Þjóðviljinn - 16.01.1991, Page 2
FRETTIR
Dounreav
Úrgangurinn til föðurhúsanna
Geislavirkum úrgangi sem senda átti frá Þýskalandi til Dounreaysnúið aftur til Þýskalands
Geislavirkur úrgangur sem
senda átti frá Þýskalandi til
endurvinnslustöðvarinnar í Do-
unreay i Skotlandi í síðustu
viku hefur verið sendur aftur til
föðurhúsanna samkvæmt fyrir-
mælum holienska umhverfís-
málaráðherrans. Þetta mun
vera í fyrsta sinn sem úrgangi
af þessu tagi er snúið aftur til
sendandans.
Þetta kemur fram í frétta-
skeyti ffá Grænfriðungum í Sví-
þjóð, en sem kunnugt er hafa
meðal annars Svíar haft uppi
áform um að senda úrgang til end-
urvinnslu eða geymslu í Dounr-
eay. Islendingar, Norðmenn og
fleiri Norðurlandaþjóðir hafa hins
vegar lýst miklum áhyggjum af
starfseminni í Dounreay vegna
þeirrar hættu sem líffíki sjávar
getur stafað af henni. Nú fyrir
skemmstu sendi Hjörleifur Gutt-
ormsson fyrirspum til sænsku rík-
isstjómarinnar um fyrirætlanir
Svía í málinu.
Úrgangurinn sem hér um ræð-
ir kemur ffá rannsóknastöð í
Neðra- Saxlandi í Þýskalandi.
Hann var fluttur til Rotterdam og
átti samkvæmt upphaflegri áætl-
un að fara þaðan til Liverpool og
svo landleiðina til Dounreay. Hol-
lenskir verkamenn neituðu hins
vegar að vinna við lestun úr-
gangsins, þar sem flytja átti hann
með skipi sem ekki var ætlað til
Listdans
Shakespeare-
ballett
íslenski dansflokkurinn undir-
býr nú frumsýningu á ballettinum
Draumi á Jónsmessunótt í stjórn
danshöfundarins Gray Veredon,
sem hann byggði á samnefndu
Ieikriti Williams Shakespeares og
hefur verið sýndur víða um heim.
Þetta er fyrsta heilskvölds,
klassiska ballettsýning Islenska
dansflokksins síðan 1984 og verður
ffumsýnd í Borgarleikhúsinu á
sunnudaginn. ÓHT
Fjörufuglar að
vetrarlagi
Rabbfúndur um náttúm ís-
lands verður haldinn á vegum
Náttúrufræðistofú Kópavogs og
Náttúravemdarfélags Suðvestur-
lands í kvöld kl. 21 i Náttúrar-
ffæðistofú Kópavogs. Þessi fúnd-
ur sem er sá fjórði í röðinni mun
fjalla um fuglategundir þær sem
unnt er að skoða við strendur
landsins á þessum árstíma. Þegar
grannt er skoðað era það furðu-
margar tegundir. Á fúndinum
munu hamir fugla liggja frammi
til að auðvelda greiningu. Einnig
verða reyndir fuglaskoðarar á
fúndinum. Síðan verður gengið á
fjörar og fúglalíf skoðað næst-
komandi laugardag kl. 13.30.
Lagt verður af stað ffá olíustöð
Skeljungs í Skeijafírði.
Opinbert siðferði
fSkálholti
Ráðstefna um opinbert sið-
ferði verðurhaldin í Skálholti 18.-
19. janúar. Fjallað verður um
siða- og samskiptareglur þeirra
sem starfa í þágu hins opinbera.
Spurt verður meðal annars að því
hvort hefðir og vinnubrögð opin-
berra stofnanna stangist á við al-
slíkra flutninga. Nú er úrgangur- skeyti Grænfriðunga. Þar er haft kjamorkuver láta vera að senda
inn sem fyrr segir kominn affur til eftir talsmanni Grænffiðunga að úrgang ffá sér.
föðurhúsanna, að því er segir í þeir voni að í ffamtíðinni muni -gg
Eldra fólk og böm era algengustu farþegar strætisvagnanna.
Strœtó
Akstur eykst en farþegum fækkar
Farþegum SVR fœkkaði úr 11 miljónum í rúmlega 7frá 1980 til 1989.
Borgarsjóður greiðir nú nær helming rekstrarkostnaðar
Farþegum með Strætisvögn-
um Reykjavíkur fækkaði úr
rúmlega 11 miljónum árið 1980
í tæplega 7,3 miljónir árið 1989.
Á sama tíma hefur leiðakerfíð
stækkað verulega og greiðslu-
byrði borgarsjóðs vegna rekst-
ursins hefur stóraukist.
Greiðslur úr borgarsjóði eru nú
því sem næst jafnháar og tekjur
fyrirtækisins af fargjöldum.
Þetta kemur ffam í nýútkom-
inni Árbók Reykjavíkurborgar
1990. Farþegum SVR hefúr
fækkað ár frá ári síðan 1980, en á
sama tíma hefúr bílafloti Iands-
manna stækkað til muna. Þannig
vora 2,6 Islendingar um hveija
fólksbiffeið árið 1980, en talan
var komin niður í tvo um hvem
bíl árið 1989. Til samanburðar má
geta þess að í Danmörku era um
það bil fjórir íbúar á hveija fólks-
bifreið og þarf að leita affur til
ársins 1972 til þess að finna sam-
bærilega tölu á íslandi.
- Það er óskemmtilegt að
þurfa að upplifa það að á sama
tíma og við eram að aka sífellt
fleiri kílómetra, fækkar farþeg-
um. En fækkunin hefúr ekki verið
mikil nú síðast liðin þijú ár, svo
við eram að vona að þetta sé að
verða nokkuð stöðugt. Við eigum
ekki von á mikilli fækkun á næstu
áram, segir Sveinn Bjömsson,
forstjóri SVR, við Þjóðviljann um
þessa þróun.
Farþegum SVR fækkaði um
heila miljón á milli áranna 1982
og 1983 og svo aflur um miljón á
ári á tímabilinu 1986 til 1988. Ár-
ið 1989 hægðist á þessari þróun,
en á þessu tímabili hefúr akstur á
vegum SVR aukist talsvert.
Afleiðing þessarar miklu
fækkunar farþega er sú að rekstur
strætisvagnanna er nú mun meiri
byrði á borgarsjóði en hann var
fyrir fáum áram.
Að sögn Sveins Bjömssonar
nægðu fargjöld fyrir 83 af hundr-
aði rekstrarkostnaðar fyrirtækis-
ins árið 1983, en árið 1989 nægðu
fargjöld aðeins fyrir um helmingi
rekstrarkostnaðar. Niðurgreiðslur
úr borgarsjóði hafa aukist þannig
að árið 1986 námu þær aðeins um
þriðjungi tekna SVR, en árið
1989 vora þær nær helmingur
teknanna. Borgin greiddi nær 242
miljónir króna með rekstrinum
það ár. -gg
menna siðferðisvitund. Hver er
siðferðisgrandvöllur þeirra er
starfa í þágu hins þrískipta ríkis-
valds? Hrafn Bragason hæstar-
réttardómari, Guðrún Agnarsdótt-
ir fyrrv. þingkona, Baldur Möller
fyrrv. ráðuneytisstjóri og Atli
Rúnar Halldórsson fréttamaður
verða frummælendur á ráðstefn-
unni.Frú Vigdís Finnbogadóttir
mun heiðra ráðstefnuna með nær-
vera sinni. Ráðstefnustjóri er séra
Halldór Reynisson. Það er Skál-
holtsskóli sem gengst fyrir ráð-
stefnunni til að örva faglega um-
ræðu um opinbert siðferði á ís-
landi.
Áskorun um friðsam-
legalausn
Samvinnunefnd Landssam-
taka þroskahjálpar og Öryrkja-
bandalags íslands skorar á ríkis-
stjómina að stuðla að friðsamlegri
lausn Persaflóadeilunnar. Nefnd-
in bendir á að styijöld hlýtur að
hafa í för með sér örkuml hundr-
uða þúsunda einstaklinga og áhrif
hennar munu berast um veröld
alla mannkyni til óbætanlegs
tjóns.
Þorrakvöld
íKópavogi
Kvenfélag Kópavogs efhir til
þorrakvölds þann 24. janúar nk.
kl. 20 í félagsheimilinu. Matur og
fjölbreytt skemmtidagskrá í boði.
Komið og takið með ykkur gesti.
Þátttaka tilkynnist í símum 40332
hjá Helgu, 41726 hjá Þórhöllu og
40388 hjá Ólöfú.
Kynning á íslenskri list
erlendis
Á fúndi ríkisstjómarinnar
síðla á síðasta ári var ákveðið að
kanna áhuga á samvinnu um sam-
eiginlegt átak til kynningar á ís-
lenskri list erlendis. Var þar einn-
ig rætt um að kynna innlenda
dægurtónlist á erlendri grandu,
þær hljómsveitir væntanlega sem
ekki hafa enn slegið í gegn úti í
hinum stóra heimi. Menntamála-
ráðherra hefúr nú skipað nefnd til
að fjalla um listkynninguna. Þeir
sem í henni sitja era: Halldór
Stúdlnur og stúdentar frá Flensborgaraskólanum ( Hafnarfirði. Þessi
frlði hópur tók við húfum sinum ( desember sl. Voru þá brautskráðir
samtals 26 nemendur úr hinum ýmsu deildum skólans.
Haraldur Kristiánsson HF
Góð vinnslu-
nýting um borð
Hafþór Þorbergsson á flaka-
frystitogaranum Haraldi Krist-
jánssyni HF segir að það sem af
er túrnum hafí vinnslunýting á
þorskflökum verið að jafnaði 44
prósent. Þá hefur yfírvigtin á 15
punda þorskpakkningum þ.e.
6,85 kílóa verið á bilinu 150 til
200 grömm, sem er 2 til 2,5 pró-
sent yfirvigt.
Til samanburðar má geta þess
að samkvæmt mati aflanýtingar-
nefhdar sjávarútvegsráðuneytisins
frá því í júlí í fyrra þykir 44,5 pró-
sent flakamýting vera toppurinn.
Þessi stærð af pakkningum, þ.e.a.s.
15 libbsin, er notuð um borð í þeim
flakafrystitoguram sem skipta við
íslenskar sjávarafurðir, þ.e. Sam-
bandið, en hjá SH era það 9 kílóa
pakkningar. Hafþór segir að efyfir-
vigt er meiri eins og ffam hefúr
komið í fjölmiðlum hljóta það að
vera mannleg mistök hjá vigtar-
mönnum, því hvorki sjómenn né
útgerðarmenn fái greitt meira en
það sem nemur 6,85 kílóa pakkn-
ingum. „Allt það sem er umfram í
vigtinni er því ekkert annað en gjöf
til viðkomandi kaupanda, og á því
höfúm við alls ekki efhi í takmörk-
uðum kvóta.“ Sem dæmi segir Haf-
þór, að ef menn era að tala um 100
gramma yfirvigt í þorskpakkningu
til viðbótar við það sem teljast má
eðlilegt, sé um að ræða hvorki
meira né minna en 36,4 tonn í um
300 tonna túr sem er fúllfermi sé
miðað við Harald Kristjánsson.
Þá hefúr yfirvigt í karfa verið á
bilinu 200 til 300 grömm í 7 kílóa
pakkningum, en þar er um að ræða
heilffystan og stærra flokkaðan
karfa. í „órans“-karfa („lituðum")
er nýtingin 56 til 57 prósent sem er
toppnýting og meira en gerist í
landi. Þá er allur afskurður af flök-
um hirtur sem era um 1,5 til 2 pró-
sent til viðbótar við vinnslunýting-
una í öllum fisktegundum.
Því sem eftir er, svo sem haus-
um, dálkum og roði, er hent vegna
þess að það er ekki markaður enn
sem komið er fyrir vinnslu þessara
afúrða í meltu, hvað sem síðar
kann að verða. Aflabrögð era enn
sem fyiT trygg í Víkurál, nokkuð er
um riffildi í trolli, kaldaskítur í
veðrinu og spáð suðaustanstormi í
dag, miðvikudag.
Frá fréttaritara Þjóðviljans um
borð í Haraldi Kristjánssyni.
Guðmundsson, Jakob Frimann
Magnússon, Jón Sveinsson og
Guðrún Ágústsdóttir.
Norrænar þjóðir funda
um f iskveiðar
Dagana 18. og 19. janúar
verður haldin ráðstefha um stöðu
sjávarútvegs á Norðurlöndum á
Flughótelinu í Keflavík.
Ráðstefnan er upphafið að
þriggja ára norrænu verkefhi um
tengsl fiskveiðistjómunar, mark-
aðsþróunar og verðmætaaukning-
ar sjávarafla.
Sjávarútvegsstofnun Háskóla
Islands og Byggðastofnun í sam-
vinnu við Norrænu rannsókna-
stofnunina í byggðamálum. Hefst
ráðstefnan kl. 9 og era allir vel-
komnir.
Unglingadansleikirá
Borginni
Næstkomandi föstudags- og
laugardagskvöld verða haldin
unglingaböll á Hótel Borg.
Geta þeir sem náð hafa 16 ára
aldri skemmt sér á gömlu Borg-
inni eins og afar þeirra og ömmur,
pabbar og mömmur gerðu á áram
áður.
2.SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 16. janúar 1991