Þjóðviljinn - 04.07.1991, Qupperneq 6
íf
■:
Sigrún Þorsteinsdóttir,
verkakona:
Ég fylgist aðallega með
fréttum.
WBsmP'
Soffía Kristinsdóttir,
húsmóðir:
Ég horfi alltaf á fréttir ef
ég get. Les slúðurdálk-
ana í blöðunum og for-
síðurnar. Ég fylgist með
ef eitthvað fréttnæmt er í
blöðunum.
Óskar Steinn Geirsson,
ræstitæknir:
Ég horfi á Hunter,
Matlock og Tvídranga
þegar sá þáttur var á
Stöð 2. Ég skoða blöðin
lítið en hlusta á útvarp ef
það eru spiluð góð lög.
m
Hverju fylgist þú
helst með
í fjölmiðlum?
Sonja Magnúsdóttir,
húsmóðir:
Ég horfi aðallega á bíó-
myndir og sjónvarps-
þætti. Ég horfi lítið á frétt-
ir í sjónvarpi en les Morg-
unblaðið.
Hallfreður Om Eiríksson sýnir gestum forn handrit.
Ovinir
Gunnars
skækjusynir
S Arnagarði við Suðurgötu er
sýning á fornum handritum.
A sýningunni er úrvai hand-
rita sem afhent hafa verið
hingað heim frá Danmörku á
undanförnum árum. Þar á með-
ai er eitt merkasta handrit
Snorra Eddu, Konungsbók.
Einar Gunnar Pétursson, Cand.
mag., sagði að sýning Ámasafns
væri töluvert mikið sótt af útlend-
ingum en hins vegar væri það frek-
ar sjaldgæft að íslendingar kæmu á
sýninguna nema þeir væru í fylgd
með útlendingum.
Annar aðili hvíslaði þeirri sögu
að blaðamanni að tvær ráðsettar,
íslenskar konur hefðu þó komið og
litið inn á Amastofnun þegar þar
var opið hús. Jónas Kristjánsson,
forstöðumaður stofnunarinnar
gekk í það af eljusemi að sýna
konunum handrit, myndir og ann-
að það sem markverðast er að sjá á
Amastofnun. Konunum hefur lík-
lega þótt Jónasi farast þetta vel úr
hendi því áður en þær kvöddu
sneri önnur sér að Jónasi og spurði
í samræðutón: „Ert þú Ámi Magn-
ússon?“
Það eni fleiri merk handrit á
sýningu Ámastofnunar en Kon-
ungsbók. Þar er Staðarhólsbók
Grágásar ffá lokum þjóðveldisald-
ar. Það er mesta merkishandrit.
I Islendingabók Ara fróða Þor-
gilssonar er skýrt ffá því að vetur-
inn 1117 - 1118 hafi lög verið
skráð af Hafliða Mássonar á
Breiðabólsstað í Vestur-Hópi. „var
þá skrifaður Vígslóði og margt
annat í lögum“ stendur þar. Sú lög-
bók var síðan nefnd Hafliðaskrá.
Hún er löngu týnd en líkur hafa
verið leiddar að því að meginefhi
hennar komi fram í varðveittum
handritum þjóðveldislaganna ís-
lensku sem einu nafni nefnast Grá-
gás.
Af öðmm handritum má nefna
Jónsbók, frá upphafi 14. aldar, eitt
aðalhandrit Stjómar og Oddabók
Njálu sem er með merkilegustu
skinnhandritum þeirrar sögu. Sé
það handrit borið saman við Biblíu
- og Biskupasöguhandrit má
glögglega sjá að Njála hefur verið
mikið meira lesin. Það vaknar
óneitanlega sú spuming hvort það
geti stafað af því að hún hafí verið
nær því að vera trúarrit íslensku
þjóðarinnar.
Fyrir utan það sem hér hefúr
verið upp talið em sýnd brot úr
Lárentíus sögu biskups og pappírs-
handrit Nikulás sögu erkibiskups,
Jóns sögu helga Ogmundarsonar
og Þorláks helga Þórhallssonar.
Um Oddabók Njáls sögu segir
meðal annars í bæklingi sýningar-
Veggmynd I Árnasafni. - Myndir: Kristinn.
innar: „Njáls saga hefúr notið (
meiri vinsælda en nokkur önnur ís- ,
lendingasaga og ber margt til þess. í
Efnið er stórfenglegt, persónumar 1
lifandi og sögusviðið vel þekkt. f
Sagan stendur á mörkum milli
hinna eldri og raunsærri sagna og i
yngri ýkjusagna og er líklega sam- i
in um og eflir 1280... f
...Bókin (þ.e. handritið) er s
skrifúð á 15. öld og hefur skrifar- 1
inn bætt við athugasemdum um i
söguhetjumar á nokkrum stöðum. s
óvinir Gunnars em t.d. nefndir
„skækjusynir“ á 24. blaði og eftir
að Valgarður grái hefúr verið
heygður, bætir skrifarinn við: “ok
fari bannsettr“
Ámi Magnússon, sá sem stofn-
unin er nefnd eftir, var uppi á árun-
um: 1663 - 1730. Hann var pró-
fessor við Kaupmannahafnarhá-
skóla sem þá var reyndar háskóli
fyrir Danmörku, Noreg og ísland.
Ami er frægastur fyrir elju við
söftiun merkra handrita. -kj
Það sama og alltaf:
Samningar eru á næsta leiti.
1 'IIK'lTH,
iirtffitol
'iHHíl’
ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 4. júlíl 991
Síða 6