Þjóðviljinn - 13.07.1991, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 13.07.1991, Qupperneq 11
A Utnsión: Sif Gunnarsdóttir Enn um útlagann í Skírisskógi Regnboginn Hrói hðttur prins þjófanna (Robin Hood prince of thieves) Leikstjóri: Kevin Reynolds Handrit: Pen Densham, John Wat- son Framleiðendur: Pen Densham, John Watson, Richard B. Lewis Aðalleikarar: Kevin Costner, Morgan Freeman, Alan Rickman, Mary Elizabeth Mastrantonio, Christian Slater, Geraldine McE- wan Þá er seinni mynd sumarsins um þjóðsagnahetjuna Hróa hött komin og hún er bæði skrautlegri og skemmtilegri en sú fyrri. Enda miklu meira í hana lagt og gulldrengurinn Kevin Costner leikur útlagann í Skíris- skógi. Þetta er ein útgáfa í viðbót af hetjunni sem barðist fyrir rétt- læti í Englandi á tólftu öld og ekk- ert meira ósannfærandi en hinar. Hér hefst myndin í arabísku fangelsi þar sem Hrói situr í keðj- tim. Hann haiði rifist við föður sinn, jarlinn af Lockesley, og ætt af stað í krossferðir ásamt Ríkharði konungi vegna þess að faðirinn hafði tekið saman við almúgakonu eftir að kona hans dó. Hrói sleppur úr fangelsinu og bjargar um leið máranum Azeem (Morgan Free- man) sem heitir því að skilja ekki við Hróa fyrr en hann er búinn að launa honum lífgjöfina. Hrói lofar líka deyjandi vini sínum að líta eft- ir systur hans í Englandi, hinni fðgru lafði Marion. Félagamir ferðast saman til Englands sem Hrói heldur að sé himnaríki á jörð, en ýmislegt hefur breyst i fjarveru hans. Fógetinn í Nottingham (Alan Rickman) átti sökótt við föður Hróa (jarlinn vildi ekki ganga í lið með honum), svo að hann drap jarlinn, brenndi heimili hans og eignaði sér landið hans. Hrói sver að hann skuli hefna foður síns og eftir að hann ásamt vini sínum Azeem hefur drepið nokkra af mönnum fógetans er hann gerður útlægur og flýr inn í Skírisskóg. Þar hafast við aðrir út- lagar sem hafa gert eitthvað til að ergja fógetann, og eftir að Hrói hefur sannað getu sína er hann sjálfskipaður fyrirliði þeirra í bar- áttunni gegn valdsmönnum. Fógetinn í Nottingham er ekk- ert venjulega vondur maður, hann er galinn djöfladýrkandi með nom í kjallaranum sem vill steypa kon- unginum af stóli. Nomin les rúnir og sér dauða þeirra af völdum Hróa og manna hans, en vill meina að þau bjargist ef fógetinn eignast bam með aðalborinni konu. Fóget- inn rænir umsvifalaust lafði Mari- on, en þar fór hann illa að ráði sínu því að Hrói elskar Marion og er til- búinn til að heyja stríð til að ná henni aftur. Þrátt fyrir fjölmargar slags- málasenur og þó nokkurt blóð er létt yfirbragð yfir myndinni. Hún er rómantísk og herská, skemmti- leg blanda af ævintýraraunsæi, ein- lægni, léttu háði og kímni. Sviðs- myndin er flott, dimmir kastalar, fomg stræti Nottinghamborgar, dmngalegar dýflissur og svo bú- staðir Hróa og hans kátu sveina í Iaufskrúði skógarins. Búningamir em líka smart (engar grænar sokkabuxur). Costner passar vel í hlutverk hetjunnar (datt einhveijum annað í hug?), hann handleikur bogann af mikilli leikni, situr hest eins og hver annar kúreki og er í alla staði afskaplega sjarmerandi. En enska hreimnum nær hann ekki. í þessum Hróa hattar myndum tíunda ára- tugarins er aðallinn í Englandi greinilega amerískur en almúginn enskur, en hvað um það. Morgan Freeman leikur „bar- barann“ Azeem sem er svo miklu fágaðri og ftóðari en Englending- amir. Hann er tilkomumikill leikari og hlutverk hans setur skemmtileg- an svip á myndina. Mastrantonio er bæði falleg og herská Marion og Christian Slater er reffilegur Willi- Unglingar eftir uppskrift Laugarásbíó Táningar (Book of love) Leikstjóri: Robert Shaye Aöalleikarar: Chris Young, Keith Coogan Maður taki fyrst eitt strákgrey og hræri hon- um svo út í: nýtt hverfi, hetjuskap, aulafyndni, gleraugnaglám, fyrsta fylleriið, leðurgengi, mótorhjól, fyrstu ást- ina, bera rassa, stór bijóst, kúk & piss brandara, heigulshátt, vináttu, skólaleiða, hrekki, klámblöð, partý, lokaballið, sjálfsfróun, skilningssljóa foreldra, lygar, rokk- músík, bíla, gallabuxur, síða kjóla og brilljantín - blandi þessu vel saman og þá er maður kominn með hina týpísku unglingamynd. Myndin Táningar hefst á því að vel stæður rithöfundur skoðar árbók gamla menntaskólans síns og myndin af honum sjálfum talar til hans og minnir hann á gömlu, góðu dagana þegar strákar vom strákar og stelpur vom stereótýpur. Rithöfundurinn sekkur sér ofan I minningamar, nánar tiltekið síð- asta skólaárið þegar lokaballið nálgast og aðaláhyggjumar ganga út það að ná sér í stelpu til að fara með á það. Aðalpersónan, Jack am Scarlett. En það er Alan Rick- man i hlutverki fógetans sem prýð- ir myndina mest. Hann sýndi í Die hard að hann er glettilega góður í glæponahlutverk, en hér er hann ffábær. Hann geysist um svart- klæddur og galinn og á öll bestu tilsvörin í myndinni, ég vona bara að ég sjái hann næst í aðalhlut- verki. Reynolds tekst prýðilega að láta Hróa höfða til manns, enda ansi nútímalegur. Myndin er oft spennandi og fyndin, og eins og örvamar hans Hróa hittir hún í mark á þessu spennumyndasumri. Kevin Costner passar vel f hlutverk hetjunnar. (Chris Young), er náttúrlega ekki töffari, en er samt vonleysislega ástfanginn af sætustu stelpunni. Hún er auðvitað með brilljantín- töffaranum Angelo sem geysist leðurklæddur um á mótorhjóli. En hver ætli vinni hana i endann? Engin verðlaun fyrir rétt svar. Það er afskaplega algengt i svona myndum að stelpur séu full- komlega persónulausar stereótýp- ur. Ljóshærða fallega stelpan sem er svo góð og dökkhærða sexý stelpan sem er svolítið villt. Tán- ingar er engin undantekning. Svo em nokkrar sem em bara bijósta- stórar til að fylla upp í. Strákamir em staðlaðir líka, en þeir em að- eins meiri persónur og koma jafn- vel líka á óvart, eins og til dæmis gleraugnaglámurinn (algjör auli) sem kemur á óvart á ballinu með glæsilegum danssporum. í myndinni er ekkert nýtt, þó að það læðist inn glettin atriði endmm og eins. En hún er ekkert illa leikin og viðtökur ungra áhorf- enda í bíó bentu til þess að hún höfðaði sérlega vel til þeirra. Táningar er mynd fyrir þá sem hafa aldrei séð unglingamynd áður, ekki aðra. VIRÐISAUKASKATTUR Endurgreiðsla virðisaukaskatts til íbúðarbyggjenda Hvað er endurgreitt? Virðisaukaskattur af vinnu manna við íbúðarhúsnæði er endurgreiddur: • Byggjendur íbúðarhúsnæðis geta fengið endurgreiddan þann virðisaukaskatt sem þeir greiða vegna vinnu manna á byggingarstað hússins. •Eigendur íbúðarhúsnæðis geta fengið endurgreiddan þann virðisaukaskatt sem þeir greiða vegna vinnu manna við viðhald og endurbætur ibúðarhúsnæðis síns. • Þeir sem framleiða íbúðarhús í verk- smiðju hér á landi geta fengið endur- greiddan hluta virðisaukaskatts af söluverði húsanna. Sérstaklega skal tekið fram að hvorki er endurgreiddur virðisaukaskattur vegna tækjavinnu né af efni sem notað er til byggingarframkvæmda. Endurgreiðslubeiðni Sækja skal um endurgreiðslu á sér- stökum eyðublöðum til skattstjóra í því umdæmi sem umsækjandi á lögheimili. Eyðublöðin eru: •RSK 10.17: Bygging íbúðarhúsnæðis til sölu eða leigu. •RSK 10.18: Bygging, endurbætur og viðhald íbúðarhúsnæðis til eigin nota. Athygli skal vakin á því að frumrit sölureiknings skal fylgja umsókn um endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna endurbóta og viðhalds. Vegna ný- byggingar verður umsækjandi að geta lagt fram umbeðin gögn, t.d. sölu- reikninga þar sem skýrt kemur fram hver vinnuþátturinn er og að vinnan sé unnin á byggingarstað. Uppgjörstímabil Hvert uppgjörstímabil ertveir mánuðir: janúar og febrúar, mars og apríl, maí og júní, júli og ágúst, september og október, nóvember og desember. Skiladagur Endurgreiðslubeiðni skal berast skatt- stjóra fyrir 15. dag næsta mánaðar eftir að uppgjörstímabili lýkur. Hvenær er endurgreitt? Hafi beiðni um endurgreiðslu verið skilað á tilskildum tíma skal endur- greiðslan fara fram eigi síðar en 5. dag næsta mánaðar eftir skiladag vegna nýbygginga og eigi síðar en 20. dag næsta mánaðar eftir skiladag vegna endurbóta og viðhalds. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI Síða 11 ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 13. júlí 1991

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.