Þjóðviljinn - 13.12.1990, Side 11

Þjóðviljinn - 13.12.1990, Side 11
 Magnús H. Gíslason skrifar M jr A FÖRNUM VEGI 22 Alkunna er, að ekki þarf nema eitt orð til þess að breyta merkingu heillar málsgreinar. Getur það þá einu gilt hvort því er ofaukið eða að það vantar. í síðasta pistli mínum, þar sem ég segi ífá dvöl minni á Amgerðar- eyri, stendur: „Hlaut ég því að vera dag um kyrrt og var það svo sannarlega neyðarkostur“. Þama átti vitanlega að standa: „enginn neyðarkostur“, enda hygg ég að ffásögnin af dvöl minni á þessu ágæta heimili beri það raunar með sér. En tökum nú til þar sem ffá var horfið. Ketill kaupfélagsstjóri hafði útvegað mér gistingu á Sjó- manna- og gistiheimilinu. Það mátti þó ekki tæpara standa. Að- eins eitt herbergi var laust og raunar fyrir þær sakir einar, að maður, sem pantað hafði gist- ingu; afboðaði komu sína. Ég dreif mig snemma á fætur og hafði sofið illa. Stafaði það þó ekki af hávaða í næturgestum, heldur rúminu. Ég mátti blátt áfram aldrei hreyfa mig í fletinu svo það færi ekki að ískra og skrækja og láta öllum illum lát- um, og vaknaði ég í hvert skipti, sem ég bylti mér til, sem var oft, þvi ég er mikill byltingamaður í svefni. Kom mér jafnvel til hugar að flytja mig niður á gólf, en féll frá því vegna þess að ég óttaðist að rúmfötin óhreinkuðust. En það léttist á mér brúnin þegar ég kom niður í veitingasalinn, því þar beið mín hrein og bein veisla. Kona, sem gekk um beina, kom mér á óvart þegar hún spurði hvort ég hefði ekki sofið illa. Ég varð að viðurkenna að stundum hefði ég sofið betur. Hún rengdi það ekki, en sagði þetta herbergi aldrei notað nema í neyð og því hefði ekki komist í verk að skipta um rúm - og bað mig mikillega afsökunar. Eg kvað það óþarfa, hinar ágæm veitingar hefðu meira en bætt upp þessa nætur- hljómleika og svo kvöddumst við með mestu virktum. Það hafði talast svo um með okkur Katli að ég kæmi til hans í kaupfélagið upp úr kl. 1. Þar hitti ég fyrir fræðslunefnd kaupfé- lagsins, auk allmargra annarra. Ketill setti fund, kynnti mig fyrir fundarmönnum, greindi frá er- indi mínu við þá og gaf mér því- næst orðið. Sannast að segja var ég hálf kvíðinn, til að byija með. Hvaða uppátæki var það eigin- lega hjá Olafi Jóhannessyni að senda mig, strák norðan úr Skagafirði, vestur á Vestfirði til að ræða þar um samvinnumál við menn, sem fiestir voru eldri en ég og margir hveijir þrautreyndir samvinnumenn? En úr því að á hólminn var komið þýddi ekki annað en harka af sér og ég mun hafa rausað þama í einar 35-40 mínútur. Eftirá fannst mér ég hafa talað of lengi. Heppilegra væri að eyða lengri tíma í um- ræður, hvort sem menn kysu nú heldur að hafa þær í ræðu- eða rabbformi. Var líka viss um, að sjálfur gæti ég ýmislegt lært af því, sem menn hefðu að segja. Er ég þagnaði hófust líka líflegar umræður. Man ég þar sérstaklega eftir þeim eldfjöruga hugsjóna- manni, Kristjáni Jónssyni frá Garðstöðum. Eftir Kristjáni er það haft, að ef hann fengi ekki Esso-bensín á bílinn sinn þá mundi hann heldur aka bensín- laus en að skipta við önnur olíu- félög. Þetta getur maður kallað að vera hugsjónum sínum trúr, hvemig sem ökuferðin hefði svo gengið. Um kvöldið hafði ég boðað til fundar á Suðureyri. Þangað átti að heita sæmilega bílfært og var mér útvegaður jeppi til farar- innar. Kaupfélagsstjóri á Suður- eyri var Jóhannes Þ. Jónsson. Honum hafði ég kynnst í Sam- vinnuskólanum. Fór ég strax til fundar við hann. Fundurinn hófst svo kl. 8.30. Mikill meirihluti karlmanna á Suðureyri stundaði sjóinn. Og nú viðraði þannig, að allir vom á sjó. Almættið virtist þannig vera hlynntara sjómönn- unum á Suðureyri en mér, og kom mér það ekki svo mjög á óvart. Jóhannes kaupfélagsstjóri var þvi fremur svartsýnn á fund- arsóknina. Sá ótti reyndist þó ástæðulaus. Fundurinn var vel sóttur og mjög ánægjulegur. Fór hann fram með sama hætti og á Isafirði. Er honum lauk, um 12- leytið, fór ég, ásamt kaupfélags- stjóminni, heim til Jóhannesar kaupfélagsstjóra, þar sem spjalli var haldið áfram fram eftir nótt- inni. Það lá við að Kristján B. Ei- ríksson, formaður kaupfélags- stjómarinnar, næði okkur Jó- hannesi í rúminu morguninn eft- ir. Það var sunnudagur svo að Jó- hannes þurfti svo sem ekki að flýta sér í fotin, en ég þurfti hins vegar að komast til Flateyrar ein- hvemtíma fyrir kvöldið. Kristján stakk upp á því að við fengjum okkur göngutúr um þorpið. Mér leist vel á þá tillögu. Það verður að segjast eins og er, að ástæðan til þess að ég tók boði Ólafs Jó- hannessonar um þessa Vest- fjarðaíor var að því leyti blönduð eigingimi, að með því gafst mér færi á að kynnast verulegum hluta Vestfjarðakjálkans og ýmsu góðu fólki þar. Óg upphafið lof- aði svo sannarlega góðu. —mhg LESENDABRÉF Um verksmiðjulandbúnað og hokur Ég las það nú um daginn í sigrihrósandi fréttablaði að rúss- nesku samyrkjubúin ætti að leysa upp, einingamar bæru sig ekki. Fólk væri hvatt til þess að fara út í fjölskyldubúskap, en sá hængur væri á að sérhæfingin hefur verið það mikil hingað til, að þeir sem hafa stússast í kringum belju- rassa kynnu fátt annað. Á sama tíma í Þýskalandi vestanverðu er það almenn vitn- eskja til sveita, að sá sem vill lifa af, verður að stækka við sig. Sá sem hafði dútlað við 40 kýr, ger- ir sér og sinni fjölskyldu áætlun upp á 200 kýr í fjósi. Oft er ekki lengur um íjölskyldubúskap að ræða; búin em orðin að verk- smiðjum og þá sérstaklega í hænsna- og svínarækt. Landbúnaðarvömr em held- ur ódýrari hjá þeim í EBE en hjá okkur. Það gera líklega stóm ein- ingamar. En hin og þessi vand- ræði fylgja þeim þó. Til dæmis svinasaurinn. Einn pínlegasti út- og innflutningur innan Efnahags- bandalagsrikjanna er svínasaur. Já, hvað á að gera við hann? Grunnvatnsmengun í Hollandi er orðin töluverð, þeir taka ekki við meiru. Útsendarar svínaræktenda em á ferð, þvers og kruss með tankana fulla að leita sér að stað til þess að létta á sér. Nú er ofl bmgðið á það ráð, að kaupa upp akurlendi þeirra bænda, sem ekki gátu stækkað við sig, sem ekki höfðu bolmagn til þess. Svo er akurinn grafinn niður, plast sett í botninn og látið gussa. Ábúend- umir hafa nú flórinn upp að hús- inu og lifa á styrkjum fyrir að rækta ekki neitt. Öllu þessu er stýrt með kvóta og styrkjum og niðurgreiðslum ffá Brnssel og skyldi enginn segja að áætlunarbúskapur sé niður lagður. (Margir sitja um mjólkurkvótann í EBE og verða líklega enn fleiri þegar Túrbó- kýrin fer að fylla básana. Hinir duglegu vísindamenn Vestur- Evrópu hafa nú á timum offram- leiðslu mjólkur fundið upp þessa merku kú, sem mjólkar enn meir en þær sem fyrir em. Því miður hef ég ekki tölur handbærar.) En hvað um það, með áætlanagerð- inni hjá EBE tekst þeim að fram- leiða miklu billegri landbúnaðar- vömr en okkur með okkar fjöl- skyldubúskap. Og þá eruin við komin að kjama málsins. Ef hillur íslenskra verslana fyllast af landbúnaðarafurðum, sem em segjum hundrað og fimmtíu krónum ódýrari en þær sem fengnar em úr íslenskuin sveitum, segir það sig sjálft, að við kaupum þær, jafnvel þótt bragðið sé síðra og vitneskjan um heilsuspillandi hormóna sé fyrir hendi. (Euro-svín er tegund- in kölluð. Ríkisstjóm Þýskalands varar þegna sína eindregið við að neyta lifrar úr dýrinu oftar en einu sinni í mánuði vegna upp- safnaðra eiturefna. Skepnumar á leið til slátrunar drepast oft úr hræðslu. Slík er taugaveiklunin orðin, vafalaust af völdum þaul- ræktunar.) Ekki veit ég hvemig á að spoma við auknum kröfum um innflutning á ódýrari landbúnað- arvörum nema með því að gera okkar eigin landbúnaðarfram- leiðslu hagkvæmari. Þá á ég við að fækka býlum og stækka þau, sem og mjólkurbúum (sbr. ný- lega skýrslu sérffæðinga). Gera kvóta framseljanlegan. Hann myndi fljótt safnast í hendur mektarbænda og fabríkanta, sem kæmu með ódýra vöm á markað. Öllu væri þessu stýrt frá Reykja- vík. Væri það mjög í stíl við þann anda miðstýringar, sem nú blæs frá Evrópu og þykir nútímalegur. En til þess að halda í búskapar- hætti, sem falla mörgum mönn- um betur í geð og eru náttúrlegri, svo maður tali nú ekki um mann- úðlegri, skyldi þeim leyft að hokra sem það vilja. Eins og nú er í pottinn búið, leyfist það ekki. Fjölskylda hefur ekki í sig og á undir vissri stærð býlis. Til þess að aftra því að sveitimar tæmist meir en orðið er, ef mektarbænd- ur fæm að breiða úr sér, þyrfli ríkið að leyfa visst stjómleysi. Hokurstefnan hefði þetta í for með sér. Á sveitabýlum undir vissri stærð væri leyfð slátmn heima við, hlunnindi væm ekki skattlögð né heimafengnar afurð- ir. Ein kýr í fjósi væri skattfrí. Fólk sem svo vildi búa væri upp á guð og lukkuna komið... og sig sjálft. Sem mörgum þætti lífvæn- legur kostur. Ásdís Thoroddsen í DAG ÞJÓÐVIUINN FYRIR 50 ÁRUM Það er óheimilt að verzla við brezku hermennina. Þeir sem það gera mega búast við kæru og refsingu. Venjulega er varn- ingur sá sem boðinn er til sölu stolinn. Togarinn Hafsteinn bjargar brezku skipi. Bretar vinna stórsigra I Egyptalandi og taka 2000 fanga. Herinn sem var innikróaður I Sldi el Barrani hefur gefizt upp. Smuts bjart- sýnn á sigurhorfur Breta. 13. desember fimmtudagur. Lúcíumessa. 347. dagur ársins. Magnúsmessa hin síðari. Sólarupprás (Reykjavík kl. 11.12-sólarlag kl. 15.31. Viðburðir Jón Þoriáksson á Bægisá fædd- ur 1744. DAGBÓK APÓTEK Reykjavík: Helgar- og kvöldvarsla lyfjabúöa vikuna 7. til 13. desember er í Rykjavíkur Apóteki og Borgar Apóteki Fyrmefnda apótekiö er opiö um helgar og annast næturvörslu alla daga kl. 22 til 9 (til 10 á frldögum). Siðarnefnda apótekiö er opiö á kvöldin kl. 18 til 22 virka daga og á laugardögumkl. 9-22 samhliða hinu fyrmefnda. sóknir annarra en foreldra kl. 16 til 17 alla daga. St. Jósefs-spitali Hafnar- firöi: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til 19:30. Kleppsspitalinn: Alla daga kl 15 til 16 og 18:30 til 19. Sjúkrahús Vestmannaeyja: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til 19:30. Sjúkrahús Akraness: Alla daga kl. 15:30 til 16 og 19 til 19:30. Sjúkrahúsið Húsavík: Alla daga kl. 15 til 16 og 19:30 til 20. ÝMISLEGT LÖGGAN Reykjavlk.....................« 1 11 66 Kópavogur.....................« 4 12 00 Seltjamames...................« 1 84 55 Hafnarfjörður.................« 5 11 66 Garðabær......................« 5 11 66 Akureyri.....................tr 2 32 22 Slökkviið og sjúkrabílar Reykjavik....................« 1 11 00 Kópavogur....................« 1 11 00 Seltjamames..................« 1 11 00 Hafnarfjörður................« 5 11 00 Garðabær.....................« 5 11 00 Akureyri.....................« 2 22 22 LÆKNAR Læknavakt fyrir Reykjavik, Seltjarn- arnes og Kópavog er í Heilsuverndar- stöö Reykjavlkur alla virka daga frá kl. 17 til 8, á laugardögum og helgidögum allan sólarhringinn. Vitjanabeiönir, símaráöleggingar og tfmapantanir i « 21230. Upplýsingar um lækna- og lyfjaþjónustu ern gefnar I slmsvara 18888. Borgarspitallnn: Vakt virka daga frá kl. 8 til 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilislækni eða ná ekki til hans. Landspftalinn: Göngudeildin er opin frá kl. 20 til 21. Slysadelld Borgarspit- alans eropin allan sólarhringinn, ® 696600. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæsl- an, « 53722. Næturvakt lækna, « 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garöaflöt, * 656066, upplýsingar um vaktlækni «51100. Akureyri: Dagvaktfrá kl 8 til 17 á Læknamiöstööinni,« 22311, hjá Akureyrar Apóteki, « 22445. Nætur- og helgidagavakt læknis frá kl 17 til 8 985- 23221 (farsími). Keflavik: Dagvakt, upplýsingar i « 14000. Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna, « 11966. SJUKRAHÚS Heimsóknartimar: Landspitalinn: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til 20. Borgar- spítalinn: Virka daga kl. 18:30 til 19:30, um helgar kl. 15 til 18 og eftir samkomulagi. Fæðingardeild Land- spítalans: Alla daga kl. 15 til 16. feöra- tími kl. 19:30 til 20:30. Fæðingar- heimili Reykjavikur v/Eiriksgötu: Al- mennur tlmi kl. 15-16 alla daga, feðra- og systkinatimi kl. 20-21 alla daga. Öldrunarlækningadeild Landspítal- ans, Hátúni 10B: Alla daga kl. 14 til 20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspitala: Virka daga kl. 16 til 19, um helgar kl. 14 til 19:30. Heilsu- vemdarstöðin við Barónsstíg: Alla daga kl. 15 til 16 og 18:30 til 19:30. Landakotsspitali: Alla daga kl. 15 til 16 og 18:30 til 19. Barnadeild: Heim- Rauða kross húsið: Neyöarathvarf fyrir unglinga, Tjarnargötu 35, « 91-622266, opiö allan sólarhringinn. Samtökin 78: Svaraö er ( upplýsinga- og ráðgjafarsíma félags lesbía og homma á mánudags- og fimmtudags- kvöldum kl. 21 til 23. Slmsvari á öðrum tímum.« 91-28539. Sálfræðistöðin: Ráðgjöf i sálfræöi- legum efnum, « 91-687075. Lögfræðiaðstoð Orators, félags laganema, erveitt i slma 91-11012 milli kl. 19:30 og 22 á fimmtudagskvöldum. MS-félagiö, Alandi 13: Opið virka daga frákl. 8 til 17, « 91-688620. „Opið hús" fyrír krabbameinssjúk- linga og aðstandendur þeirra (Skóg- arhliö 8 á fimmtudögum kl. 17 til 19. Samtök áhugafólks um alnæmls- vandann sem vilja styðja smitaða og sjúka og aöstandendur þeirra i« 91- 22400 og þar er svarað alla virka daga. Upplýsingar um eyðni: « 91-622280, beint samband við lækni/hjúkrunar- fræöing á miövikudögum kl. 18 til 19, annars símsvari. Samtök um kvennaathvarf: « 91- 21205, húsaskjól og aöstoð við konur sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðið fyrir nauðgun. Kvennaráðgjöfin Hlaðvarpanum, Vestur-götu 3: Opið þriðjudaga kl. 20 til 22, fimmtudaga kl. 13:30 til 15:30 og kl. 20 til 22, « 91-21500, slmsvari. Sjálfshjálparhópar þeirra sem orðið hafa fyrir sifjaspellum: « 91-21500, simsvari. Vinnuhópur um sifjaspellsmál: « 91-21260 alla virka daga kl. 13 til 17. Stigamót, miðstöð fyrir konur og böm sem oröið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi. Ráögjöf, fræösla, upplýsingar, Vesturgötu 3, « 91-626868 og 91- 626878 allan sólarhringinn. Bilanavakt rafmagns- og hitaveitu: « 27311. Rafmagnsvelta: Bilanavakt I « 686230. Rafveita Hafnarfjarðar: Bilanavakt, « 652936. GENGIÐ 12. desember 1990 Sala Bandaríkjadollar............54,63000 Steriingspund..............106,11900 Kanadadollar................47,09700 Dönsk króna..................9,62220 Norsk króna..................9,43280 Sænsk króna..................9,80790 Finnskt mark................15,34340 Franskur franki.............10,89770 Belgískurfranki............. 1,78620 Svissneskur franki..........43,29700 Hollenskt gyllini...........32,80590 Vesturþýskt mark............37,00340 Itölsk llra..................0,04915 Austurriskur sch..............5,25620 Portúgalskur escudo.......... 0,41860 Spánskur peseti...............0,57920 Japanskt jen.................0,41401 Irskt puna..................98,55000 KROSSGÁTA Lárétt: 1 bás 4 tegund 6 borða 7 hviða 9 vot 12 kul 14 leiði 15 upp- haf 16 hæð 19 her- maður 20 ilmi 21 eftir- sjá. Lóðrétt: 2 vitlausa 3 ganga 4 frost 5 sefi 7 plndi 8 spjald 10 frið- samur 11 varkárir 13 þreyta 17 svardaga 18 þvottur. Lausn á síðustu krossgátu Lárétt: 1 ótrú 4 gögn 6 lár 7 sköp 9 ósum 12 rammt 14 jól 15 yls 16 álkur 19 leti 20 rjóð 21 Ló§rétt: 2 tik 3 úlpa 4 gróm 5 góu 7 skjall 8 óriáta 10 styrja 11 más- aði 13 mók 17 lin 18 urr Fimmtudagur 13. desember 1990 ÞJÓÐVILJINN — SlÐA 11

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.