Þjóðviljinn - 23.03.1991, Síða 15

Þjóðviljinn - 23.03.1991, Síða 15
Gunnar Guðbjartsson var góður bóndi og mikill félagsmála- frömuður, skarpgáfaður og glögg- ur, enda sjást spor hans víða í ís- lensku þjóðfélagi. Gunnar hóf nám við Bændaskólann á Hvann- eyri árið 1937 þá tvítugur að aldri og skrifaðist út sem búfræðingur árið 1939. Hann var afburðar- nemandi og mjög virkur í félags- lífmu. Þar hefur hann vafalaust fengið þjálfun í félagsmálum sem í fyllingu tímans bar svo góðan ávöxt, þótt ekki sé rétt að gera lít- ið úr þeirri þjálfun sem hann trú- lega hefur fengið í ungmennafé- laginu sínu. Hugur Gunnars mun hafa staðið til frekara búfræði- náms. En búfræðinám á háskóla- stigi stóð mönnum ekki til boða á íslandi þegar hann lauk búfræði- prófi og allar leiðir í útlenda skóla lokuðust vegna striðsins. Gunnar mun alla ævi hafa harmað þessi málalok. Á Hvanneyri er gefið út skólablað sem Kvásir heitir. Þeg- ar Gunnar var í skólanum kom blaðið út annan hvom laugardag og var að sjálfsögðu handskrifað. I Kvási frá þessum tíma var af mikilli alvöru rætt um landsmál, einkum þau sem vörðuðu dreif- býlið. Þó að ungu mennimir hafí að sjálfsögðu slegið á léttari strengi, þá ræddu þeir einnig um eilífðarmál. í Kvási frá 12. nóv- ember 1938 skrifaði Gunnar tvær greinar. Önnur greinir fjallar um að mönnum sé nauðsynlegt að hugsa bæði um eilífðarmál og hið daglega amstur. Greininni lýkur á þessum orðum: „Eg hygg að sá maður sem telur sig ekki varða neitt um þessa litlu jörð, hafi látið töfrabláma næturhiminsins heilla sig og draga hugsun sína frá því raun- vemlega hlutverki, sem mannin- um er falið að leysa af hendi á jörðinni, til þess að geta öðlast hin miklu verðmæti eilífa lífsins.“ Ætli að það fari fjarri að Gunnar hafi i raun verið að setja lífsstefnu sina á pappír, líklega óafvitandi. í sama blaði segir hann einnig: „Mér finnst það undarleg kaldhæðni örlaganna að það fólk sem erfiðar mest hafði oft og tíð- um minnstan arð af vinnu sinni og MlNMNG Gunnar Guðbjartsson fyrrverandi formaður Stéttarsambands bænda Fæddur 6. júní 1917 - Dáinn 17. mars 1991 stundum ekkert nema örvæntingu vonbrigðanna.“ Það er sjálfsagt engin tilviljun að ungi maðurinn sem skrifaði þetta varð seinna formaður Stétt- arsambands bænda og barðist öt- ullega fyrir bændafólkið sem erf- iðaði mest. Gunnar þekkti bæði björtu og dökku hliðar lífsins í sveitunum. Hann skynjaði áreið- anlega og fann til með fólkinu sem varð að flytja af jörðum sín- um, þar sem það hafði erfiðað alla ævi og þar sem það átti djúpar rætur, flytja og finna „ekkert nema örvæntingu vonbrigðanna“. Gunnar Guðbjartsson reyndist gamla skólanum sínum, Bænda- skólanum á Hvanneyri, ávallt vel. Um langt árabil kom hann nær því á hverju ári og flutti fyrirlestra um félagsmál bændastéttarinnar og kjaramál. Fyrir þann hóp nem- enda sem útskrifuðust síðast úr búvísindadeild skólans flutti hann flokk vandaðra erinda um félags- mál. Búvísindadeildin veitir nem- endum sínum þá kennslu á há- skólastigi sem hugur Gunnars stóð til í æsku. Árið 1989 varð Bændaskólinn 100 ára. Þá söfh- uðu gamliur nemendur skólans fé fyrir myndarlegri afmælisgjöf, sundlaug. Gunnar var formaður nefndarinnar sem sá um söfnun- ina og sá um að koma lauginni á sinn stað fyrir afmælið. Hann gekk að þessu með sömu atorku og önnur störf sem honum voru falin um ævina. Eitt af síðustu verkum Gunn- ars var að boða mig á fund nefnd- arinnar og gera grein fyrir upp- gjörinu vegna sundlaugarinnar. Samtals gáfu fyrrverandi nem- endur sundlaug og mannvirki með henni fyrir um 5 miljónir króna. Ég tel að ekki sé á aðra hallað þótt því sé haldið fram, að þáttur Gunnars í afmælisgjöfinni hafi verið meiri en annarra. Bændaskólinn á Hvanneyri vill votta minningu Gunnars virð- ingu og þakka störf hans í þágu skólans. Væri vel ef margir væru hans makar. Við Gerður sendum Ásthildi, bömum, tengdabömum og öðmm ástvinum hugheilar samúðar- kveðjur. Sveinn Hallgrímsson „Engum var Kári líkur“. Þessa samlíkingu hafði Ami Jón- asson, áratuga samstarfsmaður Gunnars Guðbjartssonar, í upp- hafi ræðu sinnar í afmælishófi sem ferðamannahópur hélt Gunn- ari sjötugum í Lahnstein við RJn fagurt júníkvöld 1987. „Það fæð- ist bara einn svona Islendingur á öld,“ sagði annar náinn kunningi Gunnars við mig. Og þótt hver maður sé að vísu einstakur á sinn hátt, munu flestir sem kynntust Hjarðarfellsbóndanum væntan- lega hafa getað tekið undir þessar samlíkingar, jafnvel eftir stutt kynni. Fáir menn komu sjálfum mér jafn oft og skemmtilega á óvart og Gunnar, bæði með hæfi- leikum sínum og yfirburða þekk- ingu, og eins vegna þess að ýmsar einlægari og léttari hliðar per- sónuleikans opnuðust ekki fyrr en óvænt og skyndilega. Og þá var hann öllum mönnum fyndnari og hugkvæmari og hafði lúmskt gaman af að þræða ítrustu einstig- in. Ánægjulegast og eftirminni- legast varð mér þó eflaust að sjá Gunnar Guðbjartsson, þegar svo vildi til, áður en kunningsskapur okkur hófst að marki, er þeir feðgar á Hjarðarfelli tóku þátt í björgunaraðgerðum i Gæshólagili í Kerlingarskarði vorið 1979 og losuðu mig og unga dóttur hætt komin úr langri prísund iss og kulda. Verður sú aðstoð aldrei fullþökkuð. Síðar urðum við Gunnar starfsfélagar um nokkurra ára skeið í Bændahöll, þar sem handleiðsla og ráðgjöf hans reyndist mér ómetanleg eins og öðrum. Gunnar vann langan vinnudag, gerði strangar kröfur til sjálfs sín og eyddi ekki deginum i snakk eða gamanmál, en ýmsar rabbstundir okkar í næði að lokn- um erli dagsins á gömlu skrifstof- unni hans, sem þá var orðin min, eru með sterkustu minningum þaðan. Gunnar Guðbjartsson eignað- ist bæði samheija og andstæðinga um ævina, en úr báðum hópum heyrðust mörg orð um þá sterku eiginleika og stefnufestu sem greindu Gunnar frá öðrum sam- ferðamönnum. Hann var víð- kunnur fyrir að vera einn talna- gleggsti maður sem menn höfðu hitt. Skarpskyggni hans og minni var viðbrugðið, en auk þess bjó hann yfir óvenju djúptækri þekk- ingu og reynslu, sem bæði snerti hörðustu lífsbaráttu venjulegra ís- lendinga til sjávar og sveita og þá stjómun og viðhöfn sem tilheyrir æðstu stofhunum mannfélagsins. Gunnar naut stuttrar, form- legrar skólagöngu, en hlaut stað- gott þjóðlegt veganesti hjá for- eldrum sínum, Guðbröndu Þ. Guðbrandsdóttur og Guðbjarti Kristjánssyni. Heimilið var í þjóðbraut og Gunnar mótaðist af kjammiklu, fjölfróðu fólki, auk viðkynningar við litríkan hóp ferðamanna sem höfðu viðdvöl eða gistingu á bænum, en þar var líka um árabil simstöð sveitarinn- ar og einu símtækin. Gunnar stundaði búskap á Hjarðarfelli í Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi um fjögurra áratuga skeið, eða allt til 1982, er synir hans tóku við búi, en var snemma trúað fyrir ýmsum ábyrgðarstörfum, og starfsvettvangur hans að verulegu eða öllu leyti í Reykjavík þegar yfir lauk. Gunnar var þó gagn- kunnugur í öllum héraðum lands- ins og varla aðrir íslendingar sem vissu deili á jafn mörgum einstak- lingum í bændastéttinni eða vora persónulega kunnugir þeim eins og hann. Gunnar var forgöngumaður um fjölmörg málefni i heimahér- aði og lét síðan til sín taka á lands- vísu. Hann tók snemma þátt í starfi ungmennafélaganna og var formaður Ungmennasambandsins á Snæfellsnesi 1942-46. Eitt fyrsta opinbera verkefhi Gunnars var að standa fyrir fjárskiptunum og skipuleggja þau í sínu héraði 1949. Hann var í stjóm Búnaðar- sambands Snæfellinga í 36 ár, var kjörinn fulltrúi Snæfellinga áram saman innan Búnaðarfélags ís- lands og Stéttarsambands bænda, sat stofnfund þess 1945 og var kjörinn fulltrúi á flesta aðalfundi siðan, formaður þess árin 1963- 1981. Hann sat í mörgum stjómum fyrirtækja, samtaka og stofnana landbúnaðarins, naut til þess fyllsta trúnaðar, enda löngum treyst á leiðsögn hans og forystu. Má þar telja Kaupfélag Borgfirð- inga, Áburðarverksmiðju ríkisins, Stofnlánadeild landbúnaðarins, Bændahöllina, Lífeyrissjóð bænda, Bjargráðasjóð, Mjólkur- samsöluna í Reykjavík, Sex- mannanefhd og síðast en ekki síst Framleiðsluráð landbúnaðarins, en þar átti hann sæti frá 1963-79 og var framkvæmdastjóri þess 1980-87. Gunnar sat í miðstjóm Framsóknarflokksins í tæp 20 ár, var varaþingmaður Vesturlands 1959-71 og sat þá um hrið á Al- þingi. Af öllum þessum trúnaðar- störfum hygg ég þó að Gunnari hafi þótt einna vænst um starf sitt í þágu skólabygginganna í Lauga- gerði i Eyjahreppi 1960-65 og rafvæðinguna sem tengdist þeim framkvæmdum. Eyddi hann mikl- um tíma og orku i þessi málefni, sem vora honum afar hugleikin, eins og allt annað sem miðaði að þvi að jafha hag, aðstöðu og möguleika sveitafólks og dreif- býlisbúa yfirleitt til jafiis við aðra landsmenn. Eftirlifandi eiginkona Gunn- ars Guðbjartssonar er Ásthildur Teitsdóttir frá Eyvindartungu í Laugardal, Ámessýslu, en þau giftust 6. júní 1942, á 25 ára af- mælisdegi Gunnars. Hlýleiki hennar, kímni og fáguð ffamkoma fullkomnaði myndina af Gunnari, og brá oft öðrum blæ á ffamkomu hans en þá sem menn vora etv. vanastir. Böm þeirra era sex , tveir synir búa félagsbúi á Hjarðarfelli, Guðbjartur, maki Harpa Jónsdótt- ir, og Högni, maki Bára Finn- bogadóttir; Sigríður býr í Paris, maki Michel Sallé; Hallgerður býr í Stykkishólmi, maki Sturla Böðvarsson; Teitur býr í Reykja- vík, maki Guðbjörg Bjarman og Þorbjörg býr á Egilsstöðum, maki Steinþór Egilsson. Samferðin varð styttri en við vonuðum, eftir að óvæginn sjúk- dómur sá tók völdin sem leiddi til dauða Gunnars. Fjölskyldu hans og vanda- mönnum votta ég innilegustu samúð. Ólafur H. Torfason Auglýsingar Utboö Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Gatnamála- stjórans ( Reykjavík, óskar effir tilboðum ( útvíkkanir og lagfæringar gatnamóta á Bústaðavegi og Bæjarhálsi við Höfðabakka. Helstu magntölur eru: Gröftur u.þ.b. 5.600 rúmm Fyllfngar u.þ.b. 3.300 rúmm Púkk u.þ.b. 3.300 m Verkinu skal lokið fyrir 1. september 1991. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkju- vegi 3, Reykjavfk, frá og með þriðjudeginum 26. mars gegn kr. 15.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama staö miðvikudaginn 10. apríl kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REVKJAVÍKURBORGAR Frlkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Utboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Gatnamála- stjórans i Reykjavik, óskar eftir tilboðum í gerð 2 heimtr- aða að raðhúsum við Sogaveg. Helstu magntölur eru: Uppúrtekt u.þ.b. 1.200 rúmm Fyllingar u.þ.b. 1.000 rúmm Undirbúningur undir malbik og hellur u.þ.b. 1.000 ferm Verkinu skal lokið fyrir 1. ágúst 1991. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, frá og með þriðjudeginum 26. mars gegn kr. 15.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 3. apr- (I kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Útboð Síða 15 Innkaupastofnun Reykjavikurborgar, f.h. Gatnamála- stjórans i Reykjavík, óskar eftir tilboðum í gatnagerð og lagnir á nokkrum stöðum í vesturhluta borgarinnar. Helstu magntölur eru: Uppúrtekt u.þ.b. 7.800 rúmm Fyllingar u.þ.b. 6.900 rúmm Holræsl u.þ.b. 260 m Undirbúningur fyrir malbikun u.þ.b. 11.000 ferm Verkinu skal lokið fýrir l.september 1991. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkju- vegi 3, Reykjavík, frá og með þriðjudeginum 26. mars gegn kr. 15.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 11. apríl kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frlkirkjuvegi 3 - Simi 25800 Þjóðviljinn Laugardagur 23. mars 1991

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.