Þjóðviljinn - 16.03.1991, Blaðsíða 13
Ttaldib
Háskótabíó
Sýknaður ***
(Reversal of fortune)
Spennandi handrit og frábær
leikur, sérstaklega hjá Jeremy
irons. bað má eiginlega ekki
missa af honum.
Allt í besta lagi***
(Stanno tutti bene)
Tomatore kemur hér með örtit-
íð þyngri mynd en Paradísar-
bióið, en hún er faileg og
áhugaverö og Mastroianni er
engum líkur.
Nikita ***
Nikita er nýjasta affek Luc
Bessons. Undirhetmar Parísar
fá nýja hetju, Nikitu sem er
eins konar kvenkyns 007.
Tryllt ást (Wiid at heart)*“'
Hinn undariegi David Lynch
kemur hér með undarlega og
stórgóða mynd fyrir alla kvik-
myndaunnendur.
Paradísarbíóið****
(Cinema Paradiso)
Langt yfir aila stjörnugjöf hafin.
Svona mynd er aðeins gerð
einu sinnt og þessvegna má
enginn sem hefur hið minnsta
gaman af kvikmyndum missa
afhenni.
Bíóborgin
k síðasta snúning**
(Paciflo highis)
Lengi vel er þetta spennumynd
með dálítið skemmtiiega sér-
stökum söguþraeöi en endirinn
er alltof fyrirsjáaniegur og
skemmir fytir heildinni.
Memphis Belle ***
Pað er ekki annað hægt en að
heillast af þessum hetjum há-
loftanna. Þetta er skemmtiiega
gamaldags mynd um hugrekkí
og vináttu.
Uns sekt er sönnuð**'
(Presumed inoocent)
Plottið er gott en leikurinn er
misjafn. Julia og Bedelia hífa
hana upp úr meðalmennsk-
unni.
Bíóhöllin
Hættuleg tegund **
(Arachnophobia)
Bannvænar köngulær frá Ven-
ezuela herja á smábæ í Kali-
forniu. Köngulærnar fá stjörnu
fyrir frábæran leik.
Regnboginn
Úlfadansar ****
(Dances with wolves)
Þeir sem halda að vestrinn sé
dauður æftu að drífa sig á
þessa stórkostlegu mynd. Hrif-
andi og mögnuð.
Litli þjófurinn **'
Ung stúlka gerir uppreisn gegn
umhverfi sínu á árunum eftir
seinni heimstyrjöid í Frakk-
landi. Góður leikur en ekki
nógu sterk.
Ryð ***
Ryð er i alia staði mjög vei
gerð og fagmannleg mynd.
Lokaatriðíð er með þelm betri í
islenskri kvikmyndasögu. Miss*
ið ekki af henni.
Stjörnubíó
Á mörkum lifs og dauða**
(Ratliners)
Myndín er eins og langt tónlist-
armyndband þar sem hljóm-
sveitina vantar. en óneitanlega
spennandi skemmtun.
Laugarásbió
Stella **
Bette Midler er mjög góð í
þessari hálf fyndnu - hálf dram-
atisku mynd um mæðgur. Mun-
ið eftir vasaklútunum.
Leikskólalöggan**
(Kindergarten cop)
Schwartzenegger sýnir að
hann getur meira en skotið fóik
í tætlur með vélbyssu, Hann og
börnin eru fyndin og væmin á
vixl.
SIF
Á FÖKNUM YEGI
Ég var hreint ekkert ánægður
yfir því að þurfa að bíða hér á
Brjánslæk í dag. Mér fannst það
hálfgerð tímasóun. Ekki þar fyrir að
mér leið svo sem prýðilega. En er-
indum mínum hér á Vestfjörðunum
var lokið og þá vildi ég helst geta
haldið hindrunarlaust áfram til
Reykjavíkur, gefið þar hlutaðeig-
andi yfirvöldum skýrslu um ferða-
lagið og haldið svo áfram til Skaga-
íjarðar. En það var nu raunar ekki
til ýkja langrar setu boðið heima.
Ég hafði lofað Ólafí Jóhannessyni
því að fara í aðra fyrirlestrarferð
eftir áramótin og þá í einhveija
skóla, - en það er nú önnur saga.
Veðrið var hið besta, hægvirði
og létt skýjað og ég hefði því gjam-
an viljað eyða dijúgum hluta af
deginum í göngufor hér um ná-
grennið. En á því var einn slæmur
annmarki: Sólinn undir öðrum
skónum mínum var á góðri leið
með að rifna ftá yfirleðrinu og
hefði náttúrlega verið farinn veg
allrar veraldar hefði ég orðið að
ganga alla þá leið, sem ég var búinn
að fara hér á Vestfjörðum. Ég kæmi
að vísu ekki til með að þurfa að
ganga mikið það sem eftir var leið-
arinnar til Reykjavíkur, en viðkunn-
anlegra fannst mér þó, að þurfa ekki
að koma til höfúðstaðarins skólaus
á öðrum fæti. Annars hafði ég það
ágætt á Bijánslæk. Og leið svo dag-
urinn.
Þá var nú kominn sunnudagur
og ég að kveðja Vestfirðina að
þessu sinni. Og þó að ég kunni ein-
hvemtíma að eiga eftir að heim-
sækja þá öðru sinni, þá mun ég
varla fara sömu leiðir og nú.
Frá Bijánslæk var farið kl. langt
gengin í 1. Stutt leið er til sjávar.
Bátur kom ftá skipshlið og flutti
okkur um borð. Farþegar, auk mín,
voru aðeins tveir, Magnús og Rútur
og skildist mér þeir vera báðir ftá
Bíldudal. Póstbáturinn var lítil
fleyta, 12-14 tonn, var mér sagt. Og
hver skyldi svo hafa verið þar hæst-
ráðandi til sjós og lands annar en
minn gamli og góði skólabróðir ftá
Laugarvatni, sundgarpurinn Lárus
Guðmundsson ftá Stykkishólmi?
Við höfðum ekki sést síðan leiðir
skildu á Laugarvatni vorið 1937 og
urðu nú heldur en ekki fagnaðar-
fúndir. Við rifjuðum upp gamlar
minningar og Lárus bauð mér upp á
kaffi með skipsfélögum sínum. Og
siglingin um Breiðaíjörðinn á þess-
ari litlu fleytu í ijómalogni og slétt-
um sjó hefúr verið mér ógleyman-
leg.
Nokkrir viðkomustaðir vom á
leiðinni og hinn helsti þeirra Flatey.
Þar var staðið við í tvo og hálfan
klt. Því beðið var eftir lækninum i
Stykkishólmi, sem þama var að
skoða skólabömin. Þannig leggst
manni oftast eitthvað til. Notaði ég
tímann til þess að labba um eyjuna
og líta augum þessi heimkynni míns
gamla frænda sagnamannsins Gísla
Konráðssonar, en þama eyddi hann
efti árunum, með skriffærum sínum
og bókum. Þótti mér eyjan bæði
ftiðsæl og falleg og undrast það
ekkert, að Gisli yndi þar vel hag
sínum. Hefúr þó ýmislegt að sjálf-
sögðu tekið breytingum ltá því sem
var í þá daga, en þó fann ég þama
einkar notalega fyrir nálægð fortíð-
arinnar.
Aður en ég stigi aftur um borð,
skaust ég inn í veitingahús og fékk
mér kaffisopa, ftemur af forvitni en
þörf. Þegar ég yfirgaf Flatey fannst
mér að ég yrði að koma þar aftur og
hafa þá lengri viðdvöl. Það tókst
mér líka, þótt bið yrði á, en það er
utan við þessa sögu.
Klukkan 9 komum við til
Stykkishólms. Ég hafði einu sinni
áður komið þangað. Var þá á leið
með gömlu Esju frá Reykjavík og
norður á Sauðárkrók. Síðan hefur
mér þótt bæjarstæði Stykkishólms
eitt hið fegursta, sem ég hef séð
hérlendis. En nú var ekki tóm til að
endumýja þau kynni. Við nafhi og
Rútur hröðuðum okkur til gistihúss-
ins og pöntuðum mat og gistingu.
Var hvorutveggja fengið og matur
einhver sá besti, sem ég hef fengið
á opinbemm veitingastað.
Áætlunarbíllinn til Reykjavíkur
átti að fara ffá Stykkishólmi kl. 9
morguninn eftir. Þótt skömm sé ffá
að segja var ég ekki viss um að
vakna í tæka tíð og bað því nafna
að ýta við mér. Hann sagðist ekki
hafa neina klukku og hefði aldrei
átt slíkt verkfæri né í rauninni hafl
nokkuð með það að gera. Ég held
hann hljóti að hafa logið því en ég
lánaði honum mitt úr og þar með
stakk ég mér í kojuna.
VEÐRtÐ
Veðurhorfur næsta sólarhring: NA stinningskaldi eða allhvasst og
snjókoma á Vestfjörðum en A og SA kaldi eða stinningskaldi annars
staðar. Sunnanlands og með austurströndinni verður rigning, él við
norðurströndina en úrkomulítið í innsveitum norðanlands og vestan.
Hiti 0 til 7 stig, hlýjast á Suðurlandi.
KROSSGÁTAN
Lárétt: 1 skaut 4 himna 6 stök 7 hnjóð
9 umstang 12 sveina 14 þannig 15
bekkur 16 lengdarmál 19 fíngerð 20 ný-
lega 21 bleyta
Lóðrétt: 2 reykja 3 hyskni 4 kona 5
spíra 7 lás 8 háðs 10 skrafaði 11 matn-
um 13 fugl 17 munda 18 venslamann
Lausn á síðustu krossgátu
Lárétt: 1 slæm 4 kubb 6 eir 7 vist 9
ágæt 12 kassa 14 tía 15 rot 16 trauð 19
noti 20 nafn 21 aflir
Lóðrétt: 2 lúi 3 meta 4 krás 5 blæ 7 vit-
und 8 skatta 10 garðar 11 tæting 13 sía
17 rif 19 Uni
APÖTEK
Reykjavík: Helgar- og kvöldvarsla
lyfjabúöa vikuna 15. til 21. mars. er I
Reykjavíkur Apóteki og Borgar Apóteki.
Fyrrnefnda apótekiö er opiö um helgar og
annast næturvörslu alla daga kl. 22 til 9 (til
10 á frídögum).
Síöamefnda apótekiö er opiö á kvöldin kl.
18 til 22 virka daga og á laugardögumkl. 9-
22 samhliða hinu fyrmefnda.
LÖGGAN
Reykjavík..................rr 1 11 66
Neyöam. ef simkerfi bregs t.® 67 11 66
Kópavogur..................rr 4 12 00
Seltjamarnes................« 1 84 55
Hafnarfjörður...............® 5 11 66
Garðabær....................» 5 11 66
Akureyri....................2 32 22
Slökkvilið og sjúkrabílar
Reykjavík...........
Kópavogur...........
Seltjarnarnes.......
Hafnarfjörður.......
Garöabær............
Akureyri............
LÆKNAR
Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarn-arnes
og Kópavog er I Heilsuverndar-stöð
Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 8,
á laugardögum og helgidögum allan
sólarhringinn. Vitjanabeiðnir,
símaráðleggingar og tímapantanir í
rr 21230. Upplýsingar um lækna- og
lyfjaþjónustu eru gefnar I símsvara 18888.
Borgarspítalinn: Vakt virka daga frá kl. 8 til
17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilislækni
eða ná ekki til hans. Landspítalinn:
Göngudeildin er opin frá kl. 20 til 21.
Slysadeild Borgarspít-alans er opin allan
sólarhringinn,
® 696600.
Neyöarvak Tannlæknafélags íslands er
starfrækt um helgar og stórhátíöir.
Símsvari 681041.
Hafnarfjöröur: Dagvakt, Heilsugæsl-an, rr
53722. Næturvakt lækna,
n 51100.
Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöt,
n 656066, upplýsingar um vaktlækni
rr 51100.
Akureyri: Dagvakt frá kl 8 til 17 á
Læknamiðstöðinni, rr 22311, hjá Akureyrar
Apóteki, rr 22445. Nætur- og
helgidagavakt læknis frá kl 17 til 8 985-
23221 (farsími).
Keflavík: Dagvakt, upplýsingar í
rr 14000.
Vestmannaeyjar: Neyöarvakt lækna,
« 11966.
SJÚKRAHÚS
Heimsóknartímar: Landspitalinn: Alla daga
kl. 15 til 16 og 19 til 20. Borgar-spitalinn:
Virka daga kl. 18:30 til 19:30, um helgar kl.
15 til 18 og eftir samkomulagi.
Fæðingardeild Land-spítalans: Alla daga
kl. 15 til 16, feöra-tími kl. 19:30 til 20:30.
Fæðingar-heimili Reykjavikur v/Eiriksgötu:
Al-mennur tími kl. 15-16 alla daga, feðra-
og systkinatími kl. 20-21 alla daga.
Öldrunarlækningadeild Landspítal-ans,
Hátúni 10B: Alla daga kl. 14 til 20 og eftir
samkomulagi. Grensásdeild Borgarspítala:
Virka daga kl. 16 til 19, um helgar kl. 14 til
19:30. Heilsu-verndarstöðin við
Barónsstíg: Heimsóknartími frjáls.
Landakotsspitali: Alla daga kl. 15 til 16 og
18:30 til 19. Barnadeild: Heim-sóknir
annarra en foreldra kl. 16 til 17 alla daga.
St. Jósefs-spítali Hafnar-firði: Alla daga kl.
15 til 16 og 19 til 19:30. Kleppsspítalinn:
Alla daga kl 15 til 16 og 18:30 til 19.
Sjukrahús Vestmannaeyja: Alla daga kl. 15
til 16 og 19 til 19:30. Sjúkrahús Akraness:
Alla daga kl. 15:30 til 16 og 19 til 19:30.
Sjúkrahúsið Húsavik: Alla daga kl. 15 til 16
og 19:30 til 20.
ÝMISLEGT
Rauöa kross húsið: Neyðarathvarf fyrir
unglinga, Tjarnargötu 35,
rr 91-622266, opið allan sólarhringinn.
Samtökin 78: Svarað er í upplýsinga- og
ráðgjafarslma félags lesbía og homma á
mánudags- og fimmtudags-kvöldum kl. 21
til 23. Símsvari á öörum tímum. rr 91-
28539.
Sálfræðistööin: Ráðgjöf I sálfræði-legum
efnum, tr 91-687075.
Lögfræðiaðstoð Orators, félags laganema,
er veitt I slma 91-11012 milli kl. 19:30 og
22 á fimmtudagskvöldum.
MS-félagið, Álandi 13: Opiö virka daga frá
kl. 8 til 17, »91-688620.
„Opiö hús’ fyrir krabbameinssjúk-linga og
aðstandendur þeirra í Skóg-arhlíð 8 á
fimmtudögum kl. 17 til 19.
Samtök áhugafólks um alnæmis-vandann
sem vilja styöja smitaöa og sjúka og
aðstandendur þeirra I rr 91-22400 og þar
er svarað alla virka daga.
Upplýsingar um eyðni: rr 91-622280, beint
samband við lækni/hjúkrunar-fræðing á
miövikudögum kl. 18 til 19, annars
símsvari.
Samtök um kvennaathvarf: rr 91-21205,
húsaskjól og aðstoö við konur sem beittar
hafa verið ofbeldi eða orðið fyrir nauðgun.
Kvennaráðgjöfin Hlaövarpanum, Vestur-
götu 3: Opið þriðjudaga kl. 20 til 22,
fimmtudaga kl. 13:30 til 15:30 og kl. 20 til
22, rr 91-21500, símsvari.
Sjálfshjálparhópar þeirra sem orðiö hafa
fyrir siljaspellum: » 91-21500, símsvari.
Vinnuhópur um sifjaspellsmál:
« 91-21260 alla virka daga kl. 13 til 17.
Stígamót, miðstöö fyrir konur og böm sem
orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi.
Ráðgjöf, fræösla, upplýsingar, Vesturgötu
3, « 91-626868 og 91-626878 allan
sólarhringinn.
Bilanavakt rafmagns- og hitaveitu:
n 27311. Rafmagnsveita: Bilanavakt!
tr 686230.
Rafveita Hafnarfjarðar: Bilanavakt,
rr 652936.
GENGIÐ
15. mars 1991 Kaup Sala Tollg
Bandaríkjad... 57,170 57,330 55,520
Sterl.pund...105, 664 105,960 106,571
Kanadadollar.. .49,496 49,634 48,234
Dönsk króna... .9,391 9,417 9,517
Norsk króna... , .9,228 9,254 9,351
Sænsk króna... , .9,789 9,816 9,837
Finnskt mark. , .15,023 15,065 15,130
Fran. franki.. .10,586 10,615 10,739
Belg. franki.. . .1,749 1,754 1,774
Sviss.franki.. .41,653 41,770 42,220
Holl. gyllini .31,996 32,086 32,439
Þýskt mark... .36,068 36,169 36,563
ítölsk líra.. ..0,048 0,048 0, 048
Austurr. sch. ..5,126 5,140 5,190
Portúg. escudo.0,414 0,415 0, 418
Sp. peseti... ..0,578 0,580 0, 586
Japanskt jen. ..0,418 0, 420 0,419
írskt pund... .96,412 96,306 96, 465
LÁNSKJARAVÍSílALA
Júni 1979 = 100
1986 1987 1988 1989 1990 1991
jan 1364 1565 1913 2279 2771 2969
feb 1396 1594 1958 2317 2806 3003
mar 1428 1614 1968 2346 2844 3009
apr 1425 1643 1989 2394 2859 ____
mai 1432 1662 2020 2433 2873
jún 1448 1687 2020 2475 2887
júl 1463 1721 2051 2540 2905
Agú 1472 1743 2217 2557 2925
sep 1486 1778 2254 2584 2932
okt 1509 1797 2264 2640 2934
nóv 1517 1841 2272 2693 2938
........W 1 11 00
........«1 11 00
........®1 11 00
........rr 5 11 00
........* 5 11 00
........rr 2 22 22
Síða 13
ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 16. mars 1991