Þjóðviljinn - 15.12.1990, Side 7
I
Skáld verður til
Úr bók Ivars Orglands, „Stefán frá Hvítadal og
Noregur". (útg. Menningarsjóður).
Hér segir frá útkomu fyrstu Ijóðabókar Stefáns.
Kristján
Eldjárn
er auðvitað
einn
forsetanna
fjögurra
sem fjallað
er um í bók
Hrafns og
Bjarna.
Knstjan Eldjarn
og Morgunblaðið
Úr „Forsetar íslenska lýðveldisins“ eftir Bjarna Guð-
mundsson og Hrafn Jökulsson (útg. Skjaldborg).
Nýtt skáld, umvafið einskonar töfra-
skýi, sjaldséðu og ginnandi um leið, sendir
ffá sér kvæðasafn, þar sem það dansar
kringum lífið, dauðann og ástina. Ljóðabók
án nokkurs ættjarðarljóðs, bók með fersk-
um blæ líðandi stundar berst í hendur á
þjóð, sem um sömu mundir vinnur úrslita-
sigur í sjálfstæðisbaráttu sinni. Það má leita
lengi og árangurslaust í Söngvum föru-
mannsins til þess að finna þar nokkurt þýtt
ljóð, og bókin er algerlega laus við hin
sviplitlu, þreytandi tækifæriskvæði. Tím-
inn var kominn til að veita sjálfstjáningar-
ljóðum viðtöku, og hann krafðist þeirra.
Stefán varð fyrstur til að svara kröfurn tim-
ans og valda með því aldahvörfum í ís-
lenskum skáldskap. Svar Stefáns við kröfu
tímans var ung, djörf og huglæg ljóð.
1 Söng\’um förumannsins hefjast frjáls-
ar ástalífslýsingar fyrst i íslenskum skáld-
skap. Úti í heimi haíði heimsstyijöldin
fyrri svipt fólkið staðfestu, gert það hvikult
og eirðarlaust, en um leið skapað skáld-
skapnum svigrúm í djarfari orðum og hrað-
ari æðaslætti. Stefán hafði að baki sér þá
persónulegu reynslu, sem skóp hina æstu
lífsvímu i ljóðum hans. Þessi lífsreynsla
hafði endurskapað í bestu og persónuleg-
ustu ljóðum hans það lífsviðhorf, sem ban-
hungraðir ljóðaunnendur þráðu innilegast.
Jónas Sveinsson læknir segir merkilega
sögu um þetta: Sigurður Sigurðsson frá
Amarholti (ofl nefndur Sigurður slembir)
var þá íyrir alllöngu orðinn þjóðkunnugt
ljóðskáld. Hann, Jónas og nokkrir aðrir
voru saman komnir, og Sigurður las upp
mörg kvæði úr Söngvum forumannsins, þá
Ekki er alveg úr lausu lofti gripið að
segja að rektor hafi fengið morðhótanir á
þessum vetri. Einn þeirra nema, sem skrif-
uðu honum í kennsluhléinu í janúar segir
(þann 10.): „Þú með öllum illum löstum
gæddur rektor! Ég ræð þér alvarlega til að
segja af þér nú þegar, annars fer ver. Fyrir
1. febr. þ.á. skal verða mikil breyting á
komin á skólanum." Bréfritari strikar tvisv-
ar undir ófamaðaryfirlýsinguna. Og skrifar
stórum stöfum undir: „Varaðu þig.“ - Ann-
ar bréfritari skrifar (þann 17. jan.) eftir að
hafa kallað rektor djöfuls bæst, lygara, fals-
ara, hræsnara og druliusokk af djöflakyni:
„. . . þínir dagar em nú þegar taldir“.
Kennsludagar? Líklega.
Kennslustofa 2. bekkjar varð harðast
úti og lætur það að líkum. Stofa þessi var
ein höfð opin á sunnudögum, „svo að piltar
gætu fundist þar og átt athvarf,“ ritar As-
mundur biskup Guðmundsson í minningar-
riti um menntaskólaárin. Sunnudag einn
varð þar heldur en ekki uppákoma síðdeg-
is.
nýkomnum úr prentsmiðjunni. Sum þeirra
las hann hvað eftir annað. Að loknum lestri
steig hann fram á gólfið í hrifningarvímu
og sagði, að þetta væri hið stórkostlegasta,
sem hann hefði lesið. Hann var gripinn eld-
móði, og allir viðstaddir vom stórhrifhir af
ljóðunum. Hér var eitthvað nýtt á ferðinni,
nýr lýriskur kveðskapur bæði að efni og
formi. Þeir vom furðu lostnir af slíkum
stórviðburði í íslenskum bókmenntum.
Sigurður var viðurkenndur bókmennta-
maður. Hann skrifaði ritdóm um Söngva
forumannsins, hinn fyrsta, sem menn tóku
mark á, segir Jónas.
Sveitafólkinu þótti sumt af því, sem
Söngvar förumannsins fluttu, misjafnt and-
ans fóður, og Stefán, sem var hvorttveggja
í senn lausingi (bóhem) og heimakær
sveitapiltur, hlaut að bergja margan beiskan
bikar eitri blandinn næstu árin. Sveitafólk-
ið hneykslaðist á hversu opinskátt hann tal-
aði um ástamálin í bók sinni. En þar sem
kunnugt er hvílíkt hjartans mál skáldskap-
urinn var Stefáni, er auðskilið, að hann
hlaut að veija sig gegn umhverfi sínu með
öllum tiltækum ráðum. í næstu bók hans er
margt að finna, sem er rýr og jafnvel hvers-
dagslegur skáldskapur. Förumaðurinn er
orðinn einyrki.
En margir voru þeir í höfuðstaðnum og
raunar á landinu öllu sem fögnuðu Söngv-
um förumannsins. Smám saman fjölgaði
umsögnum um bókina, sem langflestar
hlutu að gleðja Stefán og veita honum sið-
ferðilegan styrk í stríðinu um hana.
Ásmundur skrifar: „Varð nú heljarmik-
il púðursprenging í ofhinum, svo að hann
splundraðist allur og hurðin hentist yfir
þveran bekkinn, gegnum tvöfaldan glugg-
ann, yfir götuna fyrir austan og í tumbur-
fjós og markaði þar djúpt far. Var mesta
mildi, að hvorki skyldi neinn vera staddur í
bekkinum né á götunni fyrir utan, því að þá
gat þeim verið bráður bani búinn.“ . . .
Þessi atburður virðist hafa ráðið úrslit-
um. í skólaskýrslunni fyrir þetta skólaár
segir:
„25. dag aprilmánaðar veitti Hans Há-
tign konungurinn rektor skólans Bimi M.
Olsen samkvæmt beiðni hans lausn í náð
frá embætti sakir heilsulasleika með eftir-
launum frá 1. okt. 1904 að telja, og sæmdi
hann um leið prófessorsnafnbót frá sama
degi.“ Bjöm varð fyrsti rektor Háskóla ís-
lands.
Honum var sparkað upp á við.
Minnihlutastjóm Alþýðuflokks tók við
völdum í október árið 1979, en í þingkosn-
ingum tveimur mánuðum síðar tapaði
flokkurin miklu fylgi, og baðst Benedikt
Gröndal þá lausnar fyrir sig og ráðuneyti
sitt. Fól forseti Steingrimi Hermannssyni
formanni Framsóknarflokks þá að mynda
rikisstjóm og þegar það vildi ekki lukkast
Geir Hallgrímssyni, en allt fór á sama veg.
Geir skilaði því umboði sínu um miðjan
janúar árið 1980. Næst ræddi Kristján Eld-
jám við Lúðvík Jósepsson formann Al-
þýðubandalags og var Svavari Gestssyni
þingmanni falin stjómarmyndun. Þetta
gagnrýndu hægri menn og sagði Morgun-
blaðið „ekki vitglóm“ í ráðstöfun forsetans.
„Það er líka íhugunarefni,“ sagði í blað-
inu þann 18. janúar, „að samkvæmt Brez-
hnevkenningunni telja Rússar sig hafa leyfi
til afskipta af innanríkismálum þeirra
þjóða, sem em undir marxiskri stjóm.
Menn ættu að gera sér grein fyurir því - og
leika sér ekki að eldi.“
Kristján hafði raunar verið gagnrýndur
íyrir sömu sakir árið 1978; í leiðara blaðs-
ins hinn 17. ágúst sagði: „Þá hefur forseti
Islands orðið við kröfu Lúðvíks Jósefsson-
ar og kommúnista um, að hann geri tilraun
til stjómarmyndunar.“
Matthías Johannessen ritstjóri Morgun-
blaðsins sagði frá því að eftir harkaleg leið-
araskrif blaðsins um athafnir forsetans hafi
sá síðamefndi hringt í ritstjórann og spurt
hver hefði stýrt pennanum. Það vildi Matt-
hías ekki gefa upp i fyrstu, en sagði ritstjóra
blaðsins sameiginlega ábyrga fyrir leiður-
um. „Ég spurði ekki um það,“ sagði forseti
þá, „ég spurði hver hefði skrifað leiðar-
ann.“ Enn vildi Matthías ekkert segja, en
Kristján spurði áfram. Að lokum lét rit-
stjórinn sig og sagði: „Fyrst forsetinn spyr
verður gerð undantekning. Þú ert að tala
við þann sem skrifaði leiðarann.“ Þá skellti
forseti lýðveldisins á, en Matthías getur
Kristján Eldjá þess ennfremur að Kristján
hafi brátt sæst við sig.
Með dagbókum Kristjáns hefur varð-
veist minnismiði forsetans um samtalið,
dagsettur 17. ágúst, sem ættingjar hans
veittu bókarhöfundum aðgang að. Þar segir
Kristján:
„Ég taldi mig hafa ástæðu til að halda
að Styrmir Gunnarsson hefði skrifað þessi
orð. Ékki það að ég ætlaði að fara að munn-
höggvast við hann um það sem í þessu
felst, þótt reyndar sé hart að geta ekki borið
af sér svo svívirðileg ummæli. En mig
langaði samt að vita fýrir víst hver hefði
skrifað þetta. Datt þess vegna í hug að tala
við Matthías Johannessen, góðkunningja
minn, og spyija hann hvort hann gæti sagt
mér hver höfundurinn væri. Matthías sagð-
ist hafa skrifað þetta sjálfur. „Já, erindið var
ekki annað en að fá vitneskju um þetta, ef
hægt væri,“ sagði ég. Þá endurtók Matthías
að hann hefði sjálfur skrifað leiðarann. Síð-
an ætlaði hann að fara að ræða þetta, skild-
ist mér, og byijaði eitthvað á þá leið að „hitt
væri annað mál . . .“, en lengra varð þetta
ekki því ég tók af honum orðið og sagði:
„Ég ætla ekki að ræða þetta frekar. Mig
langaði aðeins að vita hver hefði skrifað
þessi orð og þá aðdróttun sem í þeim felst.
Þakka þér fyrir.“
Svo lagði ég símtólið á.
Ég skrifa þetta til minnis strax eftir
„samtalið". Það er ekkert víst að rétt sé af
mér að leggja mig niður við að láta van-
þóknun mína í ljós út af aðdróttunum á
borð við þetta. En ég gerði það, og nú verð-
ur við það að sitja.“
Rektor
í kröppum
dansi
Úr „Vaxandi vængir“ eftir Þorstein Antonsson (útg. Fróði).
Hér er gripið niður í þátt um óeirðir gegn Birni M. Ólsen
rektor í Menntaskólanum í Reykjavík veturinn 1903-1904.
ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7