Þjóðviljinn - 16.01.1991, Page 9
Skilningsleysi fangelsisyfirvalda
Fangi á Litla-Hrauni skrifar
Hvemig getur það átt sér stað
að yfirmaður Fangelsismálastofn-
unar rikisins geti gefið út yfirlýs-
ingar i fjölmiðlum á þann hátt er
hann gerir, um hvað sé best og
hvað sé ekki best fyrir þá fanga
sem fangelsin sitja? Og hvaða
reynslu hefur hann af því hvað sé
fanganum fyrir bestu? Þessi mað-
ur hefur sjaldan sem aldrei látið
sjá sig hér á Litla- Hrauni, né hef-
ur beint samband við fanga til að
ræða þau vandamál er að fangan-
um snúa. Margir fangar eru fjöl-
skyldumenn, giftir eða í sambúð,
og eiga heimili og böm, sem þeim
er engu síður annt um en öðmm
sem úti í þjóðfélaginu búa. Er
fangi er kominn í afþlánun, þá
slitna öll fjölskyldutengsl hjá
honum, og í flestum tilfeilum
missir hann fjölskyldu sína, eða
það slitnar upp úr hjónabandi og
sambúð, vegna of lítilla sam-
skipta við konu, böm eða unn-
ustu, og ekki getur það orðið
neinum til góðs, er þannig fer.
Því getum við íslendingar
ekki tamið okkur eitthvað af þeim
mannúðlegu reglum, sem hafðar
em á þessum sviðum hjá ná-
grannaþjóðum okkar í fangelsis-
málum? Erþað kannski ekki nógu
veigamikill þáttur í lífi fangans að
geta haldið tengslum við fjöl-
skyldu sína, meðan á fangelsis-
dvöl stendur, og hann geti farið
sáttur út í þjóðfélagið, og í faðm
fjölskyldu sinnar, er dvöl hans
lýkur, í stað þess að koma beiskur
og hatursfullur út í þjóðfélagið,
rétt til þess að fara á klósett.
Þetta geta engan veginn talist
eðlilegar kringumstæður fyrir að-
þá fanga er vilja stunda nám utan
fangelsis, semsé að aðeins fong-
rnn sem hlotið hafa minnst 2 1/2
Og að lokum spyr ég hver tilgangur refsingar sé,
ef hann á að brjóta niður, í stað þess að byggja
upp þann er refsingu hefur hlotið?
vegna þess að hann hefur misst
allt er honum var kærast vegna
samskiptaleysis við sína nánustu
meðan á fangelsisvist stóð.
Sá háttur er hafður á hjá ná-
grannaþjóðum okkar að fongum
er veitt fri meðan á fangelsisdvöl
stendur, einmitt í þeim tilgangi að
þeim gefist kostur á að vera með
fjölskyldu sinni við eðlilegar að-
stæður, sem þá kemur í veg fyrir
að fjölskyldutengsl rofni. Þegar
fangi fær heimsókn eiginkonu,
bama eða þá unnustu í fangelsi er
um að ræða 7 klukkustundir mest,
einu sinni i viku. Ef fjölskyldan
getur þá heimsótt hann verða hans
nánustu að hýrast í klefa hans á
meðan á heimsókn stendur og
mega ekki yfirgefa klefann nema
standendur fangans, þeim er
hreinlega haldið föngnum meðan
á heimsókn stendur. Annað er
einnig kemur frá yfirmanni Fang-
elsismálastofnunar er að fangi
skuli sitja minnst 12 mánuði áður
en honum skuli veitt frí og gefinn
kostur á að heimsækja fjölskyldu
sína, og þá í 15 klukkutíma, og
em ferðir á milli áfangastaða
reiknaðar með í þeim tíma. Einn-
ig skal þessi 12 mánaða regla
Fangelsismálastofnunar gilda um
árs dóm gefst kostur á að fara í ffí,
og stunda skóla utan fangelsis. En
þá er skaðinn skeður. Hvemig
fara fjölskyldutengsl fanga eftir
að hann hefur setið 12 mánuði í
fangelsi án þess að hafa átt kost á
því að umgangast fjölskyldu sina
og sína nánustu á mannlegum
gmndvelli - er það nokkur spum-
ing? Ég tel að það þurfi enga
djúpa íhugun um það svar.
Nágrannaþjóðir okkar hafa
tileinkað sér þá reglu að veita
föngum ffí eftir þriggja mánaða
dvöl í fangelsi, nema þá Noregur,
þar er fjögurra mánaða regla við-
höfð. Fríin sem veitt em föngum,
hjá nágrannaþjóðum okkar, em
veitt allt frá einum sólarhring og
upp í 5 sólarhringa, f einu, og era
ferðir til og ffá fangelsi reiknaðar
þar fyrir utan.
Því ætti þessi þáttur í fangels-
ismálum hér á landi ekki að vera
ffamkvæmanlegur eins og á hin-
um Norðurlöndunum, og víðar í
Evrópu? Þessi mannúðlega og
nauðsynlega hlið á fangelsismál-
um þarfnast engra fjárveitinga,
aðeins smáskilnings á hinni
mannlegu þörf hins dæmda ein-
staklings og fjölskyldu hans, og
því ættu þeir sem að fangelsis-
málum þjóðarinnar standa að geta
gert sér grein fyrir, því hver stend-
ur ekki betur í fætuma en einmitt
sá er hefur fjölskyldu sína sér við
hlið? Og að lokum spyr ég hver
tilgangur refsingar sé, ef hann á
að bijóta niður, í stað þess að
byggja upp þann er refsingu hefur
hlotið?
Fangi á Litla-Hrauni
ALÞYÐUBANPALAGIÐ
AB Reykjanesi
Kjördæmisráð AB Reykjanesi
KVIKMYNDITR
Ovitlaus
unglingamynd
(aðalmenn og varamenn)
Fundur í kjördæmisráði Alþýðubandalagsins á Reykjanesi verður
haldinn laugardaginn 19. janúar nk. f Þinghóli, Hamraborg 11,
Kópavogi, kl. 13.30.
Dagskrá:
1. Tekin ákvörðun um skipan framboðslista fyrir alþingiskosn-
ingar á vori komanda.
2. Önnurmál.
Til fundarins eru boðaðir aðal- og varamenn samkvæmt samþykkt
slðasta fundar í kjördæmisráði. Stjórnin.
Alþýðubandalagið I Kópavogi
Spilakvöld
Spilakvöld verður í Þinghóli, Hamraborg 11, mánudaginn 21. janúar
kl. 20.30.
Allir veikomnir.
Stjórnin
Alþýðubandalagið í Reykjavík
Félagsfundur
Félagsfundur ABR verður haldinn miðvikudaginn 16. janúar kl.
20.30, að Hverfisgötu 105,4. hæð.
Fundarefni:
1. Almenn stjórnmálaumræða og áherslur [ komandi alþingiskosn-
ingum.
2. Önnur mál.
Allir Alþýðubandalagsmenn velkomnir. Frambjóðendur f forvali G-
listans í Reykjavík vegna væntanlegra alþingiskosninga eru sér-
staklega boðnir velkomnir á fundinn.
Stjórn ABR
Forval G-listans í Reykjavík
vegna alþingiskosninga 199T
Forvalið ferfram ( einni umferð á sérstökum forvalsfundi laugardag-
inn 19. janúar 1991 kl. 10.00-20.00, að Laugavegi 3, 4. hæð.
Þeir sem ekki verða I Reykjavlk á forvalsdaginn eiga kost á því að
kjósa i sérstakri forkosningu dagana 16., 17. og 18. janúarkl. 16.00-
19.00 alla dagana, að Laugavegi 3, 4. hæð.
Atkvæðisrétt hafa félagsmenn f Alþýðubandalaginu f Reykjavfk og
aðrir félagar í Alþýðubandalaginu sem lögheimili eiga f Reykjavík og
voru á félagaskrá Alþýðubandalagsins 9. janúar sl.
Kjörnefnd
Laugarásbíó
Skólabylgjan (Pump up the Vol-
ume)
Leikstjóri: Alan Moyle
Handrit: Alan Moyle
Aðalhlutverk: Christian Slater,
Ellen Green, Scott Paulin, Sam-
antha Mathis.
Það er mikið gert af myndum
sem eiga að höfða sérstaklega til
unglinga, allskonar myndir fullar
af kúk og piss bröndumm (Nerds
ofl.) sem unglingum eiga ein-
hverra hluta vegna að þykja ofsal-
ega fyndnir. Stundum er reynt að
vanda aðeins betur til verksins og
unglingar sýndir sem persónur
sem hugsa einstaka sinnum um
eitthvað annað en niðurgang eins
og t.d. í fjölmörgum myndum
Hughes.
Skólabylgjan er tvímælalaust
í hópi betri unglingamynda þó að
hún sé ekki gallalaus.
Alan Moyle er ekki alveg nýr
i unglingamyndabransanum, árið
1980 gerði hann mynd sem heitir
Times Square og fjallar um tvær
stelpur sem gera uppreisn gegn
umhverfi sínu og flýja að heiman.
I Skólabylgjunni er líka uppreisn
en aðeins öðmvísi.
Christian Slater leikur feim-
inn menntaskólastrák, Mark
Hunter, sem er nýfluttur til „smá-
bæjar“ í Arizona ffá New York.
Honum leiðist hræðilega í nýja
skólanum og ekki minna heima
hjá sér. Hann á við hið klassíska
foreldravandamál að stríða, þau
skilja hann ekki! Hinsvegar fýrir-
lítur hann þau fyrir að hafa yfir-
gefið allar '68 kynslóðar hugsjón-
ir sínar og fómað sér fyrir ffægð
og frama. Mark fær útrás fyrir alla
innibyrgða vanlíðan með að út-
varpa henni á stuttbylgju frá kjall-
aranum heima hjá sér. Hann dul-
býr rödd sína og kallar sig Harða
Harry og talar um sjálfsmorð,
angist, samkynhneigð og kynlíf.
Harry verður umsvifalaust geysi
vinsæll á meðal unglinganna enda
er hann óhræddur við að setja út á
skólann sem er óneitanlega mjög
slæmur. Harry setur út á tilgangs-
leysi níunda áratugarins, það er
búið að gera allt, beijast fyrir öllu,
það er ekkert eftir fyrir þessa kyn-
slóð sem hefur allt en veit ekki til-
hvers það á að halda áffam að lifa.
Á endanum þegar Mark sér
hversu mikil áhrif útvarpsmaður-
inn Harry hefur á hlustenduma þá
verður hann að taka ákvörðum
um áffamhald útsendinga því að
hann er ekki viss um hvort að
hann sé í stakk búinn til að stjóma
heilli kynslóð.
Handritið er óvitlaust og
ágætlega skrifað. Það reynir líka
að vera heiðarlegt gagnvart til-
vistarkreppu unglinga. En það
vantar oft dýft í vandamálin svo
að þau virðast stundum ósannfær-
andi. En eflaust fær margur ung-
lingur svömn við eigin vandamál-
um í þessari mynd því að allir
unglingar tala sama tungumál
hvort sem er í Arizona, Reykjavík
eða Róm.
Christian Slater er mjög góður
í tvöföldu hlutverki Mark og
Harry og útvarpsatriðin em þau
langbestu í myndinni. Af öðmm
leikumm má nefha unga leikkonu
sem heitir Samantha Mathis. Hún
leikur ágætlega hressa skólasyst-
ur Slaters og er sú fyrsta sem
kemst að tvöföldu lifi hans.
Skólabylgjan er ofl fyndin en
gerir samt ekki eingöngu út á
húmor enda lífið oft allt annað en
skemmtilegt þegar maður er á
þessu óræða aldursskeiði sem
kallast unglingur.
Að lokum vil ég hvetja alla þá
unglinga sem em ekki hundrað
prósent ánægðir með sjálfa sig að
drifa sig á þessa mynd og þá sem
eiga við foreldravandamál að
stríða að taka foreldra sína með
sér.
Sif
Orðsending
frá
Verkamannafélaginu
Dagsbrún
Stjóm Dagsbrúnar vill enn ítreka við starfandi verka-
menn, sem ekki eru aðalfélagar, að skilyrði þess, sam-
kvæmt lögum félagsins, að vera fullgildur aðalfélagi í
Dagsbrún er að hafa undirritað inntökubeiðni.
Eingöngu þeir, sem eru skuldlausir aðalfélagar í Dags-
brún, hafa full réttindi í félaginu, þar á meðal kosninga-
rétt og kjörgengi í félaginu.
Skrifstofa Dagsbrúnar er að Lindargötu 9, II. hæð og er
opin kl. 9-19 mánudaga til föstudaga út janúarmánuð.
Sími félagsins er 25633.
b lönvil l!NN _ RÍnA 9