Þjóðviljinn - 20.02.1991, Side 4

Þjóðviljinn - 20.02.1991, Side 4
ÞJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar KLIPPT OG SKORIÐ Þegar hernaöar- bandalag hverfur í fyrri viku var frá því skýrt að aðildarríki Varsjár- bandalagsins hefðu samþykkt að leggja það niður sem hernaðarbandalag fyrir fýrsta apríl. Það má hafa fyrir satt að þetta sé ekkert aprílgabb og það er vitanlega fagnaðarefni blaðtetri, sem hefur lengi agnúast út í tví- skiptingu heimsins og Evrópu milli ofvopnaðra hernað- arbandalaga, að annað þeirra sé komið svo að fótum fram að það gefist upp á því að vera til. En þá er það andskoti þeirra Varsjárbandalags- manna, Nató. Hvað verður nú um hann? Nató leitaði sér réttlætingar í því á sínum tíma að það þyrfti að sporna gegn háska af miklum hernaðarmætti Rússa, Varsjár- bandalagið kvaðst síðan þurfa að vera til vegna hásk- ans frá Nató, og leitaði þó sérstaklega að réttlætingu fyr- ir sinni tilveru í þvl að Vestur- Þýskaland kom sér upp her og gekk í Nató. Menn gætu því ætlað að Natómenn hefðu glutrað niður sínum tilverugrundvelli þegar lið andstæðingsins hefur sundrast og það komið á daginn að auki að hernaðarmáttur Sovétmanna sjálfra var jafn- an mjög ofmetinn - ekki síst vegna þess að hernaðar- tækni þeirra var í flestum dæmum kynslóð á eftir vest- rænum vígbúnaði. En því er nú ekki að heilsa. Það eru alltaf að heyrast yfirlýsingar, sem Morgunblaðið heldur mjög á lofti, um að „engin áform eru uppi um að leggja Atlantshafs- bandalagið niður“. Morgunblaðið telur (til dæmis í síð- asta Reykjavíkurbréfi) að það bandalag þurfi að standa áfram til að „veita vernd gegn Sovétríkjunum eða því ríki sem tekur við af þeim“. Þetta er slöpp röksemd, bæði vegna þess að Sovétríkin eru, sem fyrr segir, ekki það hernaðartröll sem menn fyrr töldu og svo vegna þess að það er eins og gert ráð fyrir því fyrirfram að Rússland hljóti (hver sem fer með völd) að verða einskonar and- skoti Vestur-Evrópu. Eða öðruvísi verða ekki skilin um- mælin um „það ríki sem tekur við“ af Sovétríkjunum. Hitt er svo ekki undarlegt að Natómenn vilji halda í sitt bandalag með einhverjum ráðum. Nató hafði frá upphafi margháttaðan tilgang eða tilverurök. Eða svo vitnað sé í einn af breskum guðfeðrum bandalagsins, þá átti það að „halda Rússum frá Evrópu, Bandaríkjamönn- um inni og Þjóðverjum niðri". Ef að fyrsti liður setningar- innar fellur úr gildi, þá standa hinir samt eftir: viðleitni Bandaríkjanna til að hafa fingur á málum Evrópu, sem og ótti ýmissa aðila við að Þjóðverjar gerist ofjarlar allra sinna sessunauta í evrópskum samtökum. Þetta vilja menn helst ekki segja upphátt í Brussel, en ekki er að efa að þetta eru „tilverurök" sem skipta í raun máli. En svo er eitt enn. Sá Flóabardagi sem nú er háður gegn írak með þrjú Natóríki sem helstu styrjaldaraðila staðfestir m.a. spádóma um að í stað þess fjandskapur milli austurs og vesturs sem við bjuggum við í fjörutíu ár komi árekstrakeðja sem kenna má við norður gegn suðri. í þeirri stöðu muni hin ríku iðnaðarveldi í norðri fylkja liði til að koma í veg fyrir að nokkur sá aðili verði öflugur í Þriðja heiminum, sem geti gert þeim lífið leitt með breyttu verðlagi á olíu eða hráefnum eða sett þeim að öðru leyti stól fyrir dyr. Og þá geta menn hæglega séð það fyrir sér að vaxandi þrýstingur verði á að gera Nató að sameiginlegri „heimslögreglu" Norður-Ameríku og Evrópubandalagsins, hins ríka „Norðurs", um allan heim. Þar með er komin upp allt önnur staða en var í vígbúnaðarkapphlaupi milli austurs og vesturs. Og mál til þess komið að íslendingar beini Natóumræðu sinni að þessum þætti málsins. Ekki síst vegna þess að í næstu árekstrum norðurs og suðurs er alls ekki víst að menn eignist eins „þægilegan'1 (þ.e.a.s. illræmdan) andstæð- ing og Saddam Hússein, sem allir vilja fordæma, hvað sam þeir annars hugsa um aðdraganda og framkvæmd Flóabardagans nú. ÁB. Thor Vilhjálmsson og Örn Þorsteinsson með samvinnuverkefni Ijóðskáldsins og myndlistarmannsins 1986: Spor f spori (Step inside Step). Mynd: Sigurður Mar. Thormeðippon Thor Vilhjálmsson, sem er út- smoginn í júdó, náði að mati dómnefndar ippon (fullnaðar- sigri) gegn poppurum og lág- menningu í ræðu við afhendingu íslensku bókmenntaverðlaunanna um daginn. Prúðbúnir hátíðar- gestir í Listasafhi íslands, sem voru dómarar að þessu sinni, fognuðu neyðarlegum ummælum hans og samanburði, þar sem hann sýndi fram á, að ráðamenn dekruðu um of við poppara. Arásartækni Thors grundvall- aðist á því að popptónlist dygði ekki til annars en eyða einmana- leik fólks i lyftum og kjörbúðum. Auka þyrfti skilning og stuðning við göfuga list, en draga úr fjá- raustri í dellumar. En nú spyija sumir: Hví má ekki létta lund þeirra sem í lyftum dúsa? Og með öðrum hæhi en tíðkast hjá strengjasveitum? Þeha er kannski ekki lengur bara um- ræðan um lágmenningu og há- menningu, músík og músak. Staðreyndin er trúlega sú, að öllum þeim sem fást við skapandi og túlkandi athæfi í samtímanum veitir ekkert af að standa saman og virða hvert annað. Bassaleik- arinn í þungarokkshópnum þarf að átta sig á því að Michelangelo er hans megin. Og það er hlutverk „hámenningar“- fulltrúanna að leiða þungbassaleikaranum þetta fyrir sjónir. Þóh hlægilegt sé að sjá þá engjast, er því spumingin hvort popparar eiga skilið öll þessi af- dráttarlausu hengingar- og lástök Thors. Og ef þeir em af hinu illa: Mega vondir hvergi vera? Svo ekki sé nú talað um hih, sem virð- ist sérstakt feimnismál á tímum erlendra fréttasjónvarpa: Er styrk- ur „hámenningarinnar“ ekki meiri en svo að honum stafi mest ógn af „Iágmenningunni“? Sú fullyrðing að opinberir að- ilar styrki mslið á kostnað gulls- ins þarf líka nánari röksemda við. Poppplötusalan hefur dregist saman vegna erfiðrar samkeppni við bækur sem ekki bera virðis- aukaskatt. Popparar borga skemmtanaskatt af tónlistarflutn- ingi, klassíkerar ekki. Rikisvaldið ætlar að styrkja myndarlega út- gáfu erlendis á 9 geisladiskum með hljómlist Sinfóníuhljóm- sveitarinnar osfrv. MúsakogMózart Fyrr á tíð lagði þessi klippari til að erlenda orðið „muzak“ yrði þýtt með íslenska heitinu „tón- last“, í niðmnarskyni. En músak er sá færibandataktur hljómanna sem skolast oft í reiðileysi úr sím- tólum, hátölumm verksmiðja, verslana og ýmissa biðstöðva. Spumingin sem hefúr vaknað æ rækilegar með árunum er samt þessi: Hentar ekki hvað sínum stað og stund? Er ekki músakið jafh gagnlegt og stígvélið, þóh hvomgt eigi endilega heima í óp- erunni? Hér er dæmi: Klipparinn gleymir seint hve ljúflega hún lét í eyrum bátsveija, kammertónlist Rikisútvarpsins, (þeha er fyrir daga Rásar 2), þegar siglt var eih blíðskaparsíðdegi á Breiðafirði og vitjað um haukalóðimar á áh- unda áratugnum. En þegar vinnan hófst og hvað djöfúllegast gekk að greiða þömngaflækjumar úr veiðarfæmnum, kallaði menning- arlega sinnaður formaðurinn (sem hafði hlustað með ánægju á fiðl- umar ffam að þessu) í örvæntingu sinni: „Slökkvið á þessu helvíti!“ Og sjókaldur sannleikurinn er sá, að við lýjandi skítverkið áhi músakið betur við en Mozart, stígvélin í stað spariskónna. Og Mozart áhi betra skilið en lenda í hlutverki böðuls við Bjameyjar. Miðlungs-fiðlungar En stríð skálda við trúða, eins og glíma Thors við popparana, em ekki ný af nálinni, og hafa þar að auki kannski alltaf orkað tví- mælis. Allar götur ffá 13. öld eigum við nefnilega heimildir um ís- lensk skáld við norskar hirðir, sem kvörtuðu undan þvi að ómerkilegir trúðar og dægurtón- listarmenn drægju frá þeim at- hyglina. Nærri fjárhirslum Nor- egs espaðist alls kyns Iágmenning þess tíma, loftfimleikar, trúbadúr- ar og hávaði. Núna vitum við, að þessir lið- ugu og tónvissu grallarar sem ís- lensku skáldin níddu í kveðling- um, vom ffumkvöðlar ágætra hluta í leikhúsi og tónlist miðalda, varðveittu mikilvægar hefðir og vom langt frá því eins hættulegir menningunni og skáldin okkar töldu. Hins vegar fór markaður fyrir konungaljóð þverrandi og eftir því sem eftirspum eftir af- urðum íslensku skáldanna minnk- aði, gerðust þau væntanlega gagnrýnni á samkeppnisaðilana. Og unnendum strengjatónlist- ar er hollt að muna, að í eitraðri baráttu hirðskáldanna okkar í Noregi við trúðleikara, loftfim- leikamenn og tónlastara, - þóhi þeim fiðluleikaramir hvað óhugn- anlegastir. Fiðlungar fá skuggalega út- reið í íslenskum fombókmennt- um, þeir em þjófar, éta kjöt á föstudögum og draga athyglina ffá hirðskáldunum með því að keppa við þau bæði um opinber ffamlög og hylli kvenna. Og er það ekki þarft umhugs- unarefni fýrir þá sem æsa sig út af dægurlögum, að margt af því sem kammersveitir og sinfóníuflokkar spila núna með grafalvarlegum svip em ekkert annað en gömul dægurlög síns tíma, fúllkomið léttmeti. Bach var rekinn úr org- anistastarfi vegna hávaðans og rytmans. Já, jafnvel trommarann í harðarokkshópnum á ekki að flæma burt, heldur bjóða velkom- inn í fomneyti Hómers, Miche- langelos og Jóns Leifs. Þóh poppöskrið sé ekki ýkja skapandi, er túlkun þess sterk og ögrandi. Ekki bara niðurrif, heldur ákall og yfirlýsing, staðhæfmg, rammis- lagur aldarinnar. Orðlistar uchi-gawa En Þjóðarbókhlaðan gapir engu að síður tóm. Og Thor glímdi við fleira en popp í Lista- safninu um daginn. Hann beihi sínu orðlistar uchi-gawa og o- soto-gari (vinsæl kashök júdó- manna) út af Persaflóastríði og Þjóðarbókhlöðu. Glímukóngar stíls og inni- halds eins Thor eiga auðvelt með þessar brýningar og vonandi duga þær. En hefúr einhver athugað hvort liðsstyrkur poppara gæti orðið að gagni t.d. varðandi bók- hlöðumálið? Þóh íslenskir ryt- magæjar fái ókeypis miða til Róms með lagið um Nínu er þeim það varla ofgoh. Menningin á í sinni vök að veijast gagnvart neysluhyggjunni, andavaraleys- inu, kraftleysinu. Fríðu Á. Sig- urðardóttur, Herði Ágústssyni og Thor veitir bara ekkert af því að eiga hauka í homi í Eyjólfi Krist- jánssyni og Stefáni Hilmarssyni. Víglinan er annars vegar milli þeirra sem láta sér fáh um finnast og hugleiða aldrei hvort lífið eða brot úr því geta verið listaverk - og hinna sem ekki gera sér keypta afþreyingu að góðu, heldur vilja taka þátt, með hljómfalli sínu eða hreyfingu, með tjáningu sinni eða túlkun. ÓHT ÞJÓÐVIUINN Síðumúla 37 — 108 Reykjavík Sími: 681333 Símfax: 681935 Útgefandi: Útgáfufélagið Bjarki h.f.. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Ritstjórar: Árni Bergmann, Helgi Guðmundsson Ólafur H. Torfason. Fréttastjóri: Sigurður Á. Friðþjófsson. Aðrir blaðamenn: Bergdís Ellertsdóttir, Dagur Þorieifsson, Elias Mar (pr.), G. Pétur Matthíasson, Garðar Guðjónsson, Guðmundur Rúnar Heiöarsson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), Kristinn Ingvarsson (Ijósm.), Ólafur Glslason, Sævar Guðbjörnsson. Skrifstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristln Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Steinar Harðarson. Auglýsingar: Sigríður Sigurðardóttir, Svanheiður Ingimundardóttir, Unnur Ágústsdóttir. Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Hrefna Magnúsdóttir. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir, Þórunn Aradóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Skrifstofa, afgreiösla, ritstjóm, auglýsingar: Siðumúla 37, Rvík. Sími: 681333. Símfax: 681935. Auglýsingar: 681310, 681331. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóöviljans hf. Prentun: Oddi hf. Verð i lausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarblað: 150 kr. Askriftarverð á mánuði: 1100 kr. 4.SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 20. febrúar 1991

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.