Þjóðviljinn - 19.12.1990, Blaðsíða 6
Ari Trausti Guðmundsson skrifar um bækur:
Saga handa framtíðinni
- Hafrannsóknir við ísland
Hafrannsóknir við ísland,
II. bindi
Höfundur: Jón Jónsson
Útgefandi: Bókaútg. Menn-
ingarsjóðs
Unnin í Odda h/f
447 bls.
Afli kostar þekkingu
Hálfur heimur okkar er hafið
- segir einhvers staðar. Er
skemmst að minnast umræðunnar
um landsbyggðina og viðhorf
tæknikrata og reiknivélavina sem
halda að unnt sé að yrka hafið úr
5-6 bækistöðvum á landinu; og þá
helst með því að selja sjálfs-
ákvörðunarrétt þjóðarinnar til
Eínahagsbandalags Evrópu. Sjáv-
arútvegur útheimtir ekki bara
stjómun of öflugs flota, heldur
líka dreifðrar byggðar í landinu
og óskoraðra yfirráða yfir sjáva-
rauðlindum landsins sem eiga að
vera sameign almennings.
Hæfilega smáar einingar,
stutta siglingu á mið, samhengi í
verkþekkingu og margslungin
sérkenni í útvegi þarf til, ekki síð-
ur en góða tækni. En mestu varð-
ar þó um sem fjölþættastan fróð-
leik um sjóinn, sjávarbotninn, líf-
rikið og samspil hafsins og ann-
arrar náttúm. Um það snúast haf-
rannsóknir.
Hafrannsóknir við Island em
allgömul vísindi miðað við margt
annað í leikgarði raimsókna og
ffæða. Frumvarp um Atvinnu-
deild Háskóla Islands var lagt
ffam á Alþingi 1934. Þar með
hófst fyrir alvöru innlendur kafli
hafrannsókna er Fiskideild stofn-
unarinnar sá um. Vom þar fyrst
fáeinir sérffæðingar, en nú em
rannsóknimar að mestu á höndum
mannmargs starfsliðs Hafrann-
sóknastofnunar (ffá 1965). Sýnist
sem ótrúlega miklu hafi verið af-
kastað, stundum með samvinnu
við erlenda aðila, við rannsókn
hafsins við Island, þrátt fyrir
smæð þjóðar og smáar rikisfjár-
hirslur.
Mikilvæg saga
Allar nútimarannsóknir í vís-
indum hvíla á undirstöðum sem
að hluta em einfaldlega afurðir
fyrri tíma rannsókna. Engin vís-
indi geta rifið sig laus ffá forsögu
sinni eða ffelsast frá fyrri tíma
niðurstöðum. Auk þess er beinlín-
is nytsamlegt að vera vel að sér í
vísindasögu sinnar greinar, vilji
vísindamenn ná skjótar árangri en
ella. Þess vegna er alltaf fengur að
því þegar einhver dregur saman
rannsóknasögu tiltekinnar vís-
indagreinar. Það gerði t.d. Þor-
valdur Thoroddsen í sinni Land-
ffæðisögu og hjálpaði með því
jarðffæðingum nútímans.
Fyrir tveimur ámm kom út
saga haffannsókna við Island,
fyrsta bindi. Náði það ffam yfir
árið 1937. Nú er komið fram ann-
að bindið; frá 1938 um það bil til
okkar daga.
Höfundur verksins er Jón
Jónsson fiskifræðingur er veitti
hafrannsóknum forstöðu ffá 1954
til 1984 og margir þekkja t.d. úr
sjónvarpsfféttum þegar ræða
þurfti t.d. ástand fiskistofna í
fféttatima. Jón er einn úr þeim
hópi vísindamanna sem tilheyra
eins konar annarri kynslóð þeirra.
Hún náði að starfa með brautryðj-
endunum er komu til verka
snemma á öldinni, náði að vinna
mörg brautryðjendastörf sjálf,
koma ýmsum stofnunum á al-
mennilega siglingu og ýta á eftir
þriðju kynslóð vísindamanna.
Síðasttaldi hópurinn er ekki að-
eins stór og sérhæfðari en nokkra
sinni, heldur bíða hans mörg
verkefni sem hafa sprottið af
starfi þeirra sem ég nefndi aðra
kynslóð vísindamanna í landinu.
Ritverk Jóns er mikilvæg saga
handa mörgum þeirra.
Bækur Jóns um hafrannsóknir
em þó meira en sögulegt baksvið
handa öðrum ffæðimönnum. Þær
em líka náma af ffóðleik handa
almenningi svo sem fróðleiksfus-
um sjómönnum, margs konar
áhugafólki um náttúm landsins
eða grúskurum í þjóðlegum ffæð-
um. Eg les ritið aðallega sem al-
mennur lesandi, því ég hef aðeins
sérþekkingu á litlum hluta þess
sem Jón fjallar um. Flest fann ég
þar með góðum skikk. Þetta ann-
að bindi er um 380 síður að aðal-
lesmáli og em þar 18 kaflar. Mik-
ið er þar af tölulegum fróðleik og
upptalningum, en einnig hlutar
sem unnt er að lesa sem fangandi
texta. Mikið efhi er um rannsókn-
ir á helstu nytjafiskstofhum okk-
ar, en líka fróðleiktir um margvís-
legar aðrar tegundir, allt ffá þör-
ungum og svifi upp í seli og hvali.
Mér þóttu áhugaverðastir
kaflamir um rannsóknir á sjálfum
sjónum og sjávarbotninum, enda
grunnt á eðlis- og jarðffæðingn-
um í þessum lesanda. Þá er for-
vitnilegt að kynna sér sögulega
þætti eins og þróun veiðarfæra og
rannsóknir á þeim eða sögu fisk-
veiðilögsögunnar. Jón ritar alþýð-
legan og lipran texta og er ffá-
gangur hans með ágætum. Eina
Jón Jónsson
umtalsverða gagnrýni mín varðar
myndefhi. Hafa átti fleiri og betri
myndir í ritinu. Hefði þá t.d. mátt
sleppa enska útdrættinum aftast í
ritinu, en gefa hann út sem sérrit,
til að spara rúm. Þá em kort sum
hver smækkuð of mikið. Áletran-
ir em þá of smáar, línur daufar og
erfitt að lesa úr þeim sem og ein-
staka línuritum. Má oftar hyggja
að líflegra umbroti og auðlesnari
skýringarmyndum þegar rit sem
þetta em hönnuð.
En hvað sem þessum að-
finnslum líður telst Hafrannsókn-
ir við ísland ágætt rit og á skilið
bæði góða útbreiðslu og sess sem
ein af allmörgum bókum sem
sameina kosti handbókar og al-
menns ffæðirits. Auk þess hvetur
það væntanlega aðra vísindamenn
til þess að setja á bók sögu rann-
sólaia í öðmm greinum. Og síðast
en ekki síst hlýtur það að sann-
færa menn um að íslendingar geta
borið höfuðið sæmilega hátt á
sumum sérsviðum vísinda.
Arí Trausti Guðmundsson
Úrval
úr
| verk-
um
Huldu
Bókaútgáfa
Menningarsjóðs hefur gefið út ritið
Ljóð og laust mál eftir Huldu (1881-
1946). Er það úrval af kvæðum og
sögum skáldkonunnar með ítarleg-
um inngangi eftir Guðrúnu Bjart-
marsdóttur og Ragnhildi Richter.
Ljóð og laust mál Huldu er níunda
bókin í flokknum íslensk rit sem
kemur út á vegum Bókmenntaffæði-
stofnunar Háskóla íslands og Menn-
ingarsjóðs. Hulda (Unnur Bene-
diktsdóttir Bjarklind) var atkvæða-
mest af íslenskum skáldkonum á
öndverðri þessari öld og vakti þegar
hún kvaddi sér hljóðs með fyrstu
bók sinni 1909 athygli og aðdáun
svo að einstakt mun. Guðrún Bjart-
marsdóttir (1939- 88) valdi efhi
bókarinnar og lét eftir sig drög að
inngangi, en hann nemur nær hundr-
að blaðsíðum. Útgefandi kynnir bók
og höfund svo i kápu:
„Hulda (Unnur Benediktsdóttir
Bjarklind) hóf ung Ijóðagerð, og
þóttu fyrstu kvæði hennar slík að
tvö höfuðskáld þjóðarinnar, Einar
Benediktsson og Þorsteinn Erlings-
son, ávörpuðu hina gáfuðu sveita-
stúlku í fogmm þakkaróðum. -
Hulda gerðist og mikilvirk. Endur-
vakti hún íslenskan þulukveðskap í
listrænum stíl og sló jafhframt nýja
strengi. - Hulda samdi einnig margt
í lausu máli á langri ævi. Kunnust
mun hún þó sem frumlegt og list-
rænt Ijóðskáld. Árið 1944 fékk hún
1. verðlaun fyrir kvæði sitt í sam-
keppni af tilefhi lýðveldisstofhunar-
innar.
Ljóð og laust mál Huldu er 330
bls. að stærð og hefur að geyma
ásamt innganginum, kvæðunum og
sögunum bókarauka með skrám um
verk eftir og um skáldkonuna.
Ámi Bergmann skrifar um bækur:
Hin þjóðin í landinu
íslenskt vættatal.
Árni Björnsson tók saman.
Mál og menning 1990.
Ámi Bjömsson minnir okkur
á það í inngangi að til em mörg
uppflettirit um persónur hér á
landi. Um merkismenn og ein-
stakar stéttir. Og því ekki, spyr
hann, að setja saman skrá um þær
yfimáttúmlegu vemr, sem nafn-
kenndar em? Rétt er spurt: Það lið
á sér mikinn rétt í okkar sögu,
hugarfari og landslagi reyndar
líka.
í inngangi gerir Ami og grein
fyrir helstu ættbálkum vætta;
huldufólki, tröllum, dvergum,
kynjadýmm, loftöndum, jóla-
sveinum, fommönnum, landvætt-
um, goðvemm og draugum. Er
það yfirlit gagnort og nytsamlegt.
Þar rakst þessi lesari hér á kenn-
ingu um uppmna huldufólks sem
hann man ekki til að hafa séð áð-
ur. En hún er sú að þegar Satan og
aðrir óspektarenglar gerðu upp-
reisn gegn Drottni og var kastað
út í ystu myrkur, þá vom þeir sem
sátu hjá, fylgdu hvorki Drottni né
Satan, reknir i jörðu niður. Og
skipað að búa í hólum, fjöllum og
steinum og kallaðir álfar eða
huldumenn. Dante ætlar í sínum
Guðdómlega gleðileik þessum
englum sem „vom hvorki með
guði né djöfli heldur með sjálfum
sér“ stað í ljótum kór ofarlegá í
Víti og er skemmtilegt að bera
saman þá miðaldalausn á spum-
ingunni um þá afstöðulausu við
alþýðlegar skýringar íslenskar á
sama máli.
Núnú: svona bók er ekki hægt
að lesa frá orði til orðs. Vættir em
upptaldar í stafrófsröð, sagt frá
uppmna og helstu frægðarverk-
um, skotið inn sögu eða sögubroti
um nokkrar þær merkustu og svo
vísað í þjóðfræðasöfn til nánari
fróðleiks um hverja og eina. Allt
er þetta skilmerkilegt. Þama em
vættir frá því á landnámsöld jafnt
sem Höfðadraugur sá i Reykjavík
sem heldur vöku fyrir breskum
sendiherra um 1950. Þar em allir
frægir mórar og skottur og álf-
konur merkar: ein eltir mennskan
mann til Amríku og heim aftur
(vel á minnst: skyldi vera huldu-
fólk í Nýja íslandi?). Aftast em
kort yfir vættir eftir „búsetu“ og
skal nú lesandi rekja það dæmi af
sjálfum sér að hann skoðar sína
heimabyggð á Reykjanesi ofan-
verðu. Þar þekkti hann áður tvo
drauga, Háaleitisdrauginn og
Stapadrauginn, en nú eignast
hann átta í viðbót á svæðinu frá
Höfnum og út á Vatnleysuströnd.
Takk fyrir.
Ami Bjömsson lokar á eftir
sér með ritgerð sem hann kallar
„Alþýðlegt hugarflug“. Þar and-
mælir hann af skynsamlegu viti
þeim skilningi, að huldufólk,
draugar og fleiri „vættir" hafi ver-
ið partur af einskonar „þjóðtrú“.
Ámi rekur það (m.a. af alllöngum
viðskiptum starfsmanna Þjóð-
minjasafns við aldrað fólk) að
„aldrei virðist nema tiltölulega lít-
ill hluti fólks hafa verið sanntrú-
aður á drauga og huldufólk“. Þeir
em að sönnu einnig í minnihluta
sem afneita með öllu þeim mögu-
leika að yfimáttúmleg fyrirbæri
kunni að vera til. En flestir em
svona hálfvolgir eða þykir ekki
taka því að leita uppi „skynsam-
legar“ skýringar á góðri sögu.
Þess vegna vill Ámi Bjömsson
fremur tala um „alþýðlegt hugar-
flug“ en þjóðtrú, um vættanna líf
sem blöndu af skáldskap og skýr-
ingartilraunum á ýmsum fyrir-
bæmm, kannski torskildum. Þetta
er allt þörf áminning nú á tímum
þegar „nýaldarbylgjan" vill endi-
lega gleypa i sig okkarþjóðsagna-
arf og gera hann að „óyggjandi
sönnun fyrir framhaldslífi" eða
einhveiju í þá vem.
6.SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 19. desember 1990