Þjóðviljinn - 11.12.1990, Síða 5

Þjóðviljinn - 11.12.1990, Síða 5
VIÐHORF Lýsingarorð í stjórnmálaályktun Stjómmálaályktun sú, sem samþykkt var á miðstjómarfundi Alþýðubandalagsins á Akureyri í október, var fyrst prentuð í Þjóð- viljanum og maður las hinn nýja boðskap um stefnu flokksins þar.,En svo týndist blaðið í tiltekt eins og gengur og maður sat eftir í haustmyrkrinu án leiðsagnar. Nú hefúr verið bætt úr þessu og flokksmönnum send þessi álykt- un í snotmm bæklingi með heit- inu „Róttæk og raunsæ stjóm- málastefna" á kápusíðunni, en lesmálið er gert aðgengilegt með leiðbeiningum á spássíu og skreytt alls konar flatarmáls- myndum og rauðum og bleikum lit. Sum sé hinn snyrtilegasti pési. En innihaldið hefur ekkert batnað við þessa nýju og fersku uppsetningu. Lítum á upphafið: „Róttækar og hiklausar skipu- lagsumbætur í helstu atvinnuveg- um landsmanna... með það fyrir augum að auka arðsemi þeirra fyrir þjóðarbúið og bæta kjör þjóðarinnar. Þessar umbætur em bæði nauðsynlegar í sjálfú sér og þær em forsenda virkrar byggða- stefnu á landinu" (bls. 4). Ekkert er minnst á hvemig haga eigi eignarhaldi á framleiðslutækjum og hvergi annars staðar í bæk- lingnum. Þau gömlu sannindi em samt enn í fúllu gildi að eign eða yfirráð yfir framleiðslutækjum og auði skapar völd. Eina leiðin til að breyta þjóðfélagsskipaninni almenningi i hag er að rýra hlut eignastéttarinnar, taka frá þeim ríku og láta þá fátækari hafa. Það verður að gera með einu móti eða öðm. í stefhuskrá flokksins þarf að segja hvemig á að gera þetta og í hvaða forgangsröð á að fram- kvæma hlutina. Allt annað er kák. Að vísu segir að beita eigi skattkerfinu til að jafna lífskjörin, en áratuga löng reynsla hefur sannað að það dugar ekki til. Að- gerðir þessarar ríkisstjómar, en mjög er gumað af framgöngu hennar í plagginu, hafa líka geng- ið í þá átt að hækka skattbyrði á miðlungstekjum, en minnka skatta hátekjumanna, t.d. hefur ekki mátt minnast á að hafa tvö eða þijú skattþrep. Frá herliðinu hefur gífúrlegur auður mnnið til ákveðinna hópa í landinu. I stað þess að gera herm- angsfyrirtækið, Islenska aðal- verktaka, upptækt réttir ríkis- stjómin, með fullu samþykki Al- þýðubandalagsráðherranna, hermöngumnum hundmð milj- óna til viðbótar úr sjóði allra landsmanna. Viðskipti við herinn hafa styrkt þá aðila, sem að þeim kjötkötlum hafa setið, og veitt þeim afar mikil áhrif í þjóðfélag- inu, en á það er vitanlega ekkert Jón Torfason skrifar: þeim orðum sem koma aðeins einu sinni eða tvisvar fyrir. Svo sem vænta má er mikið af hlutlausum lýsingarorðum notuð til að aðgreina ýmiss konar fyrir- bæri. Meðal þeirra má telja: al- þjóðlegur (markaður), íslenskur, erlend (samskipti) og evrópskt Það virkar dálítið einkenni- lega í jafn bjartsýnislegu plaggi og stjómmálaályktunin er að tölu- vert ber á nauðhyggju. Um það vitna þessar samsetningar: brýn- ustu verkefni, eðlilega valkosti, eðlilegan lífeyri, nauðsynleg und- irstaða, óhjákvæmileg afleiðing, Það er ekki ástœða til að ræða þetta Akureyrarplagg málefnalega, en hins vegar getur verið forvitnilegt að skoða orðalagið minnst í stefhuskránni. Meginhluti bæklingsins, fyrir utan hrósið um stjómina, er upp- talning á ýmiss konar góðverkum sem flokkurinn ætlar að vinna og mörg hver em svo sem góðra gjalda verð, en skipta ekki miklu máli fyrr en ráðist er að rótum vandans, misskiptingu auðsins og öllu sem þvi fylgir. Það hefúr líka sýnt sig að þótt velviljuð „vinstri stjóm“ komi einhveijum umbót- um á er hægðarleikur fyrir næstu „hægri stjóm“ að kippa því öllu til baka. Sleppt er að minnast á margt. Ekkert er t.d. talað um sívaxandi fátækt í landinu, en rétt drepið á húsnæðisekluna og stórskertan kaupmátt launamanna. Þögnin um afstöðu flokksins til verka- lýðshreyfingarinnar er svo djúp að hún beinlínis æpir. Ut af fyrir sig er skiljanlegt að fá orð séu höfð um þau mál, því það er erfitt fyrir flokkinn að hafa uppi mik- inn fagurgala um tengslin við launafólk eftir framlengingu verkfallsbannsins 1988 og setn- ingu bráðabirgðalaganna 1990, að ekki sé minnst á þá stefhu rik- isstjómarinnar að viðhalda af öllu afli láglaunastefhu ríkisins. Það er ekki ástæða til að ræða þetta Akureyrarplagg málefna- lega, en hins vegar getur verið forvitnilegt að skoða orðalagið. Hér verða þó aðeins athuguð hlið- stæð lýsingarorð, þ.e. lýsingarorð sem standa með nafhorði. Til að einfalda málið er sleppt flestum BÆKUR Halldóra með Stofuljóð Halldóra Thoroddsen mynd- listarmaður hefur gefið út bókina Stofuljóð með 32 nýlegum ljóð- um, flestum frá þessu ári. Þetta er fyrsta ljóðabók Halldóru, en áður (samstarf). Skylt þess em sam- setningar eins og: almenn þjón- usta, félagslegar íbúðir, hefð- bundinn landbúnaður og opinber þjónusta. Einn flokkurinn auðkennist af magni: aukið (fé), mikill (mörg dæmi um það orð), sérstakur, verulegur og virkur í ýmiss konar samsetningum. Nátengd em orð sem lýsa gæðum. Þar má nefna samsetningar eins og: arðbærs út- flutnings, fúllri reisn, heilbrigðri byggðaþróun, jákvæðara um- hverfis, samfelldu húsnæðiskerfi, samræmdum aðgerðum, stórauk- inni menntun, stórbætts velferð- arkerfis, stórstígum ffamforum og róttækrar jafnaðarstefnu. óhjákvæmilega lækkun, óraun- hæfa stigi, viðunandi árangri og viðunandi samningar. Með þessu orðavali er reynt að láta líta svo út að flokkurinn starfi í samræmi við þungan straum sögunnar, sé í takt við tímann. Loks verkar einn flokkur hlið- stæðu lýsingarorðanna á tíma- skynið. Nokkur dæmi em um orð- ið breyttur og talað er um öra þró- un. Það er þó eitt orð sem vekur sérstaka eftirtekt, lýsingarorðið nýr. Dæmi: ný sjónarmið, nýja öryggisstefnu, nýjan verðjöfhun- arsjóð, nýjar aðstæður, nýjar leið- ir, nýju hreyfingu, nýju öld, nýj- um menningarsjóði, nýrrar aldar, nýrrar umhverfisstefnu, nýrri að- alnámsskrá, nýtti braut og nýrri löggjöf. Það er algengt bragð í auglýsingum að segja að ein- hveijar vörar séu nýjar eða að mikil nýjung sé á boðstólum. Hér er verið að beita þessari tækni. í stað þess að segja nákvæmlega með skýram, einföldum orðum hvað flokkurinn ætlar sér að gera er reynt að láta lita svo út að hann boði eitthað nýtt og ferskt sem sé í samræmi við samtíðina og ffam- tíðina og njóti vinsælda. I lokaorðum stjómmálaálykt- unarinnar kristallast þessi við- leitni þar sem klisjunum er ætlað að hefja samsetninginn á flug: „...um allan hinn vestræna heim er nú í sókn ábyrg vinstristefna þar sem árangur skiptir meira máli en orð. 1 hinni framsýnu nýju hreyfingu vinstrimanna haldast hugsjónir um fagra veröld í hendur við jarðbundna ábyrgð. ...Hreyfing þeirra nýtur trausts og vekur vonir alþýðu... sú umbóta- stefna jafhréttis, frelsis og bræðralags... er i samræmi við sjónarmið mikils meirihluta al- mennings í vestrænu nútímasam- félagi“ (bls. 16). 1 niðurlaginu segir líka: „orð og gerðir (hreyfingarinanr) stand- ast á.“ Þetta er að vissu leyti rétt því orðin í þessari svoköHuðu stefnumarkandi samþykkt merkja ósköp lítið og enginn vandi að teygja þau og toga á hveija þá lund sem forustu flokksins líkar. Þetta er hentistefna í snotram búningi. Jón Torfason er íslenskufræðingur. hefúr hún séð um útgáfu á ævi- minningum föður síns, Sigurðar Thoroddsens verkfræðings. Halldóra hefúr stundað list- vefhað og haldið sýningar á verk- um sínum, síðast í FIM-salnum. Ennfremur hefur hún sinnt m.a. kennslu og útlitsteiknun. I ljóðum Halldóra era ekki síst ýmsar svipmyndir úr daglega lífinu, tengdar við annars konar tilvísanir tilfinningalegs eða heimspekilegs eðlis, eins og segir t.d. í ljóðinu Sjálfsmynd, þar sem unga stúlkan úr eldhúsinu er „...með ólman jugl í brjósíi. Örœfajökul i innkaupakörfu og himintungl í lendum... “ Um dreifingu Stofuljóða sjá höfúndurinn og útgáfan Bjart- ur/Emilía, en Prentsmiðja Guð- jóns O. sá um prentun og bók- band. MINNINQ Rögnvaldur Sigurðsson F. 2. júlí 1923. - D. 28. nóvember 1990 Rögnvaldur Sigurðsson fædd- ist á Fossi við Seyðisfjörð 2. júlí 1923. Foreldrar hans vora Sigurð- ur Gunnarsson og Guðbjörg Þórð- ardóttir, en hann ólst upp í Aust- urdal hjá hjónunum Oddi Sigfús- syni og Þóranni Sigmundsdóttur. Hann fór að heiman eftir fermingu og sá um sig sjálfur efl- ir það og var í vinnumennsku á ýmsum stöðum. Á þeim áram kynntist hann eftirlifandi konu sinni, Auði Magnúsdóttur, sem fædd var á Utnyrðingsstöðum í Vallahreppi. Fyrsta búskaparárið bjuggu þau á Eyjólfsstöðum á Fljótsdalshéraði, en fluttu til Seyðisfjarðar árið 1945 ogbjuggu þar í hálfan annan áratug. Rögnvaldur stundaði nám við Bændaskólann á Hólum 1940-41 og lærði siðan húsasmíði í Iðn- skóla Seyðisfjarðar og öðlaðist síðar meistararéttindi í iðn sinni. Fjölskyldan fluttist til Reykja- víkur árið 1962. Þar vann hann við trésmíðar, oftast á eigin veg- um og síðustu árin við endur- byggingu gamalla húsa sem hon- um fórst listavel úr hendi og varð eftirsóttur til slíkrar vinnu. Þau Auður eignuðust fjögur böm. Elst er Þórann Oddný, starfsstúlka á Landspítalanum. Hún á eitt bam. Næstelst er Fjóla Sigurveig myndmenntakennari, gifl Sigurði Emi Brynjólfssyni, grafiskum hönnuði, og eiga þau þijú böm. Næsfyngst er Asta Guðbjörg bókasafnsfræðingur, gift Ámóri Ámasyni kennara og eiga þau fjögur böm og búa á Blönduósi. Yngstur er Amaldur Austdal trésmióur í Reykjavík, kvæntur Patrínu Rögnvaldsson húsmóður. Þau eiga þijú böm. Kynni mín af Rögnvaldi komu í kjölfar kynna bróður míns, Sigurðar Amar, af Fjólu. Og þótt fjölskyldukynni séu að jafnaði gloppótt og bundin at- burðum sem fjölskyldur eiga út af fyrir sig þá hef ég í huga mér skýra mynd af Rögnvaldi. Hann situr og tottar pípuna, treður í hana með vísifingri sem er svo sigggróinn að heitt tóbakið hefúr ekki minnstu áhrif á hann, ræðir landsins gagn og nauðsynj- ar eða um fólk. Alltaf af yfirveg- aðri rósemi, fúllur áhuga og mæl- ir hvert orð, enda erþeim ætlað að segja eitthvað, en ekki að fljúga ómerk út í loftið. Aldrei talar hann illa um neinn mann, en samt tæpitungulaust með viðeigandi orðavali. Hann hefúr skoðanir sem hann setur fram af ákveðni, en haföi samt þann sveigjanleika sem gerði hann opinn fyrir skoð- unum annarra og þá forvitni til að geta glaðst yfir því sem hann ekki þekkti áður. Hann var vel lesinn í bók- menntum og vitnaði til þeirra í samræðum. Mest hélt hann upp á Einar skáld Benediktsson sem hann taldi ekki aðeins mesta skáld landsins, heldur einnig einhvem mesta mann sem uppi hefúr verið. Því til staðfestingar þuldi hann kvæði Einars utanbókar. Rögnvaldur var ekki maður sem sóttist eftir veraldlegum eignum. Hann fór að því leyti aðr- ar leiðir en flestir. En þegar betur er að gáð átti hann einmitt þær eignir sem meira era verðar en þær sem gera manninn þræl. Þetta er sú afstaða til lífsins, að það sé ekki eign, færi okkur ekki eignar- rétt á því sem við umgöngumst. Við höfúm af því afnotarétt sem þegar öllu er á botninn hvolft ger- ir ábyrgð okkar miklu meiri og mikilvægari. Það var með þessu hugarfari og með róseminni sem hann mætti sjúkdómnum sem um síðir en of snemma lagði hann að velli. Hann var ekki að tapa neinu. Hann var að skila því sem hann hafði fengið að láni. Og eins og góðum manni sæmir þá skilaði hann því betra og ríkara en það var þegar hann fékk það i hendur. Við kveðjum góðan vin, en heilsum um leið minningunum sem hann lét okkur í té. Eg sendi Auði og öðram að- standendum samúð mína. Eiríkur Brynjólfsson Þriöjudagur 11. desember ÞJÓÐVILJINN — SlÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.