Þjóðviljinn - 29.05.1991, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 29.05.1991, Qupperneq 5
Kaþólskur erkibiskup af Moskvu í gær var Tadeus Kon- drusevítsj, fyrrum æðsti maður kaþólsku kirkjunnar i Hvíta-Rússlandi, vígður erkibiskup af Moskvu. Er hann fyrsti erkibiskup kaþ- ólikka í þeim stað síðan á fjórða áratugnum. Erkibisk- upsdæmi hans nær yfir allt rússneska sambandslýðveld- ið vestan Úralfjalla. Litið er á útnefningu Kondrusevítsj á þennan erkistól sem merki um bat- andi sambönd sovésku stjómarinnar og Páfagarðs, en í þeim efnum urðu þátta- skil er Míkhail Gorbatsjov, Sovétríkjaforseti, sótti Jó- hannes Pál páfa annan heim 1989. Óvíst hvað olli sprengingu í Lauda-þotu Niki Lauda, fyrrum kappaksturskappi og nú að- aleigandi austurriska flugfé- lagsins Lauda- Air, sagði í gær að farþegaþota félagsins af gerðinni Boeing 767, sem fórst í Taílandi á sunnudags- nótt, hefði sprungið í smát- ætlur í lofti. Sagðist Lauda ekki vita dæmi annars eins, t.d. hefði PanAm-þotan sem sprengja grandaði yfir Loc- kerbie í Skotlandi 1988 ekki sundrast svo gersamlega. Vitað er nú að 83 af þeim 223 mönnum, sem með Lauda-vélinni fómst, vom Austurríkismenn, þar af níu af tíu áhafnarmeðlim- um. 52 vom ffá Hongkong og 39 Taílendingar. Hinir vom Italir, Svisslendingar, Kínveijar, Þjóðveijar, Júgó- slavar, Portúgalar, Taívanar, Bandaríkjamenn, Bretar, Ungverjar, Filippseyingar, Pólveijar, Tyrkir, Brasilíu- menn og Astralíumenn. Flugstjórinn var Bandaríkja- maður. Enn er ekki vitað hvað orsakaði sprenginguna. EHLENDAR rnf FIETHM A, Umsjón: Dagur Þorleifsson Þýskir herflugmenn, sendir til Tyrklands fyrir Persaflóastríð. Sá ófriður og endalok kalda stríðsins stuðluðu að þeim breytingum, sem nú stendur til að gera á her- skipulagi Nató. Róttækar breytingar á herskipan Nató Varnarmálaráðherrar aðildarríkja Atlantshafsbandalags- ins samþykktu í gær breytingar á herskipulagi þess, þær róttækustu frá því að það var stofnað fyrir rúmlega fjór- um áratugum. Fækkað verður stórlega í liði bandalagsins á austurmörkum þess og nýjum herstyrk, sem ætlað er að í snarheitum megi senda þangað sem bandalagið telur nauðsyn bera til undir ákveðnum kringumstæðum, skal komið á fót. Breyting þessi verður gerð með hliðsjón af því, að Varsjárbanda- lagið er úr sögunni og telur Nató því öllu minni ástæðu til að óttast Sovétríkin en var meðan kalda stríðið stóð. Hinsvegar telur bandalagið að hugsanlegt sé að það verði að snúast við hættu ann- arsstaðar ffá og mun Persaflóastríð mjög hafa ýtt undir bollaleggingar um það innan bandalagsins. En sagt er að óstöðugleiki í Austur- Evrópu og Sovétríkjunum sé einn- ig hafður í huga í þessu sambandi. I hinum nýja viðbragðssnögga herstyrk eiga að vera um 60.000 manns undir breskri stjóm, og er fyrirhugað að hann geti verið tilbú- inn hvar sem er á svæðinu ffá Norður-íshafi til Miðjarðarhafs á nokkrum vikum. Aðalstöðvar hers þessa verða í Þýskalandi og skal hann skiptast í fjórar herdeildir. Tvær þeirra verða breskar, önnur búin þungum brynvörðum her- gögnum. 1 þeirri þriðju verður her- lið ffá Þýskalandi, Belgíu, Hol- landi og Bretlandi og verður hún loflflutt. Sú fjórða verður að lík- indum undir italskri stjóm og í henni herlið ffá Miðjarðarhafsríkj- um Nató. Bandariskt fluglið verður að líkindum her þessum til stuðn- ings. Nató hefur þegar á að skipa 5000 manna fjölþjóðlegu stórfylki. Um herinn i Mið-Evrópu, þar sem helsta lína Nató var í kalda stríðinu, ákváðu vamarmálaráð- herramir að i honum skyldi fækkað um helming. I þeim heijum er m.a. yfir 250.000 manna bandarískt lið. Þær hereiningar, sem eftir verða í Mið-Evrópu, verða endurskipu- lagðar í sex fjölþjóðlegar stórdeild- ir undir þýskri, bandarískri, hol- lenskri og belgískri stjóm. Ein þýsk stórdeild verður og þar sem áður var Austur-Þýskaland. Haft er eftir embættismönnum í aðalstöðvum Nató í Belgiu að viðkvæmt mál i viðræðum um þetta væri hvemig skyldi efla her- styrk evrópskra Natórikja hlutfalls- lega, á kostnað hlutdeildar Banda- rikjanna i herskipan bandalagsins í Evrópu, án þess að Bandaríkja- mönnum sámaði. Æðstu menn Natóríkja eiga eft- ir að staðfesta þessa samþykkt vamarmálaráðherra sinna, en búist er við að þeir geri það síðar á ár- inu. Helen Shannan fer um borð I Sojús- geimferju ásamt sovéskum félögum sln- um, Anatolíj Artsebarskíj og Sergej Krlkaljov. Bresk kona í sovésku geimskipi Nhafa Bretar eignast sinn fyrsta geimfara og er hann kona, Helen Sharman að nafni. Hún tekur þátt í sovéskri rannsóknaáætlun um borð í geimrannsóknastofunni Mír, ásamt tveim Rússum. Lagt var af stað með Sojús-12 geimferju frá geimferðamiðstöðinni í Bæ- konúr þann átjánda maí. Helen Sharman varð hlutskörp- ust í hörðum samanburði á þrettán þúsund umsækjenda sem vildu allir verða fyrsti Bretinn í geimnum. Hún er efnafræðingur að mennt og hefúr verið í þjálfun í tvö ár til undirbún- ings geimferðinni. Bretar eru 24ða þjóðin í röðinni sem eignast sinn geimferðalang. En Sovétmenn höfðu áður - af pólitísk- um ástæðum - tekið með í sínar ferð- ir fúlltrúa allra rikja sem þeim voru nátengdust. Ferðalag Helan Sharman er svo vitanlega annar pólitískur vitnisburður: um að austur og vestur geti átt samstarf um hvaðeina. Rannsóknaáætlunin sem konan breska tekur þátt í heitir „Júnó“ og hefúr veið gagnrýnd fyrir að vera heldur rýr í roðinu. Aðalverkefnið er að fylgjast með því hvemig gróður plumar sig í þyngdarleysi geimsins. Þar fyrir utan vasast Helen Sharman í ýmsu sem kemur vísind- um lítið við eins og gengur. Hún hafði mynd af drottningunni með- ferðis eins og vænta mátti. Hún átti að veita viðtöl úr geimnum við níu breska skóla (líklega er það hugsað til að ýta undir áhuga á raunvísind- um). Þar að auki átti hún að panta blóm utan úr geimnum og mun það í fyrsta sinn sem Interflora fær slík til- mæli. Ekki vissu breskir blaðamenn hveijum blómvöndurinn var ætlaður þegar geimferðin hófst. Geimferðir eru annars „gömul síld“ eins og sagt er og vekja hvergi nærri lengur þá hrifhingu sem eitt sinn fylgdi þeim. Geimferðaþjóðim- ar em reyndar í hálfgerðum vand- ræðum með verkefni handa sínu fólki, þeas verkefni sem gætu réttlætt með einhveijum hætti þann mikla kostnað sem geimferðum fylgir. En það er haldið áfram: Bretar hafa t.a.m. þjálfað þijá menn til þátttöku í geimferðaáætlun Evrópurikja sem nú er í bígerð. áb tók saman Ástkær systir mín og móðursystir Geirþrúður J. Ásgeirsdóttir Kúld hjúkrunarkona Aflagranda 40, áður Litlagerði 5, Reykjavík verður jarðsungin frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 30. maí kl. 13:30. Þeim sem vilja minnast hennar, er bent á líknarfélög. Margrét Ásgeirsdóttir Síða 5 ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 29. mal 1991

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.