Þjóðviljinn - 13.07.1991, Síða 1

Þjóðviljinn - 13.07.1991, Síða 1
130. tölublað Laugardagur 13. júlí 1991 56. árgangur Trillukarlamir I Ólafsvfk láta em færa enn þann gula til hafnar. I Kristinn. Sjá opnu |an bilbug á sór finna þótt Hraöfrystihús Ólafsvíkur hafi verið lokað á annan mánuð og Þjóðviljanum f dag er rætt við nokkra Ólafsvikinga um málefni Hraðfrystihússins. Mynd Ætla að leita hælis í Drangey Eg hef hug á því að leita hælis í Drangey. Það er hefð fyrir því að veijast fiugumðnnum þar,“ sagði Árni Öskarsson, annar af þýðend- um bókarinnar Söngvar Satans eftir Salman Rushdie. Prófessor Hitoshi Igarashi, sem þýddi bókina á japönsku, var stunginn til bana í gær og komst morðinginn undan. 3. júlí sl. varð Ettore Capriolo, ftalskur þýðandi bókarinnar, fyrir morðtilneði í íbúð sinni í Mílanó. Hann var stunginn í háls, hendur og bijóst, auk þess sem tilræðismaður- inn sparkaði í hann og barði hann i höíuðið. Capriolo sagði að tilræðis- maðurinn hefði sagst vera fiá íran og áður en hann réðst á Capriolo heimt- aði hann að fá að vita heimilisfang Rushdies, en einsog kunnugt er hefur Rushdie verið í felum undanfarin ár vegna morðhótana iranskra yfirvalda. Mál og menning gaf út Söngva Sat- ans árið 1989 í þýðingu þeirra Áma Óskarssonar og Sverris Hólmarsson- ar. Ámi sagðist ekki hafa mikið um þetta að segja. Þetta væri mjög óhugnanlegt en hann hefði talið að þessi heift út af bókinni væri að fjara út. Hann sagðist ekki búast við að at- burðir sem þessir ættu eftir að gerast hér og því ætti hann ekki von á að grípa til neinna ráðstafana. -Sáf/Reuter Sýndar- mennska ráða- manna Við höfum Iangan iista loforða frá ýmsum stjórnmálamönnum, ráðherrum og ríkis- stjórnum sem hafa verið þver- brotin út og suður gegnum árin. Ráðstöfunin sem er verið að grípa til núna er ekkert nema hrein sýndarmennska," sagði Snorri Olafsson, varaformaður Landssambands hafbeitar- og fiskvinnslustöðva vegna nýlegr- ar úthlutunar sérstakra rekstr- ariána til fiskeldisins. Starfshópurinn sem sér um að ákveða hveijir fá þessi sérstöku rekstarlán, gengur undir nafninu Aftökusveitin meðal fískeldis- manna. Aftökusveitin svokallaða hefur nú þegar úthlutað sjö fisk- eldisstöðvum rekstrarlán sem eru verðtryggð og bera 5% vexti og endurgreiðast á sjö árum. Fiskeld- isstöðvamar sem fengu rekstrar- lánin núna eru: Silfurlax hf., Phar- maco hf., Óslax hf., Straumfiskur hf. Strandarlax hf., Silfurstjama hf. og Lækur hf. Fimmtán um- sóknum var hafhað og einn aðili lýsti sig gjaldþrota áður en um- sókn hans var afgreidd. Þrír aðilar fá kost á því að sækja um lán aftur til nefhdarinnar seinna á árinu og tveir umsækjendur vom beðnir að skila frekari gögnum. ,JEf við lítum á þau sjö fyrir- tæki sem fengu þetta sérstaka rekstrarlán núna og svo þau fimm sem mega sækja um aftur og skila frekari gögnum, þá em það tólf fyrirtæki sem hugsanlega fá um 150 miljónir að láni. Þetta em af- skaplega litlir fjármunir sem koma í hlut hvers og eins og spuming hvort þetta bjargi nokkm,“ sagði Snorri. í vinnuskjali sem Þjóðhags- stofnun sendi frá sér fyrir fáeinum dðgum kemur fram að fram- leiðslukostnaður vegna hvers kílós af laxi sé á bilinu 400 til 500 krónur, söluverð sé aftur á móti aðeins á bilinu 245-290 krónur. Þjóðhagsstofhun telur því horfur í fiskeldi ekki bjartar á næstunni. Snorri segir að framleiðslu- kostnaður á laxi innanlands geti ekki verið annað en hár. Hér sé um heimatilbúinn kostnað að ræða. „I fyrsta lagi er okur á raf- orku um að ræða og fiskeldis- stöðvar njóta ekki sömu kjara og t.d. stálbræðslur og álver. Það er hægt að tina ótal fleiri atriði til. Söluverð er í lægð, en fiskverð hefur flökt til áður og þá hefur verið gripið til allskonar ráðstaf- anna til að halda fyrirtækjum á floti á meðan markaðurinn er að lagast,“ sagði Snorri. Matthías Bjamason stjómar- formaður Byggðastofnunar sagði við Þjóðviljann að Byggðastofnun rmmdi ekki láta fiskinn drepast á þeim tima sem vaxtarhraði hans væri mestur og því vildi hann ekki fara Landsbankaleiðina, að neyða fyrirtækin i gjaldþrot strax. Hann sagði að Byggðastofnun hefði ný- verið lánað Silfurstjömunni og Miklalaxi á þessum forsendum, þar sem Byggðastofnun fengi meira til baka ef beðið yrði til haustsins með það að gera fyrir- tækin gjaldþrota. Matthías útilokar ekki að fleiri slík lán yrðu veitt þrátt fyrir bréf ffá Davið Oddssyni forsætisráð- herra, þar sem mælst er til þess að ekki verði lánað meira í þessa at- vinnugrein en sem nemur þeim 300 miljónum sem aftökusveitin hefiir yfir að ráða. „Við munum starfa innan ramma laganna og enginn getur sagt Byggðastofnun fynr verkum," sagði Matthías. -gpm/sþ Með aflaklóm asio stong Ungamir drepast í grútnum EB bannar tugguna

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.