Þjóðviljinn - 29.05.1991, Side 2
Náttúruvemd
og lífsstdl
Samtök um náttúruvernd oa umhverfisvernd yfir-
leitt eru mikil nauðsyn á okkar tímum. Það er því
mjög miður, að í verndarpólitík samtaka eins og
Grænfriðunga eru þær gloppur, sem aætu eins
vel magnað upp hér á landi skaðlegan fjanaskap í
garð nattúruverndarsinna. En hér er átt við það, að
Grænfriðungar og sumir fleiri blanda saman tveim
ólíkum hlutum. Annarsvegar því, að nauðsyn bertil að
vernda dýrategundir sem eru í hættu og gera reyndar
betur: tryggja viðgang þeirra umfram lágmark. Llndir
slík markmið hljóta allir að skrifa fyrirvaralaust. Hitt er
svo, að hamast er á því að ekki megi drepa viss dýr
(hvali, seli t.d.), vegna þess að þau séu öðrum fremur
gáfuð eða höfði meir til mennskra tilfinninga: sá sem
fer inn á þessa braut er fyrr en varir kominn í verstu
mál (sbr. örlög selveiðisamfélaga á norðurhjaranum)
og flækist í margháttaðar mótsagnir.
En sem fyrr segir: Enginn skyldi vanmeta framlag
Grænfirðunga og annarra til verndar tegundum sem
eru í útrýmingarnáska. Og einna best er, að slíkt starf
tengist öðru sem er jafnvel enn brýnna fyrir skikkan-
lega sambúð manna við sitt „geimskip", jörðina. En
það er baráttan fyrir breyttum lífsstíl, hvorki meira né
minna. World Wiídlife Fund, samtök sem hafa að
mestu helgað sig vernd dýra í útrýmingarhættu, þau
lafa einmítt ákveðið að halda inn á þessa braut. Einn
iður í þeirri viðleitni er að senda (með aðstoð út-
íreiddra blaða og tímarita) út spurningalista til fólks,
Dar sem menn eru minntir á það, að í hverri viku geta
Deir og eru þeir að taka ákvarðanir sem varða „álag á
umhverfið“. Og að úr öllum þeim ákvörðunum skapast
þeaar á heildina er litið þróun sem annaðhvort stefnir
til aframhaldandi sóunar eða til sparsamrar umgengni
við auðlindir og hráefni jarðar.
Fólk er spurt að því, hvort það hafi í næstliðinni
viku stillt sig um að nota bílinn, sparað vatn og raf-
magn, brúkað endurunninn pappír og hætt vio að nota
einnota vörur. Menn eru líka spurðir að því hvort þeir
hafi munað að skrifa fyrirtæki sem þeir skipta við til að
minna það á, að það taki ekki nóg tillit til umverfis í
sinni framleiðslu- og umbúðastefnu. Þarna eru og
spurningar sem vísa mjög beint á þann vanda sem
uppi er i ríkum samfélögum: spurt er hvort menn hafi
stillt sig um að kaupa óþarfa varning í vikunni leið og
ivort þeir hafi horfið frá því að kaupa varning sem er í
lottum og óþörfum umbúðum. En hér er komið að
Deirri þversögn sem alltof margir vísa frá sér: við erum
dví vön að aííur „hagvöxtur" sé góður og því sé það
allt að því tilræði við framfarirnar að reyna að skera
niður hjá sér óþarfa í neyslu. Eru menn þá ekki að
draga ur veltunni og atvinnumöguleikunum með því
að stilla sig um að kaupa óþarfa - í óþörfum umbúð-
um?
Hér er nú áþetta minnst, að í umræðu um um-
hverfisvernd her á landi hefur um of verið einblínt á
tvennt: mengun sem stafar af því að úrgangi og skað-
legum efnum er sleppt lausum, og svo friðunarað-
geröir. Hvorutveggja er mikil nauðsyn, en skilar tak-
mörkuðum árangri nema tengt sé við þá vitundarvakn-
ingu, að menn geri sér grein fyrir því, að þeir eru að
taka margar ákvarðanir í umhverfismálum á degi
hverjum. Og að það er hægt að skapa breyttar
neysluvenjur - það hefur áður verið gert, þegar fjölda-
framleiðsla og auglýsingastreymið breyttu sparneytn-
um sveitamönnum nér og annarsstaðar í sísóandi
neysluæðikolla. í þessu dæmi munar um hvern og
einn: bera bý bagga skoplítinn, segir skáldið.
ÁB.
Þ.iqðviliinn
Málgagn sóslalisma þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar
Síðumúla 37 — 108 Reykjavík
Sími: 681333
Símfax: 681935
Útgefandi: Útgáfufélagið Bjarki h.f..
Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson.
Ritstjórar: Ámi Bergmann, Helgi Guðmundsson
Fréttastjóri: SigurðurÁ. Friðþjófsson.
Rltstjóm, skrífstofa, afgreiðsla, auglýsingar: Siðumúla 37, Rvlk.
Auglýsingar: 681310, 681331.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Oddi hf.
Verð f lausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarblað: 150 kr.
Áskriftarverð á mánuði: 1100 kr.
Ofbeldi og unglingar
í Lesbók Morgunblaðsins sl.
laugardag skrifar Þórður Helgason
grein sem hann nefnir „Rambó í
Reykjavík“.
Greinin fjallar um ofbeldisöldu
í Reykjavík og skýringar á því,
hvers vegna það samfélag sem
borgin er hefur „snúist svo gegn
sjálfu sér“. Þórður telur að hér sé
einna helst um að ræða skaðvæn-
leg utanaðkomandi áhrif „í formi
kvikmynda og myndbanda sem nú
hafa lagt undir sig stóran hluta af
frítíma bama og unglinga“. Þessar
afþreyingarafurðir séu svo stútfull-
ar af ofbeldi að ekki fari hjá því að
ofbeldi verði hvunndagslegur og
sjálfsagður hlutur í huga þeirra
sem á þessum fdmum nærast.
Þórður Helgason þorfir yfir
sviðið og gerir í stuttu máli grein
fyrir því hvaða fólk er á ferli í obb-
anum af þeim myndum sem böm
og unglingar sjá hvað mest af.
Lanstærsti hópurinn em bófar og
morðingjar, þá koma löggur og prí-
vatlöggur, sem em oftar en ekki
álíka mddar og glæponamir sjálfir.
Þriðji hópurinn sem mest ber á em
svo fómarlömbin, sem „sætir sí-
fellt hroðalegra ofbeldi“. Það em
þeir sem eru „barðir, skornir,
stungnir, brenndir, sagaðir og ég
veit ekki hvað“.
Vitrir menn og
góðgjarnir
Síðan segir greinarhöfundur:
„Niðurstaða mín er þessi: Sú
heimsmynd sem haldið er að ungu
fólki er svo svakaleg að henni
verður vart með orðum lýst.
Gmndvöllur hennar er gegndar-
laust ofbeldi í ótrúlega fjölbreytt-
um myndum. Varla sést það sem
mestu máli skiptir i lífinu; góð-
gjamt fólk, viturt og víðsýnt -
nema þá helst sem hráefni íyrir
morðingja".
Aður en lengra er haldið;
greinarhöfundur kemur hér inn á
efni sem flestum þykir mikið
feimnismál; hann segir að það
vanti góðgjama menn og vitra í
heildarmyndina. Kannski finnst
einhverjum slík athugasemd „her-
kerlingarleg" en það er misskiln-
ingur. Satt best að segja er það
miklu erfíðara verkefni að sýna á
bók eða í kvikmynd það það sjald-
gæfa kraftaverk sem góðmenni
virðist vera orðið á okkar tímum.
Og þar eftir fáir sem treysta sér til
að reyna að segja frá slíku fólki.
Það fær að vera með í bókum og
myndum fyrir smáböm, en þegar
þeim „markhópi" sleppir, hverfa
vitrir menn og góðgjamir, og sjást
ekki meir, nema mikið sé leitað.
Raunverulegur háski?
Þórður Helgason er vissulega
að ræða efni sem margir hafa
áhyggjur af um þessar mundir. Of-
beldi er feiknalegt og vaxandi,
ekki síst í höfuðborgum. Og það er
ekki nema eðlilegt að menn leiti
skýringa á því meðal annars, í
þeirri skemmtan sem gerir pynt-
ingar og margskonar skepnuskap
annan að hvunndagslegum og
sjálfsögðum hlut.
Um þetta efni stendur að sönnu
mikil deila, sem ekki er lokið. Til
eru þeir sem benda á það, að of-
beldi sé stórmál, hvort sem við-
komandi unglingar hafa legið mik-
ið yfír hrollvekjum eða ekki. Aðrir
segja umburðarlyndir, að hroll-
vekju einhverja hafi menn alltaf
þurft að hafa. Kannski skýtur upp í
kolli minning á borð við þá, að
jafnvel í sakleysislegri strákasögu
eins og Percival Keene (sem kom
út aftur í fyrra), þar er því lýst
hvemig strokuþrælar sem gerst
hafa sjóræningjar steikja lifandi
kaupmenn og skipstjómarmenn á
þrælaskipum sem þeir handsama.
Og svo framvegis.
En; eitt er bók, annað er filma.
Og í öðm lagi: Rannsóknir virðast
benda til þess, að þótt furðu margir
geti horft á hrollvekjur sér og öðr-
um að meinalausu, þá lækka þær
þegar á heildina er litið „þröskuld-
inn“ sem fyrirvarar gegn ofbeldi
setja. Ekki síst ef um er að ræða
böm og unglinga, sem hafa með
einum hætti eða öðmm lent út í
homi í tilvemnni, þau virðast eiga
erfíðast með að gera greinamun á
vemleikanum og þeim ósköpum
sem sjá má á fiimum. Þau beinlínis
læra hrottaskap, nauðganir og
fleira þesslegt af því sem fýrir
þeim er haft.(Sbr. nýlega firásögn
hér í blaðinu um þýskar rannsóknir
á þessu sviði).
Kvótakerfi á ofbeldið
Jæja. Undir lokin fer Þórður
Helgason svo að velta því fyrir sér,
hvort ekki sé hægt að gera neitt í
málinu. Ekki megum við gefast
upp, segir hann, það er það versta:
„Það var hægt að setja kvóta á
físk. Hví þá ekki á óhroðann sem
böm okkar em alin á - þótt ljóst sé
að fiskur er miklu dýrmætari en
böm.
Það var hægt að búa til þjóðar-
sátt til að bjarga ríkissjóði. Væri þá
ekki eins hægt að stofiia til þjóðar-
sáttar gegn ofbeldismyndum - þótt
allir viti að afkoma ríkissjóðs er
miklu alvarlegra mál en velferð
bama.
Svo var hægt að setja bráða-
birgðalög til að koma í veg fyrir að
fólk fengi umsamin laun greidd.
Hvemig væri að setja bráðabirgða-
lög til að bjarga bömum úr klóm
siðspillandi afla...“
Það er nú svo. Hér er mælt
með hertu eftirliti, með boði og
bönnum. Menn em svo sem ekkert
gefnir fyrir slíkt fyrirfram, En ann-
að mál hvað þeir gætu mælt með ef
brýna nauðsyn ber til.
Markaðurinn ræður
Hitt er svo ljóst, að þegar hér
er komið sögu talar Þórður Helga-
son fyrir daufum eymm. Við emm
svo rækilega innstillt á það, að
ekkert megi banna, varla einu sinni
smábömum, að allt tal í þessa vem
er stimplað með miklum háðsglós-
um sem „forsjárhyggja“ og jafnvel
gikksháttur „menntavita sem alltaf
þykjast þurfa að hafa vit fýrir
fólki“.
Við lifum á þeim tíma sem vill
hvergi viðurkenna neinn viðnáms-
gmndvöll í málum sem þessum.
Það er vísað á ábyrgð einstaklings-
ins, að hver beri ábyrgð á sjálfum
sér og foreldrar á því sem böm
þeirra taka sér fyrir hendur og þar
fram eftir götum. Sem er rétt - svo
langt sem það nær. Og það nær
hvergi nærri alla leið.
Og síðast en ekki síst; við lif-
um á markaðstímum. Sem em svo
svæsnir, að menn láta alls ekki
nægja að nota markaðslögmál til
að tryggja skilvirkni í framleiðslu.
Þau eiga að ríkja ofar öllu öðm,
þau má ekki tmfla með neinu móti.
Og afleiðingin er sú, að allt snýst í
andstæðu sína. Líka frelsið. Út-
gáfufrelsi og filmufrelsi undir
markaðsfánum hefur í Austur-Evr-
ópu enn sem komið er haft þau
áhrif helst, að menningarlífi hefur
hrakað. Gæðaviðleitni hopar hratt
undan þeim gróða sem hafa má af
grófu ofbeldi og klámi - og sæmi-
lega meinandi menn vita ekki leng-
ur sitt ijúkandi ráð. ÁB.
ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 29. maí 1991
Síða 2