Þjóðviljinn - 13.07.1991, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 13.07.1991, Qupperneq 3
Ab gefnu tiijefni BJARNI Eg trúi ekki minum eigm eyrum Fyrír fáeinum dögum fékk Sjónvarpið tvo kunna menn til að tala saman um samninga um væntanlegt Evrópskt efnahagssvæði. Jóni Baldvini Hanni- balssyni utanríkisráðherra hrutu þá þau orð af munni, sem hér eru notuð sem fyrír- sögn greinar, þegar honum þótti nóg um malflutning viðmælanda síns, Bjarna Ein- arssonar, aðstoðarforstjóra Byggðastofn- unar. Bjarni Einarsson er í hópi þeirra manna sem sett hafa fram alvarlegar at- hugasemdir við samningana og vakti strax máls á þeim. Auk þess var flutt í þættinum brot úr erindi Hannesar Jónssonar, sem hann flutti á fundi í Norræna húsinu fyrir skömmu. Þetta tvennt dugði utanríkisráð- herra til að setja mælskumaskínuna svo rækilega af stað að hann tók upp mestan tíma þattarins. Því miður urðu áhorfendur sáralitlu nær um EES, þrátt fyrir langar ræður ráðherrans, en fengu hins vegar enn eina staðfestingu á því sem þeir vissu lík- lega flestir fyrir: Að mati utanríkisráð- herra eru ekkert nema kostir við aðild Is- lands að EES. í undirbúningi er stofn- yn samtaka gegn þátttöku Islands í hinu Evrópska efnahagssvæði og segir í áskorun sem er grundvöll- ur samtakanna að fram- ganga stjómvalda hafi „að undanförnu verið með þeim hætti, að ástæða er til að hafa áhyggjur af því að verið sé að fóma hagsmun- um íslensku þióðarinnar og rétti hennar til að ráða málum sinum sjálf.“ Bjami Einarsson er einn af forgöngumönnum að stofnun samtak- anna og var kjaminn í athugasemdum hans af sama toga en auk þess taldi hann að fjárhags- legur ávinningur af samstarfinu væri þegar allt kemur til alls sáralítill. Hér er auðvitað um að ræða það sem öllu máli skiptir í sam- bandi við þetta mál, hveiju er fómað og hvað fæst hugsanlega í staðinn, og því ástæða til að huga nánar að þvi sem utanrikisráðherra sagði. Um hugsanlegt framsal löggjafarvalds sagði Jón Baldvin fyrst: ,J>að er ekki verið að framselja neitt lög- gjafarvald. Það er misskilningur sem Bjarni sagði að við þurfum að taka við lögum og reglum Evropubandalagsins. Hvað emm við að gera? Við emm að sækjast eftir því að fá sammningsbundna aðild að tollfrjálsum viðskiptum með vörur. Hafa einn sameigin- legan jjármagnsmarkað og vinnumarkað. Um þetta gilda lög og reglur í Evrópubandalag- mu. Það er enginn að þröngva þessu upp á okkur, heldur erum við að óska eftir því að fá aðild að þessum 380 miljóna markaði." Síðar sagði hann: „Samningsniðurstaðan, þegar hún liggur fyrir, hún er lögð fyrir Alþingi, vegna þess að Alþingi hefur ekki afsalað sér neinu valdi. Það verður ekkert gert nema með því að Alþingi samþykki þennan samning." Hér er ekki nema sjálfsagt að vera gæt- inn en því miður læðist að manni grunur um að ráðherrann tali gegn betri vitund því sjálfur gaf hann Alþingi skýrslu um stöðu mála í október sl. Þar segir um grundvöll samnings- ins: „Samþykktir Evrópubandalagsins, með fáum og afmörkuðum undantekning- um, (leturbr. Þjóðv.) sem réttlætast af gruna- vallarhagsmunum ems eða fleiri EFTA-ríkja og með aðlögunartíma vegna nokkurra þátta. Jafnvægi milTi réttinda og skyldna. Sameigin- leg landbúnaðarstefha og sjávarútvegsstefna EB utan sairmines.“ Og á næstu síðu í sömu skýrslu segir frá því að „þær samþykktir Evr- ópubandalagsins sem mynda eiga grundvöll evrópsks efnahagssvæðis hafa nú verið af- markaðar að mestu leyti,“ og síðan er þess fetið að samtals sé um að ræða 1120 sam- ykktir á þremur sviðum samningsins. Þá er ekki allt talið því þegar : öll kurl eru komin til grafar felst í þessu T 1.000 siðna laga- og reglugerðartexti, sem mun vera samanlagt 8 sinnum meira en allt is- lenska lagasafnið. Það er sjálfsagt rétt hjá ráðherranum að það ....... er enginn að þröngva samnmgunum upp á okkur en hitt getur ekki farið á milli mala að um leið og Alþingi samþykkir samninginn hefúr verið ákveðið að lög sem saipþykkt hafa verið annarsstaðar skuti gilda á Islandi. Þessum lögunj getur Alþingi eitt og sér alls ekki breytt. A ninn bóginn getur EB gert hvaða breytingar sem það kærir sig um hjá sér og lagi EFTA- löndin sig ekki að þeim breytmgum rofnar sjálfúr grundvöllur samn- ingsins, eða eins og Jón Baldvin sagði í um- ræddum þætti: „Ef við ætlum að bua til eitt markaðssvæði, þá er nauðsynlegt að það gildi sömu lög og sömu reglur á því svæði á þessu takmarkaða sviði, því ella gætu þessi við- skipti ekki gengið fyrir sig.Þannig að við erum reiðubúnir til þess að fallast á að þessar reglur, sem Evrópubandalagið hefúr þróað á undanfömum árum, gildi ynr Evrópska efna- hagssvæðið allt.“ Það sem ráðherrann kallar takmarkað svið eru, samkvæmt skýrslu hans til Alþingis, „fijáls vömviðskipti, fjármagnsmarkaður og þjonustuviðskipti, atvinnu- og búseturéttindi" en auk þess svokölluð , jaðarmálefni (mennta- mál, menningarmál, umhverfismál, félagsmál o.s.frv.) „ ... og ekki verður betur séð en umgengni hans við sannleikann sé á tæpasta vaði, að ekki sé nú fastar að orði kveðið Eins og áður segir taldi Bjami Einarsson að fárhagsTegur ávinningur samningsins yrði harla lítill. Þvi svaraði Jón Baldvin í löngu máli og sagði m.a.: „Bjami segir hér upp í opið geðið á þióð- inni, maður sem ætlar að fara að upplýsa þjóðina um þetta mál, að þetta sé mjög ovem- legur ávinningur. Teljum nú upp ávinninginn: I fyrsta lagi. Þá er það auðvitað stór- kostlegur ávinningur að fá niðurfellingu á tollum sem við greiðum fyrír allar okkar sjávarafurðir á Evrópskum markaði, sem tekur við 70% af okkar útflutningsafurð- um. Það er alveg sama hvernig á það er lit- ið að það er mjög verulegur ávinningur. Menn meta það misjafnlega hvort þetta er einn miljarður á árí eða upp í tveir og hálf- ur miljarður á árí. Það er ekki stóri þátturinn í þessu, heldur hitt að ef íslensk fiskvinnsla, sem er lands- byggðarmál Bjami Einarsson, býr allt í einu við þau skilyrði að geta fúllunnið sjávaraf- urðir, fullunnið þær, frá flökuðum fiski, sem færi fram hjá uppboðsmörkuðunum í Evrópu á neytendamarkaðina, yfir í það að vera með sérstaklega sérhannaða fúll- búna neytendarétti tmdir ís- lenskum vörumerkjum fram hjá uppboðsmörkuðunum. Þetta mundi gefa tilefni til aukinnar sérhæfmgar í ís- lenskri fiskvinnslu..." Þegar Bjami Einarsson tók undir það að vissulega væri um einhvem ávinnig að ræða og jafnframt að hann vissi ekki betur en að fúll- unnar fiskafúrðir væm ekki háðar tollum, þá hitnaði ráð- herranum í hamsi: „Bjami! Tollakerfi EB er um það að hafa 0-3,7% tolla á óunnin fisk og er þess vegna um það, og það er bara stóra málið í islensk- um sjávarútvegi og norskum sjávarútvegi. Það er verið að breyta okkur, og reyndar hag- kerfi Færeyinga og Grænlendinga, í hráefn- isútflytjendur. Ef við fáum tollfrelsi þá get- um við gerbreytt þessu. Við getum skapað aðstæður fyrir þíjð að búa til hatækniþróaðan matvælaiðnað a Islandi. Bjami: Það hefúr mér hingað til skilist að væri ekki háð tollum í Evrópubandalaginu, þegar hann er orðinn iðnaðarvara. Jón: Bjami! Eg trúi ekki mínum eigin eyrum! Veistu ekkert um saltfiskinn? Bjami: Að sjálfsögðu veit ég allt um saltfiskinn. Hér grípur ráðherra til afar sérkenni- legrar röksemdafærslu og ekki verður betur séð en umgengni hans við sannleik- ann sé á taspasta vaði, að ekki sé nú fastar að o/ði kveðið. I fyrsta lagi er það beinlínis rangt að greiddur sé tollur af öllum fiskafúrðum sem við flytjum til EB (kom reyndar fram hjá honum í öðru samhengi að tollurinn nái til 40% af f " svo að honum: ar, er undanþeginn I aðri bókun 6, sem er hluti af friverslunar- samningi okkar við EB. 1 öðru lagi verður ekki séð hvemig tollur á „óunnum fiski" get- ur virkað sem vTtamínsprauta á fiskvinnsluna í landinu. Með lágum eða engum tollum á óunnum fiski versnar samkeppnisaðstaða fiskvinnslunnar hér á landi og nefúr raunar ekki farið á milli mála undanfarin ár. Til að draga úr útflutningi á óunnum fiski hefúr ver- ið gripið til ýmissa ráða, s.s. aukinnar skerð- ingar á kvóta þeirra skipa sem flytja út, auk stjómunar á útflutningnum. Þá hafa komið til fiskmarkaðir sem eiga að skapa innlendu fisk- vinnslunni betri að- ----------------- stöðu til að keppa við markaðina úti. Allt hefur leitt verðs og betri afkomu sjómannna og útvegs- manna en aukið kostn- að vinnslunnar og raunar dregið úr mögu- leikum verkafólks til að bæta sinn hlut. ----------- Meginhluti þeirra tolla sem greiddir em af íslenskum fiski er vegna saltfisksins og hafa talsmenn saltfiskffamleiðenda vissulega látið í ljós áhuga á að losna við þennan toll, en alls engan heraðsbrest talið i vændum þótt svo verði ekki. Hver á endanum greiðir þenn- an toll er svo ekki ljóst: „Það getur auðvitað verið breytilegt eftir markaðsaðstæðum hver ber tollana, hvort það er neytandinn að hluta til og seljandinn að hluta til, það fer eftir ffamboði og eftirspum á markað Jón Baldvin m.a. í þættinum. ... getur EB gert hvaða breytingar sem það kærir sig um hjá sér og lagi EFTA-löndin sig ekki að þeim breytingum rofnar sjálfur grundvöllur samn- ingsins ir þetta hins vegar til hækkaðs fisk- num,“ sagði Að þessu sinni gefst ekki færi á að ræða fleiri atriði í kostulegum málflutningi utan- ríkisráðherrans, til ao mynda þá ftillyrðingu hans að samningurinn um EES sé ígildi 30- 35% af aðild að Evrópubandalaginu á meðan í flestum EFTA-löndum er litið svo á að sampingurinn jafúgildi 60-80% af fúllri að- ild. I heild sinni var upplýsingaframlag hans þess háttar að best á við að víkja til orði í nans eigin upphrópun, leggja þjj munn og segja í lokin: mínum eigin eyrum!“ hágé. inni orð í Jón! Ég trúi ekki Síða 3 ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 13. júlí 1991

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.