Þjóðviljinn - 13.07.1991, Side 7

Þjóðviljinn - 13.07.1991, Side 7
FRÉTTIR Æðarungamir horfnir í grútinn [ Skálanesvlk I Ingólfsfirði eru dauðir fuglar um alla fjöru, flest æðarungar, en einnig fýll og kollur. Okkur virðist að yfirvöld fyrir sunnan hafi mestan áhuga á að vita hvaðan þessi ófðgnuður kemur, en það sem við viljum er að eitthvað sé gert til að hreinsa fjörurnar hér,“ sagði Eva Sigurbjörnsdótt- ir hótelstýra á Djúpuvík um grútarmengunina sem nær allt frá Furufirði suður til Kolla- fjarðar. Grúturinn liggur eins og hvít sUkja í fjörum á þessu svæði, en magnið er þó ekki mik- ið á svæðinu frá Norðurfirði til KoUafjarðar. Fjöldi fugla hefur drepist, aðal- lega æðarungar sem liggja eins og hráviði í fjörunum í Bjamarfirði og víðar. Bændur á þessu svæði hafa tínt upp mikið af fugli og reynt að þrifa nokkra sem hafa verið með lífsmarki, án mikils árangurs. Ómögulegt er að meta hversu mik- ið magn af grút er í sjónum eða hversu margir fuglar hafa drepist, en líklega skipta þeir þúsundum. Blaðamaður og ljósmyndari Þjóðviljans sáu fjölda af ungalaus- um kollum á sjónum undan Ströndum, sem að öllu eðlilegu ættu að vera með fjóra til sex unga hver. Á Ströndum eru þijár góðar æðarvarpsjarð. - sem hafa orðið fyrir tilfmnanlegu tjóni af völdum mengunarslyssins. Ungamir, sem synda inn í grút- arflekkma, eiga sér engrar undan- komu auðið og þykkt Iag af leðju vefst utan um þá þannig að þegar fjörur em gengnar sést varla nema goggur eða löpp út úr grútarköggl- unum. Einnig sást fjöldi dauðra unga sem höföu hlaupið upp á land og var bringa þeirra löðrandi í grút. Bakpokaferðalangar sem höfðu gengið fjömr frá Aðalvík til Djúpuvíkur kváðust fyrst hafa orð- ið varir við mengunina i Fumfirði, norðar væri sjórinn hreinn að sjá, a.m.k. frá landi. Sævar Guðmundsson í Munað- amesi gekk með Þjóðviljamönnum um fjörumar í Ingólfsfirði og þar blasti við ófogur sjón. Víða, skammt undan landi, vom grútar- flekkir og í fjömborðinu var hvít leðjurák á löngu svæði. Grúturinn límist utan um allt sem hann kem- ur nálægt og rekaviðardrumbar, sem óvenju mikið er af um þessar mundir, jafnt sem æðarfúglar, em því umvafðir grútardmllunni. Sæv- ar kvaðst hafa farið á bát á Hom- strandir að sækja ferðamenn á fimmtudagskvöld og þá hefði hann séð stóra grútarflekki sem eiga eft- ir að ná landi. Fólkið í Munaðamesi hefur tekið nokkra lifiitla fúgla í hús sið- ustu daga og þrifið þá með volgu sápuvatni, en aðeins hefúr tekist að bjaiga einni kollu og tveimur ung- um, sem nú hafast við í fjárhúsum bæjarins. Afar erfitt er að þrifa grútinn af fuglunum þar sem hann klístrast við allt eins og smjörlíki. Fólkið á Ströndum veltir fyrir sér eins og aðrir hvaðan grúturinn kemur, en viðmælendur blaðsins sögðust þó hafa meiri áhyggjur af því hvenær efnið leystist upp. „Þetta sýnir best hvað við erum óvarin fyrir mengunarslysum," sagði hótelstýran á Djúpuvík. „Það em allir ráðalausir, og á meðan drepast fúglamir hundmðum sam- an.“ -vd. Fuglamir flýja upp á land en hafi grútur llmst á bringuna viröist þaö duga til að gera út af við þá.- Myndir: Þorfinnur Uppruni grútarins óljós Minna atvinnuleysi úti á landi r Ijúnímánuði minnkaði atvinnuleysi frá því í mánuðinum áður um 2600 daga og um 16 þúsund daga miðað við júnímánuð í fyrra. ÖU fækkun skráðra atvinnuleysisdaga átti sér stað á landsbyggðinni, en atvinnuleysi jókst á höfuðborgarsvæðinu. Enginn veit hvernig grútar- mengunin á norðanverðum VestQörðum er tilkomin. PáU Hjartarson er nú gegnir starfi sigUngamálastjóra segir að stofnunin viti að um lýsi sé að ræða, en ekki er enn komið í Ijós hverskonar lýsi er þarna á ferð- inni. - Það hafa ýmsar kenningar verið á lofti um tildrög gnitarins. Við á Siglingamálastofriun höfúm ekki verið með neinar sérstakar kenningar í huga við rannsóknina, heldur reynum við að athuga alla þá möguleika sem fyrir hendi eru, sagði Páll. Getgátur manna hafa verið i þá áttina að lýsið sé komið úr tönkum bresks olíuskips er sökkt var í Húnaflóanum á striðsárunum. Það sé að ryðga í sundur núna. Aðrir hafa horft á hafisinn úti fyrir ströndinni og halda að grúturinn sé kominn alla leið frá Siberíu og hafísinn hafi rekið hann á undan sér. Ymislegt styður þá kenningu, t.d. segir Páll Hjartarson að skip á milli Islands og Færeyja hafi rekist á grútarflekki í ferðum sínum upp á siðkastið. Enn aðrir líta tankskip er sást á reki um 2 sjómílur undan Iandi sem hugsanlegan sökudólg í málinu. Eins og áður sagði treystir Páll sér ekki til að meta uppruna- stað grútsins, en verið er að athuga möguleikana. Nú hefúr verið óskað eftir upplýsingum um tankskipið og vill Siglingamálastofnun fá að vita hvað það var að gera á reki fyrir utan Vestfirði. Páll segir að það sé illt til þess að vita að erlend skip geti siglt þvers og kruss innan landhelginnar og lónað skammt undan landi án þess að nokkur viti hvaða eða hverskonar skip er um að ræða. - Við þurfúm að fara að krefj- ast þess að erlend skip tilkynni sig þegar þau koma inn í landhelgi okkar. Hér væri í raun hægt að losa í sjóinn allskonar eiturefni, án þess að nokkur hefði hugmynd um það, sagði Páll. -sþ Skráðum atvinnuleysisdögum fækkaði um 3200 úti á landi, en fjölgaði um 630 daga í Reykjavík og nágrannabyggðum. í júni voru slááðir atvinnuleysisdagar 30 þús- und á landinu öllu, 17 þúsund hjá konum og 13 þúsund hjá körlum. Þetta jafngildir því, að 1400 manns hafi að meðaltali verið á atvinnu- leysisskrá í mánuðinum, en það svarar til 1.0 prósents af áætluðum mannafia á vinnumarkaði. Afráðið er að leifar banda- rísku ratsjárstöðvarinnar á Straumnesfjalli, sem lögð var niður 1960, verði hreinsaðar af fjallinu. Átak var gert í hreinsunarmálum á fjall- inu 1969 og aftur 1978 en var langt í frá fullnægjandi og þvi verður þráðurinn tekinn upp að nýju dagana 22. til 26. þessa mánaðar og það hreinsað sem eftir var skilið í fyrri hreinsun- arferðum. í fréttatilkynningu frá utanrík- Sem fyrr er minnst atvinnu- leysi á Vestfjörðum eða 0,1 prósent af áætluðum mannafla og mest á Norðurlandi vestra eða 1,7 prósent. Atvinnuleysi er áfram mest hjá konum eða 1,3 prósent miðað við 0,7 prósent hjá körlum. Atvinnu- leysi er 1,3 prósent á landsbyggð- inni en 0,8 prósent á höfúðborgar- svæðinu i júnimánuði. Þessar upp- lýsingar koma frá vinnumálaskrif- stofú félagsmálaráðuneytisins. isráðuneytinu segir að notuð verði þyrla sem fengin verði að láni frá vamarliðssveit bandaríska hersins, en sveitin mun vera við æfingar hér um líkt leyti, til að flytja hreinsunardeildir og tæki upp á Straumnesfjall. Yfirumsjón tiltektarinnar er á vegum Vamamálaskrifstofú utan- ríkisráðuneytisins og umhverfis- ráðuneytisins, en þeir sem verkið yinna verða björgunarsveitir frá ísafirði, Bolungarvík og Hnífsdal. -rk Fyrstu sex mánuði ársins hafa 257 þúsund atvinnuleysisdagar verið skráðir á landinu öllu sem samsvarar þvi að tæplega 2000 manns hafi verið að meðaltali á at- vinnuleysisskrá eða um 1,5 prósent af mannafla. Skráðum atvinnuleysisdögum fækkar mest á Norðurlandi vestra eða um 1737 frá fyrra mánuði, en fjölgar um 631 á höfúðborgar- svæðinu, um 610 á Suðumesjum og um 69 á Vestfjörðum. Þeim fækkaði um 405 á Vesturlandi, um 516 á Norðurlandi eystra, um 515 á Austurlandi og um 687 á Suður- landi. -gpm Ný samninga- nefnd ríkisins Fjármálaráðherra skipaði í vikunni nýja samninganefnd ríkisins í launamálum. I samn- inganefndina vom skipaðir Ág- úst Einarsson prófessor sem er formaður hennar, Birgir Guð- jónsson skrifstofústjóri, Guðríð- ur Þorsteinsdóttir lögfræðingur, Magnús Pétursson ráðuneytis- stjóri og Steingrímur Ari Ara- son aðstoðarmaður ráðherra. Meginverkefni nefndarinnar verður að undirbúa gerð kjara- samninga í haust, en kjarasamn- ingar ríkisins falla úr gildi 31. ágúst sem og kjarasamningar hins almenna vinnumarkaðar, segir i fréttatilkynningu frá fjár- málaráðuneytinu. -gpm Loksins tiltekt á S traumnesfj alli Síða 7 ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 13. júlí 1991

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.