Þjóðviljinn - 16.03.1991, Blaðsíða 6
<B
Hlustaðirðu á eld-
húsdagsumræð-
urnar?
Þór Snorrason
framleiðslumaður:
Nei, það gerði ég ekki
vegna þess að ég var að
vinna. Hinsvegar hef ég
fylgst með pólitikinni í vet-
ur.
Guðni Sigurðsson
vélstióri:
Já að hluta og mér fannst
þetta vera sama ruglið
eins og svo oft áður. Ég
hef þó fylgst með stjórn-
málunum svona úr fjar-
lægð í vetur.
Þórmundur Skúlason
rafvélavirki:
Nei, ég hafði ekki tök á
því. Aftur á móti hef ég
fylgst þó nokkuð með
stjómmálaumræöunni í ár.
Baldur Helgason
ellilífeyrisþegi:
Nei, ég gat það ekki
vegna anna. Þó fylgist ég
alla jafna með pólitíkinni
og er ánægður með ríkis-
stjórnina vegna þess að
hun þorir.
Elsa Jónsdóttir
bankastarfsmaður:
Nei, ég hafði ekki tíma.
Heimilisstörfin gengu fyrir.
Éa hef engu að síður
fylgst með politíkinni í vet-
ur og er ánægð með nýja
formann Sjálfstæðisflokks-
ins.
FlÉTTIK
Júlíus átti fréttamynd ársins
Byssumaður handtek-
inn. Vopnaðir liðs-
menn víkingasveitar
lögreglunnar hafa
handtekið byssumann
við Hafnarhúsið í
Tryggvagötu. Umsátursástandi
er lokið, en víkingar eru enn í
viðbragðsstöðu. Mynd Júlíusar
Sigurjónssonar af þessum at-
burði hefur verið kjörin frétta-
mynd ársins 1990, en Júlíus er
Ijósmyndari á Morgunblaðinu.
Kjörið var tilkynnt við opnun
ljósmyndasýningar Blaðamannafé-
lags Islands og Blaðaljósmyndara-
félags íslands í Listasafni alþýðu í
gær. Dómnefndin hafði þetta um
mynd Júlíusar að segja:
„Hér er fréttamynd sem stend-
ur undir nafni. Myndin er frétt í
sjálfu sér - ljósmyndarinn á vett-
vangi og skráir atburðinn ómeng-
aðan, þá stemningu sem er á staðn-
um - og virðist því miður vera að
verða æ algengari í miðborg
Reykjavíkur."
Að svo mæltu afhenti Omar
Valdimarsson, formaður dóm-
nefndar, Júlíusi 150 þúsund króna
greiðslu B.I. fyrir verðlaunamynd-
ina.
Verðlaun voru einnig veitt fyrir
sex aðra flokka.
Ragnar Axelsson, Morgun-
blaðinu, fékk viðurkenningu fyrir
myndina Fyrsti vetrardagur í opn-
um flokki.
Mynd Pjeturs Sigurðssonar á
Tímanum vann spaugflokkinn, en
myndin nefnist Erótík.
Portrett Sigurþórs Hallbjöms-
sonar af Hallgrími Helgasyni
myndlistarmanni varð hlutskarpast
í flokki portrettmynda. Sigurþór
tekur myndir fyrir Pressuna.
Einar Olason á Alþýðublaðinu
fékk viðurkenningu fyrir mynd úr
daglega líflnu, en þar var á ferð-
inni óvenjuleg mynd af borgar-
stjóranum.
Kristján G. Amgrímsson fékk
Sjö Ijósmyndarar fengu viðurkenningu við opnun Ijósmyndasýningarinnar í Listasafni alþýðu ( gær. Þeir eru: Einar
Ólason, Pjetur Sigurðsson, Júlíus Sigurjónsson, Páll Stefánsson, Ragnar Axelsson, Kristján G. Arngrímsson og Sigurþór
Hallbjörnsson. Fréttamynd ársins er í miðjunni en hana tók Júllus. Mynd Kristinn.
verðlaun fyrir myndasyrpu sem
hann nefnir Karmelsystur og segir
frá heimsókn forseta íslands og
fleira mektarfólks í klaustur karm-
elsystra. Kristján vinnur á Morg-
unblaðinu.
Þá fékk Páll Stefánsson á Ice-
land Review íþróttaverðlaunin fyr-
ir myndina Leikfimi í Laugardal.
AIls eru 100 myndir eftir 21
blaðaljósmyndara á sýningunni,
sem verður opin til 24. mars.
Það má fullyrða að ljósmynd-
arar verði í hávegum hafðir í
Reykjavík næstu tvær vikurnar,
því í dag klukkan 16.00 verður
opnuð íslenska ljósmyndasýningin
1991 að Kjarvalsstöðum. Sýningin
er haldin á vegum Skyggnu Mynd-
verks hf.
Þar em sýndar 180 myndir eftir
43 ljósmyndara og er sýningunni
skipt upp í níu mismunandi flokka.
Veitt verða verðlaun fyrir bestu
myndina í hverju flokki að mati
dómnefndar, en auk þess gefst sýn-
ingargestum kostur á að velja
mynd sýningarinnar. Veitt verða
verðlaun að andvirði 550 þúsund
krónur.
-gg
Jim Smart, Ijósmyndari Þjóðviljans, á þessa mynd af Finni Jónssyni á sýning-
unni sem veröur opnuð að Kjarvalsstöðum I dag.
Ein af þremur myndum Kristins Ingvarssonar, Ijósmyndara Þjóðviljans, á Ijós-
myndasýningu B.l. og Blaðaljósmyndarafélags fslands.
Rígólettó
1 gær hófust að nýju sýning-
ar íslensku óperunnar á Rigólet-
tó eftir mánaðarhlé. Sólrún
Bragadóttir hefur tekið við hlut-
verki Gildu og kemur sérstak-
lega frá Ríkisóperunni í Hanno-
ver, þar sem hún starfar á föst-
um samningi.
Með hlutverk Rigólettó fer Iv-
an Kusnjer frá Tékkóslóvakíu, sem
á ný
talinn er í fremstu röð barítón-
söngvara heimalands síns, en hann
syngur við Þjóðaróperuna í Prag.
Spánveijinn Emesto Grisales er í
hlutverki hertogans, en hann er
heimsfrægur tenórsöngvari sem
unnið hefur til fjölda verðlauna og
viðurkenninga. Hljómsveitarstjóri
er Garðar Cortes.
Opinn fundur
með dr. Makhlouf
I dag kl. 14 verður opinn
fundur með dr. Makhlouf^ sendi-
fulltrúa PLO í Svíþjóð, Islandi
og írlandi, á Kornhlöðuloftinu
við Lækjarbrekku.
A fundinum fjallar dr. Mak-
hlouf um stöðu mála í Mið-Austur-
löndum að loknu stríðinu við
Persaflóa og um ástandið á her-
teknu svæðunum, Intifada og
möguleika Palestínumanna á að
hrinda hemámi á þeirra landi.
Dr. Makhlouf hefur m.a. hitt
forsætisráðherra, utanríkisráðheiTa,
utanríkismálanefnd, Biskup ís-
lands, Hjálparstofnun kirkjunnar
og forseta ASI í heimsókn sinni
hingað til lands. Hann fer aftur til
Stokkhólms, þar sem hann hefur
aðsetur, á sunnudagskvöld. -Sáf
ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 16.mars 1991
Síða 6