Þjóðviljinn - 16.01.1991, Síða 5
ERLENDAR FRÉTTIR
Eystrasaltslönd
Innflytjendur krefjast afsagnar stjórna
Búist við árásum sovéthers á þinghús á hverri stundu. Lettar búast til varnar í miðborg Riga.
Hert eftirlit hermanna í Vilnu.
Interfront, samtök í Lett-
landi sem hafa einkum
stuðning rússneskra innflytj-
enda þar, héldu í gær 12.000
manna fund á íþróttavelli í út-
jaðri höfuðborgarinnar Riga.
Var þar skorað á sovéska her-
inn að taka til sinna ráða tii að
hindra að „alræði borgarastétt-
arinnar“ yrði innleitt í landinu
á ný.
Á fundinum var hvatt til alls-
herjarverkfalls í þeim tilgangi að
knýja stjóm landsins til afsagnar.
Einn ræðumanna var Viktor
Alksnis oíursti, lettneskur en þó
einn helsti liðsoddur harðlínu-
manna í sovéska hemum. Krafð-
ist hann þess að Lettland yrði taf-
arlaust sett undir beina stjóm
Sovétríkjaforseta. Aðrir ræðu-
menn kröfðust þess að þjóðfrels-
unamefhd svonefnd, sem eins og
nefnd með svipuðu nafni í Lithá-
en hefur aðallega á bakvið sig
rússneska innflytjendur, tæki þeg-
ar við völdum.
í Tallinn, höfuðborg Eist-
lands, hélt Interhreyfing svoköll-
uð, sem hefur einkum fylgi rúss-
neskra verkamanna í iðnaðinum
þarlendis, útifund i gær, þar sem
hótað var verkfalli innan 24
stunda nema því aðeins að stjóm
landsins segði af sér.
Bæði i Eistlandi og Lettlandi,
sem og í Litháen, óttast menn nú
að sovéski herinn láti til skarar
skriða þá og þegar til að svipta
stjómir lýðveldanna völdum og
leysa upp þingin. I Riga, þar sem
sjálfstæðissinnar hafa viggirt sig í
miðborginni, er búist við að her-
inn reyni að taka þinghúsið með
vopnuðum þyrlum. Óttinn við að
slíkar aðgerðir stæðu fyrir dymm
var í gærkvöldi mestur í Riga. I
Lettlandi em Rússar fjölmennari
en í hinum lýðveldunum tveimur.
Anatolijs Gorbunovs, forseti
Lettlands, hvatti í gær konur og
böm til að halda sig frá miðborg-
inni og sjálfstæðissinnar þar,
margir vopnaðir bareflum og haf-
andi að líkindum fátt annarra
vopna, hlóðu viði og hálmi á
götuvígi, efalítið með það fyrir
augum að kveikja í þeim ef herinn
gerði áhlaup.
Herinn herti tökin á Vilnu í
fyrrinótt og gær, kom upp varð-
stöðvum viðsvegar um borgina
og jók eftirlit að nóttu til. En
stjóm Landsbergis forseta ræður
enn pósti og síma, ráðuneytum,
samgöngukerfi og eftirlitssveit-
um innanríkisráðuneytis síns. Þær
hafa einhver vopn, en að líkind-
um ekki í skæðara lagi eða mikið
af þeim.
í löndunum öllum þremur er
það áberandi að sovéski herinn
beitir fyrir sig rússnesku þjóðem-
isminnihlutunum þar og segist
framkvæma aðgerðir sínar til
vemdar samtökum, sem segjast
hafa á bakvið sig mikið fylgi
meðal allra þjóðema landanna, en
hafa i raun litið fylgi annarra en
Rússa (nema ef til vill Pólveija í
Litháen). Rússar í þessum lönd-
um óttast að aðstaða þeirra þar
versni ef þau verði sjálfstæð.
í Vilnu mddu jarðýtur í gær
upp hindrunum í kringum þing-
húsið, því til vamar gegn líklegri
árás sovéska hersins.
Reuter/-dþ.
Lettneskir sjálfstæðissinnar hafa eftirföngum víggirt miðborgina í Riga gegn árás sovéska hersins, sem marg-
ir þar telja yfirvofandi. Hér hefur götu við aðalsímstöð borgarinnar verið lokað með þvl að leggja strætisvögn-
um og vörubllum þvert á hana.
Morð í Karþagó
Þrír helstu manna Arafats myrtir
Abu Nidal líklegastur sökudólgur, en ísraelar ekki lausir við grun
rir helstu forustumanna
Frelsissamtaka Palestínu
(PLO) voru skotnir til bana á
mánudagskvöld á heimili eins
þeirra í Karþagó, en svo heitir
nú ein útborga Túnisborgar.
Einn maður, arabi, varð þeim
að bana og er líklegast talið að
hann sé útsendari Abu Nidals,
eins þess illræmdasta af foringj-
um Palestínumanna sem lengi
hefur átt í illdeilum við forustu
PLO.
Mennimir þrír voru allir nánir
samstarfsmenn Jassers Arafat
PLO- leiðtoga og eins og hann í
Fatah, áhrifamestu samtökunum í
PLO. Þeir vom Abu Iyad (réttu
nafni Salah Khalaf), sagður helsti
ráðamaður í Fatah næst Arafat,
Hael Abdel-Hamid, einskonar
innanríkisráðherra PLO og Fakhri
al-Omari, helsti aðstoðarmaður
Iyads um stjómun njósnaþjónustu
Fatah.
Af þeim þremur er Abu Iyad
langþekktastur. Hann varð 57 ára
og hefur verið góðkunningi og
náinn samstarfsmaður Arafats frá
því að þeir námu báðir við Kaíró-
háskóla snemma á sjötta áratug.
Þeir stofnuðu Fatah saman og
höfðu fomstu um að vekja sér-
þjóðemishyggju með Palestínu-
mönnum.
Abu Iyad er talinn hafa verið
skipuleggjandinn á bakvið morð-
in á 11 ísraelskum íþróttamönn-
um í Munchen 1972, og hann
mun hafa átt hlut að fleiri álíka at-
höfnum á áttunda áratug. Á síð-
ustu ámm hefiir hann hinsvegar
verið meðal hófsamari manna í
PLO-fomstunni, þannig stuðlaði
hann að þvi að viðræður vom
teknar upp með Bandaríkjunum
og PLO.
Þeir Abu Nidal, sem hefur að-
setur í Bagdað og nýtur að líkind-
um einnig stuðnings Gaddafis Lí-
býuleiðtoga, hafa lengi verið
svamir óvinir. Abu Iyad átti hlut
af því að hinn var reldnn úr Fatah
1974, eftir að hafa verið borinn
sökum um nokkur morð í inn-
byrðis eijum í samtökunum. Abu
Nidal stofnaði þá eigin flokk, sem
nefnist Byltingarráð Fatah (ensk
skammstöfun FRC). Þegar eftir
brottrekstur hans úr Fatah dæmdi
FRC Abu Iyad til dauða og Fatah
sömuleiðis Abu Nidal.
Talsmenn Fatah bera bæði
Abu Nidal og ísraela sökum um
morðin í Karþagó á mánudags-
kvöld. I yfirlýsingu ffá Iraksstjóm
em „síonistar og heimsvaldasinn-
ar“ hafðir fyrir sökinni. Israelar
segjast vera blásaklausir af þessu,
en athygli vekur að flestir þeirra,
sem talið er að átt hafi hlutdeild
að hryðjuverkinu í Miinchen 1972
hafa síðan dáið voveiflega. Að
sögn túnískrar lögreglu kom
morðinginn fyrir nokkm til Túnis
ffá Líbýu og sagðist vera stroku-
maður úr FRC. Hann mun hafa
verið einn af lífvörðum þeirra
sem hann drap og gafst fljótlega
eftir morðin upp fyrir lögreglunni.
Aðalstöðvar PLO hafa verið í
Túnis frá því að ísraelar sundmðu
liði samtakanna með innrás í Líb-
anon 1982.
Sovétríkin
Vesturlandavinur utanríkisráðherra
Með útnefningu Pavlovs í embœtti forsætisráðherra reynir Gorbatsjov að styrkja stöðu sína
gagnvart hernum
Aleksandr Bessmertnykh,
ambassador Sovétríkjanna
í Washington, hlaut í gær sam-
þykki æðstaráðs (þings) Sovét-
ríkjanna sem eftirmaður Edu-
ards Shevardnadze í embætti
utanríkisráðherra. Daginn áð-
ur hafði æðstaráðið samþykkt
Valentín Pavlov, fjármálaráð-
herra, í embætti forsætisráð-
herra. Báðir voru þeir tilnefnd-
ir af Gorbatsjov forseta.
Með þessu er líklegt að Ní-
kolaj Ryzhkov, sem varð forsætis-
ráðherra skömmu eftir að Gorbat-
sjov kom til valda og hefur verið
einn nánustu samstarfsmanna
hans, sé á fomm úr innsta hring
sovéskra stjómmála. Ryzhkov,
sem er rúmlega sextugur, er
heilsuveill og hefur lengi verið
harðlega gagnrýndur af róttækum
stjómmálamönnum, auk þess sem
þeir íhaldssömu hafa ekki verið
ýkja hrifnir af honum heldur.
Pavlov er 53 ára hagfræðingur og
nýtur góðs álits sem slíkur, en
ekki er hann rótttækur talinn frek-
ar en Ryzhkov.
Bessmertnykh, sem er 57 ára,
hefur að baki langan feril í utan-
ríkisþjónustunni, m.a. úr afvopn-
unarviðræðum og er þekktur sem
ákafur talsmaður vinsamlegra
samskipta við Vesturlönd. í ræðu í
æðstaráði í gær lagði hann áherslu
á fullan stuðning Sovétríkjanna
áffarn við samþykktir Öryggis-
ráðs Sameinuðu þjóðanna í Persa-
flóadeilu. Hann lét í ljós áhyggjur
af að atburðimir í Litháen síðustu
daga gætu haft í för með sér vand-
ræði í samskiptum við Vestur-
lönd. Slíka atburði yrði að forð-
ast, með það í huga m.a. að þeir
hefðu sinar afleiðingar á utanrík-
isvettvangi einnig. Stjómarerind-
rekar í Moskvu segja að þessi um-
mæli bendi til þess, sem fyrir lék
gmnur á, að sovéska utanríkis-
ráðuneytið hefði þungar áhyggjur
af atburðunum undanfarið í
Eystrasaltslýðveldunum og að al-
varlegur ágreiningur væri milli
þess og vamarmálaráðuneytisins
um þau mál.
Talið er að með útnefhingu
þessara tveggja manna í mikilvæg
ráðherraembætti sé Gorbatsjov
annarsvegar að leggja áherslu á
að hann hyggist hvergi hvika frá
stefnu sinni um góð sambönd við
Vesturlönd og hinsvegar að reyna
að styrkja stöðu sina gagnvart
hemum. Pavlov er fyrsti sovéski
forsætisráðherrann í áratugi sem
er hagffæðingur, hinir vom ffam-
ámenn úr iðnaðinum og margir
þeirra, þ.á m. Ryzhkov, mjög
tengdir vopnaiðnaðinum.
Pavlov verður valdaminni en
Ryzhkov, þar eð samkvæmt
stjómarskrárviðbót samþykktri í
des. heyrir forsætisráðherra nú
beint undir forseta. Reuter/-dþ.
Ryzhkov - einn enn af helstu
mönnum fyrstu fimm Gorbatsjov-
áranna hverfur úr innsta hring.
Miðvikudagur 16. janúar 1991 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5
Reuter/-dþ.
Sovétríkin
Gorbatsjov
ævareiður
Jeltsín
Gorbatsjov Sovétríkjaforseti
veittist harðlega að aðalkeppinaut
sínum Borís Jeltsín, Rússlandsfor-
seta, f ræðu í æðstaráði í gær. Þótt-
ust menn varla hafa séð Gorbatsjov
svo reiðan fyrr og sagði hann m.a.
að engu væri líkara en Jeltsín væri
genginn af göflunum.
Gorbatsjov fordæmdi Jeltsín
einkum fyrir tvennt: eindreginn
stuðning hans við Eystrasaltslýð-
veldin þijú í yfirstandandi deilu
þeirra við sovésku stjómina og þá
hugmynd Rússlandsforseta að
stofha sérstakan rússneskan her til
vamar rússneska sambandslýðveld-
inu gegn sovéska hemum. Á sunnu-
dag undirrituðu Jeltsín, forsetar
Eistlands og Lettlands og fulltrúi
forseta Litháens vamarsáttmála lýð-
velda sinna í Tallinn.
Rússar í Tallinn og Riga kölluðu
Jeltsín í gær svikara við landa sína í
Eistlandi og Lettlandi. Reuter/-dþ.