Þjóðviljinn - 20.02.1991, Side 9
FRA LESENDUM
ALÞYÐUBANDALAGIÐ
Svavar Bjartmar Úr Rocky Horror
Alþýðubandalagið I Reykjavík
Þorrablót - Árshátíð
Þorrablót-Árshátlð Alþýðubandalagsins I Reykjavlk verður
haldin ( Risinu, Hverfisgötu 105, laugardaginn 23. febrúar.
Húsið opnað kl. 19, borðhald hefst kl. 19.30.
Veislustjóri: Auður Sveinsdóttir.
Hátíðarræða: Guðrún Helgadóttir.
Svavar Gestsson segir frá skoplegum hliðum í fjögurra
flokka rfkisstjórn.
Söngvar úr Rocky Horror Picture Show fluttir af nemend-
um MH.
Gunnar Guttormsson tekur lagið við undirteik Sigrúnar Jó-
hannesdóttur.
Bjartmar Guðlaugsson leikur og syngur.
Fjöldasöngur.
Hljómsveitin Léttir sprettir leikur fyrir dansi.
Miðaverð kr. 2.800. Pantanir hjá Guðmundi Helga f sfma
622084 allan daginn, Dagnýju ( sfma 652633 e. kl. 19 og f
flokksmiöstöðinni á skrifstofutfma f slma 17500. Miða-
pantanir þurfa aö berast eigi slöar en kl. 22 á fimmtudag.
Tekið á móti pöntunum f sfma 17500 á fimmtudag til kl. 22.
Við geymum ávfsanir fram að mánaðamótum og tökum
greiðslukortin VISA og Euro, svo nú geta allir komið.
Stjórnin
Alþýðubandalagið Suðudandi
Auður
Guðrún
Gunnar og
Sigrún
Kosningaráðstefna
Laugardaginn 23. febrúar kl. 13 f Alþýðu- .
bandalagshúsinu við Kirkjuveg Selfossi.
Dagskrá:
1. Staða Alþýðubandalagsins. Margrét
Frímannsdóttir.
2. Undirbúningur kosninga.
3. Myndataka. Margrét
4. Málefnavinna.
Laugardagskvöld:
Skemmtun kl. 20 f Iragerði 12 Stokkseyri.
Sunnudagur kl. 10.30:
Dagskrá:
1. Niðurstöður hópa og umræður.
2. Áherslur f kosningabaráttunni.
Allir félagar I Alþýðubandalaginu á Suðuriandi hvattir til að
mæta.
Kosningastjórnin
Bergþóra Ríkarð
AB Borgamesi og nærsveitum
Félagsfundur
Almennur félagsfundur verður haldinn f Röðli fimmtudaginn
21. febrúar kl. 20.30.
Dagskrá: Undirbúningur kosninga.
Á fundinn koma Jóhann Ársælsson, Bergþóra Gísladóttir og
Rfkarö Brynjólfsson.
Stjórnin
Alþýðubandalagið Isafirði
Aðalfundur
Aðalfundur Alþýðubandalagsfélagsins á ísafirði verður hald-
inn föstudaginn 22. febrúar kl. 20.30 f fundarsal á efstu hæð-
inni í gamla Útvegsbankahúsinu (gengið inn bakdyramegin).
Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar. Hulda Leifsdóttir.
2. Fréttir af bæjarmálum. Bryndís Friðgeirsdóttir.
3. Kosning formanns, stjórnar og endurskoöenda.
4. Undirbúningur kosninga.
5. Gestur fundarins Kristinn H. Gunnarsson.
6. Önnur mál.
Umræður verða I lok hvers dagskrárliðar. - Fjölmennið.
Stjórnin
AB Suðurlandi
Kosningaskrifstofan
Kosningaskrifstofan opin föstudaga kl. 17 til 19 f Alþýðu-
bandalagshúsinu, Kirkjuvegi, Selfossi.
Allt stuðningsfólk velkomið til skrafs og ráðageröa. Heitt á
könnunni.
Kosningastjórnin
Upp á líf og dauða
Starri í Garði skrifar
Fátt er nú meira rætt meðal
sveitafólks í dag en skýrsla hinnar
svokölluðu sjömannanefndar, sem
virðist eiga að verða stefnumark-
andi um okkar lífshagsmuni hin
næstu ár. Hér ríkir nú svipað and-
rúmsloft meðal bændafólks og á sér
stað meðal striðsþjóða, andrúmsloft
spennu og kvíða eins og þar sem
menn óttast vopnaða árás á hverri
nóttu.
Og þetta er ekki að ástæðu-
lausu, fari svo hrapallega að land-
búnaðarráðherra byggi nýjan bú-
vörusamning á ráðleggingum þess-
arar dæmalausu nefndar. Hér er
ekki staður né stund til að benda á
háskann og heimskulegar ráðlegg-
ingar sem blasa við á hverri blað-
síðu þessarar áfangaskýrslu, sem
væri auðvelt en þarf langt mál til.
Fullyrðing Gunnars Sæmunds-
sonar, bónda í Hrútatungu og for-
manns Búnaðarsambands Vestur-
Húnvetninga, sem hann viðhafði í
útvarpi í gærkvöldi (17. þ.m.) verð-
ur ekki hrakin. Hans dómur var sá,
að yrði farið að þessum ráðum
þýddi það algert hrun í sveitum
landsins. Það er einfalt mál að sauð-
fjárbændur geta ekki tekið á sig
meiri skerðingu en orðin er, annars
blasir við algert hrun heilla byggð-
arlaga. Og er þess heldur nokkur
þörf? Hinn virki fullvirðisréttur
framleiðir nú aðeins 900 tonn um-
fram það sem selst á innlendum
markaði.
Hinn ónýtti fullvirðisréttur er
óráðin gáta, hvað eigendur hans
kunna að kalla eftir á næstunni.
Eins og horfumar em í dag er ekki
líklegt að marga fýsi að hefja bú-
skap að nýju. Þessum 900 tonna
vanda er auðveldast að mæta með
því að lækka verð búvöm til neyt-
enda verulega, segjum 20-30%,
beint á kostnað þeirra sem mynda
nú 75% af búvöruverðinu, það er
þeirra fjölmörgu fyrirtækja sem sjá
um vörudreifmgu, markaðsmál, úr-
vinnslu og ýmsa þjónustu við þess-
ar hefðbundnu búgreinar. Ríkið er í
þeim hópi. Þá mundu þessi 900
tonn hverfa eins og dögg fyrir sólu.
Fyrir landbúnaðarráðherra er
ekki um annað að gera en leggja
ffam drög að búvörusamningi er
byggðist upp á þessum staðreynd-
um. Komi hann ekki slíkum samn-
ingi ffam innan ríkisstjómar, ber
honum tafarlaust að ganga út úr rík-
isstjóm. Ráðherrann hlýtur að vera
búinn að fmna fyrir því, að ekkert
getur valdsmann verra hent en fá
yfir sig illa og fláráða ráðgjafa.
Einnig hitt að gjalda varúð við þeim
vinum er fagurt mæla en flátt
hyggja, og gjalda lausung við lygi.
Þeim Hauki Halldórssyni og
Hákoni Sigurgrímssyni ber tafar-
laust að segja sínum trúnaðarstörf-
um lausum. Með undirskrift sinni
að þessari skýrslu hafa þeir sannað
að þeir em ekki færir um að gæta
hagsmuna bænda í samningum við
ríkisvald.
Og skyldi það verða útgjalda-
minna fyrir þjóðarbúið að veita við-
töku á Suðumes þeim þúsundum er
koma þangað án atvinnu og hús-
næðis, eignalaus eftir að hafa verið
rekin ffá staðfestu sinni og óðulum,
sem ekkert verð fæst fyrir? Það er
þetta sem koma mun ef við látum
þau fim yfir okkur ganga sem þessi
áfangaskýrsla ólánsmanna boðar.
Eg skora á bændur og búalið að
snúa bökum saman sem einn maður
nú þegar og reka slikt fár sem þetta
af höndum sér. Timinn er naumur,
bregðumst strax við. Hér er um líf
eða dauða að tefla.
18. febrúar 1991
Starri í Garði
Prófkjör hæpin aðferð
Jóhanna Aðalsteinsdóttir skrifar
Ég vil byija á því að fagna
þeirri farsælu niðurstöðu sem varð
hér í kjördæminu, þegar Alþýðu-
bandalaginu tókst að koma saman
framboðslista með svo góðum
ffambjóðendum, sem raun ber
vitni, án þess að efna til þeirra
óeirða sem próíkjör eða forvöl hafa
í för með sér. Ég tel að prófkjörin
séu mjög hæpin aðferð til að sam-
eina fólk til starfa fyrir kosningar.
Það hefur sýnt sig í flestum tilfell-
um, þar sem þau hafa verið við-
höfö, að þau hafa skapað sundr-
ungu meðal samheija og starfs-
kraftar manna því næst farið í það
að eijast hver við annan, ffekar en
að sinna þeim málefnum sem menn
eru þó sammála um. Hér í kjör-
dæminu er brýnasta verkefni ráða-
manna að efla og auka atvinnu, svo
að hver maður hafi nægilega mikið
að gera. Það er grundvallar atriði,
til að hægt sé að halda byggð í jafn-
vægi, tryggja aíkomu byggðarlag-
anna, og að fólkið hafi reisn til að
búa vel og vera sjálfu sér nóg á sín-
um stað.
Við íslendingar erum mikil
sjálfsvirðingar þjóð og sjálfstæð,
eða hvað??
Við tökum eðlilega þátt í að
styðja aðrar smáþjóðir til sjálfstæð-
is. Hins vegar tel ég að við höfum
farið offari í framgangi í því máli,
hvað vrðar smáþjóðir við Eystra-
salt. Þar gengur utanríkisráðherra,
Jón Baldvin, í broddi fylkingar,
reistur og djarfur, formaður stóra
jafhaðarmannaflokksins, sem við
eigum að vaða inní á rauðu ljósi.
Hann telur okkur geta flutt öðrum
þjóðum boðskap sjálfstæðis og
kennt þeim sjálfsvirðingu. En
hvemig er þessu varið hjá okkur? Á
meðan þessu fer fram liggur flokks-
bróðir hans, þingmaður Suðumesja,
á hnjánum, betlandi við Banda-
ríkjamenn um að láta herinn vera á
Miðnesheiði, og það sem flesta
dáta. Þetta finnst mér lágkúra. Með-
an við höfum ekki hærri hugsjónir
heimafyrir, finnst mér að við ættum
að taka hóflega á því að flytja út
sjálfstæði í stórum stíl.
Ég held að Islendingar ættu að
huga betur að sínu en gert er. Það er
vælt yfir vandræðum í sjávarútvegi
og landbúnaði. Fjölmiðlar iðnir við
ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9
kolann, enda er stétt fréttamanna í
þessu landi orðin allt of fjölmenn,
þeir sem þar starfa em alla daga að
leita sér að æti, eins og hungraðir
umrenningar i móðuharðindum og
gleypa hvaða óþverra sem er. Þá er
ekki að sökum að spyija, hvað
varðar gætni eða vandvirkni. Að ég
tali ekki um málfarið, svo sem
„Hvers manns óðs“.
Við höfum yfir miklum auð-
lindum að ráða. Meðan við eigum
ómengað land og ómengaðan sjó,
þá búum við kannske yfir eins
miklum auðlindum borið saman við
fólksfjölda og þær þjóðir sem nú er
verið að herja á vegna olíulinda.
Það er ekki hugsað nægilega um að
gera verðmæti úr því sem við höf-
um, það vilja allir fá fljóttekinn
gróða, með sem minnstri fyrirhöfn.
Við eigum að hirða allt sem uppúr
sjónum kemur og vinna úr því verð-
mæti. Það er svo mörgu fleygt, sem
eflaust mætti nýta og væri verðugt
verkefni fyrir sprenglærða efha-
fræðinga og fleiri langskólagengna
menn að koma í framkvæmd, og
selja svo vöruna. Það kostar auðvit-
að tíma og peninga að framkvæma
þetta, en þetta gæti orðið ótrúlega
mikil verðmætasköpun og við þetta
gætu skapast störf handa jafh mörg-
um mönnum og vinna í meðal ál-
veri. Auk þess yrði kvótinn e.t.v.
helmingi verðmætari, sama magn.
Um landbúnað er nú sjaldan tal-
að öðruvísi en sem einhverskonar
ómegð á þjóðinni, sem helst ætti að
losa sig við. Þetta er svo mikið
ranglæti, að það minnir helst á með-
ferð á fólki hjá réttvísinni hér á
landi á 18. öldinni. Það væri mikið
glapræði ef dregið yrði úr landbún-
aði og lagt af að framleiða hér
ómengaðan mat, en flytja kannske
inn eitthvert drasl handa fólki til að
borða, sem við vitum ekkert hvað
hefir inni að halda. Hér er ekkert
eftirlit með innfluttum matvælum,
eins og er í flestum öðrum löndum í
Evrópu. Enda er þessi innflutningur
ekki hugsaður til hagsbóta fyrir
fólkið, heldur umboðsmennina með
umboðslaunin.
Það á að stórauka landbúnað og
framleiðslu á landbúnaðarafurðum
og vinna úr öllu ómengaðan og
hollan mat og selja til þeirra landa
sem hafa súrt regn og mengun. Þá
er í þvi sambandi stórt verkefni fyr-
ir matvælaverkfræðinga og lyfja-
fræðinga (sem eru að spyija hvað
þeir eigi að gera, þegar frumvarið
hans Guðmundar Bjamasonar er
orðið að lögum, öllu heilli). Síðan
eiga viðskiptafræðingar og hag-
fræðingar að koma þessu á markað.
Við þetta gætu fleiri Islendingar
haft vinnu en þeir sem nú vinna á
Miðnesheiði, þó að herinn færi all-
ur heim til sín.
Húsavík 10. febrúar 1991,
Jóhanna Aðalsteinsdóttir
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ
Alþýðubandalagið Reykjanesi
Aðalkosningaskrifstofan
Aðalkosningaskrifstofa Alþýðubandalagsins f Reykjaneskjör-
dæmi er f Þinghóli, Hamraborg 11, Kópavogi. Fyrst um sinn
er opiö daglega frá kl. 14 til 19.
Kosningasfmar: 642087 og 642097. - Sjálfboðaliðar látið
skrá ykkur sem fyrst. - Alltaf heitt á könnunni!
Kosningastjórnin
Alþýðubandalagið Kópavogi
Bæjarmálaráð
Fundur verður f Þinghóli fimmtudaginn 21. febrúar kl. 20.30.
Dagskrá:
1. Tillögur til breytinga á fjárhagsáætlun bæjarins.
2. Önnur mál.
Stjórn bæjarmátaráðs