Þjóðviljinn - 23.03.1991, Side 12

Þjóðviljinn - 23.03.1991, Side 12
K¥T KMYNDT THf^ Finnska kvikmyndavikan að versta við kvik- myndavikur er að þær eru aðeins vika, svo að helst verður maður að flytja í viðkomandi kvikmyndahús á meðan. Ef maður hins vegar þykist eiga einhverjar skyldur utan bíósins þá sér maður aðeins brot af því sem er á dagskrá, því miður. Þegar ég sá myndina Rapsy & Dolly á finnsku kvikmyndavikunni þá hugsaði ég með mér að akkúrat svona væru finnskar kvikmyndir. Rapsy & Dolly er um utangarðs- fólk í Helsinki, smákrimma og íyllibyttur sem eiga heima i gráu og skítugu hverfi þar sem hvergi sést tré eða stingandi strá og mað- ur getur ekki ímyndað sér að það sjáist nokkum tímann til sólar. Rapsy (Matti Pellonpaa) er miðaldra maður sem er nýkominn úr fangelsi. Honum var misþyrmt i fangelsinu og komst íyrr út en áætlað var gegn loforði um að koma upp um vin sinn sem bæði rekur klámbúð og verslar með stolnar vörur eins og t.d. gamlar rússneskar helgimyndir. Stuttu eftir að Raspy kemur úr fangelsinu kynnist hann Dolly (Raija Paalanen), konu á sínum aldri sem var einu sinni dansari en er núna fastagestur á bar og iifir í draumaheimi fortíðarinnar. Raspy flytur inn til hennar og þau eiga sér lítið mislukkað ástarævintýri þegar Raspy hefur tíma. Hann stendur í ströngu við að hjálpa krimmavini sínum en hann er líka uppljóstrari fyrir lögregluna (ég vildi ekki lenda í finnsku lögreglunni, hún virðist enn harkalegri en sú amer- íska) en er að reyna að leiða hana á villigötur til að koma ekki vini sín- um í klandur. Myndin er samt ekki öll svört og niðurdrepandi. Hún er glettilega fyndin á köflum. Týpumar em hver annarri ótrúlegri og gera nett grín að sjálfum sér. Það em engar aðstæður svo ömurlegar að ekki sé hægt að bjarga sér út úr þeim ann- aðhvort með lygum, drykkju eða hreinlega að neita raunvemleikan- um í sinni niðurdrepandi mynd og vera stórstjama í eigin ímyndun. Matti Ijás er ungur finnskur leikstjóri og talinn mjög efnilegur. Rapsy & Dolly sem er nýjasta mynd hans fékk í síðasta mánuði norræn verðlaun á kvikmyndahátíð í Gautaborg sem fékk mig til að hugsa að mikið hefðu hinar mynd- imar þá verið dapurlegar. Þó að Rapsy & Dolly sé í alla staði vel leikin mynd og hafi sinn skerf af dálítið skemmtilegri kaldhæðni, þá greip hún mig aldrei. Kannski er maður orðinn ónæmur fyrir svona drungaiegum realisma en í lok myndarinnar er manni eiginlega sama um örlög aðalpersónanna. Eini leikstjórinn sem ég hafði heyrt eitthvað um áður en finnska kvikmyndavikan hófst var Aki Kaurismáki, en hann og bróðir hans Mika virðast vera afkasta- mestu leikstjórar í Finnlandi. Mika er skólagenginn en Aki hóf feril sinn með því að leika aukahlutverk hjá bróður sínum, var síðan að- stoðarleikstjóri hjá honum áður en hann hóf að gera sínar eigin kvik- myndir. Sú fyrsta var útfærsla á Glæp og refsingu Dostojevskís þar sem einfarinn Raskolnikof er orð- inn slátrari í Helsinki nútímans. Gagnrýnendur jafnt sem áhorfend- ur urðu geysihrifnir af myndinni og Aki var kallaður fyrsti snilling- ur finnskrar kvikmyndagerðar og það þarf ekki að sjá margar myndir eftir hann til að verða sammála því. Finnar eru ekki einir um að vera svona hrifnir af honum, þýskt kvikmyndablað er nýbúið að velja nýjustu kvikmynd hans The matchfactory girl bestu mynd árs- ins 1990 og Aki sjálfan besta leik- stjórann, í öðru sæti var David Lynch og í þriðja Scorsese svo að hann var ekki að keppa við neina titti. Það voru sýndar þijár myndir eftir Aki á hátiðinnni; Ariel, I hired a contract killer og Leningrad Cowboys go to America. I hired a contract killer gerist i London og það litla sem er sagt í myndinni er sagt á ensku. Henri Boulanger (Jean-Pierre Léaud) er frakki sem býr í London, hann á enga vini og virðist lifa alveg sér- staklega óspennandi lífi, og þegar honum er sagt upp vinnunni ákveður hann að drepa sig. Til- raunir hans ganga illa, sumpart út af gasverkfalli og sumpart út af getuleysi hans sjálfs. Það endar með því að hann fær sér leigu- morðingja til að sjá um verkið. A meðan hann bíður eftir að leigu- morðinginn drepi hann smakkar hann áfengi í fyrsta skipti og fær við það kjark til að tala við hitt kynið (líka í fyrsta skipti), sem verður til þess að hann vill ekki lengur deyja... Myndin er ótrúlega hugmynda- rík og skemmtileg, það er ár og dagur síðan mér fannst jafn æðis- legt að sitja í bíó. Aðalleikaramir þrír, Henri, kærastan og morðing- inn, rölta um London, farast á mis í subbulegum íbúðum og týnast í skuggalegum og niðurrifnum strætum stórborgarinnar (það sést hvorki Lundúnatum né Trafalgar- torg). Myndataka Timo Salminen er frábær, klippingin hæg og minn- ir stundum á mynd Jarmusch, Stranger than Paradise. Það er lítið um samtöl í mynd- inni, og þess vegna verður hver setning stór og fúll af merkingu, þó að það sé aðeins verið að biðja um viský. Hreyfingar em líka hnitmið- aðar og oft em nærmyndir af hönd- um eða öðmm líkamspörtum að gera eitthvað mjög venjulegt á geysilega þýðingarmikinn hátt. Leikurinn er óaðfinnanlegur. Aðalleikarinn Léaud hlýtur að búa yfir hlægilegustu svipbrigðum norðan Alpafjalla og þótt víðar væri leitað. Margi Clarke sem lék kæmstuna og sumir hafa kannski séð í A letter to Brezhnef, var stór og móðurleg og alveg rétt í þetta hlutverk. Hlutverkin vom skrifúð sérstaklega fyrir þau Léaud og Clarke en morðingjann lék Kenn- eth Colley, gamalreyndur leikari úr Ealing genginu, sem getur leikið hvað sem er áfallalaust. Enn frem- ur puntar gamli Clasharinn Joe Strummer upp á myndina en hann syngur þar tvö lög. Þetta var hreint út sagt yfirg- engilega, skemmtilega öðruvísi mynd en bjó mig samt engan veg- inn undir seinni mynd Aki sem ég sá, Leningrad cowboys go to Am- erica. Leningrad kúrekamir er hræðilega léleg hljómsveit í allt of stómm skóm og með hár út um allt sem ákveður að fara til Ameríku að meika það. Það er skemmst ffá því að segja að þeir ferðast ffá New York til Mexico og spila á leiðinni með afar misjöfnum ár- angri. Umboðsmaðurinn þeirra Vladimir (Matti Pellonpaa) er ekki ánægður með þá og lætur þá til dæmis fara í sólbað því að amer- ískir áhorfendur vilja bara sólbrún- ar rokkstjömur. Þetta er þjóðvegamynd sem fer fram úr öllum hinum. Jafnvel bliknar Easy rider næstum því í samanburði við hana. Mér er sagt að í Finnlandi fari fólk á miðnæt- ursýningar á Kúrekunum og tali og syngi með myndinni. Eg er ekki hissa á því, þetta er ein af þessum myndum sem er hægt að sjá aftur og aftur og sjá nýja hluti í hvert skipti. Eg held að öllum sé ljóst sem lögðu leið sína í Háskólabíó í síðustu viku að finnar em slyngir kvikmyndagerðarmenn og við get- um aðeins vonað að við fáum meira að sjá frá þeim. Að lokum vil ég þakka bæði Háskólabíó og finnska sendiráðinu fyrir að kynna þessa menn fyrir okkur. Slf Rapsy & Dolly er um utangarðs- fólk í Helsinki, smákrimma og fyllibyttur sem eiga heima í gráu og skítugu hverfi þar sem hvergi sést tré eða sting- andi strá og mað- ur getur ekki imyndað sér að það sjáist nokkurn tímann til sólar. and H Páskamyndir kvikmyndahúsanna Ekki verður amalegt að bregða sér í bíó yfir páskana því að önnur hver mynd hefur verið útnefnd til allskonar verðlauna eða er jafnvel búin að fá einhver. Mér sýnist eiginlega allar myndirnar sem eru útnefndar til Óskarsverð- launa vera í einhverjum sölum, nema þær sem keppa um bestu erlendu myndina, þær sjást nátt- úrlega hvergi. # Háskólabíó frumsýnir bráð- lega myndina Almost an angel sem mun kannski bera nafnið Vantar bara vængi í íslenskri þýðingu. Það er krókódílaparið Paul Hogan og Linda Kozlowsky sem leika að- alhlutverkin. Paul leikur mann sem er að dauða kominn en Guð gefur honum einn sjens á jörðinni í við- bót. Minnir dálítið á Warren Beatty myndina Heaven can wait. Það er John (krókódíll) Comell sem bæði leikstýrir og framleiðir. ❖ Önnur mynd sem er að byrja hjá Háskólabíó er Atame eða Bittu mig, elskaðu mig, nýjasta mynd spánska leikstjórans Almodovars. Hún fjallar um galinn mann sem stelur pomóstjömu og heldur henni bundinni heima hjá sér af því að hann elskar hana svo mikið. Vic- toria Abril og Antonio Banderas fara með hlutverk fangans og fangavarðarins. ❖ Laugarásbíó er nýbyrjað að sýna stórmyndina Havana sem Sidney Pollac leikstýrir. Robert Redford (hinn eini sanni) leikur fjárhættuspilara sem er að spila á Kúbu síðustu dagana fyrir bylt- ingu. Lena Olin leikur hugsjóna- konuna sem kemur róti á úthugsað afskiptaleysi hans. „I stick my neck out for nobody,“ eins og Bog- art sagði í Casablanca. ❖ Regnboginn kemur ekki Dönsum við úlfa úr sal 1, svo mik- il er aðsóknin svo að myndin Longtime companion verður frum- sýnd í minni sal. Myndin spannar tíu ár og fjallar um nokkra sam- kynhneigða menn í Bandaríkjunum og hvemig þeir bregðast við Aids hættunni. Þessi mynd hefur fengið ótal verðlaun bæði ffá gagnrýnend- um og áhorfendum og er sögð fyrsta myndin sem tekur á þessu vandamáli af einhverri skynsemi. Handritið skrifaði Graig Lucas, höfundur Leiksoppa sem Nem- endaleikhúsið sýndi fyrir skömmu. ❖ Næsta stórfrumsýning hjá Regnboganum er franska myndin Cyrano de Bergerac sem ég er svo oft búin að minnast á á þessari síðu að ég ætla að sleppa því í þetta skiptið. ❖ Stjömubíó heldur náttúrlega áfram að sýna A barmi örvænting- ar en bætir við myndinni Awaken- ings um páskana. Þar leikur Robin Williams sannsögulegan lækni, Oliver Sacks. Hann reynir lyf á sjúklingum sem hafa legið óralengi í dauðadái lyf og vekur þá upp. Robert De Niro leikur sjúkling. Penny (Big) Marshall leikstýrir. ❖ Næsta mynd á dagskrá hjá Bíóborginni er Bonfire of the van- ities. Hún er gerð eftir skáldsögu Tom Wolfe og fjallar um uppa sem Tom Hanks leikur.Hann er á niður- leið í veröldinni eftir að hafa villst inn í Bronx hverfið og keyrt óvart yfir ungan blökkumann. Melanie Griffith leikur ástkonu hans og Bruce Willis leikur drukkinn blaðamann. ❖ Bíóhöllin býður upp á spennumyndina Narrow Margin með Gene Hackman í aðalhlut- verki. Anne Archer leikur konu sem verður vitni að mafíumorði og yfirgefur þessvegna bæinn eins og allar vitibomar konur myndu gera og Hackman fær að elta hana uppi. Peter Hyam leikstýrir. Sif ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 23. mars 1991 12

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.