Þjóðviljinn - 04.07.1991, Side 2

Þjóðviljinn - 04.07.1991, Side 2
Hvað tekur við af EES? Af hálfu þeirra sem undirbúa samninga um aðild (s- lands að Evrópska efnahagssvæðinu er því jafnan sleppt að ræða um það sem kann að gerast ef eitt eða fleiri EFTA-lönd ganga í Evrópubandalagið. Þó liggur fyrir að tvö af öflugustu ríkjum EFTA, Svíþjóð og Austurríki, verða tekin í Evrópubandalagið innan fárra ára, auk þess sem aðild er rædd af alvöru í Finnlandi og Noregi. Talsmenn ríkisstjómarinnar endurtaka hvenær sem færi gefet að ekki sé tímabært að ræða um aðild að EB. Á sama tíma er vitað að innan stjómarflokkanna er mikill áhugi fýrir því að ísland gangi í Evrópubandalagið. Hvarvetna, í væntanlegum aðildarlöndum EES, kemur fram að þetta fyrirkomulag á samvinnu ríkjanna sé ekki til frambúðar, efnahagssvæðið sé ekkert annað en liður í þeirri þróun sem nú er mikið í tísku að tala um sem óum- flýjanlega. Augljóst er að við munum taka á okkur margvíslegt óhag- ræði ef við gerumst aðilar að EES, enda þótt við kunnum að fá í staðinn tollfrjálsan aðgang að Evrópu- mörkuðum fyrir fiskafurðir. Eins og sakir standa fer verulegur hluti fisk- útflutningsins til landa Evrópubandalagsins og hefur salan þangað aukist undanfarin ár. Þannig hefur þessu alls ekki alltaf verið varið. Lengi seldum við mest til Bandaríkjanna og Sovétríkjanna og markaðurinn i Bandaríkjunum var um langt skeð undirstaðan fisksölunni eriendis. Á seinni árum hafa svo opnast nýir markaðir í Austur-Asíu, (löndum þar sem sóst er eftir góðum fiski, einnig tegund- um og afurðum sem við höfum ekki sinnt áður. Því kann svo að fara að Evrópumarkaður verði langt frá því að verða hagstæðasti markaður fyrir íslenskan fisk, a.m.k. annan en saltfisk. Þegar það ástand kemur upp, og söl- unni verður beint á aðra markaði verður ekki gróði af þátt- tökunni í EES heldur þvert á móti. Þá þarf íslenska þjóðar- búið að bera feikilegan kostnað sem samkomulaginu fylgir, fýrir utan að lúta í aðalatriðum sömu lögum og reglum og EB hefur sett hjá sér, án þess að njóta hagræðis af niður- fellingu tolla. Því hefur verið spáð að svo kunni að fara að innan fárra ára verði ísland og Liechtenstein einu EFTA- ríkin utan EB. Fari svo að EFTA- löndin, gangi hvert af öðru í Evrópu- bandalagið breytist Evrópska efnahagssvæðið í hreina og klára skrípamynd. Annars vegar verður þá Evrópurisinn með hundruð milljóna íbúa og hinsvegar ísland og hugs- anlega furstadæmið Liectenstein, með samanlagt um eða innan við 300 þúsund íbúa. Hvort sem þróunin gengur svo langt eða ekki þá er augljóst að EFTA er að molna niður, óháð því hvort af Evrópsku efnahagssvæði verður eða ekki. Um leið og Austurríki og Svíþjóð eru gengin í EB verður EFTA ekki svipur hjá sjón. Fylgi Finnland og Noreg- ur á eftir dettur engum heilvita manni lengur í hug að halda upp einhverju sem héti því hátíðlega nafni Evrópskt efna- hagssvæði. Þá yrði ísland að taka ákvörðun um að gera annað tveggja: losa sig við EES og leita eftir tvíhliða samningi við EB, eða þá að ganga í bandalagið. Fyni kosturinn verður nánast óframkvæmanlegur, vegna flölmargra skuldbindinga sem skapast hefðu milli fyrirtækja og einstaklinga á grundvelli gildandi samninga um EES. Öddvitar ríkisstjómarinnar tala ævinlega um EES samn- ingana eins og þeir komi inngöngu í EB ekkert við og má í því efni minnast þess hve ógnarlega reiðir foringjar Al- þýðuflokksins urðu Steingrími Hermannssyni og Svavari Gestssyni fyrir að tengja þessi tvö mál saman í kosninga- baráttunni í vor. Kjami málsins er annar. Málin eru ná- tengd. Fyrir þá sem hafa inngöngu í EB að langtímamark- miöi er EES því augljóslega eins og hver annar aðgöngu- miði að bandalaginu, innan fárra ára verður aðeins eftir að rífa af við dymar svo þjóðin geti gengið inn. hágé. LIPPT & SKORIÐ Þjópvti.jinn Málgagn sósíalisma þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Síðumúla 37 — 108 Reykjavík Sími: 681333 Símfax: 681935 Útgefandl: Útgáfufélagið Bjarki h.f.. Framkvaemdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Rltstjórar: Ámi Bergmann, Helgi Guðmundsson. Fréttastjórí: SigurðurÁ. Friðþjófsson. Ritstjóm, skrífstofa, afgrelösla, auglýslngar: Slöumúla 37, Rvik. Auglýsingar: 681310, 681331. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Oddi hf. Verð I lausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarblað: 150 kr. Áskríftarverö á mánuði: 1100 kr. 27. júlí 1991 LAUGARdagur ■ 09:00 Börn eru besta fótk Skemmtííegw og íjötbreytlur þástur fyrir böm. Umsjóft; Agnes Jehansen. Síjórn upfjtóku; Maria Mariusdóttir. st» 2 wm. ■ 10:30 i Sumarhúðum Teíknimynd. ■ 10:55 Bamadraumar ■ 11:05 Ævíntýrakastalinn Fjérðr þáttur aí áíta. ■ 11:35 Geimriddarar ■ 12:00 Á frammdi stóðum Redíscovery of fhe Worid Athygíisverður þátíur þar sem (ramandí slaðir eru heimsottir. ' ■ 12:50 Á grænni grund 1, Endurtekinn þáttur frá sióastSðnum tnið- vikudegt Frestur á illu bestur Fyrir fáum dögum var fjallað um sjónvarpsmálefni Færeyinga á þessum vettvangi með nokkurri skírskotun til íslenskra aðstæðna. Sæmundur Guðvinsson blaða- maður er á líkum slóðum í grein í Alþýðublaðinu í gær þar sem hann heldur því ffam að Stöð 2 sé í veigamiklum atriðum undir erlendri stjóm. Tilefnið er frétt í DV fyrir skömmu þar sem Jónas R. Jónsson, dagskrárstjóri Stöðv- ar 2, gefur skýringu á því hvers vegna Stöðin áformaði að taka kvikmyndina Síðasta freisting Krists til sýninga, en hann skýrði ákvörðunina þannig: „Hluturinn er sá að þessi mynd er inni í samningi sem við erum með við mjög stórt fyrir- tæki sem heitir UIR Samkvæmt honum skuldbindum við okkur til þess að sýna allar nýjar kvik- myndir sem það ffamleiðir, aðrar en þær sem kvikmyndaeftirlitið bannar. Við verðum því að taka málið upp sérstaklega við umrætt fyrirtæki ef við ætlum að komast hjá því að sýna þessa mynd. Það mál verðum við að skoða líka. Við erum sumsé ekki hættir við að sýna hana, heldur höfúm við ffestað henni.“ „Stjómað af UIP“ Sæmundur Guðvinsson legg- ur svo út af þessum orðum Jón- asar og segir: „Lítið leggst fyrir þann góða dreng hann Jónas R. Hann situr eins og halaklipptur hundur þarna upp á Stöð 2 og fær engu ráðið fyrir stórkompaníinu UIP sem gefur ordrur um hvaða myndir skuli sýndar á stöðinni. Og ef Jónas vill komast undan því að sýna einhveijar ruslmynd- ina ffá UIP þá verður hann að „taka málið upp sérstaklega..." Það fer því ekki á milli mála hverjir ráða á Stöð 2. Þar er það ekki Jónas R. sem hefur síðasta orðið um sýningu kvikmynda. Það er ekki heldur Páll Magnús- son, sem fram til þessa hefúr haft bein í nefinu þegar því er að skipta. Nei, sjónvarpsstjórinn ræður ekki nema að nafninu til. Það eru skrifstofublækur UIP sem ráða því að stórum hluta hvaða kvikmyndir eru sýndar á Stöð 2. Er hægt að leggjast lægra? Eg bara spjT.11 Sæmundur ræðir nánar um efúi sjónvarpsstöðvanna og getur þess meðal annars að stór hluti af dagskrá þeirra og stærsti hlutinn af dagskrá Stöðvar 2, sé erlent ■ 14:25 Nijinsky Einstasð myntS um et’rni besta talteít- dansafa allra tíma. Niiírssky. sem yar á háíinóí feril sins í byrjyn tuöuguslu aid- arlnnaf, AðaMuíverk: Alan Bates, Lesíe Brown og George De La Pena. Leikstiórí: Herberl Ross. Framteiðancíi: Harry Saltzmaa • 16:25 Sjónaukinn Enrtörtekinn þáltui þar sem Halga Guó- rún fitjar «pp þorskætríðið sem við áít- tim vil) Breía. ■ 17:00 Falcon Crest m 18:00 Heyrðui Hiess tórilistarþatlur. ■ 18:30 Bítasport ErKáurtekírin þáttur !rá síðasíliðnum mið- víkudegi. Umsjón: Birgtf Þór Bragasoit. Stöð 21991, ■ 20:00 Morðgáta 20:50 Fyndnar fjölskyldumyndir 21:20 Feiuleikur 'Jy Trapped efúi. „Raunar er Stöð 2 orðin endurvarpsstöð fyrir CNN stóran hluta sólarhringsins sem mér finnst persónulega af hinu góða. En þótt stærstur hluti dagskrár Stöðvar 2 og Sjónvarpsins sé er- lent efúi heftir maður þó staðið í þeirri trú að efúið væri valið af íslenskum starfsmönnum stöðv- anna,“ segir hann ennfremur og lýkur grein sinni síðan á þennan hátt: „Nú má vel vera að úrval kvikmynda á Stöð 2 sé ósköp svipað hvort sem valið er í hönd- um Jónasar R. Jónssonar eða þeirra hjá UIP. Það er aukaatriði. Aðalatriðið er að Stöð 2 skuli ekki hafa frelsi til að ákveða hvað er tekið þar til sýningar og hveiju er hafnað. Þetta er bein- línis forkastanlegt og ekki bara Stöðinni til vansæmdar heldur þjóðinni í heild. Og ekki er stolt þeirra manna mikið sem fram- selja erlendum kompaníum rétt til að ákveða hvaða kvikmyndir skuli ofaní áskrifendur Stöðvar 2. Þegar horft er á útsendingar CNN um dreifikerfi Stöðvar 2 er öllum ljóst að þama er um beint endurvarp erlendrar sjónvarps- stöðvar að ræða og síðan geta menn verið með eða á móti slíku sjónvarpi ef þeir vilja. Mér finnst þetta ákjósanlegur kaupbætir. En ég get aldrei fallist á réttmæti þess að íslensk sjónvarpsstöð ffamselji ákvörðunarrétt dagskrár í hendur erlendra hagsmunaaðila. Það er Stöð 2 til skammar svo ekki sé dýpra í árinni tekið.“ Hvað er íslenskt sjónvarp? Grein Sæmundar er umhugs- unarverð ádrepa og um leið koma fram í henni atriði sem rétt er að skoða örlítið nánar. Hann telur endurvarp Stöðvar 2 á út- sendingum CNN „persónulega af hinu góða“ en er um leið mjög ósáttur við að forráðamenn Stöðvarinnar ráði ekki því efni sem sent er út í eigin dagskrár- tíma. Að sjálfsögðu ráða stjóm- endur Stöðvarinnar hvað þeir taka til sýninga. Heldur er nú ólíklegt að þeir hafi legið undir miklum þrýstingi frá forráða- mönnum CNN. Þeir hafa sjálfir tekið þessa ákvörðun að eigin ffumkvæði. í annan stað hafa þeir sjálfir ákveðið að sætta sig við þá skil- mála sem þeim em settir um leið og þeir kaupa erlent efni. Það er á hinn bóginn nokkuð einkenni- 22:50 Blues-bræður Blues Brotóers Frábser grinmynrt sem að mgim ætli aó missa aí. Toppíeilteiar og írábær tónfist Sjá nánar bfö. 8-10. AöaShhitvetK: John BeSusrií og Oan Aykroyd. Leitetjóri: Jolin Landís. FramSeíöandí: Jobn Líoyd. 1980. ■ 00:50 Varúlfurinn * The Legertó of the Werwolf ForeMrar ursgs úteng& era drepin a! úlf- um, Últamlr taio að sét stfáSúrsn ala hann upp. Dag nQkkmn or tmnn særður al veidimanni sem hyggst nýta sár dýrslegt útfst drengans. Hann fer með legt ef þeir verða að sæta öðrum skilmálum en Sjónvarpið. Á þessum markaði gilda þau lög- mál að dreifingaraðilar selja margar myndir í einni kippu, og flýtur þar margvíslegt hrat með. En hvenær voru teknir upp þeir skilmálar að réttinum til að sýna myndir fylgdi skylda til að sýna allar myndimar í pakkanum? Sæmundur segir vel megi vera að „úrval kvikmynda á Stöð 2 sé ósköp svipað hvort sem val- ið er í höndum Jónasar R. Jóns- sonar eða þeirra hjá UIP,“ og tel- ur reyndar aukaatriði, aðalatriðið er að valið sé af fúsum og fijáls- um vilja. Þetta er í hæsta máta sér- kennileg skoðun. Getur það virkilega verið aukaatriði að starfsmenn íslenskrar sjónvarps- stöðvar hafi sama smekk á sjón- varpsefni og eitt tiltekið erlent fyrirtæki sem ffamleiðir og dreif- ir slíku efni? Hér er eina ferðina enn kom- ið að efni sem er ekki aðeins til umræðu á íslandi heldur hvar- vetna þar sem vestræn sjónvarps- menning ríður húsum. Hvort sem stjómendur sjónvarpsstöðvanna sitja í New York, París, London, Berlín eða Reykjavík þá velja þeir allir sama sjónvarpsefnið. Stöðvamar um gervalla Vestur- Evrópu líkjast æ meir hver ann- arri og skýringin er ekki flókin. Þær sækja allar mikinn hluta efn- is síns í sama bmnninn. Það er verið að sýna sömu bandarísku og bresku framhaldsþættina út um allar jarðir, en þeir em ættað- ir ffá fyrirtækjum á borð við UIP, sem Stöð 2 skiptir við. Ef maður setur sig í spor þeirra sem þurfa að skipuleggja dagskrána þá er þetta auðvitað afar þægilegt fyrirkomulag; þess vegna mætti salla bíómyndum inn á dagskrána eftir staffófsröð þangað til pakkinn ffá UIP er bú- inn og hægt er að opna næsta pakka. Með þessu móti má koma saman „sjónvarpsdagskrá“, á ótrúlega skömmum tíma, með lygilega lítilli fyrirhöfn, fýrir af- skaplega lítið fé. Og er þá komið að tveimur mikilvægum spum- ingum: Hvað er íslenskt sjón- varp? Er það endurvarp á er- lendri stöð að viðbættri enda- lausri röð af bandarískum mynd- um, sýndum að fyrirmælum er- lendra fyrirtækja en með islensk- um texta, skreytt með sæmileg- um fféttatíma og örfáum íslensk- um þáttum? hágé. ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 4. júlí 1991 Síða 2

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.