Þjóðviljinn - 15.01.1991, Blaðsíða 12
■ SPURNINGIN ■
Hvað finnst þér
skemmtilegast?
Sigríður Tryggvadóttir
nemi:
Að fara út með vini mínum og
taka myndir.
Neskaupstaður
Pólitískur bæjarstjóri
Guðmundur Bjarnason tekur við starfi bæjarstjóra
í Neskaupstað
Eg er að fara úr mjögsvo
skemmtilegu starfi í stóru
fyrirtæki, en það verður spenn-
andi að takast á við bæjar-
stjórastarfið. Ég á nú samt ekki
von á að það verði mikil breyt-
ing á starfinu þótt bæjarfulltrúi
taki við því, segir Guðmundur
Bjarnason í samtali við Þjóð-
viljann.
Bæjarráð hefúr samþykkt að
ráða hann í stöðu bæjarstjóra og
er áformað að hann taki við starf-
inu í april.
Asgeir Magnússon hefur ver-
ið bæjarstjóri í Neskaupstað síðan
árið 1984, en hann tekur nú við
starfi framkvæmdastjóra Iðnþró-
unarfélags Eyjafjarðar.
Guðmundur er starfsmanna-
stjóri Síldarvinnslunnar. Hann var
varabæjarfulltrúi i Neskaupstað
allt frá 1970 þar til hann var kjör-
inn í bæjarstjóm síðast liðið vor.
Hann lætur af formennsku í bæj-
arráði þegar hann sest í stól bæj-
arstjóra, en verður áífam bæjar-
fulltrúi.
- Ég lít auðvitað á mig sem
bæjarstjóra allra Norðfirðinga,
enda þótt ég sé ráðinn af meiri-
hlutanum í bæjarstjóm, segir
Guðmundur við Þjóðviljann.
Guðmundur Bjarnason bæjarfull-
trúi verður bæjarstjóri.
AB Norðurlandi vestra
Ragnar efstur
Ragnar Arnalds alþingismað-
ur fékk yfir 92 prósent til-
nefninga í fyrsta sæti lista AI-
þýðubandalagsins á Norður-
landi vestra, i seinni hluta for-
valsins sem fram fór um helg-
ina.
I öðm sæti haíhaði Sigurður
Hlöðversson, tækniffæðingur á
Siglufirði. Unnur Kristjánsdóttir,
iðnaðarráðgjafi á Blönduósi, varð
í þriðja sæti. Anna Kristín Gunn-
arsdóttir, kennari Sauðárkróki,
varð í íjórða sæti og Björgvin
Karlsson, vélstjóri á Skagaströnd í
fimmta sæti.
Þeir sem komu næstir voru
Þorvaldur G Jónsson, A-Húna-
. þingi, Elísabet Bjamadóttir
Hvammstanga, Ingibjörg Hafstað
Skagafirði, Hafþór Rósmundsson
og Kolbeinn Friðbjamarson, báðir
frá Siglufirði.
Að sögn Allans Morthens, for-
manns kjömefndar, er kosningin
ekki bindandi heldur leiðbeinandi.
Gengið verður enbdanlega ffá list-
anum á fundi kjördæmisráðs laug-
ardaginn 26. janúar.
—Sáf
Katrín Harðardóttir
þjónn:
Sofa. Þá hvílist maður.
Jóhann Árnason
nemi:
Á þessari stundu að fara til Am-
eríku í skóla.
Kristján Kristjánsson
þjónn:
Að ferðast úti bláinn.
R eykn esingar- Kópavogsbúar!
Alþýðubandalágið
Missið ekki af fundi ráðherra
Alþýðubandalagsins, Ólafs Ragnars,
Steingríms og Svavars í Þinghóli,
Hamraborg 11, Kópavogi,
þriðjudaginn 15. janúar kl. 20.30 - 22.30.
Fundarefni:
Arangur ríkisstjórnarinna
verkefni þeirrar næ
Fundarstjóri: Sigríður Jóhannesdóttir
Umræðustjóri: Heimir Pálsson
Umræður - fyrírspurnir - svör