Þjóðviljinn - 16.03.1991, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 16.03.1991, Blaðsíða 5
FKETTER ElLENDAK Utboð Innkaupastofn Reykjavíkurborgar, f.h. Byggingadeild- ar borgarverkfræðings, óskar eftir tilboðum í upp- steypu og frágang á 4. áfanga Árbæjarskóla við Rofabæ. Stærð hússins er 866 m2 á tveimur hæðum. Uppsteypt hús ásamt frágangi inni á efri hæð og tengibyggingu skal skila 1. sept. 1991, - annað 15. ágúst 1992. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkju- vegi 3, frá og með þriðjudeginum 19. mars, gegn kr. 20.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 9. apríl 1991 kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Næstum einhuga um Austurlönd nær Þeir James Baker og AP eksandr Bessmertnykh, ut- anríkisráðherrar Bandaríkj- anna og Sovétríkjanna, lýstu þvl yflr í gær að lokn- um viðræðufundi i Moskvu að þeim bæri ekki mikið á milli um öryggismál Persa- flóasvæðis og leiðir til að leysa deilumál Austurlanda nær í heild sinni. Bakerfór til Moskvu eftir ferð um Austurlönd nær, þar sem hann ræddi við ráðamenn i helstu höfuðborgum um framtíðarskipan mála í þeim heimshiuta. írösk blöð hvött til að gagnrýna Hamid Saia, ritstjóri Bagdað- biaðsins al-Baath, málgagns ríkisfiokks íraks, sakaði í gær í ritstjómar- grein starfsbræður sína við aðra ríkisrekna fjölmiðla um að birta iygar, sem vissír embættismenn mötuðu þá á. Hvatti ritstiórinn jafnframt fféttamenn til að gagnrýna stjómvöld. Er þetta heldur betur nýr tónn þar í landi og óvist hvað á bakvið býr. Síða 5 771 TRIUMPttADLER Ritvélar ■ úrvali Verö frá kr. 19.800,- stgr. EinarJ. Skúlasonhf. Grensásvegi 10, sími 686933 Alþýðubandalagið í Norðurlandi eystra Nú opnum við kosningaskrifstofuna í dag kl. 15.00 Mætum öll í opið hús í Lárusarhúsi, Eiðsvallagötu 18. Fjölbreytt dagskrá og kaffíveitingar . Steingrímur J. Sigfússon og Stefanía Traustadóttir verða á staðnum. G- listinn í N-landi eystra, Kúrdneskir skæruliðar - fregnir í gær bentu til þess að þeim og bandamönnum þeirra í suðri, uppreisnarmönnum af sjítatrú, vegnaði betur í við- ureigninni við her Saddams. Uppreisnarmenn segjast ráða mestöllu íraska Kúrdistan Talsmaður Kúrdneska lýðræðisflokksins í París sagði í gær að skæruliðar á vegum flokksins og annarra kúrdneskra uppreisnarsamtaka hefðu nú mestan hluta íraska Kúrdistans á sínu valdi, eða um 95 af hundraði þess landsvæðis. Að sögn Teheranútvarpsins og flóttamanna frá uppreisnar- svæðunum í írak veitir upp- reisnarmönnum einnig betur í suðurhluta landsins. Uppreisnannenn og flóttafólk halda því ffam að talsvert hafi ver- ið um það undanfarna daga að stjómarhereiningar hafi gefist upp eða gengið í lið með uppreisnar- mönnum. Margt er óljóst um hvernig gengur í átökum stjórnarhers og uppreisnarmanna. Lítið er um fféttir af þeim í íröskum fjölmiðl- um. Talsmaður bandariska utanrík- isráðuneytisins sagði í gær að í norðri vegnaði ýmsum betur og að í suðurhluta landsins hefðu bar- dagar á ný blossað upp í borgum, sem stjómarherinn hefði áður náð úr höndum uppreisnarmanna. Ut- varpið í Teheran skýrði í gær frá hörðum bardögum í Mosúl, þriðju stærstu borg Iraks sem er á mörk- um byggðasvæða araba og Kúrda. Talsmenn sjítasamtaka, sem standa að uppreisninni í suðri, segja að íraski stjórnarherinn haldi uppi stórskotahríð á Karbala og Najaf, tvær helgustu borgir sjítadóms, og hafi valdið skemmdum á helgum dómum þar. Vestrænir hemaðarsérffæðingar segja að svo sé að sjá að í borgara- Pete Williams, tals- maður varnarmála- ráðuneytis Banda- ríkjanna, sagði á fimmtudag að ijóst væri að ailmiklu færri íraskir hermenn hefðu verið í Kúvæt og Suður-lrak, þegar sókn landhers banda- manna hófst, en hingað til hefði verið haldið fram í frétta- tilkynningum bandamanna- hers. Við upphaf sóknarinnar, sem stríði þessu sé einkum barist í borgum, og hafi íraski herinn litla þjálfun til þesskonar átaka. Enn- fremur kunni það að há íraksstjóm að hún þori ekki að beita eiturgasi eða flugher í stórum stíl, af ótta við að her Bandaríkjanna og banda- manna þeirra, sem enn er í Suður- Irak, muni þá skerast í leikinn með uppreisnarmönnum. Þeir George Bush, Bandaríkjaforseti og Dan nú er farið að kalla orrustuna um Kúvæt, héldu bandamenn því fram að í suðurher íraka væru um 540.000 manns. Williams sagði að nú væri orðið ljóst að leyniþjónusíur hefðu ofáætlað mannQölda hers þessa, þar eð þeim hefði láðst að taka með í reikninginn manntjón hans af völdum loftsóknar banda- manna, sem hefði verið gífurlegt. Einnig hefðu_ loftárásimar lamað baráttukjark írakshers með þeim Quayle, varaforseti þar, hafa sagt að það myndi hafa „alvarlegar af- leiðingar" fyrir lraksstjóm ef hún beitti eiturgasi og flugher gegn uppreisnarmönnum. Ennfremur má vera að Saddam Iraksforseti hiki við að beita sumum einingum hers síns af því að hann efist um holl- ustu þeirra. en afleiðingum að fjöldi hermanna hefði verið strokinn úr honum áður en bandamenn lögðu til at- lögu á landi. Því hefur verið haldið fram að írakar hafi aðeins haft til vam- ar um 250.000 manns, eða meiri en helmingi færri en talsmenn bandamannahers héldu fram, er orrustan um Kúvæt hófst, en það segir Williams að sé alltof lágt áætlað. íraksher lamaður áður Kúvætorrusta hófst

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.