Þjóðviljinn - 12.02.1991, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 12.02.1991, Blaðsíða 2
FRETTIR Ríkismat siávarafurða Öryggisnetið eflt Hagtíðindi Einstæðum mæðrum fjölgar Unnið að frekari framþróun núverandi kerfis í sjávarútvegsráðuneytinu og Ríkismatinu Vegna mikilla framfara ann- arra þjóða í skipulagi eftir- lits og fyrirkomulagi afurða- mats hefur nú verið hafist handa hjá Ríkismatinu og sjáv- arútvegsráðuneytinu um frek- ari framþróun þess kerfis sem við búum við í dag. Þetta kemur fram í síðasta fréttablaði Ríkismatsins. Þar er greint frá því að í kjölfar aukinnar umræðu um mengun í heiminum verji opinberir aðilar í Bretlandi, Bandaríkjunum, Kanada, Astraliu og víðar nú meiri tíma og pening- um í að endurskipuleggja sín eft- irlitskerfi og leiðbeiningarstörf í sjávarútvegi. Gísli Jón Kristjánsson fisk- matsstjóri segir að ef til vill séu Islendingar að missa það forskot sem þeir hafa haft á þessu sviði, en eins og kunnugt er þá eru gæði, hreinlæti og heilbrigði íslenskra sjávarafurða sífellt mikilvægari þættir í samkeppninni við aðrar þjóðir. Fiskmatssjóri segir að Kan- adamenn séu komnir með besta kerfið i dag á sviði eftirlits og leiðbeiningarstarfa í sjávarútvegi, en þeir hafa fylgt sömu línu og mörkuð hefúr verið hjá Rikismat- inu. Fiskmatsstjóri segir að við getum margt af þeim lært en það sé hinsvegar spuming um vilja og peninga. Þótt fáir efist um gildi þeirrar starfsemi sem miðar að því að efla hina jákvæðu ímynd íslenskra sjávarafurða, finnst forráðamönn- um Ríkismatsins að starfsemi stofnunarinnar hafi oft mætt litl- um skilningi og að hlutverk henn- ar hafi ekki verið metið sem skyldi. -grh Endurkröfur Langmest vegna ölvunaraksturs Endurkröfur vátryggingarfé- laga á tjónvalda í umferð á síð- asta ári námu alls ríflega 18 milj- ónum króna og nam hæsta end- urkrafan rúmlega 1,6 miljón króna. Yfir 90% var vegna ölv- unaraksturs. Samkvæmt umferðarlögum eignast vátryggingarfélag, sem greitt hefúr bætur vegna tjóns af völdum ökutækja, endurkröfurétt á hendur þeim, sem tjóni olli af ásetn- ingi eða stórkostlegu gáleysi. Á síðasta ári afgreiddi endur- kröfunefnd vátryggingarfélaganna alls 154 mál. Af þeim samþykkti nefndin endurkröfur að öllu leyti eða hluta í 149 málum. Þar áttu hlut að máli 123 karlar og 26 konur. Aðrar ástæður en ölvun réðu endurkröfum í 10 tilvikum. Árið 1989 voru ástæður endurkröfú vegna ölvunar í 120 málum, en aðr- ar ástæður réðu endurkröfu í 13 málum. Ölvunartilvikum hefúr því farið hlutfallslega íjölgandi milli áranna 1989 og 1990, eða um 3%. Hjá tjónvöldum, sem endur- krafðir voru vegna tjóna af völdum ölvunar, reyndust 62 hafa um og yf- ir 2 prómill vínandamagn í blóði, þar af 6 um og yfir 3 prómill. En eins og kunnugt er þá telst ökumað- ur óhæfur til stjóma ökutæki ef vín- andamagn í blóði hans nemur 1.20 prómill eða meira. -grh Bolludagur var í gær. - Þá gleymdi þjóðin um tfma öllum kaloríuvanda og hámaði I sig um miljón bollur. Þeir munu svo enn bæta við sig (dag með saltkjöti og baunum, enda fastan framundan. Mynd: Kristinn. Kosningar Grænir fram í vor Grænt framboð hefur ákveð- ið að bjóða fram til alþingis þann 20. apríl næstkomandi. Á íúndi sem Græningjar héldu fyrr í þessum mánuði ákváðu þeir að fara fram í vor vegna góðra undirtekta í síðustu borgarstjómarkosningum. Fram- boðið er opið öllum áhugamönn- um um umhverfismál. Grænt ffamboð mun leggja megináheslu á eftirfarandi mál í kosningabaráttunni: Islendingar taki skýra af- stöðu gegn Persaflóastriðinu. - Hætt verði fyrirhuguðum áformum um nýtt álver og leitað verði að lausnum varðandi at- vinnuuppbyggingu s.s. matvæla- og vatnsútflutning, ferðamanna- iðnað og aðrar greinar þar sem hin hreina og ómengaða ímynd okkar nýtist okkur vel. - Tekinn verði upp mengunar- skattur sem leggist á fyrirtæki í samræmi við þá mengun sem þau valda.“ Vinnuhópur ffamboðsins hef- ur undanfarið unnið að nauðsyn- legum formsatriðum og gert skoðanakönnun um skipan efstu sæta. BE Fróði Björnsson, framkvæmdastjóri Tölvustofunnar hf., afhendir Ingvari Ásmundssyni, skólameistara Iðnskólans í Reykjavík, gjöf fyrirtækis sfns. Kraft-miklir tónleikar Kraft-miklir tónleikar verða í Norræna húsinu á morgun, mið- vikudaginn 13. febrúar kl. 12.30. Flutt verður amerísk samtímatón- list eftir William og Leo Kraft. Eiríkur Öm Pálsson leikur á trompet og Pétur Grétarsson á slagverk. Megas á Tveimur vinum Nk. fimmtudagskvöld verða stórtónleikar á skemmtistaðnum Tveir vinir og annar í fríi. Þau sem stíga á stokk eru: Megas og hans Hættulega hljómsveit, en auk Megasar er hljómsveitin skipuð þeim Guðlaugi Óttarssyni gítar, _Birgi Baldurssyni trommur, Jóni Ólafssyni hljómborð og Har- aldi Þorsteinssyni bassa. Björk Guðmundsdóttir er gestur kvöldsins. Miðasala hefst kl. 21. Iðnskólinn fær hönnunarforrit Iðnskólanum í Reykjavík voru nýlega gefin fimm forrit til kennslu í bókiðnaðardeild. Það var Fróði Bjömsson, fram- kvæmdastjóri Tölvustofunnar hf., sem afhenti forritin. Hér er um að ræða hönnunarforritin Design Studio, Color Studio, Image Studio og Letra Studio frá fyrir- tækinu Letraset. Studio-forritin frá Letraset em sniðin fýrir Mac- intosh tölvur. Þau em ein fúll- komnustu forrit til sinna nota sem nú em á markaði. Gjöfin gerir skólanum kleift að bæta vemlega kennslu í þeim þáttum bókagerð- ar, sem snýr að hönnun og upp- setningu prentgripa. Vextirog peningamáií Bankaskólanum Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra verður gestur bankamanna á ráðstefnu um vexti og peningamál í Bankamanna- skólanum, Laugavegi 101, í kvöld kl. 20.30. Skóflustunga hjá Öryikjabandalaginu Á laugardag var tekin skóflu- stunga að nýju fjölbýlishúsi sem Hússjóður Öryrkjabandalagsins reisir, en Hússjóðurinn verður 25 ára 22. febrúar nk. I húsinu verða 33 íbúðir, 2ja til 4ra herbergja. Em þær m.a. gestaíbúðir sem verða leigðar MS-félaginu, en fé- lagið ætlar að koma upp dagvist- un og endurhæfingaraðstöðu í tengslum við bygginguna. Þörf íbúðarhúsnæðis fyrir öryrkja er mjög mikil. í dag em 300 manns á biðlista eftir íbúð. Tekjustofh Hússjóðs er fólginn í tekjuhluta hans frá Islenskri getspá, Lottói. í eigu sjóðsins em 379 íbúðir víðs vegar á Iandinu, þar af 300 í Reykjavík. Stúdentar mótmæla sjóðshappdrætti Stúdentaráð Háskóla íslands hefúr sent Óla Þ. Guðbjartssyni dómsmálaráðherra ályktun þar sem mótmælt er „aðfor þeirri að einkaleyfi Happdrættis Háskóla íslands á peningahappdrætti sem Tæplega 7300 kjarnafjöl- skyldur eru föðurlausar í land- inu. Einstæðir feður eru hins vegar 553 og á framfæri þeirra eru færri börn en á framfæri einstæðra mæðra. Einstæðum mæðrum á landinu öllu fjölgaði um 300 á milli árana 1989 og 1990. Þetta kemur fram ásamt fleiri athyglisverðum tölulegum upplýsingum í Hagtíðindum frá því í desember 1990. Einstæðar mæður em hlut- fallslega flestar í Reykjavík. Höf- uðborgin er jafnframt, ásamt Ak- ureyri, í hópi þeirra fáu staða á landinu þar sem konur em tölu- vert fleiri en karlar. Karlar em fleiri en konur í allflestum hrepp- um og bæjum landsins. Margir em vissulega ógiftir í verinu því að ógiftir karlar em fleiri en konur í mörgum byggð- um landsins. En í Reykjavík búa um 7500 fráskildar konur en að- eins tæplega 4000 karlar sem eins er ástatt um. Þó má gleðja þær makalausu með því að í heild em fleiri ógiftir karlar í höfúðborg- inni en konur. Hér munar þó ekki eins miklu og úti um land eins og t.d. á Vestfjörðum þar sem ókvæntir karlar em nokkuð fjöl- mennari en ógiftar konur. BE Söngvakeppnin Nín? framlag Islands Lagið Draumur um Nínu eftir Eyjólf Kristjánsson, í flutningi höfundar og Stefáns Hilmarssonar, sigraði í undan- keppni söngvakeppninnar. Nína verður því framlag íslands í Söngvakeppni sjónvarpsstöðva í Róm á Ítalíu í vor. Það vom sigurvegaramir frá því í fyrra, þeir Hörður Ólafsson og Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, sem veittu Nínu harðasta sam- keppni. -Sáf frumvarp til laga um sjóðshapp- drætti til stuðnings flugbjörgun- armálum og skák er.“ í ályktuninni segir að það að greiða vinninga út í formi rikis- skuldabréfa sé ekkert annað en peningahappdrætti og hljóti því að teljast árás á einkaleyfi það sem Happdrætti HÍ hefúr til árs- ins 2000. Þessu er mótmælt og hvatt til endurskoðunar á fium- varpinu. _ Minnt er á að Happ- drætti HÍ borgar um 20% af brút- tótekjum sínum í einkaleyfisgjald til ríkissjóðs. Hræðslan við áhrif... „Hræðslan við áhrif í íslensk- um bókmenntum: Frá Pilti og stúlku til Síðasta orðsins“ nefnist fýrirlestur sem dr. Rory Mc Turk, lektor í ensku við Leeds-háskóla, flytur í boði Stofnunar Sigurðar Nordals. Fyrirlesturinn verður í stofú 101 í Lögbergi í dag kl. 17.15 og er öllum opinn. Rory Mc Turk hefúr skrifað mikið um íslenskar bókmenntir, fomar og nýjar. Væntanleg er eftir hann bók um Ragnars sögu loðbrókar. Fyrirlesturinn verður fluttur á ís- lensku. 2.SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjuudagur 12. febrúar 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.