Þjóðviljinn - 23.03.1991, Side 11

Þjóðviljinn - 23.03.1991, Side 11
:i talsverðan rf þrjósku húsi, á ekki bara að reka þetta sem óperuhús? Menn sögðu líka að það væri ekki hægt að fá peninga til að gera þetta. Ég viðurkenni það fús- Iega, að það þurfti talsverðan skammt af þrjósku til þess að halda þessu áfram, en niðurstaðan liggur nú fyrir og ég vona bara að þetta gangi upp. ■ Nú er verkinu ekki lokið þótt búið sé að ganga frá salnum. Hvað tekur nú við? - Við erum auðvitað farin að hugsa fyrir því, en það býður næstu ríkisstjórnar og næsta Al- þingis að ákveða hversu miklum fjármunum verði varið til þess að halda viðgerðunum áfram síðar á þessu ári. Eg tel mjög nauðsynlegt að halda þessum framkvæmdum áfram, þannig að ekki komi langt hlé. Við erum með tvö stór verkefhi í menningarbyggingum núna, Þjóðleikhúsið og Þjóðarbókhlöð- una. Miðað við þann verkhraða og þá fjármuni sem við höfum ákveð- ið á þessu ári reiknum við með því að Þjóðarbókhlaðan verði komin í gagnið 1994. Það þarf að keyra endurbætur Þjóðleikhússins sam- hliða, og þegar þeim er lokið þarf að fara i Þjóðminjasafnið, en und- irbúning þeirrar framkvæmdar þarf reyndar að hefja strax. Ég sé þess- ar framkvæmdir líka fyrir mér i al- mennu menningarpólitísku sam- hengi. Það er mikilvægur þáttur í menningarlegu sjálfstæði hverrar þjóðar, að hún eigi sitt Þjóðleik- hús, sem lætur sig varða alla þjóð- ina og sinnir til dæmis lands- byggðinni. Það þarf líka að fylgja þessu eftir með því að flytja leik- listina inn í skólana eins og reynd- ar hefur verið gert með sérstöku átaki þar sem listamenn hafa starf- að með bamaskólunum á undan- fomum missemm. En þegar við komum að þess- um vanda Þjóðleikhússins fyrir rúmum tveim ámm var ekki bara um þann vanda að ræða. Leikfélag Akureyrar var lika í rústum, þann- ig að við þurftum líka að taka á fjánnálum þess. Og ef við lítum á Fjármálaráðherra og forsætisráð- herra virða fyrir sér breytingar á Þjóðleikhúsinu. Myndir: Jim Smart. málið frá leikhúspólitísku sjónar- miði, þá sá ég þetta fyrir mér sem verkefni, að treysta Leikfélag Ak- ureyrar, koma Þjóðleikhúsinu á legg á ný, og að því loknu ætti næsta stórátakið á þessu sviði að vera stóraukinn stuðningur við litlu atvinnuleikhópana. Þar held ég að menn eigi að sýna mjög mik- inn metnað, því þessir litlu at- vinnuleikhópar eru í rauninni í senn alþýðuleikhús og þjóðleik- hús. Þessir hópar hafa sýnt að þeir eru mjög góðir og hafa fjölda hæfra leikhúsmanna á sínum snær- um. Annar þáttur þessarar heildar- Mér mistókst að koma Alþingi í skiln- ing um nauðsyn Dess að gera Þjóð- eikhúsið sjálfstætt... stefnu í menningarmálum var svo að kaupa SS-húsið og koma Ieik- listarskólanum þar inn og tengja hann við Myndlista- og handíða- skólann og Listdansskólann og gera ballettinn sjálfstæðari en áður. Hann hefur núna sjálfstætt fjár- laganúmer og sjálfstæða stöðu að því leyti. En eitt af því sem segja má að hafi mistekist á þessu kjörtímabili, var að fá alþingismenn til að skilja, að Þjóðleikhúsið þarf lika að vera sjálfstætt sem menningarstofnun. Þetta á að vera þannig að mínu mati, að Alþingi ákveður að veita i Þjóðleikhúsið ákveðinni fjárhæð á ári. Þeir sem starfa við Þjóðleik- húsið eiga siðan að ákveða í gróf- um dráttum hvemig þessum fjár- munum er ráðstafað í samráði við menntamálaráðuneytið. Og Þjóð- leikhúsið á síðan að ráða allri út- færslu í einstökum atriðum. Það á ekki að skrifa hvem einasta launa- tékka fyrir leikara Þjóðleikhússins út í launadeild fjármálaráðuneytis- ins. Mér mistókst að fá alþingis- menn til að skilja þetta. Menn vildu líka halda áfram hinu gamla flokkspólitíska Þjóð- ..... —— leikhúsráði, sem er gjörsamlega úrelt fyrirbæri og stangast á við alla nútíma stjórnunarhætti. Ekki bara menning- arpólitískt, heldur líka fjármálalega. Vegna þess að þeir sem fá peningana eiga að vera ábyrgir fyrir þeim. Ef þeir fara illa með pening- ana, þá fer illa fyrir þeirra starfsemi. Mér finnst það því mikilvægt að í næstu lotu tak- ist að halda þannig á stjómunar- málum menningarstofnana, hvort sem um er að ræða Þjóðleikhúsið, Sinfóníuna, söfnin eða Háskóla ís- lands, að þær verði sjálfstæðar. Að við getum sagt: héma em pening- amir ykkar, gjörið þið svo vel. Þið ráðið sjálf hvað þið gerið við þá. -ólg. Síða 11 ÞJOÐVILJINN Laugardagur 23. mars 1991

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.