Þjóðviljinn - 19.12.1990, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 19.12.1990, Blaðsíða 5
ERLENDAR FRETTIR Bush - (rakar verða að hafa sleppt hverjum ferþumlungi lands af Kúvæt fyrir miðnætti 15. jan Persaflóadeila gufa upp Sáralitlar líkur á að verði af viðrœðum stjórna Bandaríkjanna og íraks. Saddam gef- ur kost á eftirgjöf ef arabísk-ísraelska deil- an verði leyst Vonirnar um sáttaviðræður með stjórnum Bandaríkjanna og íraks gufuðu þvi sem næst upp í gær. Bandaríkjastjórn segist ekki vera til viðtals um að nokkuð sé slakað á kröfunni um að írak sieppi Kúvæt skilyrðis- laust og Saddam Hussein Iraks- forseti kveðst ekki gefa neitt eft- ir viðvíkjandi Kúvæt fyrr en Palestínuvandamálið hafi verið leyst Þetta kom fram hjá Saddam í gær í viðtali við tyrkneska sjón- varpið. Gefur Saddam þar með í skyn að hann sé ekki fráhverfur því að láta eitthvað undan viðvíkj- andi Kúvæt ef lausn deilna ísraels og araba sé tengd lausn Persaflóa- deilu. Er sá leikur efalaust gerður í von um að afla Irak aukinnar sam- úðar meðal araba og þriðjaheims- ríkja. Litið er á undanfarið fyrirhug- aðar viðræður Bandaríkjanna og íraks sem síðasta tækifærið til að koma í veg fyrir stríð við Persa- flóa. Bush Bandaríkjaforseti sagði í fyrradag að ef írökum væri alvara með að vilja varðveita ffiðinn, yrði her þeirra að vera farinn af hveijum ferþumlungi lands í Kú- væt fyrir miðnætti 15; jan. Til hafði staðið að Tareq Aziz, utan- ríkisráðherra Iraks, kæmi til Washington s.l. mánudag til við- ræðna við bandaríska ráðamenn, en af því varð ekki vegna þess að ekki hefur náðst samkomulag um hvenær James Baker, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, skuli fara til Bagdað til viðræðna við íraks- stjórn. íraksstjóm reynir að fá Evr- ópubandalagið inn í málið, í von um að afstaða þess sé ekki eins hörð og Bandaríkjanna, og hefur mælst til þess að Tareq Aziz heim- sæki EB-ríki til viðræðna. En ut- anríkisráðherrar EB-ríkja höfnuðu því á þeim forsendum að ekki hefði orðið úr fyrirhuguðum við- ræðum Aziz við Bandaríkjastjóm. Roland Dumas, utanríkisráðherra Frakka, sagði á fundi utanríkis- ráðherra Natóríkja, sem lýsti yfir fullum stuðningi við afstöðu Bandaríkjanna og samþykkt Ör- yggisráðs Sameinuðu þjóðanna í málinu, að hervaldi yrði beitt gegn írak ef her þess yrði ekki far- inn ffá Kúvæt fyrir tilskilinn tíma. Um hálffar miljónar manna her frá 27 ríkjum er samankominn á Persaflóasvæði gagnvart Irak, sem hefur álika fjölmennt lið í Kúvæt og við landamæri sín að Saúdi- Arabíu. Báðir herir búa sig nú í óða önn undir stórorrustu. Reuter/-dþ. Sovétþing Mið-Asíuuppreisn? Ræður forseta Kasakstans og Usbekistans benda til þess að sovésku Mið-Asíulýðveldin, hingað til einkar undirdánug miðstjórninni, séu að hverfa frá þeirri afstöðu Islam Karímov, forseti Usbe- kistans og leiðtogi kommún- istaflokksins þar, flutti ræðu á þjóðfulltrúaþingi Sovétríkj- anna í gær og var allharðorður í garð sovésku miðstjórnarinn- ar. Sérstaklega hafði hann á hornum sér sambandslaga- samninginn nýja um tengsli miðstjórnar og lýðvelda, sem fyrir þinginu Iiggur. Karímov sagði að samkvæmt frumvarpinu um samninginn fengi miðstjómin of mikil völd yfir lýðveldunum. „Miðstjómin ætti ekki að takmarka réttindi lýð- velda, heldur ættu lýðveldin að takmarka réttindi miðstjómar,“ sagði Karímov. Hann gagnrýndi miðstjómina ennfremur harðlega fyrir verðhækkanir á kjöti, sem hún ákvað nýlega og hefðu þær valdið Úsbekistan miklum fjárút- látum. „Bómullin, sem einu sinni var stolt okkar, er orðin okkar harmur," sagði Karímov ennfrem- ur og vék með þvi að ofuráherslu þeirri sem af hálfu sovéskra stjómvalda hefur verið lögð á bómullarrækt í Úsbekistan. Hefur það valdið þar miklum náttúm- spjöllum og vatnsskorti. í fyrradag, á fyrsta degi þings- ins, tók til máls Nursultan Naz- arbajev, forseti Kasakstans, og var einnig gustmikill í garð mið- stjómar. Sagði hann að fullveldis- yflrlýsingar lýðvelda væm til- komnar af sjálfsbjargarhvöt. Ræður þeirra Nazarbajevs og Karímovs hafa vakið mikla at- hygli og boða fyrir aðþrengda stjóm Gorbatsjovs forseta nýja hættu í þjóðemismálum, sem auð- veldlega gæti orðið meiri þeim fyrri. Frá því að Rauði herinn bældi niður uppreisn Mið-Asíu- manna á þriðja áratug hafa ráða- menn þar verið einkar undirdán- ugir þeim í Kreml og það hefur að miklu leyti haldist í stjómartíð Gorbatsjovs. Sumra ætlan er að ummæli umræddra tveggja mið- asískra forseta sé merki þess að á því sé að verða breyting. Það boðar ekkert gott fyrir sambandssamningsfrumvarp Gorbatsjovs, þar sem áður var fram komið að flest lýðveldanna utan Mið-Asíu vilja ekkert af því vita eða em a.m.k. óánægð með hann. Þingmenn Eistlands hafa hafnað tillögu Gorbatsjovs um þjóðaratkvæðagreiðslu um samn- ingsfrumvarpið. Amold Ruiitel, Eistlandsforseti, hvatti í staðinn til að stjómir Eistlands og Sovét- ríkjanna gerðu með sér samning sem innihéldi viðurkenningu sov- ésku stjómarinnar á rétti Eistlands til sjálfstæðis. Stjómir Eistlands, Lettlands, Litháens og Georgíu hafa þegar lýst því yfir að ekki komi til greina að þær undirriti sambands- samninginn. Stjómir Rússlands, Ukraínu o.fl. hafa fyrir sitt leyti látið í ljós að samningsuppkastinu sé í mörgu ábótavant. Reuter/-dþ. Mótmælamenn við byggingu þjóðfulltrúaþings kynna skilgreiningar sinar á Lenfn og kommúnistaflokknum - öllu alvarlegra mál fyrir stjórn Gorbatsjovs er að mörg iýðveldanna eru staðráðin i að hafa frumvarp hans að sambandslagasamningi að engu. Þvskaland Krafist réttarhalda yfir DDR- valdhöfum Sennilegt að kristilegir demókratar vilji með því leiða athyglina frá máli de Maiziere Forustumenn í tveimur stjórnarflokka Þýskalands, flokki kristilegra demókrata og Kristilega sósíalsambandinu, bróðurflokki hans í Bæjara- landi, krefjast nú þess að leið- togar austurþýska ríkisins fyrr- verandi verði leiddir fyrir rétt og sérstaklega ráðamenn í Stasi, austurþýsku öryggisþjón- ustunni. Helst er svo að sjá að kröfur þessar séu sprottnar af gremju út af máli Lothars de Maiziere, síð- asta forsætisráðherra Austur- Þýskalands, sem lýsti þvi yfir í fýrradag að hann ætlaði að segja af sér ráðherraembætti og vara- formennsku í flokki kristilegra vegna gmnsemda um að hann hefði unnið fyrir Stasi. Þetta er óþægilegt mál fyrir stjóm Kohls og flokk hans, þar eð de Maiziere var þeirra helsti maður í Austur- Þýskalandi. Má vera að kristilegir hyggist leiða athyglina ftá því máli með málaferlum á hendur fyrrverandi valdhöfum austur- landsins. Volker Riihe, aðalritari kristi- legra demókrata, sagði i gær að það næði ekki nokkurri átt að á sama tíma og de Maiziere sætti þeim sorglegu örlögum að verða að segja af sér fengju fyrrverandi ráðamenn Austur-Þýskalands, sem bæru ábyrgð á gerðum Stasi, að lifa lífi sínu eins og ekkert hefði í skorist. Hann og fleiri ráðamenn kristilegra demókrata nefna sem dæmi Hans Modrow, sem var flokksstjóri austurþýska kommúnistaflokksins í Dresden og forsætisráðherra Austur- Þýskalands frá því haustið 1989 þangað til de Maiziere tók við af honum eftir kosningar í mars. Modrow er nú þingmaður á þýska sambandsþinginu. Einnig eru til- nefndir í þessu sambandi þeir Erich Honecker og Erich Mielke, sem var æðsti maður Stasi. Mielke er í fangelsi en Honec- ker á sovésku hersjúkrahúsi skammt ffá Berlín. Talið er að Sovétmönnum muni finnast það óþægilegt mál fyrir sig að verða að framselja hann og að þýsk yfir- völd vilji komast hjá því að leggja fast að þeim í því efiii. Reuter/-dþ. Jólasveinn skal bæta efnahag Grænlendingar, sem líta á land sitt sem foðurland hins al- þjóðlegajólasveins Kláusar helga (Santa Claus), hafa hafist handa við að byggja jólasveinsmiðstöð í höfuðborg sinni Nuuk (Godtháb), í von um að aðsókn að henni, sem yrði að líkindum mest frá Banda- ríkjunum, muni færa þeim í hend- ur fim af dollurum til að rétta við báglega á sig komið efnahagslíf með miklu atvinnuleysi. í miðstöðinni verða til sýnis eskimóskir listmunir og gestum verður boðið upp á ferðir með sleðum, dregnum af hreindýrum. Grænlendingar líta svo á að Norðmenn, Svíar og sérstaklega Finnar hafi hingað til verið nánast einir um að græða á jólasveinin- um og nái engri átt að láta þá komast upp með það lengur. Eystrasaltslýðveldum liðsinnt Utanrikisráðherrar Natóríkja skoruðu í gær á ráðstefnu sinni í Briissel á sovésku stjómina að fara að öllu með gát í samskiptum við Eistland, Lettland og Litháen. Er sovéska stjómin í áskoruninni hvött til að leysa deilur sínar við lýðveldi þessi þrjú með samning- um. Bankarán fertugfaldast Hruni kommúnismans í Aust- ur- Þýskalandi hefur ásamt með öðm fylgt slík fjölgun bankarána að byltingu má kalla. í Branden- búrg höfðu í desemberbyijun ver- ið ffamin 40 bankarán ffá áramót- um, að sögn lögreglu þar. S.l. ár var á því svæði, sem nú heitir aft- ur Brandenbúrg, ffamið aðeins eitt slíkt rán. Upp úr því hafði ræninginn 2000 óskiptanleg aust- urmörk. Ný Danastjórn Poul Schliiter, leiðtogi íhalds- flokksins danska og forsætisráð- herra, lauk í gær myndun nýrrar ríkisstjómar og lagði fram ráð- herralista. Er Schluter áffam for- sætisráðherra og Uffe Ellemann- Jensen, leiðtogi Venstre, áffam utanrikisráðherra. íhaldsflokkur- inn og Venstre em einir í þessari stjóm, sem er í miklum minni- hluta á þingi, enda sagði Politiken í leiðara að hún yrði svo upptekin við að veijast falli að hún hefði varla orku aflögu til neins annars. Genguaf þingi Þingmenn Moldovu gengu í gær af þjóðfulltrúaþingi Sovét- rikjanna og sagði einn þeirra að þeir væm alfamir þaðan. Gerðu moldovsku þingmennimir þetta í mótmælaskyni vegna þess, að sovésk stjómvöld hafa að þeirra dómi ekki snúist nógu eindregið gegn sjálffæðisviðleitni þjóðem- isminnihluta í lýðveldinu, sem sagt hafa sig úr lögum við Moldovustjóm og lýst sig sjálf- stæða. Borgarstjóri grýttur Ed Koch, fyrmm borgarstjóri í New York, var grýttur í gær í Gömluborg í Jerúsalem, sem að mestu er byggð aröbum, er hann fór þangað þeirra erinda að sýna fram á að borgarhluti þessi væri hættulaus bandarískum túristum. Skrámaðist Koch á höfði en bar sig karlmannlega og sagði að svona nokkuð gæti allsstaðar komið fyrir. Miðvikudagur 19. desember 1990 — ÞJÓÐVILJINN SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.