Þjóðviljinn - 12.02.1991, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 12.02.1991, Blaðsíða 5
VIÐHORF Nú geisar styrjöldin við Persaflóann sem hæst, og þegar yfir lýkur munu þúsundir manna liggja í valnum og eyðilögð mannvirki munu vitanlega marka sín spor um ókomin ár og minna á þessa vitfirringu. Auðvitað er styrjöld aldrei annað en vitfírring, það er dapurleg staðreynd að maðurinn virðist aldrei ætla að læra af reynslunni, þvert á móti reynir hann stöðugt að finna upp og þróa mannskæðari drápstól. Sökina á þessu stríði eiga Bandaríkjamenn, en þeir eru ekki að hugsa um örlög Kuwaitbúa, langt frá því, þarna eru olíuhags- munir í húfi fyrst og fremst og svo vonin um hernaðaraðstöðu. Saddam Iraksforseti er skúrkur, en það var hægt að koma honum frá án þess að hleypa þessum ragnarökum af stað, viðskipta- bannið var þegar farið að hafa al- varleg áhrif í írak og enn frekar var hægt að herða tökin, slíta til dæmis öll tengsl við íraka, stjórn- málalega sem og á öðrum svið- um. Fljótlega hefði fólkið risið upp og velt Saddam Hussein úr sessi og þar með hefði náttúrlega allt hrunið þarna um leið, hernað- arbröltið og hótanirnar í garð ná- grannanna koðnað niður. í því stríði sem nu er háð er þáttur fjölmiðlamanna mikill eins og ævinlega við þessar aðstæður, og það svo að þeim mun takast að móta skoðanir fjölda manna að mestu eða öllu leyti. Allur frétta- flutningur er nánast einhliða, linnulaust vitnað í Bush, hann segir þetta og hann segir hitt, það er sama hvort maður flettir dag- blaði, hlustar á útvarp eða horfir á sjónvarpið, alls staðar kveður við sama: Þeir í Washington eru sko hinir einu og sönnu boðberar og verjendur mannréttinda og frelsis, og eins og vænta mátti eru fremst- ir í flokki dýrkenda Washington- herranna Morgunblaðsmennimir, það er hreint alveg með ólíkind- um hve lágt þeir geta lagst í til- Vitf irrtur heimur Guðjón V. Guðmundsson skrifar breiðslu sinni á þessum herrum. stjórnina í Kína, fyrir utan náttúr- stöðva straum gyðinga þangað, Fjöldi fólks sér aldrei önnur blöð en Mbl., þannig að mat þess á heimsmálunum er verulega langt frá raunveruleikanum. Það er sorglegt til þess að vita hvað Stöð 2 hefur farið aftur í fréttaflutn- ingi. Lengi vel báru fréttir þeirrar stöðvar af, einkum voru frétta- lega að troða á eigin landsmönn- um þá hernámu þeir Tíbet fyrir nokkrum áratugum og innlimuðu landið í Kína, miljónir manna sem vitanlega vilja ekkert frekar en lifa sem ftjálsir menn í eigin landi, hvar er stuðningur Banda- rikjanna við þessa þjóð, af hveriu þar eð þeir sáu hver regin mistök þeir höfðu gert, en það var þá orð- ið um seinan, gyðingamir orðnir það fjölmennir og vel vopnum búnir, að Bretar réðu ekki við neitt og gáfust upp að reyna að stjóma þama og S.þ. tóku við og lögðu til að Palestínu yrði skipt Hvar er stuðningur Bandaríkjanna við þessa þjóð, afhverju mynduðuþeir ekkifjölþjóðaher tilþess að koma Kínverjum burt úr Tíbet? Hvað með Eystrasaltslöndin sem hafa verið hernumin afsovéskum kommúnistum í hálfa öld sem og öll A-Evrópa? skýringarþættir Jóns Orms Hall- dórssonar góðir, þar fer maður með heilbrigða skynsemi, segir hlutlaust frá málum og fjallar um málin í víðu samhengi, sem að sjálfsögðu er mikilvægt til að geta myndað sér réttar skoðanir. Hvítahússherramir í gegnum tíðina hafa svo sannarlega ekki verið, eða em frekar í dag, sannir unnendur frelsisins, það þarf ekki að kafa djúpt eða lengi í sögunni til að sjá hið rétta andlit þessara kóna. Lengst af hafa grimmir ein- ræðirherrar tröllriðið gervallri Rómönsku Ameríku með dygg- um stuðningi Bandaríkjamanna, enda hafa þeir átt þama miklar eignir og rakað saman ógrynni fjár, meðan almenningur lifði við sult og seym og stöðuga kúgun valdhafanna. Að sjálfsögðu hafa víðar en í S-Ameríku verið harð- stjórar, nægir að nefna S- Kóreu, Pakistan, Filippseyjar, íran og Taiwan, og þama er það sama upp á teningnum: Valdhafamir dyggir stuðningsmenn Bandaríkjanna. Washingtonmenn eiga sífellt meiri viðskipti við kommúnista- ERLENDAR BÆKUR Klerkur þýsku bændauppreisnarinnar The Collected Works of Thom- as Muntzer, ed. by Peter Mat- heson, T&T Clark, (xiii - 490 pp),f 24,95. í Edinborg var 1988 út gefið í enskri þýðingu safn úr ritum Thom- as Miintzer, eins og birst höfðu 1968 í útgáfu Gunther Franz, Schriften und Briefe. I ritdómi um ritsafnið í History, í júní 1990, sagði: „...í stórum hluta þessa rit- safhs, en um þriðjungur þess eru bréf, kemur Muntzer ekki fyrir sjónir sem uppstökkur eldibrandur eins og í arfsögnum. Miintzer þessi ritar bréf af hlýju og alúð og er um- hugað um heilsu vina sinna, og hjá honum er jafnvel leitað ráða gegn hálsbólgu. Þessi þægilegi, ljúfi Miintzer er fræðimaður, bókaunn- andi og kristinn menntamaður, „guru" og hrókur í félagshóp (soci- al circle). Samt sem áður örlar á hinum byrsta Möntzer hinnar stein- runnu ímyndar i bréfunum, - til dæmis i hinu valdsmannlega, langa úthúðunarbréfi hans til hins kaþ- ólska erkióvinar sins, greifans af Manfeld, „þeirrar vanstilltu, brjál- uðu persónu, sem þér eruð". I liðs- bón um þetta leyti til Friðriks vitra bar Miintzer sig upp af lítillæti eins og siður var: „...megi sá guðsótti og friður, sem heimurinn hafnar, vera með yðar kjörfurstalegu náð". Með áþekicri virðingu ritaði Miintzer 1520 til Luthers sem „fyrirmyndar og ljósgeisla vina guðs", en þau orð benda til, að Múntzer hafi staðið rótum í þýskri dulhyggju miðalda. (Skref af skrefi) sagði Muntzer skil- ið við þá ,,fyrirmynd sína og ljós- geisla": „Ég vildi finna lyktina af yður stiknandi í potti hroka yðar"... Hin þýska guðsþjónustubók MUntzers (1523-24) til afhota í All- stedt fylgdi nær (út í æsar) róm- versk-kaþólskum messusiðum. Það hlaut ef til vill ekki fyrir Thomas Miintzer að liggja að verða bylting- armaður. I þann mund sem fram- sæknir á Þýskalandi lofsungu sveitamanninn sem „hinn göfuga villimann" ritaði Muntzer um „raddaskap... fáfræði og hræsni" al- múgamannsins. I nokkru tilliti voru meginviðhorf Miintzers til guð- fræði fremur af toga hefðar og mið- alda en Luthers, sem síðar varð óvinur hans. Helsta kristfræðilegt hugtak Miintzers var „hinn bitri Kristur", - Kristur, sem fylgja bar „i örvílnan og þyngsta mótlæti", svo að tilbiðjandinn hlaut eins kon- ar réttlætingu fyrir sakir þjáningar, og það hugtak stóð rótum í guð- rækni miðalda og hinni síðmiðalda- legu „eftirbreytni eftir Kristi". ego mynduðu þeir ekki fjölþjóðaher til þess að koma Kínverjum burt úr Tíbet? Hvað með Eystrasalts- löndin sem hafa verið hernumin af sovéskum kommúnistum í hálfa öld sem og öll A-Evrópa og A-Þýskaland þar til fyrir tveim árum eða svo? Hvað gerðu Hvíta- húss-menn þessu kúgaða fólki til hjálpar? Ekki má gleyma einni þjóð, enda sú þjáðst mest og lengst og ekki sér fyrir endann á hörmung- um hennar nema síður sé, hér á ég vitanlega við Palestínufólkið, hörmungar þess hafa staðið allt frá árinu 1917 eða frá því Bretar heimiluðu gyðingum að hefja stórfellt landnám í Palestínu, en þeir réðu ríkjum þama á þessum tíma. Reyndar ætluðu Bretar að milli aðfiuttra gyðinga og hinna arabísku íbúa landsins. Og taki menn nú vel eftir, gyðingarnir áttu að fá 55% af landinu, en Pal- estinumönnum sem vom mun fjölmennarí, þrátt fyrir stöðugan flutning þeirra fyrrnefndu til landsins, eða um 1300 þúsund á móti 600 þús. gyðingum, var að- eins ætlað 45% landsins, svona var nú réttlætiskennd S.þ. á þess- um tíma. í kjölfari ályktunar S.þ. magnaðist ófriðurinn í Palestínu: Hemaðarsamtök zíonista reyndu að tryggja ályktun S.þ., með því meðal annars að eyða palestínsk- um byggðum sem lágu í nágrenni gyðingabyggða. Þau skipulögðu árásir á palestínsk þorp og hröktu þúsundir Palestínumanna frá hcimilum sinum. Þegar að því kom að samtök zíonista lýstu yfir stofnun ísraelsríkis árið 1948 höfðu þau fiæmt rúmlega 300.000 burt úr landi sínu. Eg þarf ekki að rekja þessa sorgar- sögu, enda yrði það of langt mál og þeir vita sem vilja vita, hvem- ig atburðarásin var. í dag búa Pal- estínumenn á hluta af vestur- bakka Jórdanárinnar og Gaza- svæðinu, svo og í A-Jerúsalem, sem þegar hefur verið innlimuð f ísrael. Þessi landsvæði hemámu Israelar árið 1967, framgöngu þeirra á hernámssvæðunum hefur af mörgum verið líkt við fram- ferði Gestapo og SS-sveita nasist- anna í hemumdum löndum seinni heimsstyrjaldarinnar, og það ætti að segja sína sögu um líf Palest- ínufólksins undir stjóm þessara ómenna. Dyggustu stuðnings- menn Israelsmanna eru Banda- ríkjamenn, sem beriast með þeim af alefli gegn því að þetta fólk fái að halda einhverjum skikum af landi sínu og stofni þar sjálfstætt ríki. Réttlætiskennd Washington- herranna er söm við sig. Það liggur alveg ljóst fyrir og hefur lengi gert að það sem skipt- ir Hvítahúss-menn máli er að við- komandi valdhafar séu þeim lilið- hollir og gildir þá alls engu hvaða fantar það eru. Fyrir þessari dap- urlegu staðreynd lokar stór hluti mannkynsins augunum og dratt- ast á eftir þeim eins og þægir rakkar. Heimurinn er sannarlega vit- skertur. Guðjón V. Guðmundsson ÞRANDUR SKRIFAR Alþýðublaðið flutti mikil tíð- indi á föstudaginn var eins og jafhan áður. Á forsíðu gat að líta þessafrétt: „An samráðs við borgarstjóra Það var ekki haft samráð við borgarstjóra, þegar upphituðu vatni úr Þingvallavatni var bland- að saman við hitaveituvatn á höf- uðborgarsvæðinu. Það var þáver- andi hitaveitustjóri sem tók ákvörðun um blöndunina. „Ég tek ákvörðunina sjálfur, en byggi á athugunum sérstakra kunnáttu- og fagmanna," segir Jó- hannes Zoega, fyrrverandi hita- veitustjóri, í samtali við Alþýðu- blaðið. Jóhannes segir að vatnið hafi verið hitað upp á Nesjavöllum og flutt í tönkum til Reykjavíkur þar sem það hafi verið blandað hita- veituvatni í leiðslum. Erfitt hafi reynst að líkja eftir raunveruleika á tilraunastofu. „Jafnvel vönduð- ustu tilraunir geta bmgðist," segir Jóhannes. „þetta er ekki óviðráðanlegt dæmi. Utfellingarnar em tiltölu- lega lausar en þetta getur valdið óþægindum i nokkra mánuði," segir Jóhannes Zoéga." Þetta finnst Þrándi mikil frétt og merkileg og von að Alþýðu- blaðið hafi hana efst á sinni for- síðu. Það nær auðvitað engri átt að hitaveitustjórinn ákveði án nokkurs samráðs við sjálfan borg- arstjórann hvemig hitaveituvatnið er blandað. Það er beinlínis for- kastanlegur dónaskapur að taka vísindalegar rannsóknir fram yfir hugsanlegan vilja eða skoðanir Blandað án sammðs borgarstjóra, fyrir nú utan pólit- ískar afleiðingar slikrar ráðstöf- unar. Hafnfirðingar eru sósíal- demókratískari i sér en aðrir landsmenn og hafa sett fjörðinn „í A-flokk" eins og sagt er með því að kjósa yfir sig hreinan meiri- hluta Alþýðuflokksins. Sjálfstæð- isflokkurinn ræður aftur á móti öllum öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Ef hita- veitustjóri hefði sýnt nauðsynlega aðgæslu í starfi hefði hann hringt í borgarstjóra og átt við hann eft- irfarandi samtal: „Sæll og blessaður. Þetta er Jóhannes Zoega hjá Hitaveitunni. „Sæli Jóhannes minn," svarar Davíð góðlega. „Mér datt i hug að spyrja þig hvort ég mætti blanda Þingvaíla- vatni í hitaveituvatnið." „Þingvallavatni. Til hvurs?" spyr Davíð á móti og er nú stuttur i spuna. „Til að drýgja vatnið og gá hvað gerist." „Hvað getur gerst?" „Það geta orðið innfellingar, útfeilingar, niðurfellingar, upp- fellingar og áreiðanlega brottfeíl- ingar. Vatnið fellur á brott úr píp- unum." „Get ég þá ekki farið í bað?" „Við mundum nú sjá til þess að fellingarnar kæmu fram á fyr- irfram völdum stöðum." Þá glaðnar yfir borgarstjóran- um sem sér um leið að hann getur launað vissum aðilum lanibið gráa. „Þú segir nokkuð. Er ekki hægt að lækka kratarostann í Hafhfirðingum, kæla þá virkilega niður?" „Jú, jú," svarar Jóhannes. „Þú verður þá að vera akkúrat eins og strákarnir við Persaflóann og hitta nákvæmlega á Hafhar- fjörð, helst af öllu skrifstofuna hjá Guðmundi Áma sjálfum. Þú skalt eiga mig á fæti ef þú kælir niður okkar menn í Kópavogi eða Garðabæ." „Já, já, ég skal sjá til þess að þeir sleppi alveg." Samkvæmt frétt Alþýðu- blaðsins tók hitaveitustjórinn sér óverðskuldað frelsi til að taka ákvarðanir án samráðs við borg- arstjóra með afleiðingum sem all- ir þekkja. Kópavogsbúar, sem em að sönnu dálítið framsóknar- blandaðir í sínum meirihluta, máttu þola órétt af hitaveitunni. Garðbæingar lentu algerlega óverðskuldað í sömu hremming- unum. \ Svona hegðun nær auðvitað engri átt; taka ákvörðun án þess að spyrja borgarstjórann! Em því virkilega engin takmörk sett sem óbreyttir hitaveitustjórar halda að þeir geti leyft sér?! - Þrándur. Þriðjudagur 12. febrúar 1991 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.