Þjóðviljinn - 05.04.1991, Side 17

Þjóðviljinn - 05.04.1991, Side 17
Orgill í Púlsinum ( kvöld. Orgill er rúmlega árs gömul hljómsveit úr Rej'kjavík. Meðlim- imir fjórir hafa komið víða við. Kolli gítarleikari og Hemmi bassa- leikari voru í Rauðum Flötum, Hanna Stina söngkona söng áður með Dá og Wunderfools, og Ingó trymbill hefur gert garðinn ffægan með Síðan skein sól. Orgill er ný- kominn úr tónleikaferðalagi um Frakkland og ég spjallaði við Kolla um þá ferð og annað íyrir stuttu. Fyrir þá sem aldrei hafa heyrt í hljómsveitinni fannst mér tilvalið að spyija fyrst um tónlistarstefnu hljómsveitarinnar. ,JÞað er svona álíka að lýsa tón- list og ætla að lýsa víni,“ segir Kolli yfir kaffibolla. „Tónlist okkar kemur úr mörgum homum. Það er gegnum gangandi poppgrunnur sem við höfúm alist upp við, en svo eru einnig sterk afrísk og avant gar- de-áhrif. Ég hef persónulega mikið dálæti á tónlist manna eins og Ro- bert Fripp, David Byme og Brian Eno“. - Einhverjum fannst þið spila frekar létta og dansshæfa tónlist, er eitthvað til í þvi? „Mér finnt öll tónlist geta verið danstónlist eftir því hvemig liggur á manni. Þungt og létt finnst mér vera afskræmd lýsingarorð á poppi. Hið svokallaða þungarokk er t.d. væmnasta popp fyrir mér.“ Frakklandsferðin - Hvemig vildi til að þið eydd- uð mánuði við spilirí í Frakklandi? „í desember kom til íslands Frakki sem var að gera heimilar- mynd um Island. Hann lenti á tón- leikum hjá okkur og fannst Orgill voðalega skemmtileg hljómsveit. Við kynntumst honum nokkuð hér og í framhaldi af því vildi hann fá okkur út. Fyrsta skrefið var að ég fór einn út og við bjuggum til upp- lýsingabækling í sameiningu. Við ákváðum að hafa meðmæli frá op- inberum aðilum i þessum bæklingi og höfðum samband við Mennta- málaráðuneytið og sendiráðin. Það kom margt athyglisvert í ljós, sér- staklega þar sem um þetta leyti var mikið kjaftæði í gangi um að nú ætti að vera að gera eitthvað fyrir íslenskt popp erlendis. Við báðum Menntamálaráðuneytið um farar- styrk en því hefúr ekki verið svarað enn. Hinsvegar fengum við með- mælabréf þremur vikum síðar, fjór- ar heilar línur með undirskriftum tveggja jólasveina úr ráðuneytinu." Það er fokið í Kolla og hann heldur áffam: „Mér fínnst þetta leiðinlegt. Þama vorum við, fólk sem ætlaði að gera eitthvað á eigin spýtur og óskum eftir að opinberir aðilar rétti litla putta en okkur var ekki einu sinni svarað.“ Bjargvætturinn Albert „Viðtökur sendiráðanna vom mun betri,“ segir Kolli og andar Chris Rea-Auberge (Eastwest / Steinar) Chris Rea var á góðri leið með að verða bílvélavirki þegar hann snéri sér að poppinu 22ja ára að aldri. Þegar hann heyrði í gítar- leikaranum Ry Cooder urðu sinnaskipti í lífi hans, hann keypti sér gítar og nú rúmum fimmtán ámm síðar súpum við seyðið af tólftu plötu hans „Auberge“. Chris er orðinn sjóaður í poppinu. Hann sló fyrst í gegn með laginu .J'ool if you think it's over“ en varð síðan kafsigldur af pönk og nýbylgjustraumum í byijun síð- asta áratugar. Viðreinarplata Chris kom út 1989 og hét „Road to hell“. Hún seldist í bílformum þó dómar hafi verið misjafnir. Þá léttar. „Ég hringdi persónulega í Albert Guðmundsson þar sem hann var þreyttur eflir fúnd á hótelher- bergi í Straussbourg og spurði hvort hann gæti ekki sett eitthvað niður á blað. Tveimur dögum síðar barst mér þéttskrifuð blaðsíða. Stórkostleg fílósófia um umfjöllun um menningarsamskipti íslands og Frakklands.“ - Hvemig var svo ferðin? „Við vomm þama úti allan febrúar og þetta var aðallega mjög gaman. Við spiluðum átta tónleika í París og Lyon, tveimur stærstu borgunum, en komum auk þess við í Dijon og keyptum sinnep. Aug- lýsingaherferðin í kringum þetta var akkúrat engin, við spiluðum í litlum klúbbum en mætingin var ágæt og viðtökumar góðar." - Var ekki hálfgert vindhögg að fara út í svona tónleikaferð án þess að hafa skifu til að kynna? „Auðvitað hefðum við grætt plötu samdi Chris á viku í hálf- gerðu reiðikasti. Hann hafði lent í umferðarstíflu og þar opinberað- ist fyrir honum „fyrring nútím- ans“. Nú virðist Chris hafa jafhað sig og á „Auberg" er fjallað á op- inn, jákvæðan og þægilegan hátt um ástina og veiðiferðir. „Au- berge“ þýðir griðastaður á ffönsku og þar hljóta umferðar- stíflur að vera óþekkt hugtak. Chris er slunginn á slædgítar- inn og virðist hafa lært heilmikið af Ry Cooder. Söngstill hans er blúsað hvísl og Leonard Cohen er sá fyrsti sem manni dettur í hug til samlíkingar. Mörg lög á plötunni meina vel en þó virðist Chris aldrei geta rifið sig almennilega upp úr miðjumoðinu. Titillagið er langbesta lag plötunnar, lífleg Stofustáss aGunnar L. Hjálmaisson rosalega mikið á að hafa plötu. Við töpuðum þó engu með að fara og það sem mestu máli skiptir er að við komum öll heil á geðsmunum heim og engar sprungur eru komn- ar í samstarfíð." - Hvað erframundan? „Við þykjumst vera að gera plötu núna en það gengur erfiðlega að sameina áhugann og veltu hljómsveitarmeðlima. Það er allt opið fyrir okkur í Frakklandi og við förum örugglega aftur út og þá með plötu i farteskinu,“ segir Kolli og bætir við; „eins og Gunnar Þórðar- son sagði, segi ég, Mahler er minn maður og vil ég að þetta séu mín lokaorð". Við þetta er svo að bæta að Or- gill ætla að leyfa reykvískum tón- listaráhugamönum að heyra vel æft og þétt Frakklandsprógramm í kvöld á Púlsinum. Þetta eru fyrstu tónleikar hér á landi á þessu ári. Chris Rea; ekki grænlenskur. sveifla með lúðrum í aðalhlut- verki. „Gone Fishing“ er ljúfsár söngur og „Set me ffee“ er kraft- mikið númer. Með „Road to hell“ leit allt út fyrir að Chris Rea yrði að svipuðu stofustássi á enskum heimilum og Dire Straits. Hann er allt það sem „fólkið vill“. Þægi- legur áheymar og spyr og svarar passlega mikið af áleitnum spum- ingum til að friðþægja síðasta greiðslukortareikning. „Auberg“ er ekki nógu góð. Chris verður að standa sig betur á næstu plötu ef hann ætlar að halda sínum sessi í plöturekka bresku vísitölufjöl- skyldunnar. Annars er það bara skiptilykillinn aftur... Föstudagur 5. apríl 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 17 Vagg- tíðindi ‘Gamla „þyngsla og þróun- ar“ hljómsveitin YES er komin aftur á skrið með nýja plötu „Union”. Þetta er það fyrsta frá YES síðan BIG GENERATOR kom út 1987. YES eru að und- irbúa tónleikareisu og er hljómsveitin nú hálfgerð súpregrúppa, skipuð átta meðlimum, þar á meðal trommujálknum Bill Bruford... ‘Aðrar nýútkomnar og væntanlegar plötur; The Cure eru með nýja plötu „Entreat", Violent Femmes, sú vinsæla háskólasveit, er með sína fimmtu breiðklfu „Why do birds sing“, áströlsku poppg- armarnir í Hoodoo Gurus eru einnig með sína fimmtu skífu „Kinkey“ og þeir sem eiga ekki útvarp gætu haft áhuga á nýj- um plötum frá Roxette, „Joyri- de“ og hjarta og nærbuxna- knúsaranum Tom Jones sem er kominn með „Carrying a torch“ sem auðvitað inniheldur slagarann vinsæla „Couldnt say goodbye". Zappafeðgarnir eru að pota út nýjumplötum: Frank er með „The best band you never heard in your life“ og sonurinn Dweezil er með „Confessions". I maí er von á nýrri Paul McCartney plötu, „Unplugged", nýrri plötu frá Salif Keita, sem margir muna frá Hótel (slandi s.l. sumar, og NWA (Niggers With Attitude) verða með nýja skífu „Niggaz 4 life“. I júní geta svo léttir þungarokkarar glaðst því Guns & Roses (eða Gums og Noses eins og stendur á ein- hverjum húsvegg) gefa út tvö- falda stúdíóplötu „Use your ill- usion 1 & 2“... ‘Reykvíska hljómsveitin ROSEBUD mun hljóðrita breiðskífu bráðlega. Galdra- karlinn Hilmar Öm Hilmarsson verður fenginn til að kukla á takkana. ROSEBUD eru í hópi áhugaverðari hljómsveita á klakanum í dag og sjóða bragðmikla kássu úr gömlum og nýjum rokkstraumum. Hljómsveitin var upprunalega kvartett en hefur nú saxast niður I dúett vegna óhóflegrar gleði á þeim tveimur brott- reknu... ‘Tónleikar: Soularinn Bob Manning skemmtir með KK band á púlsinum á sunnudag- inn. Loðin rotta læðupokast á sviði Tveggja Vina um helgina og kynnir arftaka Richard Sco- bie; Jóhannes Eiðsson sem hefur sungið með Sprakk og íslenskum Aðli. Hljómsveitin Þjófar leika á sunnudags- og mánudagskvöld og á þriðju- dags- og miðvikudagskvöld halda tveir vinir áfram að bjóða yngri hljómsveitum á svið. Nú fær hljómsveitin Skrásett Vörumerki tækifæri... ‘Hinar árlegu Músiktilraunir Tónabæjar byrja fimmtudag- inn 11. Haldin verða þrjú til- raunakvöld, með viku fresti, og verða sjö hljómsveitir kynntar í hvert skipti. 2 til 3 hljómsveitir komast af hverju undanúrslitakvöldi á úrslita- kvöldið þann 26. Fullt er á öll kvöldin og böndin sjö sem spila á fimmtudaginn eru Ner- vana, Infusoria, Víbrar, Diddi og Sloppy Joe, öll frá Reykja- vík og frá Borgarnesi koma The Evil Pizza Delivery Boys og Röndótta regnhlífm. Það er greinilega Iffleg músikflóra á Borgarnesi. Helgarvaggið mun fylgjast gaumgæfilega með Músiktilraununum, vaxtar- broddi íslenska poppsins. f I| (UO .W »

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.