Þjóðviljinn - 19.12.1990, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 19.12.1990, Blaðsíða 3
FRETTIR Verslunin A varðbergi gegn hnupli Einkennisklæddir öryggisverðir áberandi í verslunum fyrir jólin. Arni Einarsson, Máli og menn- ingu: Talsverð brögð að hnupli. Rýrnunin nemur 2-3% af ársveltu | jólaösinni að undanfornu hefur mátt sjá einkennis- kiædda öryggisverði á stjákli yfir háannatímann í ýmsum verslunum til að koma í veg fyr- ir hnupl viðskiptavina. Ein þeirra verslana sem hefur brugðið á þetta ráð er Bókabúð Máls og menningar. Að sögn Ama Einarssonar starfsmanns Máls og menningar hefur versl- unin mörg undanfarin ár haft fólk á varðbergi gagnvart hnupli yfir háannatímann fyrir jólin. - En við gripum fyrst til þess ráðs í haust meðan skólabókaver- Hiálparstofnunin Atta miljónir í baukinn Landssöfnunin Brauð handa hungruðum heimi gengur vel tíðin stóð yfir og svo aftur núna þá daga sem mest er að gera, að ráða hingað einkennisklædda ör- yggisverði ffá Securitas til að koma í veg fyrir hnupl, sagði Ami. - Því miður em alltaf talsverð brögð að hnupli. Eg geri ráð fyrir því að það tjón sem við verðum árlega fyrir af þessum sökum nemi um tvö til þijú prósent af ár- sveltu. Við höfum þá trú að verði fólk vart við einkennisklædda örygg- isverði láti það síður freistast. Þá er það einnig kærkomið fyrir starfsólkið hjá okkur að þurfa ekki að standa í þvi lengur að vera að taka fólk fyrir hnupl. Því það er eitt það hræðilegasta sem mað- ur gerir, sagði Ami. Að sögn Hannesar Guð- mundssonar hjá Securitas, er tals- vert um það að eigendur verslana leiti til fyrirtækisins um öryggis- gæslu á opnunartíma. - Mér telst svo til að milli tíu og tuttugu manns ffá okkur séu við öryggisgæslu í verslunum mestu annadagana fyrir þessi jól. Það var fyrst byrjað á þessu í Kringlunni fyrir um tveimur ár- um. Síðan hefiir þetta aukist tals- vert. Hannes sagði að erfitt væri að meta árangurinn af öryggis- gæslunni. - Við viljum allavega trúa því að návist öryggisvarða hafi fyrir- byggjandi áhrif. -rk Verðlagseftirlitið Starfrækt áfram Verðlag undir smásjá almennings Ákveðið hefur verið að halda áfram starfsrækslu Verð- lagseftirlits verkalýðsfélaganna um óákveðinn tíma í ljósi feng- innar reynslu. Að sögn Leifs Guðjónssonar starfsmanns eftirlitsins var upp- haflega ákveðið að það mundi starfa í nokkra mánuði sem síðan var framlengt til áramóta. En obb- inn af félögum og samtökum launamanna um land allt standa að Verðlagseftirliti verkalýðsfé- laganna sem hefur haft aðstöðu sína í húsakynnum Dagsbrúnar. Leifiir sagði það vera mat manna að Verðlagseftirlitið hefði staðið vel fyrir sínu og gott betur þann tíma sem það hefiir starfað og ekki ólíklegt að það væri kom- ið til að vera. Hann sagði að al- menningur væri afar duglegur að fylgjast með verðlaginu og hafa samband við skrifstofuna ef eitt- hvað þætti óeðlilegt við það. Hann sagði að kaupmenn tækju aðfinnslum eftirlitsins nær undantekningarlaust vel, þótt auð- vitað væru þeir til sem teldu það vera afhinu illa. -grh Hátt í átta miljónir króna höfðu safnast í landssöfnun Hjálparstofnunar kirkjunnar í Sióvá-A Imennar Almenningi ögrað Framkvæmdastjórn VMSI og stjórn Dags- brúnar mótmœla harð- lega fyrirhuguðum ið- gjaldshækkunum Framkvæmdastjórn Verka- mannasambands íslands og stjórn Dagsbrúnar hafa harð- lega mótmælt þeirri ákvörðun Sjóvá- Almennra að fara fram á tæplega 50% hækkun á iðgjöld- um húseigenda- og fasteigna- trygginga til Tryggingaeftirlits- ins. í ályktun ffamkvæmdastjómar VMSÍ er þessi ákvörðun talin vera í beinni andstöðu við markmið gildandi kjarasamninga og stríða gegn þeim áformum allra ábyrgra aðila, að skapa hér þjóðfélag stöð- ugleika og koma í veg fyrir sveifl- ur í verðlagi. Framkvæmdastjómin minnir á að hlutabréf Sjóvá-Almennra em nú seld á einna hæstu verði, enda fyrirtækið rekið með miklum hagnaði. í ályktun stjómar Dagsbrúnar segir að ef auðugustu fyrirtæki í landinu ætla sér að fara að hækka gjöld sín um 50% á sama tíma og kaup verkamanna hækkar ekki, þá sé þetta hnefahögg og ögrun við almennt fólk í landinu. Stjómin skorar því á Sjóvá-Almennar að falla frá þessari fyrirhuguðu hækk- un og varar við afleiðingum þess, verði svo ekki. Þegar siðast fréttist hafði Tryggingaeftirlitið ekki tekið neina afstöðu til hækkunarbeiðni Sjóvá-Almennra. Svo kann að fara að hún verði ekki afgreidd fyrir áramót, eins og félagið hefur farið frarn á, því Tryggingaeftirlitið hef- ur farið fram á að fá fleiri gögn og upplýsingar frá félaginu. -grh gær sem er rúmri miljón meira en safnast hafði á sama tíma í fyrra. Að sögn Jóhannesar Tómas- sonar, blaðafulltrúa stofnunarinn- ar, hafa um fimm þúsund lands- menn látið fé af hendi rakna síð- ustu vikumar. Og era það álíka margir og um síðustu jól. Enn getur safhast væn fiílga því að oft er síðasti virki dagurinn fyrir jól drýgstur, sagði Jóhannes. Menn borga upphæðir inn á gíróseðil, eða fara með baukinn til sóknarpresta sinna eða beint til Hjálparstofhunarinnar. Söfnuninni lýkur ekki fyrr en eftir áramót og getur fólk því enn gefið fé til hjálpar þeim sem enga jólasteik fá. Jóhannes Tómasson segir upphæðir þær sem fólk lætur af hendir rakna vera misháar, ffá 200 krónum upp í 50 þúsund krónur. Safnast þegar saman kem- ur og engin upphæð er of lág. Menn gefa eftir efnum og ástæð- um, sagði Jóhannes að lokum. Jólalegt í miðbæ Reykjavíkur. Sfðastliðinn laugardag var Jólabjallan sett upp á homi Vesturgötu og Að- alstrætis. Margir muna eflaust eftir þessaru sögulegu bjöllu sem ávallt var sett upp fyrir jól á árum áður. Sú bjalla sem á myndinni má sjá er nákvæm eftirlfking þeirrar gömlu, og var í öllu farið eftir fýrirsögn Gísla J. Sig- urðssonar (Raforku sem á sínum tfma gerði bjölluna f samvinnu við þá Holger Gfslason og Elfas Valgeirsson. Var tendrað á henni f fyrsta skipti árið 1943. Mynd: Jim Smart. Félagslegar íbúðir ASI vill þúsund á næsta ári ASI: Þung áhersla lögð á að byggðar verði 1000félagslegar íbúðir á næsta ári. Jóhanna Sigurð- ardóttir: Nógu erfitt verður að landa 500 íbúðum Það verður nógu erfitt að ná lendingu með 500 félagsleg- ar íbúðir þar sem nauðsynlegt er að eitthvert ríkisframlag komi tíl þó ég taki undir að full þörf er á 1000 íbúðum, sagði fé- lagsmálaráðherra Jóhanna Sig- urðardóttir um samþykkt mið- stjórnar Alþýðusambands Is- lands. Miðstjórnin lagði þunga áherslu á, í samþykkt frá síðustu viku, að byggðar yrðu 1000 fé- lagslegar íbúðir á næsta ári. I tengslum við kjarasamningana í febrúar s.l. skipaði félagsmálar- ráðherra nefnd sem skyldi gera áætlun um hvemig auka mætti ffamboð á félagslegu húsnæði og lagði hún til að byggðar yrðu 1000 félagslegar íbúðir á næsta ári í gegnum Byggingarsjóð verkamanna. Miðstjómin bauðst til að beita sér fyrir því að lífeyris- sjóðimir myndu kaupa skuldabréf af Húsnæðisstofhun ríkisins til móts við ríkisffamlag. Jóhanna sagði hinsvegar að nógu erfitt væri að ná lendingu með 500 íbúðir einsog ríkisstjóm- in hefur í hyggju, þó ekki væri ráðist í 1000 íbúðir. í því sam- bandi hefur verið nefnt að rikis- ffamlag yrði um 250 miljónir á móti 600 miljón kr. kaupum líf- eyrissjóðanna á skuldabréfum. Hinsvegar stefnir hallinn á fjár- lögum í 7-8 miljarða án þess að þetta sé tekið inní og líklegt að einhversstaðar verði skorið niður fyrir 3. umræðu íjárlaga á fimmtudaginn. Jóhanna sagði að ef byrjað yrði á 1000 íbúðum á næsta ári myndi það kosta 2 miljarða á því ári og 4 miljarða árið 1992 til að ljúka byggingunum. Það væri of mikið að binda svo mikið fé á ár- inu 1992 og eins þyrfti að koma til nokkurt rikisframlag þar sem Byggingarsjóður verkamanna þyldi ekki mikið meiri lántökur en nú era orðnar. -gpm Kvótinn Bannað að veiða umfram Þar sem ný kvótalög taka gildi um næstu áramót, er bannað að veiða 5% umfram úthlutaðan kvóta ársins í ár og draga þann umframafla frá kvóta næsta árs eins og verið hefur síðustu tvö ár. Jafnframt er bannað að flytja kvóta þessa árs tíl næsta árs. Að gefnu tilefhi minnir sjáv- arútvegsráðuneytið útgerðaraðila á að stöðva veiðar þegar þeir hafa náð að veiða upp í kvóta sína, svo ekki komi til sviptingar veiðileyfa og upptöku afla. Ennfremur árétt- ar ráðuneytið að flutningur afla- marks milli skipa tekur ekki gildi fyrr en ráðuneytið hefur staðfest móttöku tilkynningar um flutn- ing. Þar af leiðandi verða allar til- kynningar þar að lútandi að hafa borist sjávarútvegsráðuneytinu áður en veiðar úr því aflamarki hefjast og þær sem kunna að ber- ast eftir áramót, verða ekki teknar til greina. -grh Miðvikudagur 19. desember 1990ÞJOÐVILJINN — SIÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.