Þjóðviljinn - 15.01.1991, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 15.01.1991, Blaðsíða 6
ERLENDAR FRETTIR Fundur lettneskra sjálfstæðissinna ( Riga (fyrra eða hitteðfyrra - „frjálst Lettland í sameinaðri Evrópu," stendur á spjaldinu. Vongleöin sem þjóð- in var gagntekin af þá hefur nú vikið fyrir ótta við yfirvofandi ofbeldi af hálfu sovéska hersins. Lettland Næst á lista sovéthers? Hershöfðingi hefur í hótunum. „Almennings- frelsunarnefnd“ krefst afsagnar stjórnar og að þing sé leyst upp Fjodor Kúzmín, hershöfðingi, æðsti maður sovéska hersins í Eystrasaltslöndum, krafðist þess í gær af stjórnvöldum Lett- lands að þau létu undan í deilu sinni við sovéska ráðamenn og lagði jafnframt áherslu á að gæslusveitir lettneska innanrík- is- og tollamálaráðuneytisins yrðu afvopnaðar. Orðalag hers- höfðingjans og fleira sem í gær gerðist í Lettlandi þykir benda til að sovéski herinn hyggi þar á svipaðar aðfarir og í Litháen um helgina. Kúzmín sagði ofangreint á fundi lettneskra stjómvalda og sovéskra herforingja, en fundur- inn var haldinn að tilmælum A- natolys Gorbunovs, forseta Lett- lands, í von um aðilar þessir kæmust að einhveiju samkomu- iagi. En fundurinn fór gersamlega út um þúfur. Kúzmín, sem var rauður í framan af bræði, krafðist þess að „sovéskum lögum væri hlýtt“ í Lettlandi og sovéskum hermönn- um þar „sýnd virðing". Sagði hann að allir sovéskir hermenn í landinu myndu „beijast fyrir rétt- indum sínum“. Ummæli Kúzmíns þykja minna mjög á það sem haft var eftir sovéskum herforingjum í Litháen, áður en hann réðist á sjálfstæðissinna þar um helgina. Lítill og Moskvusinnaður kommúnistaflokkur og almenn- ingsfrelsunamefnd svokölluð kröfðust þess í gær að stjóm Lett- lands segði af sér og þing þess yrði leyst upp og boðuðu til fjöldafundar í höfúðborginni Riga til að fylgja kröfúm þessum eftir. Fylgismenn samtaka þessara munu einkum vera rússneskir inn- flytjendur. Er þetta einnig mjög á sömu lund og það sem gerðist í Litháen, en sovéski herinn þar segist hafa ráðist á útvarpsstöðina í Vilnu á sunnudagsmorgun að kröfú þarlendrar „þjóðfrelsis- nefndar“, einnig studdrar af rúss- neskum innflytjendum. Mikill hiti er í mönnum í Lett- landi, eins og sést af því að Al- þýðufýlkingin þar, hreyfmg hlið- stæð Sajudis í Litháen og sterkust flokka á þingi, neitaði að vera með í viðræðunum við fúlltrúa sovéska hersins, sem fóm fram í ráðhúsinu í Riga. „Kommúnistar em ekki pólitískir andstæðingar okkar, heldur óvinir," sagði fúll- trúi Alþýðufylkingarinnar. „Þeir em fulltrúar hemámsveldis.“ Þúsundir Letta höfðu í gær skipað sér í kringum helstu bygg- ingar í Riga og fólkið í mann- hringnum kringum þinghúsið hélst i hendur. Þá hafa sjálfstæðis- sinnar lokað öllum götum til mið- borgarinnar með því að leggja strætisvögnum, vömbílum og snjóplógum á hveija þá götu, sem er nógu breið til að vera fær skrið- dreka eða brynvagni. Vinningstölur laugardaginn 12. janúar '91 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 5 1.585.299 2. 4a"í1C^ 8 108.676 3. 4af5 322 4.657 4. 3af 5 10.063 347 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 13.783.318 kr. UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002 Persaflóadeila Friðarfrestur rennur út För Javiers Perez de Cuellar, framkvæmdastjóra Samein- uðu þjóðanna, til Bagdað um helgina í þeirri von að koma á síðustu stundu í veg fyrir að Persaflóadeila verði að stríði virðist engan árangur hafa bor- ið. Á miðnætti í nótt rennur út frestur sá, sem Öryggisráð S.þ. gaf írak til að kveðja her sinn frá Kúvæt. Þegar sá frestur er útranninn verður aðildarríkjum S.þ. heimilt að beita vopnum til að reka Iraks- her frá Kúvæt. Ekkert bendir til þess að Saddam íraksforseti sé neitt að linast i deilu þessari og í gær samþykkti þing Iraks í einu hljóði að landsmenn skyldu beij- ast til að halda Kúvæt þar til yfir lyki. Stóðu þingmenn upp er sam- þykktin var gerð og fögnuðu í kortér. Kalla fféttamenn að sam- þykktin jafngildi stríðsyfirlýsingu af hálfú Iraks. Reuter/-dþ. Persaflóadeila „Heimurinn stendur okkur galopinn“ Búist við árásum hryðjuverkamanna víða um heim Vesturlandaríki flest og fleiri ríki hafa gert ráðstafanir til að verjast hryðjuverkamönn- um á snærum Iraksstjórnar, en bæði íraksstjórn og palestínsk- ir o.fl. bandamenn hennar hafa marglýst því yfir að hernaðar- árás gegn Irak verði svarað með árásum á Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra i Persa- flóadeilu um allan heim. Orðalagið í yfirlýsingum þessum bendir til þess að til standi að óbreyttir borgarar verði ekki óhultir fyrir slíkum árásum, fremur en hermenn. Otti við árás- ir hryðjuverkamanna fer vaxandi víða á Vesturlöndum, þar sem margar miljónir araba búa. Auk palestinskra hópa óttast menn einna mest árásir af hálfu bók- stafstrúaðra islamskra samtaka, einkum þeirra líbönsku. í Þýskalandi hafa stjómvöld og bandarísk heryfirvöld aukið eftirlit með herstöðvum Banda- ríkjanna þar og bandarískum borgumm sem í landinu búa, en óttast er að Bandaríkjamenn þar- lendis verði öðmm fremur fýrir árásum hryðjuverkamanna. Haft er eftir Bandaríkjamönnum þar búandi að þeir hafi einna mestar áhyggjur af bömum sínum, enda hafa verið nokkur brögð að því að palestínskir hryðjuverkamenn hafi valið böm úr sem skotmörk. I fýlkinu Baden-Wurttemberg hef- ur verið dreift flugmiðum með hótunum um „heilagt stríð“. Er- win Hettger, lögreglustjóri fýlkis- ins, segist gera ráð fýrir árásum af hálfu „palestínskra, arabískra og íslamskra andstöðuhópa“. Pierre Joxe, innanrikisráð- herra Frakklands, sagði á sunnu- dag að um 200.000 manna lög- reglulið væri í viðbragðsstöðu þarlendis vegna hryðjuverka- hættu. Samtök hlynnt Palestínu- mönnum og þeir 1700 Irakar, sem Abul Abbas - útilokar enga að- ferð. í landinu búa, eru þegar undir all- ströngu eftirliti. I Frakklandi búa miljónir manna frá Atlaslöndum, og þar hefúr meðal almennings gætt vemlegrar samúðar með írak i Persaflóadeilu. Margir fomstumenn Palest- ínumanna, þ. á m. Jasser Arafat leiðtogi Frelsissamtaka Palestínu (PLO), hafa lýst yfir fúllum stuðningi við Irak í yfírvofandi striði. Zaid Wehbe, aðalfúlltrúi Arafats í Líbanon, sagði í gær að ef hemaðarárás yrði gerð á írak yrðu „palestínskir skæmliðar í fremstu skotgröf ‘ og myndu beij- ast gegn ísrael, auk þess sem „palestínskt herlið“ myndi ráðast á „bandaríska hagsmuni innan og utan Palestíhu, sem og í heimin- um öllum“. Af öðram palestínskum for- ingjum, sem lýst hafa yfir stuðn- ingi við Saddam eða vitað er um að hafa bækistöðvar í Bagdað, má nefna Nayef Hawatmeh, leiðtoga Lýðræðisfýlkingar til frelsunar Palestínu, Abul Nidal og Abul Abbas, foringja hóps sem þekkt- astur er fýrir ránið á skemmti- ferðaskipinu Achille Lauro 1985, er lamaður maður var myrtur. „Við útilokum enga aðferð,“ segir hann. „Og heimurinn stendur okkur galopinn.“ Reuter/-Newsweek/-dþ. Jeltsín Rússneskur her gegn sovéskum? Skorar á rússneska hermenn að neita að ráðast gegn vopnlausu fólki og lýðræðislega kjörnum stjórnvöldum Borís Jeltsín, forseti rúss- neska sambandslýðveldisins og í raun helsti leiðtogi sovésku stjórnarandstöðunnar, sagðist í gær telja að hrottaaðfarir sov- éska hersins í Litháen væru að- eins fyrstu aðgerðir í „öflugri sókn“ gegn iýðræðinu í Sovét- ríkjunum. Jeltsín sagði stjómvöld Rúss- lands vera vel á verði gegn sams- konar tilræðum við fullveldi þess og myndu þau taka til athugunar að stofna sérstakan rússneskan her til vamar gegn sovéska hem- um, ef þess þyrfti við. Jeltsín lýsti þegar um helgina yfir eindregnum stuðningi við Eystrasaltslýðveldin þijú i deilu þeirra við sovésk stjómvöld og þarf varla að efa að það er öflug- asti stuðningurinn, sem þjóðir lýðveldanna þriggja hafa enn fengið í sjálfstæðisbaráttu sinni. Hefúr Jeltsín skorað á rússneska hermenn í sovéska hemum að óhlýðnast skipunum um að skjóta á óvopnaða borgara eða að ráðast á stjómvöld og þing kjörin í lýð- ræðislegum kosningum. Jeltsin flaug til Tallinn, höfúð- borgar Eistlands, á sunnudag, jafnskjótt og hann frétti af mann- drápunum við útvarpsstöðina í Vilnu og ráðgaðist við ráðamenn Eystrasaltslýðveldanna. Hann sagðist þar hafa verið varaður við hugsanlegu banatilræði. Við fréttamenn sagði Jeltsín í gær að á laugardaginn heföi Gor- batsjov sagt við hann sem svo: „Þjóðfélagið er á leið til hægri og því er ég á sömu leið.“ „Eg svar- aði að hann væri þá á rangri leið, hann ætti að halda til vinstri, í átt- ina til lýðræðis," sagðist Jeltsín hafa svarað. Reuter/-dþ. 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 15. janúar 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.