Þjóðviljinn - 04.07.1991, Side 1

Þjóðviljinn - 04.07.1991, Side 1
Þj óðar- atkvæðis krafist um EES bandalagsins, EB, um Evrópskt efnahagssvæði EES. Framganga íslenskra stjórnvalda í þessu máli og umræða um það og um samskipti íslands við Evrópu- bandalagið, hefur að undan- förnu verið með þeim hætti, að ástæða er til að hafa áhyggjur af að verið sé að fórna hagsmunum íslensku þjóðarinnar og rétti hennar til að ráða málum sínum sjálf.“ Þannig hljóðar texti sem er grundvöllur samtaka gegn að- ild Islands að EES, en undirbún- ingsstofnfundur þeirra var hald- inn í Norræna húsinu kl 17.00 í gær. Fullt var út úr dyrum á fundinum, en þar kom fram að í einu byggðarlagi, Ljósavatns- hreppi, hefðu yfir 80% atkvæðis- bærra manna þegar undirritað áskorunina. Framsögumenn voru Bjami Einarsson hjá Byggðastofnun, Hannes Jónsson fyrrverandi sendi- herra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir alþingismaður, Jakob Jakobsson forstjóri Haffannsóknastofnunar og Ami Bergmann ritstjóri. Fundar- stjórar vom Jón Þórðarson lög- maður og Markús Á. Einarsson veðurffæðingur. I máli ræðumanna á fundinum komu ffam miklar áhyggjur af þeirri skerðingu á sjálfstæði þjóð- arinnar sem fælist i þeim samning- um um EES sem nú virðast vera að komast á lokastig. Bjami Einars- son sagði meðal annars að sjálf- stæði þjóðarinnar væri í senn mik- ilvægasta mál hennar og um leið mesta hagsmunamál. Því væri af mörgum haldið ffam að við ættiun ekki annarra kosta völ en að sogast inn í Evrópubandalagið. Það væri á hinn bóginn algerlega ástæðulaust, því íslendingar ættu margra ann- arra kosta völ. Hann taldi þá kyn- slóð sem nú lifir ekki hafa rétt til að afsala þjóðinni þeim réttindum sem fyrri kynslóðir hefðu barist fyrir til sigurs. Hann gat þess að mikill meirihluti mannícyns byggi Fjærst á myndinni er Hannes Jónsson, þá Bjarni Einarsson (I ræðustól), Jón Þórðarson, Ingibjörg Solrún Glsladóttir og Árni Bergmann. á norðurhveli jarðar og 97% þeirra peninga sem í umferð væm í heim- inum væm þar. í þeim skilningi vær Island afar vel sett, með greið- ar samgöngur í allar áttir. Hannes Jónsson, fyrrverandi sendiherra, rakti gang samninga- viðræðnanna og minnti á þau orð utanríkisráðherra að nú þegar væri búið að semja um 98% af þeim at- riðum sem semja ætti um. Hann gagnrýndi ríkisstjómina og einkum Jón Baldvin Hannibalsson harð- lega fyrir að stuðla ekki að upplýs- andi umræðu um málið. ,JLengst af hefur upplýsingaflæðið einkennst af því viðhorfi að efnahagslega samvinnuþróunin í Evrópu eigi sér stað og okkur sé nauðugur einn kostur að verða hluti af henni. Það þarf ekki að kafa djúpt til að sjá að svona málflutningur byggist ekki á sannsýni, heldur einhliða efnistúlk- un. Hann tekur ekki tillit til allra efnisþátta málsins og sniðgengur með öllu raunhæft mat á hagsmun- um Islands gagnvart meginatriðum samninganna um EES,“ sagði Hannes m.a. Jakob Jakobsson, forstjóri Haf- rannsóknastofnunar, greindi frá nokkrum dæmum um falsanir Evr- ópubandalagsins á aflatölum. Bandalagið hefði vissulega komið sér saman um fiskveiðistefnu sem í fælist ýmislegt skynsamlegt, en þegar á reyndi kæmi annað í ljós. Nefndi hann meðal annars að dæmi um síldveiðar í sunnanverð- um Norðursjó, en árið 1989 lagði Alþjóða hafrannsóknaráðið til að veidd yrðu 30 þúsund tonn af síld og var sú tillaga samþykkt í Bruss- el, og aflaskýrslumar sýndu líka 30 þúsund tonna veiði eftir árið. En þegar fiskiffæðingar fóru að kanna málið kom í ljós að skýrslumar vom falsaðar og höfðu þá verið veiddar 48 þúsund lestir til viðbót- ar. Taldi Jakob reynsluna sýna að EB væri alls ekki treystandi að því er varðar fiskveiðistjómun og ís- lendingar myndu missa stjóm á auðlindum sínum með inngöngu í EB eða með aðild að Evrópska efnahagssvæðinu. Ámi Bergmann fjallaði í sinni ræðu um þá nauðhyggju sem fælist í endalausum fullyrðingum um að við Islendingar ættum ekki annarra kosta völ en að taka þátt í Evrópu- dansinum og það undir formerkj- um frelsis og benti á að í þessu fæ- list hið gagnstæða. Ræða Ingibjargar Sólrúnar er birt jítið eitt stytt á 3. síðu. I fundarlok var kjörin 10 manna bráðabirgðastjóm sem hef- ur það verkefni að undirbúa form- legan stofnfund samtakanna sem haldinn verður innan tíðar. hágé. Við undirrituð skorum á ríkisstjórn íslands að hverfa nú þegar frá við- ræðum um aðild íslands að Evrópsku efnahagssvæði. Verði viðræðunum samt haldið áfram og samkomulag undirrit- að munum við krefjast þess, að samningurinn verði borinn und- ir þjóðaratkvæði áður en hann verður tekinn til endanlegrar af- greiðslu. — Um þessar mundir fer fram lokaþáttur viðræðna milli aðildarríkja Fríverslunarsam- taka Evrópu, EFTA og Evrópu- Umhverfis- nefnd Alþingis ekki treyst Umhverfisnefhd Alþingis er ekki treyst fyrir starfsleyfi fyrir álver á Keilisnesi sem umhverf- isráðherra hyggst leggja fyrir ríkisstjómina í dag. Umhverfisnefnd kom saman í gær til þess að ræða starfsleyf- ið. Eiður Guðnason umhverfis- ráðherra mætti á fundinn, en neitaði að láta nefhdina fá drög- in að starfsleyfinu fyrir álverið, þegar farið var ífam á það. Hann sagði að starfsleyfið væri ekki útbært fyrr en það væri fullfrágengið og náttúruvemdar- ráð og heilbrigðisnefhd Suður- nesja hefði haft það til skoðunar og innsagnar. Hjörleifur Guttormsson al- þingismaður, sem sæti á í nefndinni, mótmælti þessu og sagði það óeðlilegt að þing- nefnd væri ekki treyst fyrir þessu plaggi. Að sögn Hjörleifs tóku fleiri þingmenn undir mót- mæli hans, þar á meðal stjómar- liðar. -Sáf Óvinir Gunnars Viðurkenning á Króatíu og Slóveníu til athugunar

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.