Þjóðviljinn - 03.01.1991, Síða 2

Þjóðviljinn - 03.01.1991, Síða 2
FRETTIR Náungakœrleikur Safnanir gengu vel Safnanir Mœðrastyrksnefndar og Hjálparstofnunar kirkjunnar gengu betur en fyrir ári Þeir sem stóðu að söfnunum til hjálparstarfs fyrir hátíð- arnar eru mjög ánægðir með þau viðbrögð sem almenningur sýndi. „Þetta gekk dásamlega vel,“ sagði Guðlaug Runólfsdóttir hjá Mæðrastyrksnefnd. „Söfnunin nú gekk mun betur en fyrir ári. Við höfum ekki enn gert upp dæmið en það söfnuðust bæði föt, pen- ingar og matur. Við gátum t.d. út- hlutað verulega góðum jólamat til 24 fjölskyldna og hefðum getað gert mun meira, því mest kom inn á síðustu tveimur dögum söfnun- arinnar." Guðlaug sagði að Mæðra- styrksnefnd vildi þakka af alhug öllu þessu góða fólki sem veitti nefndinni ómetanlegan stuðning i jólasöfnuninni. „Söfhunin gekk framar öllum vonum og eru þó ekki öll kurl komin til grafar enn, því söfnun Hjálparstofhunar kirkjunnar stendur út janúar,“ sagði Jónas Þórisson, framkvæmdastjóri Hjálparstofnunar kirkjunnar. Jónas sagði að þegar hefðu safnast um 15,5 miljónir króna, sem er tæpum 2 miljónum meira en safnaðist í fyrra. Miðað við reynslu undanfarinna ára má bú- ast við að um 16 til 17 miljónir safnist. Þar fyrir utan er þriggja miljóna króna gjöf frá ríkisstjóm- inni, en það er í fyrsta skipti sem Hjálparstofnuninni berst slík gjöf frá stjómvöldum. „Almenningur hefur tekið okkur mjög vel og lýst ánægju yf- ir þeim verkefnum sem við störf- um að. Eg vil koma þakklæti til þeirra fjölmörgu sem hafa stutt okkur," sagði Jónas. -Sáf Kvóti Uthlutað til handhafa r Olokið er kvótaúthlutun til báta undir tíu tonnum Sjávarútvegsráðuneytið hef- ur úthlutað veiðiheimildum til útgerða báta og skipa fyrir fiskveiðiárið, nema til báta und- ir tíu tonnum. Reiknað er með að kvótaúthlutun til þeirra verði ekki lokið fyrr en seinni- partinn í mánuðinum. Jón B. Jónasson, skrifstofu- RUV Steingrímur maður ársins Forsætisráðherra fékk flestar tilnefningar sem maður árs- ins hjá Dægurmálaútvarpinu á Rás tvö. í öðru sæti var Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráð- herra. Alls vom um 250 manns til- nefndir af hlustendum. í þriðja sæti var Bubbi Morthens söngvari, í fjórða sæti Sigurður Pétur Harð- arson útvarpsmaður og í fimmta sæti Davíð Oddsson, sem var kjör- inn maður ársins 1990. -Sáf stjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, segir að mikill fjöldi smábátaeig- enda, sem eiga báta undir tiu tonnum, hafi gert athugasemdir við tilraunaúthlutun ráðuneytis- ins, en kærufrestur rann út þann 14. desember síðastliðnum. Jón B. segir að það þurfi að fjalla um hveija athugasemd fyrir sig og því muni trúlega ekki verða lokið að fullu fyrr en líða taki á mánuð- inn. Engu að síður mega þeir bátar heíja veiðar, sem eru með haffær- isskírteinið í lagi, þó svo að end- anlegri kvótaúthlutun til þeirra sé ekki lokið. Þetta nær þó ekki til báta á banndagakerfí því þeir mega ekki hefja veiðar fyrr en 1. febrúar næstkomandi. Að þessu sinni er fiskveiðiár- ið að nokkru breytt frá því sem verið hefur þvi það er aðeins til 31. ágúst í sumar, samkvæmt nýju kvótalögunum sem tóku gildi um áramótin. Eftir það mun fisk- veiðiárið miðast við 1. september ár hvert. -grh Reykjavíkurmót ísveitakeppni 1991 Reykjavíkurmótið i sveita- keppni í bridge hefst í dag. Spilað er um Reykjavíkurmeistaratitilinn í sveitakeppni auk þess sem spil- að er um Í2 sæti í undankeppni íslandsmótsins í sveitakeppni. Núverandi Reykjavíkurmeistari er sveit Tryggingamiðstöðvarinn- ar. Spilað verður í húsnæði Bridgesambands Islands Sigtúni 9 og hefst keppnin í dag kl. 19.30. Fjórar efstu sveitimar mætast á Hótel Loftleiðum helgina 26. og 27. janúar. SÍNE mótmælir niðurskurði Á jólafundi Sambands is- lenskra námsmanna erlendis, sem haldinn var í Stúdentakjallaranum 29. desember, var einróma sam- þykkt ályktun þar sem 200 milj- óna króna niðurskurði á fjárveit- ingu til LÍN í nýsamþykktum fjár- lögum er mótmælt harðlega. Jafn- framt benti fúndurinn á þá hættu sem er í því fólgin að draga úr rik- isframlagi og auka fjármagns- byrði sjóðsins með auknum lán- tökum. Félagsvist eldri borgara Þriggja kvölda keppni í fé- lagsvist Félags eldri borgara ís Kópavogi, hefst að nýju í húsi Lionsklúbba Kópavogs, Auð- brekku 25, föstudaginn 4. janúar kl. 20.30. Dans á eflir. Jón Ingi og félagar sjá um fjörið. Allir vel- komnir 60 ára og eldri. Verð að- göngumiða kr. 400. Kaffi og/eða gosdrykkir, ásamt meðlæti inni- falið. Námskeið í náttúruvernd Náttúruvemdarráð hefur á undanfomum ámm-haldið nokkur námskeið í náttúmvemd sem gjaman hafa verið kölluð land- varðanámskeið, enda er nú gert að skilyrði að þeir sem ráðast til landvörslustarfa á vegum Nátt- úruvemdarráðs hafi slíkt nám- skeið að baki. Á námskeiðinu er gefin innsýn í náttúm landsins, jarðfræði, gróður og dýralíf. Kynnt em lög og reglur um nátt- úmvemd og m.a. farið all ýtarlega í almannarétt, það er rétt almenn- ings til umferðar um landið. Hlut- verki og störfum Náttúmvemdar- ráðs em gerð sérstök skil svo og friðlýsingarmálum, flokkun frið- lýstra svæða og hlutverki land- varða. Námskeiðið er það stutt að þátttakendur verða að leggja á sig Pálmi Jónsson tekur við viðurkenningarskjali af Magnúsi Hreggviössyni. Pálmi Jónsson maður ársins Tímaritið Frjáls verslun og Stöð 2 völdu Pálma Jónsson í Hagkaup- um mann ársins í viðskiptalífinu á íslandi í þriðja sinn. Tuttugu og átta Islendingar létust af völdum umferðarslysa árið 1990. Full ástæða er þvl til að sýna aðgát I umferðinni einkum þó þegar aðstæður eru slæmar. - Mynd: Jim Smart Slvsavarnafélagið Banaslysum fjölgar Alls létust 57 manns í banaslysum á síðasta ári á móti 49 árið 1989 II nýliðnu ári Íétust alls fimm- A tíu og sjö íslendingar í banaslysum og þar af sjö er- Iendis. Þetta er fjölgun frá ár- inu þar á undan en þá létust alls fjörutíu og níu og þar af þrír er- Iendis. Langflestir létust af völdum umferðarslysa á síðasta ári eða tuttugu og átta sem er tveimur færri en 1989. Alls létust tíu manns við árekstur biffeiða, fimm við útafakstur og fimm létust í umferðarslysum erlendis. Þá létust alls þrettán manns af völdum ýmissa slysa sem er einn- ig fækkun um tvo ffá árinu þar á nokkurt sjálfsnám heimafyrir. Síðari hluti námskeiðsins er verk- legur, nemendum hefur áður verið skipt í hópa, sem hver um sig hef- ur fengið verkefni til undirbún- ings og úrvinnslu. Dvalið er í 5 daga til dæmis í þjóðgarðinum í Skaftafelli og þátttakendur þjálf- aðir í því að fara með fólk í gönguferðir og ffæða um það sem fyrir augu ber, líffíki, jarðmynd- anir og söguminjar. Leiðbeinend- ur á námskeiðinu eru starfsmenn Náttúruvemdarráðs auk sérfræð- inga t.d. í lögum um almannarétt og landvarða. í vetur verður nám- skeiðið haldið í Reykjavík og vænta’nlega einnig á Akureyri eða á Egilsstöðum en það fer eftir þátttöku þar. Nánari upplýsingar em veittar á skrifstofu Náttúm- vemdarráðs. Fálkaorðan veitt Forseti Islands sæmdi eftir- talda Islendinga heiðursmerkjum hinnar íslensku fálkaorðu á nýárs- dag: Aðalestein Vígmundsson bifreiðastjóra, Reykjavík, ridd- arakrossi fyrir störf að verkalýðs- málum, Egil R. Friðleifsson, kór- stjóra, Hafharfirði, riddarakrossi fyrir störf að söngmálum, Eiríku Friðriksdóttur, hagfræðing, Reykjavík, riddarakrossi fyrir rannsóknir í þágu bama, Finn Kristjánsson, fv. kaupfélagsstjóra, undan. Af þessum létust flestir eða Ijórir af völdum vinnuslysa á landi, í skipi eða við bryggju. Að- eins einn lést á árinu 1990 vegna líkamsárásar. Tólf manns létust í sjóslysum og af völdum dmkknunar og er það fjölgun um fimm ffá árinu þar á undan. Með skipum sem fómst létust íjórir og jafnmargir dóu eft- ir að hafa fallið útbyrðis. í flug- slysum létust fjórir á síðasta ári á móti aðeins einum árið 1989. Af einstökum mánuðum síð- asta árs létust flestir í maí eða tíu manns og þar af sjö í umferðar- slysum. -grh Húsavík, riddarakrossi fyrir störf að safnamálum, Geir Amesen yf- irverkfræðing, Reykjavik, ridd- arakrossi fyrir vísindastörf í þágu sjávarútvegsins, Guðrúnu Helga- dóttur, forseta sameinaðs Alþing- is, stórriddarakrossi fyrir embætt- isstörf, ffú Helgu Veturliðadóttur, Kópavogi, riddarakrossi fyrir uppeldisstörf í þágu þroskaheftra, Ingþór Sigurbjömsson málara- meistara, Reykjavík, riddara- krossi fýrir hjálparstörf í þágu bágstaddra, Séra Jón A. Baldvins- son, sendiráðsprest London, ridd- arakrossi ,fyrir líknarstörf,ffú Kristrúnu Ólafsdóttur, Akranesi, riddarakrossi fyrir æskulýðsstörf, Ólaf Bjöm Guðmundsson, yfir- lyfjafræðing Reykjavík, riddara- krossi fyrir störf að garðyrkjumál- um, Pálma Jónsson forstjóra, Reykjavík, riddarakrossi fyrir störf að málefhum verslunarinnar, dr. Sigmund Guðbjamason há- skólarektor, Kópavogi, stórridd- arakrossi fýrir vísindastörf, Sig- ríði Schiöth söngstjóra, Akureyri, riddarakrossi fyrir störf að söng- málum, Sigurð Bjömsson, bónda Kvískerjum, A-Skaftafellssýslu, riddarakrossi fyrir fræðistörf, Sig- urð Bjömsson óperusöngvara, Garðabæ, riddarakrossi fyrir störf að tónlistarmálum, dr. Sigurð Helgason prófessor, Boston, stór- riddarakrossi fyrir vísindastörf og Örlyg Hálfdánarson bókaútgef- anda, Seltjamamesi, riddara- krossi fyrir útgáfústarfsemi. 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 3. janúar 1991

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.