Þjóðviljinn - 15.01.1991, Blaðsíða 2
FRETTIR
Háskóli íslands
Aðgerðir breiðast út
Páll Halldórsson: Sœttum okkur ekki við að kjör stundakennara séu ákveðin einhliða með ráð-
herrareglum
Ríkisstarfsmenn hafa þá
kröfu að stundakennsla
verði borguð sem yfirvinna eins
og gildir í háskólanum. Við vilj-
um að sú regla verði almenn,
sagði Páll Halldórsson, formað-
ur kjararáðs.
Aðgerðir stundakennara eru
nú að breiðast út um félögin,
sagði Páll ennfremur og Gísli Sig-
urðsson hjá Félagi íslenskra ffæða
tók í sama streng.
Sigmundur Guðbjamason há-
skólarektor sagði að ekki yrði
ljóst fyrr en i lok næstu viku, þeg-
ar ráðningarsamningar verða
gerðir við stundakennara, hversu
mikil affoll verða. Hann sagðist
hafa fengið þau svör hjá mörgum
þeirra að þeir myndu kenna eftir
sem áður, sumir að vísu með þeim
fyrirvara að þeir muni gera reikn-
ing fyrir þeim launamun sem þeir
telja sig eiga inni.
Menntamálaráðherra gaf út
nýjar reglur um greiðslu fyrir
stundakennslu við háskólann síð-
astliðinn fímmtudag. Páll Hall-
dórsson sagði þær engu breyta.
Enn ákvæði ríkið einhliða kjör
kennara og verulega vantaði upp
á að komið væri til móts við kaup-
kröfúr þeirra. Nýju reglumar
gætu, að sögn Páls, jafnvel virkað
til lækkunar.
Háskólarektor sagði að allt
yrði gert til að rekstur háskólans
verði með sem eðilegustum hætti
þegar kennsla hefst í lok mánað-
arins. I þeim deildum, skorum og
námsbrautum þar sem affoll
verða munum við leita eftir því að
fastráðnir kennarar og sérfræð-
ingar háskólastofnana taki að sér
kennslu sem stundakennarar
treysti sér ekki til að veita, sagði
rektor. Þá er að hans sögn fram-
kvæmdarstjóri kennslusviðs að
kanna hvað er hægt að gera til að
auka samnýtingu námskeiða og
hagræða starfinu innan skólans.
Ekki er enn ljóst hvemig fast-
ráðnir kennarar muni bregðast við
þessari málaleitan háskólaráðs.
Stjóm Félags íslenskra ffæða
beinir þeim tilmælum til félags-
manna sinna „að þeir taki ekki að
sér stundakennslu við háskóla,
sem greitt er fyrir samkvæmt ein-
hliða ákvörðun fjármálaráðuneyt-
isins. Jafnffamt er mælst til að fé-
lagsmenn gangi ekki í störf þeirra
stundakennara sem nú deila við
fjármálaráðherra."
Páll Halldórsson sagði þá
ákvörðun stundakennara að mæta
ekki til starfa á meðan enn hefur
ekki verið gengið að kröfúm
þeirra vera einstaklingsbundna.
Páll skoraði á menn að ganga ekki
í störf stundakennara, það drægi
deilu þessa eingöngu á langinn.
Gísli Sigurðsson sagði að
aukin kennsla fastráðinna kennara
gæti bæði komið niður á gæðum
kennslunnar og þeim rannsóknum
sem kennurum ber að sinna.
BE
ABR
Már í slaginn
Fjórtán þátttakendur í forvali Alþýðubanda-
lagsins í Reykjavík
Már Guðmundsson, efna-
hagsráðgjafi fjármálaráð-
herra, hefur ákveðið að gefa
kost á sér í forvali Alþýðu-
bandalagsins í Reykjavík. AIIs
taka því 14 aðilar þátt í forval-
inu.
Fyrir mistök barst ekki svar
frá Má áður en lokaffestur rann
út, en hann hafði verið ffam-
lengdur til hádegis á laugardag.
„ Herinn
Oryggisviðbún-
aður aukinn
Öryggisviðbúnaður Banda-
ríkjahers á Miðnesheiði hefur
verið aukinn vegna hugsanlegra
hermdaraðgerða vegna ástands-
ins við Persaflóa.
í fréttatilkynningu frá upplýs-
ingaskrifstofu vamarliðsins segir
að öryggisviðbúnaðurinn hafi ver-
ið auícinn „formlega í samráði við
íslensk stjómvöld".
-Sáf
Þá var fyrirliggjandi listi sendur
fjölmiðlum. Þegar í ljós kom að
skilaboðin ffá Má höfðu ekki bor-
ist formanni kjömefndar var
ákveðið að taka tillit til þess.
Þeir sem taka þátt í forvalinu
eru:
Ámi Þór Sigurðsson hagfræð-
ingur, Amór Þórir Sigfússon
dýrafræðingur, Auður Sveins-
dóttir landslagsarkitekt, Bima
Þórðardóttir blaðamaður, Guð-
mundur Þ. Jónsson, formaður
Iðju, Guðrún Helgadóttir, forseti
sameinaðs Alþingis, Haraldur Jó-
hannsson hagffæðingur, Már
Guðmundsson hagffæðingur,
Margrét Rikharðsdóttir, formaður
Þroskaþjálfafélagsins, Matthias
Matthíasson háskólanemi, Sigur-
rós M. Sigurjónsdóttir fúlltrúi,
Steinar Harðarson tæknifræðing-
ur, Svavar Gestsson menntamála-
ráðherra og Þorvaldur Þorvalds-
son trésmiður.
Forvalið fer fram laugardag-
inn 19. janúar en utankjörstaðar-
atkvæðagreiðsla hefst miðviku-
daginn ló.janúar. -Sáf
Hvað eiga konur og súpur sameiginlegt? Ekki skal láta þær biða, þvl
þá kólna þær. Auglýsingatexti þessi birtist risavöxnum stöfum á auglýs-
ingaskilti því sem nýlega var sett upp á bygginguna við Lækjargötu þar
sem Nýja bíó var áður til húsa. Rak margar konur I rogastans þegar þær
lásu textann og þótti karlremban á þakinu fara yfir strikið. Ljósmyndari
Þjóðviljans hætti lífi og limum þegar hann festi boðskap þennan á filmu
í gær. Mynd: Kristinn. Við bíðum spenntar eftir auglýsingunni frá pylsu-
meistaranum.
Skákskólinn eykur starf
sitt
Síðari starfsönn Skákskólans
á þessum vetri hófst um helgina.
Starfssemin verður með svipuðu
sniði og í haust. Kennt verður i
húsi Þjóðskjalasafnsins að
Laugavegi 162 og úti um land.
Kennslan byrjaði í Grundarfirði
um helgina og á öðrum stöðum á
Snæfelisnesi næstu daga. Kenn-
arar eru Torfi Ásgeirsson og Lár-
us Jóhannesson. Kennsla í
Reykjavík hefst í dag. Kennarar
eru Sturla Pétursson og Oli Valdi-
marsson. Gert er ráð fyrir að vor-
önn hefjist í byijun apríl eða um
sumarmál. Sími Skákskólans er
25550.
Námskeið í skyndihjálp
Reykjavíkurdeild Rauða
kross Islands heldur námskeið í
almennri skyndihjálp. Námskeið-
ið hefst fimmtudaginn 17. janúar
og stendur yfir í 4 daga. Kennt
verður frá kl. 17 - 20. Kennslu-
dagar verða 17., 21., 22. og 24.
janúar, samtals 16 kennslustund-
ir. Að námskeiðinu loknu verður
þátttakendum gefinn kostur á að
bæta við sig 2 skiptum sem verða
29. janúar og 5. febrúar. Þá teljast
námskeiðin vera samtals 24
kennslustundir, sem á að vera nóg
til að hægt sé að fá það metið í
skólum. A námskeiðinu verður
m.a. kennt hjartahnoð, fyrsta
hjálp við bruna og blæðingum, og
fjallað verður um helstu slys í
heimahúsum og hvemig má af-
stýra þeim. Námskeiðin verða
haldin að Fákafeni 11, 2. hæð.
Þeir sem hafa áhuga á því að
komast á þessi námskeið geta
skráð sig í síma 688188.
Vilja ekki innleggsnótur
Sumar verslanir taka ekki á
móti innleggsnótum ef um útsölu
er að ræða. Að mati Neytenda-
samtakanna stenst slíkt ekki
gagnvart lögum, nema það sé
ótvírætt tekið fram á innleggsnót-
unni. Telja Neytendasamtökin
slíka fyrirvara þó ekki góða við-
skiptahætti. Þegar verslun hefúr
gefið út innleggsnótu án fyrirvara
hefúr verslunin viðurkennt að
neytandinn eigi kröfú á vörum að
sömu upphæð. Utsala, rýmingar-
sala, eða önnur sala á lækkuðu
verði getur á engan hátt breytt
þessum rétti neytandans, segir í
fréttatilkynningu frá Neytenda-
samtökunum.
Nýlega var nýtútskrifuðum iðnsveinum f vélsmiði, rennismiði og rafsuðu
afhent prófsklrteini. ( hófi sem Félag járniðnaðarmanna og Félag málm-
iðnaðarfyrirtækja héldu af þessu tilefni voru þeim sem skarað höfðu
fram úr afhentar viðurkenningar, en þeir voru Helgi Magnússon i vél-
smiöi, Hörður Sæmundsson f rennismíði og Jóhannes Hauksson (raf-
suöu. Myndin vartekin við útskriftina og sýnir hún nokkra þeirra sem út-
skrifuöust I haust ásamt prófnefndarmönnum, meisturum og eiginkon-
um þeirra sem ekki gátu mætt.
Haraldur Kristiánsson HF2
um borð í Haraldi Kristjánssyni
Þorskveiði hefúr verið heldur
treg í Víkurál á Vestfjarðamiðum
frá því flakaffystitogarinn Haraldur
Kristjánsson kom á miðin á laugar-
dagsmorgun. Þó hafði einn og einn
togari fengið einhvem smáafla
nokkru áður og einnig á laugardag.
Veiði hefúr einnig verið treg á
Austfjarðamiðum.
Um miðjan dag í gær var afli
Haraldar orðinn um 35 tonn, mest
þorskur, sem er fúllunninn um borð
fyrir Evrópumarkað. Hver uggi sem
um borð kemur er ýmist flakaður
eða heilfrystur og er engu hent.
Togað er í þrjá til fjóra tíma í
senn og hefúr afli á togtímanum
verið tregur, einsog áður sagði.
Gott veður var á laugardag, en
aðfaranótt sunnudags byijaði hann
að bræla með suðaustan stormi.
Seinnipart sunnudags gekk veðrið
svo aftur niður. I gær var suðvestan
sex til átta vindstig, en í dag er spáð
vaxandi suðaustan átt.
Aflaverðmæti á sólarhring hefúr
losað eina miljón króna, sem þykir
viðunandi, en mætti vera betra. Á
síðasta ári nam aflaverðmæti HK
456,6 miljónum króna, sem gerði
um 1,5 miljón á sólarhring þar sem
úthaldsdagar Haraldar voru um 290.
__________________________-grh
Trvgpingastofnun
Endurgreiðsla
vegna tann-
réttinga
Tryggingastofnun ríkisins hef-
ur byrjað endurgreiðslur vegna
tannréttinga, sem hófust á tíma-
bilinu 1. nóvember 1989 til loka
síðasta árs, samkvæmt þeim regl-
um sem giltu fyrir þann tíma.
Endurgreiðslur voru frystar í eitt
ár, en nú verður, eins og áður,
greiddur helmingur kostnaðarins.
Enn er verið að vinna að nýrri
reglugerð um tannréttingar á vegum
Tryggingastofnunar. Segir i tilkynn-
ingu frá stofnuninni að hún verði
kynnt bráðlega.
Ennfremur segir að áfallinn
kostnaður frá og með áramótum
vegna tannréttinga sem hófúst eftir
1. nóvember 1989 verði endur-
greiddur samkvæmt mati á þörf fyr-
ir tannréttingar hveiju sinni.
Þeir sem rétt eiga á endur-
greiðslu snúi sér til Tryggingastofn-
unar við Tryggvagötu 28 fynr 1.
mars næstkomandi. BE
KROSSGÁTUBÓK
ÁRSINS1991
Krossgátubókin komin
Krossgátubók ársins 1991 er
komin út. Bókin hefur komið út
undanfarin átta ár. Krossgátubók-
in er 68 síður og er gefin út af
Ó.P. útgáfúnni. Hún fæst í flest-
um blaða- og bóksölum um land
allt.
2.SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 15. janúar 1991
..........------ ........ t .4VV * ' v.i .. UH\ 'Á • ' IV’Í' V.ÍH'it'l