Þjóðviljinn - 20.02.1991, Page 11
í DAG
Æskulvðsfvlking A Iþvðubandalagsins
Alyktanir
Landsþings ÆF
Ályktun um
umhverfismál:
Landsþing ÆFAB minnir á
mikilvægi hreinnar og óspilltrar
náttúru fyrir Islendinga. I landi
þar sem afkoma þjóðarinnar
treystir eingöngu á notkun og nýt-
ingu náttúrunnar, verða umhverf-
issjónarmið að vera ráðandi þáttur
í allri ákvarðanatöku. Nóg er
komið af innantómum orðum í
þessum eíhum. Nú verður að
móta afgerandi steíhu í umhverf-
ismálum sem tekur á þeim vanda
sem að steðjar í samræmi við þá
steíhu sem mótuð var í svonefndri
Brundtland-skýrslu 1987 og
kennd hefur verið við sjálfbæra
þróun.
Laufið
Allt frá upphafi landnáms
hafa Islendingar tekið af landsins
gæðum eins og þau væru óþijót-
andi og umgengist landið með
þeim hætti að það er nú aðeins
svipur hjá sjón. Tími er kominn til
að Islendingar fari að endurgreiða
landinu 1100 ára skuld sína.
* Gegndarlausa ofbeit víða á
afréttum landsins verður að
stöðva þegar í stað, m.a. með
bráðnauðsynlegum niðurskurði á
offramleiðslu í sauðíjárbúskap og
heQa þess í stað markvissa upp-
byggingu gróðurs og skógræktar í
samvinnu við bændur.
* Áburðamotkun í landbúnaði
verði minnkuð og virkt eftirlit
verði tekið upp með framræslu
lands.
* Hið opinbera hætti að greiða
fyrir eyðingu villtra rándýra.
* Tryggja þarf að náttúruperl-
um landsins verði ekki steíht í
hættu með virkjanaframkvæmd-
um eða iðnaði. Kísiliðjunni við
Mývatn verði t.a.m. lokað.
Hafið
íslendingar eru nær algerlega
háðir sjónum um sínar þjóðartekj-
ur. Því er vemdun hans lífsspurs-
mál fyrir íslensku þjóðina. Þáttur í
slíku þarf að vera:
* Skynsamleg fiskveiðistefna,
þar sem þessi sameiginlega auð-
lind landsmanna er nýtt á hag-
kvæman hátt með auðlindaskatti
eða veiðileyfasölu. Jafnffamt
verði tekið tillit til byggðasjónar-
miða við fiskveiðistýringu. Nú-
verandi kvótakerfi, þar sem ein-
stökum útgerðarfyrirtækjum er
gefirin þjóðarauður landsmanna
er bæði óréttlátt, orkufrekt og um-
hverfisfjandsamlegt.
* Bann við umferð kjamorku-
knúinna skipa og kafbáta í auð-
lindalögsögu landsins.
* Hertar reglur um losun úr-
gangs í sjó.
* Hertar reglur er komi í veg
fyrir olíuleka í sjó eða önnur slík
mengunarslys.
Orkan
Orkulindir íslendinga em ein
mikilvæasta þjóðarauðlind okkar.
Orku fallvatna og jarðvarma þarf
að nýta á skynsamlega hátt, þann-
ig að slíkt skili þjóðinni bættum
lífskjörum, án þeirrar mengunar
eða umhverfísspjalla sem hafa
íylgt iðnvæðingu nágrannaland-
anna. í þeim efnum verði hugað
að nýjum leiðum í orku- og iðnað-
armálum s.s. vetnisframleiðslu.
Neyslusamfélagið
Islendingar lifa í einu mesta
neyslu- og umbúðaþjóðfélagi í
heimi. Jafnffamt því sem við
stærum okkur af hreinni og fag-
urri náttúru, hendum við 16%
meira rusli á dag en hinar Norður-
landaþjóðimar. Bílaeign hérlendis
er einhver sú mesta í heiminum
og fleiri dæmi mætti nefna.
Landsþing ÆFAB leggur til að:
* Skattkerfinu verði beitt á
markvissan hátt i þágu umhverfis-
mála.
* Hætt verði notkun á ónauð-
synlegum og umhverfisfjandsam-
legum umbúðum s.s. plastumbúð-
um í drykkjariðnaði. Skilagjald
verði tekið upp á aðrar einnota
umbúðir og seljendur þeirra
skyldaðir til að taka við þeim aft-
ur.
* Átak verði gert í flokkun
sorps og eyðingu og endur-
vinnslu.
* Takmörkuð verði notkun
umhverfisspillandi efha, bæði hjá
hinum almenna neytanda og í iðn-
aði.
* Almenningssamgöngur
verði gerðar að raunhæfúm kosti í
samgöngumálum.
* Skipulag þéttbýlis taki í
stórauknum mæli tillit til samspils
manns og umhverfis. Maðurinn
fái forgang umffam bílinn.
Alþjóðlegt samstarf og stjóm-
un umhverfismála
Landsþing ÆFAB krefst þess
að Islendingar samþykki þegar í
stað þá alþjóðlegu sáttmála sem
kenndir em við Washington,
Bergen og Bonn og taki virkan
þátt í mótun umhverfisstefhu
ffamtíðarinnar á alþjóðavett-
vangi.
Landsþingið lýsir jafnffamt
yfir undmn sinni á dugleysi ný-
stofnaðs umhverfisráðuneytis og
spyr hver sé raunvemlegur til-
gangur þess.
Ályktun samþykkt á
landsþingi ÆFAB
16.02.91
ÆFAB skorar á Alþýðu-
bandalagið að endurvekja verka-
lýðsmálaráð flokksins svo fljótt
sem auðið er til að endurvekja
störf fiokksins innan verkalýðs-
hreyfingarinnar, og umræðu um
stöðu flokksins innan verkalýðs-
hreyfingarinnar.
FRÁ LESENDUM
Ið greiðasta skeið
til að skrílmenna þjóð
er skemmdir á túngunni
að vinna.
(Stephan G.)
Eitt það verk, sem þarfast og
ágætast hefúr verið unnið í sjálf-
stæðismálum þjóðarinnar á síðari
tímum, var þegar kanasjónvarp-
inu var lokað í ráðherratíð Magn-
úsar Torfa hér á árum áður. Pistla-
höfúndi er það minnisstætt hvem-
ig sumt fólk lét, það bókstaflega
ffoðufelldi af vonsku yfir því að
fá ekki að horfa á Kanann, og
vandaði ekki stjóminni kveðjum-
ar. Aftur á móti vom aðrir spakari
og sögðu sem svo: Þetta kemur,
því að vera banna þetta? Það em
svo ótal margir sem em orðnir
stautfærir í ensku. En stjómin
stóð við sitt, og upp úr þessum
látum var ríkissjónvarpið stofnað,
og þrátt fyrir ýmsa vankanta og
byijunarörðugleika var þessi
stofnun komin til að vera, og
sýndi brátt að þama var rétt að
verki staðið. Þótt ýmsir aftur-
haldskurfar bæðu því bölbæna
varð sjónvarpið eitt vinsælasta af-
þreyingartæki almennings i land-
inu.
En nú hefúr heldur betur skipt
um stað og stund í þessu máli. Nú
hefúr fjölmiðlafárið hafið innreið
sína með slíkum gauragangi og
fýrirferð að annað eins hefur ekki
skeð í vom landi. Styijöldin við
Persaflóa eða Flóabardagi eins og
farið er að kalla þetta strið, er háð
með öllum hættulegustu hemað-
artólum nútímans í lofti, á láði og
legi, og ekki vantar gervihnettina
til að koma svínaríinu til skila.
Margir skeleggir menn hafa ritað
í dagblöðin hvassar greinar um þá
óhæfu menntamálaráðherra að
bijóta reglugerð er hann var búinn
að setja sjálfur þar sem hann leyf-
ir sjónvarpshnöttunum C. Cannel
og Sky að láta enskuna flæða
ótextaða á ástkæra ylhýra málið
yfir landslýðinn dag og nótt öllu
sönnu fólki er ann þjóðtungunni
sinni til hrellingar og leiðinda.
Síðan er það haft í flimtingum
um þá er ekki vilja una þessu að
þeir séu einhverskonar einangr-
unarsinnar er vilji setja regnhlíf
yfir þjóðtunguna. (Hvað finnst
Svavari um svona kjaftæði?) En
þama er komið að viðkvæmum
punkti í þessu leiðindamáli. Auð-
vitað vita allir á gervitunglaöld að
þessir gervihnettir em spangó-
landi allan sólarhringinn, hjá því
verður trauðla komist.
En málið snýst einfaldlega um
það hvort við eigum að líða, að
enskan fái að flæða ótextuð inn i
okkar málkerfi. Ef við sinnum
þessu ekkert gerist það að ótíndur
fjármálaskrill stendur að baki
henni og skákar heiðarlegum og
samviskusömum málvöndunar-
mönnum sem em útverðir menn-
ingar í landinu.
Að endingu þetta: Stjómvöld
eiga strax að skipa sjónvarps-
hnöttum að hafa íslenskan texta í
þessari síbylju, annars á að banna
þessar útsendingar, svo þjóðin
verði ekki fyrir þeirri skrílmenn-
ingu, ef hún stendur ekki vörð um
sitt tungumál.
Með kveðju
Páll Hildiþórs
ÞJÓÐVIUINN
FYRIR 50 ÁRUM
Styrjöld talin yfirvofandi I Aust-
ur-Asiu milli Breta og Japana.
Fjölmennur ástralskur her fluttur
til Singapore. Japanirflytja her
til Franska Indó-Kina og senda
flotadeild til Síamsflóa. Banda-
rlkjastjórn gerir ráðstafanir
vegna styrjaldarhættunar við
Kyrrahaf. Alvarlegt ástand í
starfsstúlknadeilunni. Atvinnu-
rekendur skipuleggja harða
sókn til að sundra samtökum
stúlknanna. Sterkustu verka-
lýðsfélögin verða að hjálpa.
20. febrúar
miövikudagur. Imbrudagar. 51.
dagur ársins. Sólarupprás I
Reykjavík kl. 9.08 - sólariag kl.
19.06.
Viðburðir
Kaupfélag Þingeyinga, fyrsta
kaupfélagið, stofnað 1882.
Samband íslenskra samvinnufé-
laga stofnað 1902. Fiskifélag (s-
lands stofnað 1911.
DAGBÓK
APOTEK
Reykjavlk: Helgar- og kvöldvarsla
lyfjabúöa vikuna15. til 21. febr. er I
Breiöholts Apóteki og Austurb. Apoteki
Fyrmefnda apótekiö er opið um helgar
og annast næturvörslu alla daga kl. 22
til 9 (til 10 á frídögum).
Síöamefnda apótekiö er opiö á
kvöldin kl. 18 til 22 virka daga og á
laugardögumkl. 9-22 samhliða hinu
fyrrnefnda.
LÖGGAN
Reykjavík...............w 1 11 66
Kópavogur...............® 4 12 00
Seltjarnarnes...........« 1 84 55
Hafnarfjörður...........n 5 11 66
Garöabær................« 5 11 66
Akureyri................n 2 32 22
Slökkviið og sjúkrabíkir
Reykjavík...............« 1 11 00
Kópavogur...............o 1 11 00
Seltjarnarnes...........« 1 11 00
Hafnarfjörður...........® 5 11 00
Garðabær................« 5 11 00
Akureyri................w 2 22 22
LÆKNAR
Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarn-
ames og Kópavog er í Heilsuverndar-
stöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl.
17 til 8, á laugardögum og helgidögum
allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir,
simaráöleggingar og tlmapantanir I
w 21230. Upplýsingar um lækna- og
lyfjaþjónustu eru gefnar (símsvara
18888. Borgarspítalinn: Vakt virka
daga frá kl. 8 til 17 og fyrir þá sem ekki
hafa heimilislækni eða ná ekki til hans.
Landspitalinn: Göngudeildin er opin
frá kl. 20 til 21. Slysadeild Borgarsplt-
alans er opin allan sólarhringinn,
® 696600.
Neyðarvak Tannlæknafélags Islands
er starfrækt um helgar og stórhátiðir.
Simsvari 681041.
Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæsl-
an, v 53722. Næturvakt lækna,
tr 51100.
Garöabær: Heilsugæslan Garðaflöt,
n 656066, upplýsingar um vaktlækni
n 51100.
Akureyri: Dagvakt frá kl 8 til 17 á
Læknamiöstööinni,« 22311, hjá
Akureyrar Apóteki, « 22445. Nætur- og
helgidagavakt læknis frá kl 17 til 8 985-
23221 (farsimi).
Keflavik: Dagvakt, upplýsingar i
« 14000.
Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna,
tr 11966.
SJÚKRAHÚS
Heimsóknartímar: Landspitalinn: Alla
daga kl. 15 til 16 og 19 til 20. Borgar-
spitalinn: Virka daga kl. 18:30 til
19:30, um helgar kl. 15 til 18 og eftir
samkomulagi. Fæðingardeild Land-
spitalans: Alla daga kl. 15 til 16, feðra-
tlmi kl. 19:30 til 20:30. Fæðingar-
heimill Reykjavikur v/Eiriksgötu: Al-
mennur tími kl. 15-16 alla daga, feðra-
og systkinatimi kl. 20-21 alla daga.
Oldrunarlækningadeild Landspltal-
ans, Hátúni 10B: Alla daga kl. 14 til 20
og eftir samkomulagi. Grensásdeild
Borgarspítala: Virka daga kl. 16 til 19,
um helgar kl. 14 til 19:30. Heilsu-
vemdarstöðin við Barónsstíg: Alla
daga kl. 15 til 16 og 18:30 til 19:30.
Landakotsspitali: Alla daga kl. 15 til
16 og 18:30 til 19. Bamadeild: Heim-
sóknir annarra en foreldra kl. 16 til 17
alla daga. St. Jósefs-spitali Hafnar-
firði: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til
19:30. Kieppsspitalinn: Alla daga kl
15 til 16 og 18:30 til 19. Sjúkrahús
Vestmannaeyja: Alla daga kl. 15 til 16
og 19 til 19:30. Sjúkrahús Akraness:
Alla daga kl. 15:30 til 16 og 19 til 19:30.
Sjúkrahúsið Húsavik: Alla daga kl. 15
til 16 og 19:30 til 20.
ÝMISLEGT
Rauða kross húsið: Neyðarathvarf
fyrir unglinga, Tjamargötu 35,
» 91-622266, opið allan sólarhringinn.
Samtökin 78: Svaraö er i upplýsinga-
og ráðgjafarsima félags lesbia og
homma á mánudags- og fimmtudags-
kvöldum kl. 21 til 23. Slmsvari á öðrum
tímum.« 91-28539.
Sálfræðistöðin: Ráögjöf I sálfræði-
legum efnum, ® 91-687075.
Lögfræðiaðstoð Orators, félags
laganema, er veitt I slma 91-11012 milli
kl. 19:30 og 22 á fimmtudagskvöldum.
MS-félagiö, Álandi 13: Opiö virka daga
frá kl. 8 til 17, « 91-688620.
„Opið hús" fyrir krabbameinssiúk-
linga og aðstandendur þeirra t Skóg-
arhlið 8 á fimmtudögum kl. 17 til 19.
Samtök áhugafólks um alnæmis-
vandann sem vilja styðja smitaða og
sjúka og aðstandendur þeirra í ® 91-
22400 og þar er svarað alla virka daga.
Upplýsingar um eyðni: rt 91-622280,
beint samband við lækni/hjúkrunar-
fræðing á miðvikudögum kl. 18 til 19,
annars simsvari.
Samtök um kvennaathvarf: « 91-
21205, húsaskjól og aðstoö við konur
sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðið
fyrir nauðgun.
Kvennaráögjöfin Hlaðvarpanum,
Vestur-götu 3: Opið þriðjudaga kl. 20 til
22, fimmtudaga kl. 13:30 til 15:30 og kl.
20 til 22, " 91-21500, simsvari.
Sjálfshjáiparhópar þeirra sem oröiö
hafa fyrir sifjaspellum: * 91-21500,
sfmsvari.
Vinnuhópur um sifjaspellsmát:
tr 91-626868 og 626878 alla virka
daga kl. 13 til 17.
Stigamót, miðstöð fyrir konur og böm
sem orðið hafa fyrir kynferðislegu
ofbeldi. Ráðgjöf, fræðsla, upplýsingar,
Vesturgötu 3, » 91-626868 og 91-
626878 allan sólarhringinn.
Bilanavakt rafmagns- og hitaveitu:
tr 27311. Rafmagnsveita: Bilanavakt (
tr 686230.
Rafveita Hafnarfjarðar: Bilanavakt,
tr 652936.
GENGIÐ
19. febrúar 1991 Sala
Bandarfkjadollar............54,71000
Steriingspund..............107,02600
Kanadadollar................46,42800
Dönsk króna..................9,56050
Norsk króna..................9,39630
Sænsk króna..................9,83640
Finnskt mark................15,15300
Franskur franki.............10,79680
Belgiskurfranki............. 1,78420
Svissneskur franki..........42,79900
Hollenskt gyllini...........32,60530
Vesturþýskt mark............36,72310
Itölsk llra..................0,04894
Austumiskur sch...............5,22020
Portúgalskur escudo......... 0,41830
Spánskur peseti..............0,58920
Japanskt jen.................0,41816
Irskt pund..................97,80200
KROSSGÁTA
Lárétt: 1 glingur 4 fyrr-
um 6 glöð 7 tré 9 áflog
12 Ijúkum 14 fugl 15
dæld 16 hesta 19 frjáls
20 þýtur21 hundur
Lóðrétt: 2 lausung 3
birta 4 spil 5 svei 7
vera 8 lagvopn 10
muldraöi 11 spritt 13
blett 17 hæðir 18
ávana
Lausn á sfðustu
krossgátu
Lárétt: 1 þras 4 ærin 6
ess 7 örvi 9 tólg 12
angur 14 lár 15 em 16
kerfi 19 gráð 20 eðja
21 rakna
Lóðrétt: 2 rýr 3 sein 4
æstu 5 ill 7 oflugt 8 var-
kár 10 óreiða 11 Gunn-
ar 13 ger 17 eða 18fen
Miðvikudagur 20. febrúar 1991 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11