Þjóðviljinn - 16.01.1991, Side 3
FRETTIR
Utanríkisrádherra
Heimurinn er á ystu nöf styrjaldar
Þjóðviljinn ræðir við Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra um ástand heimsmála
Vopnlaus þjóð einsog (slendingar eiga ekki erindi í stríð, segir Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra,
sem sótti um vegabréfsáritun til Eystrasaltslandanna. Mynd: Kristinn.
Jón Baidvin Hannibalsson
utanríkisráðherra sótti í
gær um vegabréfsáritun til
Eystrasaltslandanna, en hann
hyggst heimsækja þau í lok vik-
unnar, eftir að hann hefur setið
fund með formönnum jafnað-
armannaflokka Norðurlanda
og Eystrasaitslandanna. Sá
fundur hefst á miðvikudags-
kvöld og lýkur á hádegi á föstu-
dag. Takist Jóni Baldvini að fá
vegabréfsáritun fer hann til
Eystrasaltslandanna upp úr há-
degi á föstudag.
„Fundurinn í Helsinki verður
um stöðu mála í Eystrasaltslönd-
unum. I framhaldi af honum hef
ég hugsað mér að heimsækja
Eystrasaltslöndin, til þess að geta
ráðgast við utanríkisráðherra
þessara landa, eða aðra fulltrúa
stjómvalda um stöðu mála milli-
liðalaust og eins að bera saman
bækumar við þá, hvað það er sem
Norðurlönd geta gert í framhald-
inu til þess að styðja þeirra mál-
stað hvar sem er á alþjóðlegum
vettvangi.“
Var boðið í opinbera
heintsókn
Ferð þú einn i þessa för, eða
munu aðrir formenn jafnaðar-
mannajlokkanna á Norðurlönd-
unum fara með þér?
„Eg veit það ekki að svo
stöddu. Ég hef ekki haft tíma til
að kanna það. Áður en þetta kom
upp hafði borist erindi frá Lennart
Meri, utanríkisráðherra Eistlands,
þar sem hann óskaði eftir því að
geta komið í heimsókn hingað til
lands á næstu vikum. Eftir fund
okkar í Kaupmannahöín með ut-
anríkisráðhermm Norðurland-
anna lá fyrir að þeim var öllum
mjög annt um það að kanna hvort
unnt væri að ég kæmi í opinbera
heimsókn til Eystrasaltsland-
anna.“
Er forlagatrúar
Hver er skoðun þín á hug-
mynd Ólafs Ragnars Grímssonar
að bjóða Island sem aðsetur jyrir
útlagastjómir Eystrasaltsland-
anna?
„Hún er góðra gjalda verð.
Það er hinsvegar þeirra að meta
það hvar þeir telja sér henta best
að starfa. Það er vitað að því er
varðar Lettland, að þeir vildu
setja upp slíka útlagastjóm i
Stokkhólmi, og einnig er það vit-
að að Eistar myndu freista þess að
gera slíkt hið sama í Finnlandi.
Að sjálfsögðu stæði slíkt til boða
af okkar hálfu, en það er þeirra að
meta, hvað hentar þeirra hags-
munum."
Þetta ótrygga ástand i
Eystrasaltslöndunum verður ekk-
ert til þess að þú heykist á því að
fara? Þú ferð hvað sem tautar og
raular ef þú færð vegabréfsárit-
unina?
„Já, enda hefúr verið óskað
eftir því að einhver af ráðherrum
Norðurlanda kæmi til þess að
þreyja vökuna með þeim.“
Þú óttast ekkert um líf þitt?
,JÉg er forlagatrúar.“
Mun ákveðnari við-
brögð en áður
Hvað finnst þér um viðbrögð
annarra vestrœnna þjóða við at-
burðúnum í Eystrasaltslöndun-
um? r
„Ég verð að segja einsog er,
að miðað við afstöðu einstakra
ríkja hingað til, þá em þessi við-
brögð ákveðnari heldur en þau
hafa nokkumtímann verið, og
koma mér ánægjulega á óvart.
Sérstaklega vek ég athygli á því,
að þetta mál var erfitt í umræðu
innan Atlantshafsbandalagsins,
þar sem ekki hafa orðið aðrir til
þess að taka þetta mál upp en ég
og Uffe Elleman Jensen. Nú er
það svo að mikill meirihluti ríkis-
stjóma Atlantshafsbandalagsríkja
brást hart við og kom á framfæri
mótmælum með kröfú um stöðv-
un vopnavalds og varaði við af-
leiðingunum. Sérstaklega þykir
mér það tíðindum sæta að Atl-
antshafsbandalagið hefúr sjálft
bmgðist við með yfirlýsingu
framkvæmdastjórans um helgina.
Og aftur á mánudag með sameig-
inlegri ályktun, þar sem lýst er
mjög eindregnum og ákveðnum
stuðningi við Eystrasaltslönd.
Þá heyrir það einnig til ný-
lundu innan Evrópubandalagsins,
að þeir hafa verið mjög hikandi í
þessu máli, aðallega vegna
tengsla við önnur mál einsog
sameiningu Þýskalands og nú
Persaflóadeiluna. Þeir lýsa því yf-
ir að þeir muni stöðva fram-
kvæmd á efnahagsaðstoð við
Sovétríkin þar til þeir hafa verið
fúllvissaðir um að Sovétríkin
standi við þær skuldbindingar
sem þeir hafa undirritað, bæði
varðandi Helsinki-lokaskjalið og
Parísaryfirlýsinguna. Þetta em
mun ákveðnari viðbrögð en áður
hafa heyrst ffá þessum aðilurn."
Tvískinnungur
Þrátt jyrir þetta urðu við-
brögðin við innrás Iraka í Kuwa-
it mun harðari en gagnvart þeim
atburðum sem nú eiga sér stað i
Eystrasaltslöndunum, þó þau
standi okkur mun nær og að þar
fari lýðrœðislega kjömar stjómir
með völdin. Er þetta ekki tvi-
skinnungur?
„Ég hef aldrei dregið neina
dul á það að þama hefur gætt tví-
skinnungs, ekki bara núna, heldur
í hálfa öld. Sá tvískinnungur
byggðist fyrst og fremst á því að
forystumenn Vesturlanda vildu
ekki gera neitt sem styggði Sovét-
stjómina, á sama tíma og þeir
kappkostuðu að hafa við hana hið
besta samstarf um afskiptaleysi af
lýðræðisbyltingunni í Áusturevr-
ópu, um sameiningu Þýskalands,
um það að sameinað Þýskaland
gæti verið áffam í vamarbanda-
lagi vestrænna lýðræðisríkja og
síðan nú hinar seinni vikur, að
viðhalda þeirri samstöðu sem tek-
ist hefúr við Sovétstjómina, sem
og flest önnur aðildaríki Samein-
uðu þjóðanna um þessi hörðu við-
brögð í Kuwait. Þetta sem nú hef-
ur gerst, þessar ályktanir, þessar
mótmælaorðsendingar og þessi
viðbrögð við hemaðarofbeldinu í
Litháen, er það fyrsta sem gefúr
til kynna að þeir viðurkenni
tengslin milli þessara tveggja
mála og það er mikil framför frá
því sem áður var.“
Skjóttskipast veður...
Nú hefur sovéski herinn ráð-
ist til atlögu i Eystrasaltslöndun-
um og styrjöld virðist óumjlýjan-
leg við Persajlóa. Þetta eru mikil
umskipti frá þvi í fyrra þegar al-
menn bjartsýni rikti í heiminum
um að framundan væri timabil
friðar.
„Já, skjótt skipast veður í
lofti. Á síðstliðnu ári fögnuðu
menn fýrst og fremst þeim stór-
kostlega árangri sem náðst hefur í
ffiðarátt í Evrópu og heiminum
með ffelsun Austurevrópu, með
lýðræðislegri þróun í Sovétríkj-
unum, með fyrstu meiriháttar af-
vopnunarsamningunum. Menn
átta sig gjaman ekki á því hversu
stórkostlegir þeir em. I þeim er
samkomulag um að eyða vopn-
um, sem að eyðingarmætti em
meiri heldur en öll þau vopn sem
beitt var í seinni heimsstyijöld-
inni. Menn fagna einnig því sam-
komulagi sem hefúr tekist út yfir
bandalög um nýtt öryggiskerfi í
Evrópu eða fyrsta vísi þess, sem
staðfestur var með Parísaryfirlýs-
ingunni.
Síðan líða ekki nema nokkrar
vikur og þá er öllu öfúgt snúið.
Umbótahreyfingin i Sovétríkjun-
um virðist vera að brotna niður.
Þar horfúm við upp á ástand, sem
lýsir sér í því, að viðnámsafl
gamla kerfisins, gömlu „no-
menklaturu“ kommúnismans, er
sterkara heldur en menn gerðu
ráð fyrir. Þar er ástandið þannig
að forseti Sovétríkjanna, sem
reyndar hefúr aldrei verið lýðræð-
islega kjörinn enn, fær samþykkt,
undir þrýstingi, gifurlega til-
færslu valda til forsetans með
formlegum hætti. Formlega hefúr
Gorbatsjov meiri völd heldur en
Stalín hafði nokkum tímann.
Hinsvegar hefúr sjálfstæðis-
hreyfing lýðveldanna eflst. Gor-
batsjov gefúr síðan út dagskipanir
um eitt og annað sem ekki kemst í
framkvæmd. Lýðveldin reyna að
hrinda í ffamkvæmd umbótum,
sem alríkisstjómin stendur í vegi
fyrir. Það er stjómleysi. Tvær
stofnanir eru enn starfhæfar í
þessu stjómleysisástandi, en það
eru herinn og KGB. Það virðist
vera svo að pólitísk harðlínuöfl
yfirstéttarinnar, f samstarfi við
her og lögreglu, séu að styrkja sig
í sessi. Atburðarás seinustu daga
vekur spumingar um það hvort að
Gorbatsjov hafi misst öll völd og
sé ekki bara í pólitískri gíslingu
þessara afla. Það er hætta á því að
það verði afturhvarf til staliniskra
stjómarhátta enn á ný í skjóli
valdbeitingar á öllum sviðum.
Persaflói
Að því er varðar þessa fyrstu
deilu, sem upp er komin í heimin-
um eftir að kalda striðinu lauk, í
kjölfar ofbeldisaðgerða Iraks
gegn Kuwait, þá erum við á ystu
nöf styijaldarátaka, sem munu
draga langan slóða á eftir sér. Á
þessari stundu getur enginn fúll-
yrt hvort til átaka kemur. Ég slæ
því föstu að það gerist ekki kl.
fimm að morgni miðað við ís-
lenskan tíma (sagt um miðjan dag
í gær).
Spumingin um pólitíska lausn
þar er í mínum huga mjög í þeim
anda sem utanríkisráðherrar
Norðurlanda reyndu að koma á
framfæri við ffamkvæmdastjóra
Sameinuðu þjóðanna fyrir nokkr-
um dögum, sem er mjög svipuð
og Mitterrand og Dumas hafa
verið að reyna að koma til leiðar
núna síðustu klukkustundimar.
Sú lausn er einfaldlega þessi:
Það er fúllkomin samstaða um þá
skilyrðislausu kröfu að ofbeldis-
seggurinn Saddam Hussein dragi
her sinn til baka, en jafhframt er
augljóst mál að það leysir ekki
allan vandann. Þessvegna þarf að
skilgreina hvert muni verða hlut-
verk Sameinuðu þjóðanna í fram-
haldinu, fyrst og ffemst til þess að
byggja upp einhverskonar örygg-
iskerfi í þessum löndum og að
koma með tillögur um lausn lang-
varandi pólitískra vandamála,
sem hvenær sem er geta hleypt
öllu í bál og brand aftur. Þess-
vegna er tillaga um alþjóðlega
ráðstefnu með þátttöku allra aðila
tímabær."
Vandamál
Miðausturlanda
Er þá reiknað með þátttöku
Palestínumanna i slíkri ráð-
stefnu?
„Þeir em partur af þessu að
sjálfsögðu. Við eram fyrst og
fremst að tala um þijú langvar-
andi vandamál. Það er í fyrsta lagi
margra alda gamall fjandskapur á
milli Persa og Arabaheimsins,
sem enn er ekki séð fyrir endann á
og er nýlokið með styijöld, sem
kostaði meira en miljón manns
lífið. Það era djúpstæð ágrein-
ingsefni og fúllur fjandskapur
milli Sýrlendinga og íraka og þar
era deilumar á milli Israels og Ar-
abaheimsins og þar með talin
átökin á milli Israels og Palest-
ínumanna.
Það er ekki bara þetta. Þessi
alþjóðlega ráðstefna ætti að okkar
mati að setja sér það verkefni að
draga úr líkum á styijaldarátökum
þama með því að koma af stað
gagnkvæmum samningum um
risavaxinn niðurskurð á vígvædd-
asta svæði veraldar, fyrir utan
Kólaskaga sjálfan. Þama þarf að
takast samkomulag um bann við
beitingu eitur- og sýklavopna, um
bann við útbreiðslu kjamavopna
og um massívan niðurskurð á
hefðbundnum vopnum, því að
vígbúnaður á þessu svæði er langt
umfram allt sem hægt er að skil-
greina sem eðlilegar vamarþarfir
þessara ríkja. Á meðan þetta er
allt til staðar er engin von til þess
að það riki neitt öryggi né stöðug-
leiki á svæðinu.
Síðan þarf auðvitað að snúa
sér að því verkefni, sem Samein-
uðu þjóðimar hafa ályktað um
hvað eftir annað á undanfömum
árum, að koma af stað viðræðum
og samningum um lausn pólit-
ískra deilumála. Sameinuðu þjóð-
imar hafa ályktað um það fýrr og
lagt þar fram ákveðnar grundvall-
arreglur, t.d. hefúr núverandi ut-
anríkisráðherra Bandaríkjanna
haldið þeim hugmyndum vakandi
á liðnu ári. I fýrsta sinn hafa
Bandaríkjamenn forðast að beita
neitunarvaldi þegar að Öryggis-
ráðið hefúr fordæmt ofbeldisað-
gerðir Israela gegn Intifada.
Þannig að ég tel enga goðgá að
Sameinuðu þjóðimar setji fram
slíkar hugmyndir. I því felst engin
tenging við Palestínumálið,
vegna þess að allir era sammála
um það skilyrði að Irak byiji á því
að draga herlið sitt til baka og
endurreisa fúllveldi Kuwait. Mál-
ið er bara einfaldlega leyst með
því. Það þarf meira til, þar þarf at-
beina Sameinuðu þjóðanna til,
samkvæmt þeirra stofnsáttmála
og reglum.“
bland á ekki eríndi
ístríð
Þú talaðir um að strið við
Persajlóa myndi draga langan
slóða á eftir sér. Hvað áttu við?
„Ég á við að samskipti vest-
rænna ríkja og annarra ríkja við
Arabaheiminn munu mótast af
þeim styrjaldarátökum um langan
tíma.“
Óttastu að hryðjuverk muni
fylgja í kjölfarið?
„Ég slæ því föstu að það verði
reynt.“
Og að þau geti jajhvel borist
hingað til Islands?
„Ég tel ekki miklar líkur á því
og legg áherslu á það, að það er
útbreiddur misskilningur að
vegna aðildar íslands að ályktun-
um Sameinuðu þjóðanna séum
við þar með styijaldaraðilar. Það
er mjög brýnt að menn átti sig á
þvi, að svo er ekki. Það er engin
þjóð sjálfkrafa styrjaldaraðili.
Það gerist ekki nema með sér-
stakri ákvörðun. Og vopnlaus
þjóð einsog íslendingar verða
ekki styijaldaraðilar. Við eigum
ekki erindi í styijaldir.“
-Sáf
Mlövikudagur 16. janúar 1991 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3