Þjóðviljinn - 02.03.1991, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 02.03.1991, Blaðsíða 10
KVIKMYNDIR Tutti bene? Marcello Mastroianni I hlutverki Scuro gamla Spennandi „heimildarmynd“ Háskólabíó Allt í besta lagi (Stanno tutti bene) Leikstjóri: Giuseppe Tornatore Handrit: Giuseppe Tornatore Aðalleikari: Marcello Mastroiani Það hlaut að verða geysilega erfítt fyrir leikstjórann Tomatore að fylgja meistaraverkinu Cinema Paradiso eftir. Og honum tekst það ekki alveg. Allt í besta lagi er ekki í sama gæðaflokki og Parad- ísarbíóið en hún er samt yndisleg og athyglisverð mynd. Marcello Mastroianni leikur Matteo Scuro, gamlan Sikileying sem leggur af stað í ferðalag um Ítalíu til að hitta uppkomin böm sín. Hann er geysilega stoltur af afkomendum sínum, enda'em þau öll í góðum stöðum og hamingju- söm í einkalífinu. Eða hvað? Gamli maðurinn gerir ekki boð á undan sér, hann vill koma þeim á óvart en það hefði hann betur lát- ið ógert. Því að vemleikinn er ólíkur draumum hans og þessi ferð á eftir að gerbreyta lífi hans og hugmyndum. Þetta er mynd um væntingar foreldra til bama sinna, og áhrifin sem þær hafa á líf beggja. Þetta er líka mynd um kynslóðabil, breyt- ingar og eftirsjá. Matteo gamli segir í einu atriði: „Þegar bömin manns em ung þá ímyndar maður sér hvemig þau verði sem fúllorð- in. En þegar þau em orðin fúllorð- in þá sér maður þau alltaf fyrir sér sem böm.“ Bíóborg A síöasta snúningi (Pacific hights) Leikstjóri: John Schlesinger Aðalleikarar: Melanie Griffith, Matthew Modine, Michael Keaton Á síðasta snúningi lætur mann ekki Ianga til að leigja ókunnug- um íbúð. Griffith og Modine Ieika ungt par sem kaupir stórt hús i San Francisco, og til að geta borg- að það leigja þau út neðri hæðina í tvennu lagi. Áðra íbúðina fá aust- urlensk hjón en hina fær dularfull- ur maður (Michael Keaton). Hann virðist pottþéttur í fyrstu (veskið fullt af dollumm og keyrir Por- sche) en síðar kemur í ljós að hann er hinn andstyggilegasti maður sem vinnur fyrir sér með því að setjast upp á óvana húseig- endur og gera þá gjaldþrota. Spumingin sem myndin spyr er hvort sé betra að láta sér líða vel í einhveijum ímynduðum vemleika eða sætta sig við von- brigði raunvemleikans. Og hvort það skipti nokkm máli þegar langt er liðið á Iífshlaupið og eng- in leið lengur til að hafa áhrif á líf afkomenda sinna. Tomatore hefúr í þetta skiptið gert talsvert þyngri mynd en Pa- radísarbíóið og maður situr eftir með dálítinn kökk í hálsinum. Að vísu slær hann oft á létta strengi en sorgin er alltaf undir niðri. Sorg þessa gamla manns og bam- anna hans sem geta ekki náð sam- an nema í einhveijum ímyndunar- heimi. En það em líka nokkur ógleymanleg atriði í henni, draumar gamla mannsins á salt- fjallinu og ströndinni em augna- konfekt. Og lítil atriði sem ekkert koma við megin söguþráðinn, eins og hjörturinn á þjóðveginum og rigningin á Rimini, verða ógleymanleg. Það væri hægt að skrifa heila bók um leik Mastroianni í Allt í besta lagi. Hann er alltaf á tjald- inu og svo ekta, í senn brjóstum- kennanlegur, indæll og þreytandi. Hann er blátt áfram „vidunderl- ig“. I lokin er hann orðinn manni svo kær að maður á erfitt með að skilja við hann. Aðrir leikarar standa sig líka með prýði en það er Mastroianni gamli sem á þessa mynd. Til gamans má geta þess að Salvatore Cascio, sá sem lék litla strákinn í Paradísarbíóinu, fer með smá hlutverk í þessari mynd og er alveg jafn sjarmerandi og síðast Sif Bandarísku lögin vemda nefni- lega leigjendur meira en húseig- endur (eftir þessari mynd að dæma) og ef leigjandi er á annað borð kominn inn í hús er hægara sagt en gert að koma honum út. Það tekur langan tíma og kostar lögfræðing jafnvel þó að leigjand- inn hafi ekki borgað leigu. Sem sagt hið versta mál. Eg ætla ekki að orðlengja samskipti þessa ólánsama pars og leigjandans andstyggilega, heldur segi aðeins að aðferðir hans til að hvekkja þau em bæði óprúttnar og ógeðslegar. Michael Keaton er einstak- lega ógeðfelldur í hlutverki leigj- andans. Og ég er ekki ffá því að það fari honum betur að leika hálf geðveika skúrka en súperhetjur eins og Batman. Melanie Griffith er skemmti- Háskólabíó Sýknaður (Reversal of fortune) Leikstjóri: Barbet Schroeder Handrit: Nicholas Kazan eftir skáldsögu Alan Dershowitz Framleiðandi: Edward R. Pressman & Oliver Stone Aðalleikarar: Jeremy Irons, Glenn Close & Ron Silver Kvikmyndin Sýknaður hefst á löngu atriði þar sem myndavélin líður framhjá glæsilegum (mini) höllum umkringdum trjám í auðs- mannahverfinu Newport í Rhode Island fylkinu. Peningar leika lega töff, hún borar, smíðar, sagar og kennir kærastanum sínum að mála veggi. Og það er náttúrlega hún sem hefúr þor til að snúast gegn óvininum. Matthew Modine fer með það hlutverk sem er minnst spennandi frá höfundarins hendi og verður aldrei almennilega trúverðugur, en hann er svo sem aldrei lélegur heldur. Leikstjórinn John Schlesinger er ekki af verri endanum (hann á að baki myndir eins og Marathon Man, Midnight Cowboy og fleiri), og framan af er Á síðasta snúningi vel upp byggð og spennandi. En því miður var endirinn fyrirsjáan- legur og á einhvem hátt snubbótt- ur og slappur miðað við það sem á undan var gengið og skildi mann eftir svolítið óánægðan. Sif stórt hlutverk í myndinni og ríki- dæmið verður svo áþreifanlegt að það liggur við að maður heyri það mala. Það er auðvelt að skilja hversvegna Rhode Island réttur- inn hélt að Claus von Biilow væri tilbúinn að drepa konu sína Sunny þegar hún hótaði að taka þetta ríkidæmi afhonum. Árið 1980 var danski auð- maðurinn Claus von Bulow ákærður fyrir að hafa tvisvar reynt að drepa konu sína með því að sprauta hana með insúlíni. Sunny hefur legið í dái síðan 1980 og það em engar líkur á að hún vakni nokkum tíma aftur. 1982 var hann dæmdur sekur en 1984 vann hann rétt á áfrýjun og var sýknaður 1985. Kvikmyndin Sýknaður er byggð á bók eftir Harward prófessorinn og lög- ffæðinginn Alan Dershowitz sem vann áfrýjunarréttinn. Myndin reynir hvorki að sanna sekt né sakleysi Búlows en lýsir þess í stað aðferðum Dershowitz til að finna annmarka á fyrri réttarhöld- unum til að geta áfrýjað. Það sem gerir myndina jafn skemmtilega og áhugaverða og hún er, em samskipti þessara tveggja ólíku manna, Dershowitz og Búlows. Annar er úrræðagóður og gáf- aður en alveg laus við glæsileik, hinn ekkert nema ákaflega glæsi- legt útlit. Sunny í dái er sögumaður myndarinnar, leikin af Glenn Close. „Þetta var líkami minn,“ segir rödd úr lausu lofti og myndavélin staðnæmist á hreyf- ingarlausum líkama sem hjúkmn- arkonur em að skrúbba eins og hvert annað húsgagn. Sunny segir kaldhæðnislega ffá hjónabandinu, hvemig ástin breyttist í afskipta- leysi, og áhorfandinn sér ekkert sameiginlegt með glæsilega par- inu í minningum hennar og hvemig þau em orðin rétt fyrir slysið/morðtilraunina. Það reynir meira á leikhæfi- leika Close en að liggja í rúminu. Allar frásagnir Búlows em sýndar í endurliti og Close er feikigóð, sérstaklega þegar hún er orðin handónýt af pilluáti og drykkju og viss um að maðurinn hennar hangi bara með henni út af pen- ingunum. Hlutverk Claus von Búlows er djöfullega erfitt. Aðdráttarafl mannsins verður að sjást án þess að hann verði aðlaðandi og Jer- emy Irons er meira en ffábær i hlutverkinu. Stífur og alvarlegur reytir hann af sér brandara um in- súlínsprautur í heimsókn hjá lög- fræðingnum. Hann er í senn ein- Iægur, ískyggilegur, skrýtinn og spilltur. Ég myndi kalla þetta leik- sigur ef það væri ekki of útjaskað orð. Ron Silver (Enemies a love story) er rafmagnaður í hlutverki lögffæðingsins. Hann safnar í kringum sig hóp af fyrrverandi lögffæðinemendum sínum til að hjálpa sér og rekur þau hlífðar- laust áfram. Honum er sama hvort Búlow-er sekur eða saklaus, að eigin sögn myndi hann hafa varið Hitler ef hann hefði fengið tæki- færi til þess. Sýknaður er spennandi á sama hátt og All the presidents men var spennandi. Maður veit hvemig myndin endar en handritið og leikurinn heldur manni rígföstum allan tímann. Góð afþreying. Sif Martröð húseigandans Háskólabíó Nikita *** Nikita er nýjasta afrek Luc Bess- ons. Undirheimar Parísar fá nýja hetju, Nikitu sem er eins konar kvenkyns 007. Tryllt ást (Wild at heart)***' Hinn undarlegi David Lynch kemur hér með undarlega og stórgóða mynd fyrir alla kvik- myndaunnendur. Cinema Paradiso (Paradísarbíóið)**** Langt yfir alla stjörnugjöf hafin. Svona mynd er aðeins gerð einu sinni og þessvegna má enginn sem hefur hið minnsta gaman af kvikmyndum missa af henni. Bíóborgin Memphis Belle *** Það er ekki annað hægt en að heillast af þessum hetjum háloft- anna. Þetta er skemmtilega gamaldags mynd um hugrekki og vináttu. Uns sekt er sönnuð (Presumed innocent)**' Plottið er gott en leikurinn er misjafn. Julia og Bedelia hífa hana upp úr meðalmennskunni. Regnboginn Úlfadansar (Dances with wolves)**** Þeir sem halda að vestrinn sé dauður ættu að drífa sig á þessa stórkostlegu mynd. Hrífandi og mögnuð. Litii þjófurinn **' Ung stúlka gerir uppreisn gegn umhverfi sínu á árunum eftir seinni heimsstyrjöld í Frakk- landi. Góður leikur en ekki nógu sterk. Ryð *** Ryð er í alla staði mjög vel gerð og fagmannleg mynd. Lokaatrið- ið er með þeim betri I Islenskri kvikmyndasögu. Missið ekki af henni. Stjörnubíó Á mörkum lífs og dauða (Flatliners)** Myndin er eins og langt tónlistar- myndband þar sem hljómsveit- ina vantar. En óneitanlega spennandi skemmtun. Laugarásbíó Leikskólalöggan (Kindergar- ten cop)** Schwarzenegger sýnir að hann getur meira en skotið fólk í tætl- ur með vélbyssu. Hann og börn- in eru fyndin og væmin á víxl. Skuggi (Darkman)** Mynd sem minnir meira á teikni- myndasögu i hasarblaöi en nokkuð annaö. En hún er stór- skemmtileg sem slík. Sif 10.SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 2. mars 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.