Þjóðviljinn - 16.03.1991, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 16.03.1991, Blaðsíða 15
Ranga fréttin var rétt Eitthvað hefur það vafist fyrir þeim heiðursmanni Karvel Pálmasyni hvort hann ætti að gefa kost á sér í heiðurssæti krata á Vestfjörðum. I lok febrúar sagði Bæjarins besta á fsafirði frá því að Karvel myndi skipa heiðurssæti list- ans. Daginn eftir birtist frétt I Vestfirska fréttablaðinu þar sem haft er eftir Karvel að frétt Bæjarins besta sé röng. Nokkru seinna birtist svo listi krata og kom þá í ijós að Kar- vel skipar heiðurssætið. BHMR málið horfið Það vakti athygíi þeirra sem hlustuöu á eldhúsdagsum- ræðumar á Alþingi sl. fimmtu- dagskvöld, að eitt heitast pól- itfska mál sfðari hluta kjör- timabilsins var ekki lengur á dagskrá. Hér er vitaskuld átt við bráðabirgðalögin á BHMR. Samkvæmt heimildum Þjóð- viijans átti kosningabarátta Sjáifstæðisflokksins að snúast að miklu leyti um þetta mál og átti að kynna ímynd Sjálf- stæðisflokksins sem hinn ábyrga flokk sem stendur við orð sín. Nú er búið aö kasta þeirri hemaðaráætiun fyrir róða, þar sem bæjarþing hef- ur dæmt að ríkisstjómín hafi verið i fullum rétti með setn- ingu bráðabirgðalaganna. Sit- ur íhaldið nú með sveittan skallann við að leita að högg- stað á ríkisstjórnarflokkunum, en verður lítt ágengt einsog heyra mátti f eldhúsdagsum- ræðunum. Sjáifstæðismenn stikkfrí 15 bændur sátu hjá þegar aukafulltrúafundur Stéttar- sambands bænda greiddi at- kvæði um nýjan búvörusamn- ing. Þetta voru allt sjálfstæðis- menn og munu þeir þama hafa orðið við fyrirskipun sem barst beint úr Valhöil, en Sjálf- stæðisfiokkurinn hefur lýst þvi yfir að hann muni taka upp þessa samninga komist hann til áhrifa f þjóöfélaginu IDAG 16. mars. er laugardagur. Gvendardagur. 75. dagur ársins. 21. vika vetrar byrjar. Nýtt tungl (páskatungl). Sólarupprás í Reykjavík kl. 7.44 - sólarlag 19.30. Þjóðviljinn fyrir 50 árum Reykvíkingar votta hinum föllnu hetjum islands virðingu sína. Fróði kom hingað í gær um hádegi með lík skipverj- anna fimm. Mannfjöldi, sem skipti þúsundum, mætti niður á hafnarbakka til að láta í Ijósi samúð sína og hluttekningu, þegar líkkisturnar voru fluttar í land. fyrir 25 árum „Konur þurfa ekki að vagga mjöðmum," segja vísinda- menn. Eftirtekja tollgæzlunnar á tveim dögum: 1700 flöskur og 94 þúsund sígarettur. Hita- veitustokkur í Smálöndum op- inn á annað ár. Sá spaki Tónlist Wagners er betri en hún hljómar. (Mark Twain) Dansfífl og kattakerling Hver ertu? Bryndís Petra Braga- dótfir, leikkona. I hvaða stjörnumerki ertu? Ég er í vogarmerkinu. Hvað ertu að gera núna? Ég er að tala við þig. Svo er ég líka að leika í Meistaranum hjá Leikfé- lagi Revkiavíkur. Hvernig er fólk flest? Það er almennt mjög gott. Hvað er verst/best í fari karla/kvenna? Verst í fari karla er af- brýðisemi og hroki, en það besta í fari þeirra er tillitssemi. Mér pykir líka mikill kostur ef peir eru aóðir dansarar. Verst í fari Rvenna er einnig afbrýði- semi, sérstaklega afbrýði- semi í garð annarra kvenna. Best í fari þeirra er hreinskilni. Óttastu um ástkæra ylhýra málið? Eg hræðist það ekki að við hættum að tala islensku, en mér er minn- isstætt þegar ég heyrði litla krakka, sem voru að leik, tala ensku hvert við ann- að fyrir nokkrum árum. Það sló mig dálítið og mér þykir það umhugsun- arvert. Ertu myrkfælin? Nei, það erég ekki. Hefurðu séð draug? Nei, en það er eflaust fleira til í þessari veröld en það sem við sjáum og skiljum. Værirðu ekki þú hver vildirðu vera? Mér finnst alveg ágætt að vera ég sjálf. Hefurðu hugleitt að breyta lífi þínu algjör- lega? Nei, líf mitt er síbreyti- legt og þannig vil ég ein- mitt hafa það. Hvað er það versta sem fyrir þig gæti kom- ið? Að missa heilsuna. Hvað er leiðinlegasta leikrit sem þú hefur séð? Ég er nú svo vitlaus að ég sé alltaf eitthvað gott i öllu. Ég man ekki eftir neinu leikriti sem mér þótti mjög leiðinlegt. Skemmtilegasta bók sem þú hefur lesið? Þær eru nú svo marg- ar. Laxness er allur mjög góður og Shakespeare karlinn yndislegur. Áhrifamesta kvik- mynd sem þú hefur horft á? Þær eru líka margar áhrifamiklar. Til að nefna eina þá segi ég „Cabar- et“, en hana sa ég úti á þeim tíma þegar myndir komu löngu seinna til (s- lands. Hún hafði mikil áhrif á mig. Áttu barn eða gælu- dýr? Já, ég á kött sem heit- ir Ágúst og er kallaður Gústi. Hann er þriggja ára og á afmæli 1. maí. Ég er mikil kattakerling og dýravinur almennt. Ertu með einhverja dellu? Já, ég er dansfífl. Mér þykir líka gaman á skíð- um, en aðallega er ég með dansdellu. En einhverja komp- lexa? Ekki gefið upp. Kanntu að reka nagla í vegg? Já, ég getþað og geri við ýmislegt. Ég var einu sinni handTangari hjá múr- arameistara, eg veit þó ekki hvernig honum fannst ég standa mig. Hvað er kynæsandi? Útgeislun frá fólki. Áttu þér uppáhalds- flík? Ég er alltaf í peysu sem eg prjónaði sjalf þessa dagana. Hun er í uppáhaldi hjá mér nú, enda í tíu litum. Ertu dagdreymin? Ég eyði ekki miklum tíma i dagdrauma. Það er helst þegar ég er komin í háttinn sem ég er dag- dreymin. Ertu feimin? Stundum, það fer eftir aðstæðum hverju sinni. Skipta peningar máli? Nei, í mínu lífi skjpta peningarekki máli. Eg hef neldur aldrei átt neina peninga. Hvað skiptir mestu máli í iífinu? Að vera sáttur við sjálfan sig, lífið og tilver- una. BE oc 1 u Framför! Framfarir ern geimT) ferðirog ^ -----—' þannig Vissuleaa eru ~ 1 geimferöir og plánetur forvitnilegar... V" Síða 15 ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 9.mars 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.