Þjóðviljinn - 19.12.1990, Blaðsíða 7
Silja Aðalsteinsdóttir skrifar um bókmenntir
Hvaöa fótatak?
Bækur frá Skuggsjá
Ævisögur og
dulheimar
Skuggsjá gefur nú út bókina
Kennari á faraldsfæti, sem er
þáttasafn Auðuns Braga Sveinsson-
ar. Hann segir frá 35 ára kennara-
starfi sínu í öllum hlutum landsins
og fjölda fólks, bæði til lofs og
lasts. Hann segir hér frá kennslu
sinni og skólastjóm á eftirtöldum
stöðum: Akranes, Hellissandur,
Patreksfjörður, Bolungarvík, Súða-
vík, Fljót, Ólafsfjörður, Borgar-
Qörður eystri, Breiðdalsvík,
Skarðshlíð undir Eyjafjöllum,
Þykkvibær, Skálholt, Vatnsleysu-
strönd og Vogar og Kópavogur.
Einnig segir hér frá kennslu hans í
Ballerup í Danmörku.
Skuggsjá gefúr út bókina Son-
ur sólar, eftir Ævar R. Kvaran.
Ævar R. Kvaran er löngu orð-
inn kunnur fyrir skrif sín um dul-
ræn málefhi. Hann var ritstjóri
Morguns, tímarits Sálarrannsókna-
félags íslands, í tíu ár (1970-80), og
hefur skrifað greinar í ýmis blöð og
tímarit.
Sonur sólar hefúr að geyma
nokkrar ritgerðir Ævars og greinar,
sem flestar fjalla um dulræn efni.
Hann segir hér frá faraónum Ekn-
Aton, sem dýrkaði sólarguðinn og
var langt á undan sinni samtíð;
hann greinir einnig frá sveppinum
helga og heimspekingnum Swe-
denborg, Fást, Hafsteini Bjöms-
syni, Indriða Indriðasyni og ýmsum
öðmm efnum.
MYNDIR ÚR LtF1
PÉTURS «
EGGERZ >
FYRRVERANDI SENDIHERRA
Skuggsjá gefúr út bókina
Myndir úr lffi Péturs Eggerz,
fyrrverandi sendiherra.
Þetta er minningabók Péturs
Eggerz, fyrrverandi sendiherra.
Hann segir hér fyrst frá lífi sínu
sem lítill drengur í Tjamargötunni í
Reykjavík, þegar samfélagið var
mótað af allt öðmm viðhorfúm en
tíðkast nú á dögum. Síðan fjallar
hann um það, er hann vex úr grasi
og ákveður að nema lögfræði, og
síðar fer hann til starfa í utanríkis-
þjónustunni og verður sendiherra.
Hann hefur kynnst miklum ijölda
fólks og þar má nefna Svein
Bjömsson forseta og Georgíu, for-
setafrú, Ólaf Thors, Vilhjálm Þór,
Jóhann Sæmundsson lækni, Jónas
Thoroddsen og fleiri.
Kristín Loftsdóttír
Fótatak tímans
Vaka-HelgafeU 1990
Fótatak tímans eflir Kristinu
Loftsdóttur gerist á Islandi fyrir
kristnitöku, kannski á 10. öld, í
ónefndum afdal í ónefndu héraði.
Þar fæðist í 1. kafla óvelkomið
stúlkubam, „getið í spilltum
losta“ segir í sögunni, en í raun-
inni ávöxtur systkinaástar. Móðir-
in er ólétt gefin manni sem hún
elskar ekki og send langt að heim-
an í þennan afdal þar sem hún
verður smám saman geðveik af
heimþrá og leiðindum. A bænum
em hjú sem hirða mismikið um
bamið, en fyrst og fremst er það
eiginmaður móðurinnar, Fabeinn
í Fábeinskoti, sem elur ísgerði
Huld upp, og hún veit ekki annað
en hann sé faðir hennar.
Meginviðburðir em ýmist af-
staðnir þegar sagan hefst eða
ókomnir í sögulok og fátt gerist á
síðum bókarinnar. Stelpan stækk-
ar og lærir ýmislegt þarft, eignast
brúðu ffá dularfúllum „ffænda“,
eignast vin í tökustrák á bænum.
Tveir karlmenn leita á hana, en
Fábeinn ver hana með ofstopa.
Aðeins einu sinni, undir sögulok,
fer ísgerður Huld að heiman, til
vorblóts í nærliggjandi dal. I lok-
in kemur svo ungur ókunur maður
eins og guð úr vél og fer með
hana burt.
Hér er lagt upp til þroskasögu
Seiður sléttunnar
Höfundur: Jean M. Auel
Þýðandi: Áifheiður
Kjartansdóttír
Útgefandi: Vaka-Helgafell
Loksins er fimm ára bið á
enda fyrir þá fjölmörgu lesendur
sem slegist hafa i för með Jean M.
Auel aftur til fortíðar og fylgst þar
með lífshlaupi súperkonunnar
Aylu. Sem fyrr er bókin engin
smásmiði, rúmar sjö hundmð
þéttskrifaðar siður. Og þó þetta sé
fjórða bókin um Aylu og blaðsíð-
umar þegar orðnar um 2.800, hef-
ur Auel boðað tvö bindi til við-
bótar. Það hljóta að teljast all
nokkur tíðindi að nú á tímum
hraða og gervihnattasendinga
skuli þessi langi sagnabálkur frá
fmmbemsku mannsins ná slíkum
vinsældum sem raun ber vitni, en
höfúndur mun hafa fengið
greidda 2,2 miljarða íslenskra
króna fýrir handritið að Seiði
sléttunnar og þeim tveimur bind-
um sem enn eiga eftir að koma út.
Það bendir til þess að fólk sé til-
búið að leggja eitthvað á sig og
vídeómenningin sé ekki búin að
steingelda lestur.
Það er kannski ekki svo ein-
kennilegt, þegar allt kemur til
alls, að hin myndmetta nútíma-
manneskja leiti á náðir gamladags
frásagnar um ævitýraveröld í ár-
daga mannsins, þegar fmmþarf-
imar vom einu vandamálin að
kljást við. Ayla er í raun nútíma-
manneskja, sem villist inn í þetta
frumstæða umhverfi. Hugsana-
gangur hennar er hugsanagangur
nútímakonunnar og því eiga átta-
viltir nútímamenn auðvelt með að
lifa sig inn í líf aðalpersónanna og
þær kringumstæður sem þær em
að kljást við.
I raun skiptir ekki máli hvort
sagnabálkurinn „Böm jarðar"
gerist á tímum Neanderdals- og
stúlku sem elst upp við erfiðar og
undarlegar aðstæður. Allt sem
fyrir kemur á að hafa þýðingu .
Þetta er dæmigerð saga sem þyrfti
að gerast í stílnum, eins og sagt er,
en því veldur höfúndur illa. Frá-
sagnarhátturinn er hversdagslegur
og lítil tilfinning fyrir því í textan-
um hvenær sagan á að gerast
(„fótatak tímans“ heyrast ekki).
Of mörgu er lýst í smáatriðum
sem enga þýðingu hefúr. Spennan
vegna þess sem gerðist áður en
stúlkan fæðist dettur einhvem
veginn á rassinn vegna þess að
lesandi er löngu búinn að geta sér
þess til þegar það er gefið upp.
Svo er hálfmáttlaust að láta Fá-
bein segja stelpunni upp alla sögu
í einfaldri ræðu, í stað þess að
nýta fortíðina til að magna upp
spennu í textanum, til dæmis
markvissum minningabrotum.
En verst er hvað tungumálið
er tilgerðarlegt, klisjukennt og
dautt og mikið um endurtekningar
og átakanlegar klifanir, á smáorð-
um eins og „þó“ og „aðeins“, á
lýsingarorðum eins og „fagur", og
stelpan „tritlar“ fram eftir öllum
aldri. Sem dæmi um síendurtekna
tilgerð má taka „fólkið með gegn-
sæju augun“, einhverskonar
heimatilbúið heiti á álfúm sem
faðir stúlkunnar á að standa í sér-
stöku sambandi við. Ekki veit ég
hvort augun í þeim eiga að vera
glær eða hvort þetta er tilraun til
Krómagnonmanna. Hann gæti allt
eins gerst í einhverri óráðinni
framtíð, á jörðu niðri, eða ókunnri
plánetu í himinhvolfinu, því sag-
an sem Auel segir á mjög margt
sammerkt með vísindaskáldsög-
um. Tækninni er reyndar ekki fyr-
ir að fara, en þau Ayla og Jondal-
ar eru ákaflega uppfinningasöm.
Maður bíður bara eflir því að þau
finni upp hjólið. Það hlýtur eigin-
lega að gerast í næstu bók. Það er
erfitt að skilja hvemig mannkynið
hefði komist af án þessa framfara-
sinnaða fólks.
Nokkurrar þreytu gætir í Seið
sléttunnar. Fyrsta bókin, Þjóð
bjamarins mikla, var á margan
hátt metnaðarfúllt skáldverk, en
sá memaður virðist nú að mestu
horfinn og það er ekki laust við að
lesandinn fái á tilfinninguna að
efniviðurinn sé upp urinn hjá höf-
undi.
Aðal bókanna hefúr verið
drifandi frásögn þar sem stöðugt
má eiga von á líflegum uppákom-
um. I Seið sléttunnar er þessu
hinsvegar ekki fyrir að fara lengi
framan af frásögninni. Þetta er
ferðasaga þeirra Aylu og Jondalar
að segja að þeir hafi séð í gegnum
allt, ekki veit ég. heldur hvers
vegna þeir máttu ekki heita álfar.
Fótatak tímans er býsna
dæmigerð dagdrauma- og afþrey-
ingarsaga eftir komunga konu.
Hún dreymir sig aftur í fortíð sem
hún hefúr takmarkaða þekkingu á,
fróðleikurinn _ virðist að mestu
kominn úr Isfólkinu og Þjóð
bjamarins mikla og lifnar aldrei f
firásögn hennar. Kristínu vantar
líka hæfileika Margit Sandemo og
Jean M. Auel til að magna fram
andrúmsloft og spennu. Uppi-
staða draumsins er eðlileg þrá
stúlkubams að vera föður sínum
mikilvægust allra og fá að elska
hann, kannski meira en föður, og
þá er ekkert til betra en komast að
því á unglingsárum að hann sé
ekki faðir hennar í raun og vera.
Flestar stelpur ganga í gegnum
eitthvað svipað.
En úr því að sagan var tekin til
útgáfú hefði átt að lesa hana betur
yfir. Fyrir utan málvillur era
hugsanavillur eins og í þessari
setningu: „I huga konunnar Is-
gerðar Huldar urðu árin frá fjög-
urra ára aldri og fram á bersku
hennar besti og hlýjasti tími lífs
hennar." (20) Og þessari: „Sólin
varpaði geislum sínum yfir græna
túnþekjuna þar sem hún tyllti sér
ánægð í bragði og hátt á lofti.“
(13) Eða þegar feðginin fara á
vorblót þegar blómin era að byija
frá Mammútafólkinu til byggða
forfeðra Jondalars. Það er dijúgan
spöl að fara, því Mammútafólkið
býr við Svartahaf en forfeður Jon-
dalars í Frakklandi. Leiðin liggur
með ánni Dóná til Tékkóslóvakíu
og þaðan yfir fjöll og jökla til
Frakklands.
Ólikt öðram samtímamönn-
um ferðast þau ekki á tveimur jafn
fljótum, heldur þjóta yfir sléttuna
á tömdum hrossum, en það var
Ayla sem fyrst tamdi hestinn.
Með í för er taminn úlfúr, en Ayla
varð fýrst til að temja dýr af
hundakyni.
A fýrstu fjögur hundrað síð-
unum gerist fátt markvert. Þau
bjargast naumlega frá skriðu,
horfa á mammúta eðla sig og hafa
sjálf mök nokkra sinnum, og eins-
og í fyrri bókunum leggur Auel
mikið i þær lýsingar. Það var allt
svo náttúrlegt í þá gömlu góðu
daga.
Inn á milli koma svo langir
kaflar, sem teknir gætu verið úr
Alfræðibók Amar og Örlygs, um
allar jurtir sem spretta á jörðinni
og flest kvikindi sem þrifast á
milli himins og jarðar. Þá er miklu
Kristfn Loftsdóttir
að spretta og lenda í kafalds-
myrkri á leiðinni heim: „Isgerður
Huld haföi aldrei á ævi sinni verið
jafn óttaslegin og á þessari leið,
þessari löngu svörtu reið. Með
myrkrið gleypandi í állar áttir,
hvíslandi ósýnilegt kjarr...“ (201)
Kristín Loftsdóttir þarf að
læra margt áður en hún skrifar
næstu bók. Til dæmis þarf hún að
æfa sig í að þétta málið, taka burt
óþörf orð úr setningum og losa sig
úr viðjum ósjálfráða málsins. (7.
kafli byijar svona: „Sinnarið varð
sérlega sólríkt og hlýtt. Einstaka
rigningadagar skutu upp kollinum
rétt aðeins til að veita plöntunum
og öðra lífi nauðsynlega næringu
en annars fór sólin með öll völd.“)
Hún verður að beygja tungumálið
undir vilja sinn, láta það segja það
sem hún vildi sagt hafa, en ekki
láta það skrifa fýrir sig. Þá getur
vel verið að hún geti spunnið
góða sögu.
plássi eytt í að útskýra lækninga-
mátt jurta, og á stundum gæti les-
andi talið að hann hafi villst inn á
síður ritsmiða Nýaldarsinna. Mat-
aruppskriftir fá einnig sitt pláss
og gætu flestir meistarakokkar
lært ýmislegt af því að sækja í
smiðju Aylu.Hinn ágætasti fróð-
leikur í réttu samhengi, en tæpast
til að reka lesandann áfram.
En loks fer leikurinn að æsast
þegar nær lokum bókarinnar
dregur. Skötuhjúin villast inn í
samfélag kvenna sem kúga karla
og halda þeim föngnum og þá fá
frásagnahæfileikar Auels að njóta
sín og frásögnin lifnar við. Þrátt
fýrir allt er það engin tilviljun að
þessar bækur njóta þessara
óhemju vinsælda. Þegar höfúndi
tekst best upp era þær hin ágæt-
asta dægravöl. Og á meðan Auel
tekst að fá fólk til að slökkva á
sjónvarpinu og sökkva sér ofan í
þessa ímynduðu fortíð á hún
þakkir skilið.
Þýðing Álfheiðar Kjartans-
dóttur er lipur og hún virðist
sleppa mjög vel frá verki sínu
miðað við þann stutta tíma sem
hún hafði til þess. Einstaka orð
hnaut ég um einsog t.d. nafnorðið
„sporrekjandi“. Ekki þekki ég
neitt gott íslenskt nafúorð yfir
þann sem rekur spor, sporgöngu-
maður nær því ekki, en ég mæli
frekar með nýyrðinu „sporreki“
en „sporrekjandi“.
Fyrri bækur Auel las ég á
frummálinu, þær era ekki mjög
tilþrifamiklar í stíl, en liprar og
renna áffarn einsog móðurelfan
mikla. Það sama gerir þýðing Álf-
heiðar.
Útlit bókarinnar er glæsilegt,
einsog fýrri bókanna, og kortið í
upphafi bókar hjálpar lesandanum
að átta sig á ferðalagi Aylu og
Jondalar. -Sáf
Sigurður Á. Friðþjófsson skrifar um bókmenntir
Ofurkona í fortíöinni
Miðvikudagur 19. desember 1990 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7