Þjóðviljinn - 02.03.1991, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 02.03.1991, Blaðsíða 5
hágé. Um djarfleg svör og sitthvað fleira Vinnubrögð skipta máli í stjórnmál- um,“ stóð í leiðara Morgunblaðsins á fímmtudaginn var og hefur blaðið áreið- anlega oft verið miklu fjær sannleikan- um en í þetta sinn. Vinnubrögð skipta ekki bara máli í stjórnmálum, heldur miklu máli. Stíll, ímynd, blær, andrúms- loft eða hvað menn vilja kalla þá um- gjörð sem stjórnmál eru einatt í, skiptir líklega meira máli nú en oftast áður. Ég segi líklega, því menn mega ekki gleyma því, að í stjórnmálum fyrri tíma skiptu þessi fyrirbæri líka miklu máli. Jónas frá Hriflu, sem kom eins og stormur inn í pólitíkina á fyrsta fjórðungi aldarinn- ar, hafði sannarlega sinn stíl. Það er rétt að nefna hann í þessari andrá því Al- þýðusambandið verður 75 ára 12. mars næst komandi og kom Jónas rækilega við fæðingarsögu sambandsins, sem varð reyndar líka stjórnmálaflokkur er bar heitið Alþýðuflokkur. Þetta er sami flokkurinn og nú um stundir hefur talið vissara að hengja „Jafnaðarmanna- flokkur Islands“ við nafnið af skiljanleg- um ótta við að menn væru búnir að gleyma hugtakinu jöfnuður þegar minnst er á flokk þennan. Glannalegur gáski á dögum Nýsköpunarstjórnar Olafur Thors, sem lengi var einn áhrifaríkasti leiðtogi Sjálfstæðisflokksins, hafði svo sannarlega sinn stíl á hlutunum. Þegar Nýsköpunarstjómin með aðild Sósí- alistaflokksins, Alþýðuflokksins og Sjálf- stæðisflokksins var mynduð í október 1944, var það ekki sist vegna pólitiskra stílbragða hans sjálfs annars vegar og Ein- ars Olgeirssonar áhrifamesta foringja Sósí- alistaflokksins hins vegar, sem það tókst. Það gekk erflðlega að koma stjóminni saman fyrst og fremst vegna þess að Al- þýðuflokksmenn áttu erfitt með að sætta sig við þá staðreynd að kominn var nýr flokkur til vinstri við þá, með meira fylgi meðal kjósenda og öflugan stuðning í verkalýðshreyfíngunni. Olafur var harður málafylgjumaður fyrir þann málstað sem hann barðist fyrir, en gamansemi hans, sem stundum varð að glannalegum gáska, var viðbrugðið. Einar Olgeirsson segir skemmtilega sögu af Ólafi í bókinni „Is- land í skugga heimsvaldastefhunnar“ sem Jón Guðnason skráði og kom út hjá Máli og menningu árið 1980. Hann ræðir um samskipti Brynjólfs Bjamasonar sem var menntamálaráðherra í stjóminni og Ólafs: „Ég stenst ekki freistinguna að segja eina sögu af þeim frá verstu ámm kalda stríðs- ins. Ólafur hringir til Brynjólfs og breytir nú svo um málróm að hann þykist viss um að vera óþekkjanlegur, og segir: „Brynjólf- ur, mér er falið að tilkynna yður að það eigi að taka yður af klukkan hálf tvö á morgun." Brynjólfur svarar að bragði: „Láttu ekki svona, Ólafur, heldurðu að ég þekki þig ekki?“ Ólafur: „Hvemig í andskotanum fórstu að finna það út að þetta væri ég?“ Brynjólfúr: „Hver heldurðu að væri svo elskulegur að láta mig vita þetta fyrirfram nema þú?“ Mörg tilsvör Ólafs við ýmis tækifæri urðu víðffæg og má fúllyrða að gamansam- ur stíll hans hafi reynst honum og Sjálf- stæðisflokknum býsna notadrjúg í pólitísk- um átökum. Því er á þetta minnst hér, þegar ætlunin er að ræða lítillega um vinnubrögð og stíl f nútíma stjómmálum, að menn þurfa ekki að halda að þeir séu að finna upp hjólið í þessum efnum. Vinnubrögð hafa alltaf skipt máli i stjómmálum. Breytir Sjálfstæðisflokkurinn um stíl? Um næstu helgi glíma Sjálfstæðismenn við þann vanda að ákveða nafh á formann- inum. Þeir segjast ekki þurfa að velja á milli mismunandi skoðana, þeirra Þor- steins Pálssonar og Davíðs Oddssonar, þar falli allt í einn og sama farveginn. Leiðara- höfúndur Morgunblaðsins á fimmtudaginn var hafði djúpa samúð með fúlltrúum á landsfundi Sjálfstæðisflokksins að þurfa að velja á milli manna sem sagt er að séu ekki einasta perluvinir, heldur styðjist þeir við sama „kjamann“ í flokknum. Vafalaust er talsvert til í því að þeir fé- lagar em á svipuðum nótum um marga hluti, en að einu leyti em þeir eins og svart og hvítt: þeir hafa gerólíkan stíl. Annar hinn dæmigerði þolinmóði nuddari sem komist getur býsna langt svo lengi sem enginn ógnar honum. Hinn kappsfullur og geislar af löngun til að ráða, helst af öllu einn, fer ekki dult með það og segir nokk- um veginn þetta: Allir hafa sagt, líka Þor- steinn, að ég sé framtíðar forystumaður flokksins. Treystið dómgreind minni, stundin er mnnin upp. Hér skal engu spáð um til hvers kosn- ingaraunir landsfúndarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins leiða, hvor þeirra félaga, Þor- steinn eða Davíð, fer með hinn eftirsótta sigur af hólmi. Þó að Davíð eigi sjáanlega talsvert af gamansemi í sínum fómm er ekki víst að hún dugi honum langt þegar komið er á þann hólm þar sem aðrir fiokk- ar em fyrir. Hingað til hefúr borgarstjórinn ekki þurft að semja við neina nema sjálfan sig. Þegar kemur að landsstjómarmálum verður annað uppi á teningnum. Þótt Sjálf- stæðisflokkurinn standi nú vel, í skoðana- könnunum, dugir það skammt þegar að stjómarmyndun kemur eftir kosningar. Þá er það fylgið á kjördag og þingstyrkurinn sem skiptir máli. Vissulega bendir allt til að flokkurinn verði áfram stærstur flokka, en hann er allt of langt frá hreinum meirihluta til að geta reiknað með að fá tækifæri til að beita sömu aðferðum við landsstjómina og Þb gefnu tilefni Þessu fólki verður Alþýðubandalagið að gefa djarfleg svör, ekki einasta um bráðaðkallandi vandamál, heldur líka um það sem koma skal, hverskonar umhverfi flokkurinn vill skapa veniulegu vinnandi fólki. notast er við í borgarstjóm Reykjavíkur. Kjarkur og dirfska duga vissulega vel í pól- itík, frekja getur líka komið sér vel í ein- staka tilfelli, en hentar ekki í samsteypu- stjómum til langframa. Verði Davíð kosinn breytist stíll Sjálfstæðisflokksins úr tiltölu- lega farsælum en leiðinlegum þumbara- skap í glannalegt sjálfstraust (hér mætti vissulega nota hvassari texta!) sem ekki er víst að fari vel í þjóðina, jafnvel þó því fylgi snertur af skemmtilegheitum á köfl- um. Djarfleg svör Kosningabaráttan er auðvitað hafin fyr- ir nokkm, þótt hún fari tiltölulega hægt af stað. Slagurinn um hylli kjósendanna kem- ur til með að harðna, stíll flokkanna, fram- gangsmáti frambjóðendanna mun ráð miklu um gengi þeirra í kosningum. Þetta má enginn skilja svo að málefnin skipti ekki máli; ekki er hægt að kasta öllu fýrir róða til þess eins að ná athygli. I þjóðfélag- inu er hópur fólks sem býr við afar bága af- komu. Hópurinn er ekki stór og lætur yfir- leitt lítið í sér heyra. Eðli málsins sam- kvæmt lætur Alþýðubandalagið sig miklu skipta að bæta kjör þessa fólks. Pólitísk af- staða þess er eins og gefúr að skilja mis- munandi og ekki endilega í samræmi við áhuga flokkanna á kjömm þess. Millistétt- in er aftur á móti fjölmenn og það er hún sem greiðir stærstan hluta skattanna. Þetta em þær þúsundir fjölskyldna um land allt sem hafa sæmilega og í mörgum tilfellum ágæta afkomu, en þurfa oftast að vinna mikið. Frá þessum heimilum kemur stærsti hluti þeirra skólanemenda sem em á kjör- skrá, í þessum hópi er mest að vinna fyrir stjómmálaflokkana. í eðlilegum ákafa sín- um til að bæta kjör þeirra verst settu hættir vinstri sinnum einatt til að gleyma mikil- vægi þess að höfða til þessa hóps um leið. Ég hef áður í þessum pistlum talað um skapandi pólitík og tel ástæðu til að nefna hana aftur. Launamenn á Islandi, sem að yfirgnæfandi meirihluta njóta sæmilegra kjara, vilja skapandi pólitík. Um leið og þeir em í langflestum tilvikum reiðubúnir að taka þátt í að bæta lífskjör þeirra sem la- kast em settir vilja þeir pólitískar aðgerðir sem koma þeim til góða í einu eða öðra formi. Vegna þess að hópurinn er svo fjöl- mennur skiptir gríðarlegu máli að ná at- hygli hans, gefa svör við spumingum sem á honum brenna og sýna fram á hvað til standi að gera og snertir hann. Þessu fólki verður Alþýðubandalagið að gefa djarfleg svör, ekki einasta um bráðaðkallandi vandamál, heldur líka um það sem koma skal, hverskonar umhverfi flokkurinn vill skapa venjulegu vinnandi fólki. Flokkurinn hefúr undanfarin ár átt erf- iða vist, þjakaður af innbyrðis átökum, svipmót hans og stíll hefur ekki verið upp- örvandi fyrir kjósendur. Auðvitað er ennþá skoðanamunur um ýmis mál í flokknum, og er Alþýðubandalagið í þeim efnum eng- in undantekning frá öðmm stjómmála- flokkum. Á hinn bóginn ætti engum að vera betur ljóst en vinstri sinnum að það sem sameinar skiptir miklu meira máli en hitt sem sundrar, ef ætlunin er að ná árangri í stjómmálum. Kosningabarátta Alþýðu- bandalagsins hlýtur að taka mið af þessum augljósu sannindum. Laugardagur 2. mars 1991 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.