Þjóðviljinn - 02.03.1991, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 02.03.1991, Blaðsíða 3
FRETTIR Grurtnskólinn Deilt um kostnað sveitarfélaga Svavar Gestsson: Það er ekki verið að tala um neinar viðbótarskuldbindingar á sveitarfélögin. Sólveig Pétursdóttir: Kostnaður sveitarfélaga við einsetningu skóla nemur 7-8 miljörðum króna h að er ekki hægt að slá ryki í augun á þjóðinni með því að taka stofnkostnað á ári og margfalda hann með tíu árum og fá út átta miljarða króna kostnað, sagði Svavar Gestsson sem svar við gagnrýni á skort á kostnaðaráætlun við frumvarp til Iaga um grunnskóla sem var til annarrar umræðu í Neðri deild í gær. Svavar sagði að slíkt gerðu ekki aðrir en þeir sem vildu vinna gegn málinu. Sólveig Pétursdóttir, Sjfl., mælti fyrir öðru minnihlutaáliti og gagnrýndi harðlega að ekki fylgdi ffumvarpinu nákvæm kostnaðaráætlun, sérstaklega vegna kostnaðar sveitarfélaga. Hún sagði að kostnaður af ífurn- varpinu sem leggðist á sveitarfé- lögin næmi 7-8 miljörðum króna vegna einsetningar skóla sem frumvarpið gerir ráð fyrir. Hún sagði að aðfinnsluverðust væri sú forræðishyggja gagnvart sveitar- stjómum sem væri einsog rauður þráður í gegnum allt ffumvarpið. Pálmi Jónsson, Sjfl., tók undir gagnrýni á kostnaðaráætlunina og Ami Gunnarsson, Alfl., lýsti því að hann hefði fyrirvara á stuðn- ingi sínum við frumvarpið þar sem ekki væri til áætlun um hver kostnaður sveitarfélaga af þessu yrði. Svavar sagði að við fyrstu umræðu hefði hann gert ná- kvæma grein fyrir kostnaði vegna ffumvarpsins. Hann sagði að á næstu tíu ámm væri gert ráð fyrir 1,8 prósent raunaukningu sveitar- félaga vegna skólabygginga sem væri mun lægra en þau 4,3 pró- sent sem raunin hefúr verið að jafnaði síðasta áratug. Hann benti á að Reykjavíkurborg verði 609 miljónum króna í ár til skóla- bygginga sem gerði níma sex miljarða á tíu ámm. Á landinu öllu væri þetta á annað þúsund miljónir á tímabilinu. Svavar sagði að kostnaðurinn við ein- setningu skóla kæmi ekki ofaná þetta. „Það er ekki verið að tala um neinar viðbótarskuldbinding- ar á sveitarfélögin,“ staðhæfði menntamálaráðherra. Hann sagði að það vekti fúrðu sína að fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins töluðu á þessum nótum þar sem Birgir Isleifur Gunnars- son flokksbróðir þeirra og fyTrum menntamálaráðherra hefði sagt við fyrstu umræðu að tillit hefði verið tekið til margra athuga- semda sem Birgir og aðrir hefðu gert við ffumvarpið þegar það var lagt fram á síðasta þingi. En Birg- ir fagnaði þvi þá að menntmála- ráðherra hefði komið mikið til móts við hans sjónarmið. Guðný Guðbjömsdóttir, Kvl., mælti fyrir fýrsta minnihlutaáliti og sagði frumvarpið ekki eins metnaðarfúllt og frumvarp sem Kvennalistakonur hefðu staðið að á fyrri þingum þar sem t.d. hefði verið stefht að einsetningu skóla á þremur árum i stað tíu. Hún sagði þó að ffumvarpið væri spor í rétta átt og að Kvennalistinn myndi styðja ffumvarpið. -gpm Norðurlandaráð Islendingar hóta töfum Garðar Guðjónsson, Kaupmannahöfn: Undirskrift forsætisráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda um breytingar á Helsinki- samkomulaginu var frestað í gær vegna óánægju ís- lendinga með breytingarnar. Is- lendingar hafa verið óánægðir með þá auknu áherslu sem nú er lögð á samstarf flokkahópa og telja Island bera þar skarðan hlut frá borði. Ólafur G. Ein- arsson, formaður íslensku sendinefndarinnar, hefur hótað því að breytingarnar á Hels- inki- samkomulaginu muni mæta andstöðu á Alþingi, en breytingarnar eru háðar sam- þykki þjóðþinganna. Hin aukna áhersla á flokka- hópana hefúr gert það að verkum að íslendingar eiga nú ekki nefnd- arformann, eins og verið hefúr. Sighvatur Björgvinsson hefúr verið formaður laganefndar, en embætti hans fellur nú öðrum jafhaðarmanni í skaut. Þessu hafa Islendingar mótmælt í bréfi til forsætisnefndar þingsins. Ólafur G. Einarsson segir í samtali við Þjóðviljann að hér sé alvarlegt mál á ferðinni fyrir Is- lendinga. Breytingamar á Hels- inki-samkomulaginu gera meðal annars ráð fyrir að hægt verði að fjölga í forsætisnefnd þingsins og Ölafur segir að þar skapist hætta á að hlutur Islands í nefndinni verði rýrari en annarra þjóða. Islend- ingar hafa hótað því að þessi breyting muni mæta andstöðu á Alþingi. En eins dauði er annars brauð. Með þessari breytingu sjá vinstri sósíalistar fram á að eignast fúll- gildan fulltrúa í forsætisnefnd- inni, en þeir hafa átt þar áheymar- fulltrúa, Lilli Gyldenkilde, frá Danmörku. Gyldenkilde sagði í samtali við dönsku fréttastofuna Ritzau í vikunni að hún teldi að Islending- ar myndu beygja sig fyrir þessum breytingum að lokum. - Við viljum að samstarf flokkanna fái aukið vægi í Norð- urlandaráði og þá er ekki hægt að halda fast í gamla fyrirkomulagið. Þetta hafa Islendingar ekki enn skilið, sagði Gyldenkilde. Ólafur segir hinsvegar að ef taka eigi allar ákvarðanir í flokka- hópum, sé ekki lengur um að ræða samstarf þinganna og það sé alveg gmndvallarbreyting í átt til þess sem tíðkast hjá Evrópu- bandalaginu. - Ég er þeirrar skoðunar að ef þessi þróun heldur áfram hljótum við íslendmgar að horfa miklu meira en við höfúm gert til sam- starfs milli Færeyja, Islands og Grænlands. Það er samstarf sem við eigum að leggja meiri áherslu á í náinni framtíð. ístak Dj.—- t -; | '■I * * tÍiBlwg- Jjfjl ... " JL ■ s v 4»- - < | . % K. 'Xf wm C. mM * Byggt yfir fiskeldisrannsóknir. ( gær tók Eva Benediktsdóttir fyrstu skóflustunguna aö grunni nýs húss til rannsókna á lifeðlisfræði og sjúkdómum eldisfiska við Tilraunastöð háskólans I meinafræði að Keldum. Sam- ið var við (STAK hf. um byggingarframkvæmdir og er stefnt að þvi að skila húsinu frágengnu I desember (ár. Þaö verður á tveimur hæðum, alls 934,5 fermetrar, og er kostnaður áætlaður um 100 miljónir króna. Með Evu á myndinni eru Þórður Þorbjamarson borgarverkfræðingur t.v. og Vilhjálmur Lúðvlksson forstjóri Rannsókna- ráðs rikisins. Yfir öxl hans má sjá Sigmund Guðbjarnason háskólarektor. Mynd: Kristinn. Tryggingastofnun Prófmál fyrir Hæstarétti Lagt hefur verið fram frumvarp á þingi til breytinga á lögum um greiðslur fæðingarorlofs Mælt var fyrir frumvarpi á þingi um breytingu á lög- um um greiðslur fæðingarorlofs síðastliðinn miðvikudag. Frum- varpið er nú endurflutt í ljósi dóms sem kveðinn var upp í undirrétti í desember sl. í máli Láru V. Júlíusdóttur gegn Tryggingastofnun ríkisins. Hafði henni verið synjað um greiðslu fæðingarorlofs frá stofn- uninni vegna samnings við launa- greiðendur sína um að þeir bættu við það sem á vantaði svo hún héldi óskertum launum meðan hún væri frá vinnu. I frumvarpinu er gert ráð fyrir að það skerði ekki rétt foreldris til greiðslu fæðingarstyrks þótt sam- ið sé við launagreiðanda um greiðslu mismunar, að hluta til eða fúllu, eins og í prófmáli Láru. I greinargerð með frumvarp- inu kemur fram að Trygginga- stofnun hafi ekki séð ástæðu til að breyta ffamkvæmd fæðingaror- lofslaganna þrátt fýrir þann dóm sem féll í bæjarþingi Reykjavíkur. Eggert G. Þorsteinsson forstjóri Tryggingastofnunar sagði dóminn engu breyta vegna þess að honum hefði verið áffýjað til Hæstaréttar. Mun ekkert gerast í málinu fyrr en hæstarréttardómari hefúr kveðið upp sinn úrskurð, sagði Eggert. Spurður um álit á frumvarp- inu svaraði hann þvl til að Trygg- ingaráð hafi ekki tekið afstöðu til þess ennþá. - Venjulega eru þessi mál alltaf send okkur til umsagn- ar, og meðan það er ekki gert þá getum við eiginlega ekkért sagt um málið. Strax og við höfum fengið það til umsagnar getum við sagt hver afstaða stofnunar- innar er, sagði hann ennfremur. Hámarksgreiðslur frá Trygg- ingastofnun til foreldris í fæðing- arorlofi nema nú um 50 þúsund krónum á mánuði. Full laun flestra foreldra á hinum almenna vinnumarkaði eru yfirleitt hærri. Flutningsmenn ffumvarpsins telja ekki óeðlilegt, að einstaklingur semji við launagreiðanda sinn i slíkum tilfellum, enda ríki samn- ingsfrelsi lögum samkvæmt, kemur fram í greinargerð með . frumvarpinu. Tryggingastofnun hefúr hins vegar synjað öllum fæðingarorlofsgreiðslum fram að þessu hafi umsækjandi hlotið ein- hveijar viðbótargreiðslur ffá at- vinnurekanda. Þeirri túlkun al- mannatryggingalaganna var hnekkt i undirrétti í desember. Flutningsmenn ffumvarpsins eru úr Alþýðubandalagi, Sjálf- stæðisflokki, Alþýðuflokki og Kvennalista. Þegar frumvarpið var lagt fram á síðasta þingi var Aðalheiður Bjamffeðsdóttir, Borgaraflokki, einnig meðal flutningsmanna. Hún er nú utan þings vegna veikinda. BE BSRB Trygginga- iðgjöld verði lækkuð Stjórn Bandalags starfs- manna ríkis og bæja skorar á tryggingafélögin að lækka iðgjöld á tryggingum í stað þess að hækka þau eins og nú er fyrir- hugað. Að mati stjómar BSRB stríða hækkanir af þessu tagi gegn mark- miðum þeirra kjarasamninga sem gerðir vora á síðasta vetri. I þessu sambandi vekur stjóm BSRB athygli á að Tryggingaeftir- litið telur tryggingafélögin í stakk búin til að lækka iðgjöld á kaskó- tryggingum um 10%-15%. Þá ítrekar stjóm BSRB fýrri mótmæli gegn hækkunum trygg- ingaiðgjalda, en í ljós hefúr komið að á sama tíma og iðgjöld eru hækkuð um tugi prósenta hafa sömu aðilar skilað veralegum hagn- aði í rekstri. -grh Laugardagur 2. mars 1991 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.