Þjóðviljinn - 20.02.1991, Side 3

Þjóðviljinn - 20.02.1991, Side 3
FRETTIR Bvggðamál Blásið til nýrrar sóknar Valddreifing og aukin ábyrgð heimamanna. Byggðastofnun verði efld. RARIK og Landsvirkjun sameinaðar Valddreifing, aukin ábyrgð heimamanna á eigin mál- um og jafnvægi í byggð, ásamt því að Byggðastofnun verði fal- ið að hafa meira frumkvæði í stefnumótun til eflingar byggð- ar og atvinnulífl á landsbyggð- inni, er meðal þess sem byggða- nefnd forsætisráðherra og nefnd sem fjallaði um skipuiag Byggðastofnunar og fyrstu að- gerðir í byggðamáium leggja til. Þær leggja til að tafarlaust verði gerðar þær ráðstafanir sem tryggi að raforkuverð verði eitt og hið sama til allra dreifiveitna og að raforkuverð í smásölu verði jafnað til sambærilegrar notkunar. Rafmagnsveitur ríkisins og Landsvirkjun verði sameinaðar í eitt orkuöflunar- og dreifingarfyr- irtæki þar sem ríkið eigi meiri- hluta. Byggðanefnd leggur áherslu á í sínum tillögum að byggðaáætlun verði lögð fyrir Alþingi þegar á næsta hausti. I tengslum við vænt- anlegar breytingar á deildaskipt- ingu Alþingis telur nefndin nauð- synlegt að sérstök nefnd fjalli um byggðamálin. Á þann hátt yrði færð inn á Alþingi sú vinna að stefnumótun í byggðamálum sem fram hefur farið í nefndum utan Alþingis á undanfömum árum. Tillögur nefndanna voru kynntar i gær en byggðanefnd forsætisráðherra var skipuð i janúar í fyrra eftir tilnefningu allra stjómmálaflokkanna sem þá áttu fulltrúa á Alþingi. I nefndinni sem gerir tillögur um skipulag Byggðastofhunar og fyrstu að- gerðir í byggðamálum áttu sæti fulltrúar ríkisstjómarflokkanna. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra sagði að hann mundi leggja ffam fmmvarp á Al- þingi á næstu dögum um breyt- ingar á lögum um Byggðastofnun og félagsmálaráðherra er að skoða fhxmvarp um breytingar á sveitarstjómarlögum sem jafnvel verður lagt fram á þessu þingi. I tillögum byggðanefndar er jafnframt lagt til að Byggðastofh- un geri byggðaáætlun til fjögurra ára sem forsætisráðherra leggi fyrir Alþingi til samþykktar. Þannig myndi Alþingi a.m.k. ann- að hvert ár fjalla um byggðamál og þau áhrif, sem ákvarðanir og aðgerðir - eða aðgerðaleysi - stjómvalda hafa á þróun byggðar og ætti sú umfjöllun að stuðla að málefnalegri umræðu um byggðamálin í þjóðfélaginu. Lagt er til að í hveiju kjördæmi verði starfandi atvinnuráðgjafi og eitt eða fleiri atvinnuþróunarfélög sem Byggðastofhun veiti stuðn- ing við atvinnuráðgjöf og þróun- arstarf. Einnig leggi stofhunin ffam áhættufjármagn til þeirra verkefna sem álitleg þykja. -grh Kvikmyndir Ráðist í fjögur stór verkefni Handrit Kristínar Jóhannesdóttur, „Svo á jörðu sem á himni valið sem íslenskt verkefni Norræna kvikmyndasjóðsins 1991 Islensk dómnefnd hefur valið handrit Kristínar Jóhannes- dóttur, „Svo á jörðu sem á himni“, sem íslenskt verkefni Norræna kvikmyndasjóðsins 1991, en það felur í sér að myndin verður að mestu leyti ijármögnuð af opinberu fram- lagi frá Norðurlöndunum fimm. Kvikmyndasjóður Islands til- kynnti einnig um úthlutanir ársins 1991, sem nema 57,5 miljónum og fara til 13 aðila. Þar af fara stærstu styrkimir til Óskars Jóns- sonar (15 miljónir kr. fyrir hand- ritið Sódóma, Reykjavík), kvik- myndafélagsins Gjólu hf. (Ásdís Thoroddsen o.fl.), sem fær 14,3 miljónir fyrir handritið „Ingaló á grænum sjó“, og Þumals, sem fær 7,2 miljónir til að kvikmynda handritið „Helgi og folaldið". Aðrir styrkir Kvikmyndasjóðs renna til stuttra heimildarmynda, handritsgerðar, undirbúnings- vinnu, stuttmynda og teikni- mynda. Svo á himni... Kristín Jóhannesdóttir sagði handrit sitt vera ástar- og örlaga- sögu, er byggði meðal annars á þeim sannsögulega atburði er ffanska rannsóknaskipið Po- urquoi Pas? fórst á Breiðafirði 1936. Sagan er sögð út ffá sjónar- hóli ungrar stúlku og er fijálslega farið með heimildir, auk þess sem skyggnst er aftur til atburða er gerðust á sama stað á 14. öld. Kristín sagði myndina fjalla öðrum þræði um átrúnað, örlaga- trú og hindurvitni og um það að hve miklu leyti maðurinn réði ör- lögum sinum sjálfur. Myndin gerist á þeim tíma þegar borgarastyijöldin geisaði á Spáni og gyðingaofsóknir voru vaxandi í álfunni og heimsstyij- öldin í aðsigi. Með tilvísuninni til 14. aldar eru raktir atburðir er gerðust á sama stað á þeim tíma og leiddu til þess að staðurinn var fordæmdur af konu. Þá geisaði pestin í Evrópu og einnig þá voru gyðingar ofsóttir og sagðir upp- hafsmenn af þeim sjúkdómi. Þannig eru vissar hliðstæður rakt- ar í tíma og rúmi er vekja upp spuminguna um það hvort sagan sé endurtek q eða í hvaða mæli maðurinn ráði sínum eigin örlög- um, sagði Kristín. Óskar Jónsson, Ásdís Thoroddsen og Kristín Jóhannesdóttir hrósuðu happi ( húsnæði Kvikmyndasjóðs (gær. Mynd: Kristinn. Kristín hóf heimildasöfnun fyrir handritsgerðina 1984 og hef- ur margskrifað handritið síðan, en kvikmyndataka hefst i sumar og mun hún sjálf leikstýra verkinu. Sódóma... Handrit Oskars Jónssonar, „Sódóma, Reykjavik“, fjallar um Reykjavík samtímans, að sögn höfundar, og lýsir því hvemig unglingar í höfuðborginni upplifa ýmsar skuggahliðar mannlífsins, landabrugg, smygl og mafíustarf- semi. Þetta verður leikin mynd í fullri lengd og hefjast tökur í sumar. Áætlað er að myndin kosti um 50 miljónir króna, en sfyrkur- inn nemur 15 miljónum. Óskar Jónsson leikstýrir, og er þetta önnur mynd hans í fullri lengd. Sú fyrri hét „Sjúgðu mig Nína“ ffá 1983 á 8 mm filmu. Þá hefur Ósk- ar einnig gert stuttmyndir. Ásdís Thoroddsen verður leikstjóri kvikmyndarinnar „Inga- ló á grænum sjó“, sem hlutafélag- ið Gjóla fékk 14,3 miljóna króna styrk til að gera. Ásdís sagði myndina fjalla um skapstóra ‘stúlku ffá Ströndum og samskipti hennar við skipsfélaga á mótor- bátnum Gvendi, þar sem hún starfar sem kokkur. Myndin verð- ur tekin í sumar, m.a. á Drangs- nesi og Suðureyri. Ásdís lauk námi ffá Kvik- myndaakademíunni í Berlín 1989 með leikstjóm sem sérfag, og verður þetta fyrsta langa kvik- myndin hennar. Framleiðandi myndarinnar fyrir Gjólu hf. verð- ur Martin Schluter, Anna The- ódóra Gunnlaugsdóttir gerir leik- mynd og þau Halldóra Thorodd- sen og Eggert Þorleifsson koma einnig við sögu. Af öðrum styrkjum má nefna 8,5 miljóna ffamlag til Nýja bíós fyrir heimildarkvikmynd um Jón Leifs, miljón kr. til Halldórs Þor- geirssonar fyrir undirbúning að „Jörundi hundadagakonungi", aðra miljón til Hákonar Oddsson- ar og Siguijóns B. Sigurðssonar fyrir undirbúning að „BINGÓ“ og sömuleiðis til Baldurs Hrafnkels Jónssonar fyrir „Krossgötur“, tvær milj. kr. til Ólafs Jónssonar til gerðar heimildarmyndar um Ragnar í Smára og aðrar tvær milj. til Sigurbjöms Aðalsteins- sonar til að gera stuttmyndina „Ókunn dufl“. Þá vom einnig veittir tveir sfyrkir til teiknimynda og miljón kr. til Kvikmynda- klúbbs Islands. Úthlutunamefndina skipuðu Róbert Amfinnsson, Sigríður Dúna Kristmundsdóttir og Sig- urður Valgeirsson og hlutu 13 verkefni einhveija úrlausn af 85 umsóknum. -ólg. Gervihnattasiónvarp Næiri helmingur horf ir aldrei Svavar Gestsson: Vildum vita hver vœru viðhorf þjóðarinnar í grófum dráttum Fjörutíu prósent lands- manna hafa aldrei horft á út- sendingar Sky eða CNN sam- kvæmt skoðanakönnun sem Fé- lagsvísindastofnun vann fyrir menntamálaráðuneytið dagana 8.-12. febrúar. Af þeim sem hafa horft hafði tæpur helmingur ekkert horft vikuna fyrir könn- unina. Menntamálaráðherra Svavar Gestsson sagði að þegar þessar út- sendingar hefðu verið leyfðar með reglugerðarbreytingu 17. janúar s.l. hefði ráðuneytið viljað kanna viðhorf þjóðarinnar til þessa. I henni kemur ffam að 41 prósent telja sig skilja svo til allt óþýtt efni. Um 16 prósent telja að óvenju mikill vandi steðji að ís- lenskri tungu um þessar mundir vegna erlendra áhrifa. Athyglis- vert er að árið 1986 var þetta hlut- fall 21,1 prósent. Konur hafa meiri áhyggjur af þessu en karlar. Af þeim sem tóku afstöðu töldu 79 prósent að ákvörðun ráðherra um að breyta reglugerðinni hefði verið rétt en rúm 80 prósent telja þó að stjómvöld eigi að setja reglur um þýðingar sjónvarpsefnis og það eru aðeins tæp 16 prósent sem vilja það vald í höndum sjónvarps- stöðvanna. Þó telja rúm 65 prósent aðspurðra að heimila megi unda- þágur ffá meginreglu um þýðingar. Skoðanakönnun Stjómin með meirihluta Sjálfstæðisflokkurinn fengi 46,2% fylgi ef gengið væri til kosninga nú samkvæmt skoðanakönnun sem Félagsvís- indastofnun gerði fyrir Morg- unblaðið og hefur fylgi Sjálf- stæðisflokksins minnkað um rúmt prósentustig frá því að Fé- lagsvísindastofnun gerði síðast könnun á viðhorfum kjósenda, í nóvember í haust. Einnig var spurt um afstöðu til ríkisstjómarinnar og sögðust 40,2% styðja ríkisstjómina en 36,9% vom henni andvígir. 23% vom hlutlausir í afstöðu sinni. Alþýðuflokkurinn fengi 14,7%, Framsóknarflokkurinn 20,9%, Alþýðubandalagið 8,9% og Kvennalistinn 7,8%. Aðrir flokkar náðu ekki einu prósenti í könnuninni. í Reykjavík fengi Sjálfstæðis- flokkurinn 54,8%, Alþýðuflokk- urinn 13,4%, Framsóknarflokkur- inn 9%, Alþýðubandalagið 10,7% og Kvennalistinn 11%. I Reykjanesi fengi Sjálfstæð- isflokkurinn 50,5%, Alþýðu- flokkurinn 19,9%, Framsóknar- flokkurinn 13,9%, Alþýðubanda- lagið 6,9% og Kvennalistinn 8,3%. Könnunin var unnin 8.-12. febrúar og var leitað til 1500 manns og var svarhlutfall 72,9%. -Sáf Miðvikudagur 20. febrúar 1991 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.