn- ræn og sértæk, nautnaleg og hrollvekjandi, ærslafull og sorgleg. Sannkallaður nautnafundur. 0 FORLAGIÐ LAUGAVEGI18, SÍMI91-25188 Auglýsingadeikl Þjóðviijans

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.