Þjóðviljinn - 04.07.1991, Síða 4
KOMUM
III II MI IM
„Sjáðu pabbi! Þarna stökk einn stór. Við hefðum átt að
týna orma eins og éa sagði.“
Já karlinn minn. Hér er nóg af fiski. En svartur Toby dugar
best, sannaðu til.“
„Hvað sagði ég. VAAAAARAÐU ÞIG!“
Já í veiðiferðum verður maður að vera viðbúinn öllu.
„Jæja kariinn. Núna finnst mér gott að vera í flotvestinu.
Manstu hvað þér fannst það asnalegt áðan.“
VIÐ VÖTN ER VARÚÐ EINA VITIÐ!
KOMUM HEIL HEIM ER UNNIÐ í SAMVINNU VIÐ'
Lögreglu, slökkvilið Umferðarráð, Vinnueftirlit ríkisins
og Áfengisvarnarráð.
Erlendar
FRETTIR
írakar hindra
eftirlitsmenn S.þ. í starfi
— Oryggisráðið fundar
um málið
Ákveðið hefur verið að Ör-
yggisráð Sameinuðu þjóð-
anna komi saman til að
ráða ráðum sínum um hvernig
írak skuli knúið til að heimila
eftiriitsmðnnum frá S.þ. ótak-
markaðan aðgang að kjarnorku-
verum sínum og útbúnaði þeim
tilheyrandi. írakar hafa undan-
farið hindrað eftirlitsmenn þessa
í starfi, enda þótt íraksstjórn
hafi marglofað því að þeir skuli
fá að skoða allt sem þeir vilja.
Umræddu efiirliti S.þ. í írak
hefur verið hætt til bráðabirgða,
þar eð Javier Perez de Cuellar,
framkvæmdastjóri S.þ., telur að
það þjóni engum tilgangi meðan
Irakar halda áfram að þvælast fyrir
eftirlitsmönnum samtakanna. Þeir
eru í tveimur nefndum, annarri á
vegum Alþjóðlegu kjamorkumála-
stofnunarinnar (IAEA) og hinni frá
Öryggisráði. Hafa þær báðar verið
kvaddar frá írak og mun ætlunin
að þær bíði átekta þangað til Ör-
yggisráð hefur fjallað um málið.
Nefndimar gruna íraka um að
reyna að skjóta undan tækjum,
sem hægt er að nota til að auðga
úran, sem er mikilvægt við fram-
leiðslu á kjamasprengjum.
Samkvæmt vopnahléssamn-
ingnum eftir Persaflóastríð, sem
undirritaður var 3. apríl, em írakar
skuldbundnir til afhenda eftirlits-
nefndum frá S.þ. allan útbúnað og
öll efhi í eigu sinni, sem nota má
til að framleiða kjamasprengjur.
Hið sama, gildir um langdrægar
eldflaugar Iraka og efna- og sýlda-
vopn þeirra. Verður viðskiptabann-
inu á Irak ekki aflétt fyrr en vopna-
búnaður þessi allur er úr sögunni.
Bandaríkin hafa gefið í skyn,
að þau muni gripa til vopna gegn
írökum á ný, ef þeir haldi álfam að
þvælast fyrir eftirlitsnefndunum,
en ólíklegt er talið að Öryggisráð
heimili slíkt fyrir sitt leyti á í hönd
farandi fúndi.
Saddam íraksforseti (hér á bæn) - eftirlitsmenn S.þ. saka menn hans um
að fela útbúnað til framleiðslu á kjamavopnum.
Gorbatsjov: Hætta ber
dýrkun á Marx og Lenín
Lenín á llkbörum - Gorbatsjov segir ekki ná nokkurri átt að „dýrka bók-
staflega allt“ sem þeir Marx hafi sagt og skrifað.
Míkhaíl Gorbatsjov, Sov-
étríkjaforseti, sagði í
ræðu, sem í gær var
birt í Pravda, helsta blaði sov-
éska kommúnistaflokksins, að
flokkurinn væri dauðadæmdur
ef íhaldsmenn (af fréttamönn-
um gjarnan kallaðir harðlínu-
menn og stundum hægrimenn)
þar létu ekki af árásum á stjórn
hans.
„Haldi þetta áfram, ef flokkur-
inn breytist ekki, er hann dæmdur
til ósigurs í öllum pólitískum
átökum og kosningum ffamtíðar-
innar,“ sagði forsetinn.
Undanfarið hefúr færst harka í
leikinn milli Gorbatsjovs og
íhaldsmanna, eftir að forsetinn
um hríð hafði virst halla sér að
þeim. Saka íhaldsmenn Gorbat-
sjov nú um svik við hugsjónir
kommúnismans og að hann standi
og horfi aðgerðalaus á Sovétríkin
leysast upp. Sumir þeirra krefjast
þess að hann segi af sér stöðu að-
alritara (framkvæmdastjóra)
flokksins.
Gorbatsjov er nú farinn að
færa sig nær fijálslyndum flokks-
mönnum (sem fréttamenn stund-
um kalla vinstrimenn) og þótti
það koma skýrt í ljós á þriðjudag
er hann fagnaði stofnun nýrrar
stjómmálahreyfingar, sem Eduard
Shevardnadze, fyrrum utanríkis-
ráðherra og Aleksandr Jakovlev,
einn helstu ráðgjafa Gorbatsjovs,
standa fyrir meðal annarra. Þeir
og fleiri stofnendur hreyfingar
þessarar eru í frjálslyndari armi
sovéska kommúnistaflokksins og
sæta hörðu aðkasti íhaldsmanna.
„Við verðum að ræða undan-
bragðalaust þá nauðsyn að láta af
trúardýrkun á stofnendunum
(Marx og Lenín),“ hefúr Pravda
ennfremur eftir Gorbatsjov. Kvað
hann ekki ná nokkurri átt að
„dýrka bókstaflega allt sem þeir
hafa sagt og skrifað.“
Sumir sovéskir fréttaskýrend-
ur segja að vera kunni að hin ný-
stofnaða stjómmálahreyfing, sem
nefnist Lýðræðislega umbóta-
hreyfingin, sé komin á kreik til að
gefa Gorbatsjov færi á að snúa
baki við íhaldsmönnum í flokkn-
um og sameina fijálslynda flokks-
menn í nýjum samtökum undir
siimi forustu.
Alúðarþakkir fyrir vinsemd og samúð við lát
Gunnars Sigurmundssonar
prentara
Vilborg Sigurðardóttir
Gylfi Gunnarsson Debra Gunnarsson
Gerður Gunnarsdóttir Grétar Br. Kristjánsson
Gauti Gunnarsson Sigrún Arthúrsdóttir
Sigurður Ó. Gunnarsson Judie Gunnarsson
og barnaböm
ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur4. júlí 1991
Síða 4